Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR 29. JANUAR1983.
9
Umgengnln vid einstakllnginn
Ekki er nema tæpur mánuður
síðan við klingdum glösum og
fögnuðum nýju ári. Hver og einn
hefur eflaust horf t b jörtum augum til
komandi árs, óskað sér gæfu og
gengis og eflst af lífslöngun og þrótti
meö hækkandi sól á nýju ári.
En enginn veit sín örlög.
A Patreksfirði eins og annars
staðar ríkti friöur og ró um áramótin
og mannfólkiö þar bauð nýtt ár
velkomið með tilhlökkun og eftir-
væntingu. En fljótt skipast veður í
lofti.
A einum laugardagseftirmiðdegi,
á einni örskotstundu, dundi ógæfan
yfir. Hamfarir náttúrunnar, áhlaup
hennar, skildi við bæjarfélagið í rúst
fjórir létust, mannvirki eyðilögðust.
Enginn má viö slíku, enda höfum
við Islendingar valið okkur það hlut-
skipti að bjóöa náttúruöflunum byrg-
inn. Við færum fórnir í þeim átökum,
á sjó og landi, og lútum höfði gagn-
vart þeim ógnum sem yfir okkur
ganga. Við syrgjum hina látnu og
öxlum tjónið. En engum dettur upp-
gjöf í hug.
Smæðin ógnarstór
Minnumst þess aö aðrar þjóðir
eiga einnig við margvíslegt böl að
etja.
Ýmislegt má þar upp telja. Utgjöld
vegna hervarna, óttinn við styrjald-
ir, atvinnuleysi, hryðjuverkamenn
og ógnaröld vegna þeirrar firringar,
^em múgur og milljónir manna búa
við í f jölmennum þjóðfélögum. Segja
má að smæð hvers og eins sé ógnar-
stór, þegar litið er til þess tillitsleysis
sem einstaklingur í stórborg verður
að sætta sig við. Ibúi er rændur og
jafnvel drepinn á götu úti um há-
bjartan dag, án þess að vegfarendur
láti svo lítið að virða þaö viðlits.
Opersónulegt viðmót, skeytingar-
leysi um hagi annarra, einangrun í
mannfjöldanum eru einkenni þess
samfélags, sem er laust við tilfinn-
ingar og tengdir.
Islendingar lifa í litlu samfélagi,
þar sem ættarbönd eru sterk og
kunningsskapur mikill; þar sem
hver finnur til með öðrum, tilbúinn
til að rétta hjálparhönd eða votta
samúð í verki.
Þannig eru viöbrögð þjóðarinnar,
þegar neyð skapast á Patreksfiröi,
rétt eins og viðbrögðin voru þegar
snjóflóð steyptist yfir Neskaupstaö
hér um áriö, eða eldgosið braust út í
Eyjum.
Einkamál
þjóðarinnar
Þessi samkennd kemur og fram
með ýmsum öðrum hætti. Ásgeir
Hannes Eiríksson flytur góða út-
varpsþætti um utangarðsmenn, og
þjóðin hlustar á átakanlegar lýsing-
ar „rónanna” og finnur til með þeim.
Bræðumir Gísli og Arnór Helgasynir
flytja þáttinn „Snerting” fyrir blint
fólk og koma þar á framfæri tilkynn-
ingum, jafnvel persónulegum orð-
sendingum, án þess að nokkrum þyki
það í frásögur færandi, að Ríkisút-
varp allra landsmanna sé
vettvangurinn. Morgunblaðið, einn
stærsti fjölmiðill þjóðarinnar, birtir
reglulega minningargreinar um
nánast hvem þann landsmann, sem
látist hefur. Það er talið ómissandi
efni.
I öllum þessum tilvikum verða
vandamál sem era einstaklingsbund-
in, minningargrein, sem er nokkurs
konar einkabréf til hins látna, eða
frásagnir af slysförum, sem er
prívat mannraun, að tilfinningamáli
fjöldans. Ef voða ber að höndum, er
spurt um allan bæ: hver er maður-
inn, skyldi ég þekkja hann?
Þegar fyrstu fréttir bárust um
snjóflóðin á Patreksfirði, og útvarpið
gat þess, að „nokkrir hefðu farist”,
reis helmingur þjóðarinnar upp við
dogg og óttaðist um líf einhverra
Patreksfirðinga, semfólk þekkti til.
Nafnbirtingar
A þeirri stundu, þegar fyrstu frétt-
ir bárust, var auðvitað ekki vitað,
hverjir höfðu farist, jafnvel ekki hve
margir, en það minni á, að nafnbirt-
ing látinna eða týndra er ávallt
vandmeðfarin. Stundum er tregða af
hálfu löggæslu eða annarra yfir-
valda,aölátaslíktuppi fyrreneftir
dúk og disk. Allajafna reynist það
óþörf og óæskileg tillitssemi af þeim
ástæðum, sem að framan eru raktar.
Það er ábyrgðarhluti að halda
þúsundum manna í ótta og óvissu um
örlög nákominna undir slíkum
kringumstæöum.
Hið sama gildir um meinta
afbrotamenn, nafnbirting þeirra er
sömuleiðis vandmeðfarin. Hér á það
gagnstæöa við, að sökum smæöar
samfélagsins og kunnugleika vítt og
breitt, getur verið varasamt fyrir
ábyrga fjölmiðla aö slá upp fréttum
eða frásögnum af meintu en ósönn-
uöu refsiverðu athæfi þeirra. Það er
auðveldara að reyta æruna af mönn-
um en að hreinsa hana á nýjan leik.
Gróusögur, ásakanir og rógburður er
lágkúruleg iðja, sér i lagi í landi, þar
sem allir þekkja alla.
Laugardags-
pistill
Ellert B. Schram
rítstjóri skrifar
Tillitið til einstaklinganna má ekki
eingöngu fá útrás, þegar hörmungar
steðja að, og menn eiga um sárt að
binda vegna dauða eða slysa
samborgaranna. Það tillit, sem
okkur er í blóð borið, verður einnig
að sýna sig gagnvart æru, nafni og
persónu hvers þess, sem lendir i
sviðsljósinu af góðu eöa slæmu
tilefni.
Takmörk frelsis
Einstaklingsfrelsi er okkur dýr-
mætt, enda forsenda almenns frelsis,
lýðræöis og mannréttinda. Frelsið
getur hinsvegar aldrei verið án tak-
markana í skipulögðu og siðuðu þjóð-
félagi. Við setjum reglur, búum viö
stjórnvaldsákvarðanir og sættum
okkur viö umgengnisvenjur og
mannleg samskipti, sem hefta frelsi
okkar af ýmsum ástæðum. Sú deila
veröur aldrei til lykta leidd, hvar
setja beri mörkin, og fer þá eftir því,
frá hvorum sjónarhólnum menn
nálgast frelsishugtakið. Annars-
vegar em frjálshyggjumenn, sem
boða að mestu óheft frelsi, hinsvegar
skipulags- eða stjórnhyggjumenn,
sem boða afnám þess. Einhvers
staðar mitt á milli erum við stödd, og
verður ekki farið frekar út í þá
sálma, enda óendanlegt pólitískt
þrætuepli.
Hafa vit
fyrir öðrum
En því er á þetta minnst, að þegar
öllu er á botninn hvolft, þá er
einstaklingurinn, líf hans og svig-
rúm, athafnir og langanir, æra hans
og heiður, þaö mikilvægasta og
merkilegasta fyrir hvert og eitt
okkar. ÖU erum við upptekin af
sjálfum okkur, tilveran snýst um
okkar eigin vitund. Við þurfum
hvorki hagfræöinga né heimspek-
inga tU að uppgötva þá einföldu stað-
reynd. I rauninni snýst ÖU stjórn-
málaumræöa, öll vísindi, hagspeki,
fræðsla og veraldarvafstur um
aðferðir og stjómsýslu, sem henta
einstaklingunum. Stundum fara
menn yfir lækinn tU að sækja vatniö,
telja að einn eigi að hafa vit fyrir
öðmm, að kerfi sé mikUvægara en
tilfinningar, að formúlur séu betri en
eðlisgáfa.
Það sem hefur gerst í seinni tíð, á
okkar tímum, er að fræðslan og
vísindin hafa einfaldlega leitt í ljós,
að eftir því sem f jarstýringin verður
fulUcomnari og stjómsýslan mið-
stýrðari, verður hvöt einstakUngsins
og þörf hans sterkari fyrir sjálfstæði
ogeiginsvigrúm.
Lífsháttabylting
FóUc er sér betur meövitað um
eigin hæfileika og sjálfs sín getu.
Konur skynja betur jafnræðismögu-
leika sína gagnvart karlmönnum.
Þar hefur orðið vakning. Börn
fræðast og þroskast fyrr í heimi sjón-
varps og tölvu, og virðing er borin
fyrir hugsunum þeirra og persónu-
leika. Þar hefur orðið stórfelld breyt-
ing. Hver einstakUngur, karlar sem
konur skynja betur að lífið er ekki
bara matur, vinna og svefn, heldur
tómstundir og athafnir af margvís-
legum öðmm toga.
Þar hefur orðið lífsháttabylting.
Hún er enn í gerjun. Hún kemur
fram í framantöldu, og hún birtist í
þeirri frístundaiöju, sem nú breiðir
úr sér í vaxandi mæli. Lífsnautnin er
ekki fólgin í fylleríi og ofáti, ekki í
venjubundnu og stöðluöu lífsformi.
Hún fær útrás í annars konar
skemmtan, samræðum, líkamsrækt,
áhugamáU. I stjórnmálum er fólk
óháðara og kredduminna, hræsnin
dvínar í siðapredikunum, og hver
einstakur leyfir sérvisku sinni og
sérkennum að njóta sín án hræðslu
um álit annarra.
Löngun til
lífsfyllingar
Auðvitað getur þessi þróun haft
sínar slæmu hliðar, sjálfselskan
vex, gömlum dyggðum er boðio
byrginn, heföir virtar að vettugi.
Samt sem áður ber að viðurkenna að
mestu máli skiptir að hver einstakl-
ingur hlýtur að ráða sinni ferð, og ef
þaö ber hann ekki af leið, ef hann
flæmist ekki til óreglu og glatar fót-
festu, þá er þessi þróun jákvæð.
Umhyggja okkar fyrir samborgur-
unum beinist ekki aðeins að því að
sýna þeim samúð á erfiðum stund-
um, virða æm þeirra og berjast fyrir
„einstaklingsfrelsi” í pólitískum
skilningi. Við hljótum aö fagna því,
ef fræðsla, efnahagur og þroski
vekur borgarana til vitundar um
alhliöa möguleika og löngunar til
lífsfyllingar.
Þegar ógnaratburðir eiga sér stað,
eins og á Patreksfirði, þar sem f jór-
ar manneskjur eru sviptar lífi fyrir-
varalaust; þegar viö lesum
minningargreinar um fólk sem dáið
hefur í blóma lífsins, eða heyrum
reynslusögur „rónanna” í bænum,
þá hlýtur lífslöngunin að skerpast.
Þá hlýtur hver einstakur að þakka
fyrir sitt eigið líf og gera sitt besta til
að njóta þess. I því er frelsi einstakl-
ingsins fólgið.
EUert B. Schram