Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Page 3
DV. LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1983. 3 Umogeftirhelgina: Prófkjör— forval—skoð- anakönnun — alþýðubandalags- menn, framsóknar- menn og kratar kjósa víða um land Stjómmálaflokkarnir hafa prófkjör, forval og skoöanakönnun í mörgum kjördæmum nú um helgina og fram eftirnæstuviku. Síöari umferö í forvali Aiþýöubandalagsins í Reykjavík verður laugardag og sunnudag. I fram- boði eru 16 manns, þingmennirnir 4 og 12 efstu menn úr fyrri umferð. Urslita er aö vænta á sunnudagskvöldið. Á Suðurlandi voru alþýðubandalags- menn með forval í fyrradag og ættu niðurstööur að liggja fyrir í dag. Kratar hafa prófkjör í tveim kjördæmum. Á Reykjanesi berjast 5 menn um efstu sætin. I prófkjörs- kynningu DV síðastliðinn fimmtudag gætti nokkurrar ónákvæmni um framboð í tiltekin sæti. Hið rétta er að Ásgeir Jóhannesson forstjóri, Gunnlaugur Stefánsson, fyrrverandi alþingismaöur, Karl Steinar Guönason alþingismaður og Kjartan Jóhannsson alþingismaöur bjóða sig fram í 1.-3. sæti. Kristín H. Tryggvadóttir býður sig fram í 2.-3. sæti. Kosið er bæði á laugardag og sunnudag. Talning verður á sunnudagskvöld í Alþýðu- húsinu, Hafnarfirði. Á Norðurlandi eystra hófst prófkjör krata í gær og lýkur annaö kvöld. Þar eru 4 fram- bjóðendur í kjöri. Stefnt er að talningu atkvæöa á mánudagskvöldið. I prófkjöri framsóknarmanna á Austurlandi eru 12 manns í kjöri. Þar verður byrjaö aö telja strax og kjörgögn berast til Egilsstaða. Verður það aö líkindum á mánudag eða þriðjudag. Framsóknarmenn á Vest- fjörðum eru einnig með prófkjör um helgina. Allir kjörstaðir nema einn verða opnir eins og auglýst hefur verið undanfarið. Á Patreksfiröi hefur kosn- ingu verið frestað um allt að viku. Gert er ráð fyrir talningu um næstu helgi. — Framsóknarflokkurinn í Norðurlands- kjördæmi vestra heldur aukakjör- dæmisþing á sunnudag. Þar fer fram skoðanakönnun um röð efstu manna á framboðslista. -JBH. ítreka hótun sína gagnvart Flugleiðum Hvalfriðunarsinnar hafa ítrekað hótun sína gagnvart Flugleiðum um að beita sér fyrir mótmælum við skrif- stofur flugfélagsins erlendis mótmæli Islendingar hvalveiöibanninu. David McTaggart, formaður Greenpeace- samtakanna, sendi Sigurði Helgasyni, forstjóra Flugleiða, skeyti þess efnis í fyrradag. McTaggart hafði áður skrifað Sig- urði Helgasyni bréf þann 18. janúar síðastliðinn þar sem mótmælaað- gerðum var hótaö við Flugleiðaskrif- stofur í Evrópu og Bandaríkjunum. Því bréfi svaraði forstjóri Flugleiða þess efnis að þaö væri ekki í valdi fyrirtækisins að taka ákvaröanir í hvalveiðimálum. Því svaraði McTagg- art með skeytinu í fyrradag. Segir þar meöal annars aó þaö sé ekki ætlunin að valda Flugleiðum t jóni en þeir hyggist notfæra sér það að f élagið er íslenskt. -KMU. Patreksfjörður: Hinirlátnu jarðsettirá þriðjudag Utför þeirra fjögurra sem fórust í skriðuföUunum á Patreksfirði um síð- ustu helgi verður gerð frá félagsheim- iUnu á Patreksfirði næstkomandi þriðjudag klukkan 13. Utförin er gerð á vegum Patrekshrepps. Séra Þórarinn Þór sóknarprestur á Patreksfirði jarðsyngur. -SþS. Kjósum baráttumann áþing Karl Steinar Guðnason Prófkjör Alþýöuflokksins á Reykjanesi 29.—30. janúar Stuðningsmenn. Fyrirtiyggja I ferðamálum Þú getur byrjaö strax í SL-feröaveltunni SL-ferðaveltan gerir íarþegum okkar kleiít að búa nú þegar í haginn fyrir nœsta sumar, safna á auðveldan hátt álitlegum íarareyri og skapa sér þannig ánœgjulegt sumarleyíi, laust við hvimleið- ar íjárhagsáhyggjur. SL-ferðaveltunni svipar til venjulegrar spariveltu, - nema í einu grundvallaratriði - sem einmitt gerir gœfumuninn. Líkt og í spariveltunni leggur þú mánaðarlega inn ákveðna upphœð á Ferðaveltureikning í Samvinnu- bankanum og fœrð upphœðina síðan endurgreidda í einu lagi að 3ja til 9 mánaða sparnaði loknum, ásamt láni írá bankanum jafnháu sparnaðarupphœð- inni. Þú hefur þannig tvöfalda upphœð til ráóstöfunar að ógleymdum vöxtunum. Sérstaða SL-íerðaveltunnar ér síðan fólgin í því að þú greiðir lánið á 5-11 mánuðum, 2 mánuðum lengri tíma en venja er til. Samvinnuferðir-Landsýn fjármagnar framlengingu endurgreiðslu tímans, hver greiðsla verður léttari og sumarleyíið greiðist upp án fyrirhafnar. Þökk sé SL-ferðaveltunni og fyrirhyggju þinni. Þú þarft ekki að hugsa þig tvisvar um, -tryggðu þér tvöfaldan ferðasjóð strax. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SL-ferðavelta - nýr lánamöguleiki \ SPARNAÐAR- TÍMAÖIL MÁNAÐAR- LÉGUR áPARNAÐUR SPARNAÐURí LOK TÍMABILS LÁN FRÁ SAMVINNU- BANKA RÁÐSTÖFUN- ARFÉMEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGR. ENDURGR. TÍMI 3 mánuðir 1300.00 2600.00 3900.00 3900.00 7800.00 11700.00 3900.00 7800.00 11700.00 7974.00 15948.00 23922.00 865.70 1731.50 2597.20 5 mánuðir 5 mánuðir 1300.00 2600.00 3900.00 6500.00 13000.00 19500.00 6500.00 13000.00 19500.00 13512.50 27040.00 40552.50 1066.20 2132.50 3198.70 7 mánuðir 7 mánuðir 1300.00 2600.00 3900.00 9100.00 18200.00 27300.00 9100.00 18200.00 27300.00 19233.00 38481.00 57729.00 1200.60 2401.20 3601.80 9 mánuðir 9 mánúðir 1300.00 2600.00 3900.00 11700.00 23400.00 35100.00 11700.00 23400.00 35100.00 25150.50 50301.00 75451.50 1305.50 2611.00 3916.50 11 mánúðir Gert er ráð fyrir 42% innlánsvöxtum og 42.964% útlánsvöxtum svo og lántökukostnaði (stimpil- og lántökugjaldi). Vaxtakjör eru háð ákvörðun Seðlabankans. Framangreind vaxtakjör gilda frá 1.11. 1982.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.