Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Page 12
12 DV. LAUGARDAGUR 29. JANUAR1983. °»o ÞÚ KEMUR EKKI AÐ TÓMUM KOFUNUM HJÁ OKKUR Nú höfum viö heldur betur aukiö verksviö okkar, með auknum vélakosti og samstarfi viö lands- þekkta aöila í verkstæðis- og verktakaiönaði. Get- um nú boðið upp á eftirtalda þjónustu: 1. Kranabílaþjónustu m. lyftigetu í allt að 33 m hæð 2. Kjarnaborun og steypusögun 3. Málmhúðun með castolin-aðferð 4. Vinnuvélaviðgerðir, ásamt viðgerðarsuðu og slit- suöu 5. Útleigu á 2ja drifa þjónustubifreið m. öllum hugsan- legum verkfærum og áhöldum, s.s. rafsuðu, logsuðu, logskurðartækjum, rafstöðvum 220 v., 380 v. allt aö 50 kv, slípirokkum, borvélum fyrir járn og stein, flóðljósum og handlömpum, stigum o.fl. o.fl. Símar okkar eru: 40880 76590 72542 78600 73747 Þetta er eUld ehttóm hávaðaruUa” — segir Þráinn Karlsson um bréfberann í Arles sem hann leikur í samnefndu leikriti er Leikfélag Akureyrar f rumsýnir á f östudaginn ,Bréfberinn er mjög góöur karl sem hefur mikið brjóstvit og óskaplega hlýjar mannlegar tilfinningar. Þaö er langt síðan ég hef leikið hlutverk sem ég hef haft eins gaman af að fást við.,> Þannig fórust Þráni Karlssyni leikara orö þegar hann var spurður uml Joseph Raulin, bréfberann frá Arles,i sem Þráinn leikur í sýningu Leikfélags Akureyrar er frumsýnd veröur á f östu- daginn. „Bréfberinn frá Arles” heitir leikritiö og er eftir Ernst Bruun Olsen. Leiksviöiö er smábærinn Arles í Suöur-' Frakklandi árið 1888. Þar dvelst lista- maöurinn Vincent van Gogh undir' verndarvæng bréfberans og fjölskyldui hans. Gauguin kemur einnig viö sögui ásamt ýmsum þorpsbúum. Viðar Eggertsson leikur Vincent van Gogh, hollenska listmálarann, sem leitar skjóls í Arles. Theodór Júlíusson leikur Gauguin, kollega hans. Sunna Borg leikur eiginkonu bréfberans, sem veröur einskonar móðurímynd van Gogh. Leikstjóri er Haukur Gunnars- son, sem undanfarin ár hefur starfað1 viö leikstjóm á Islandi í Finnlandi, Noregi og Danmörku, en hann býr í Osló. Leikmyndina gerir Svein Lund Roland, sem kemur frá Osló fyrir til- stuölan Norrænu leiklistamefndarinn- ar. Lýsinguna hefur Viðar Garðarsson hannað og Freygerður Magnúsdóttir' saumar búninga. Hver var van Gogh? Van Gogh var prestssonur sem ungur fór í læri hjá listaverkasölu Goupila í París. Þaöan var hann rekinn, en þá geröist hann trúaöur og gekk í þjónustu heimatrúboðs námu- verkamanna í Belgíu. Þar teiknaöi hann m.a. fátæka verkamenn og þar kom að hann fann köllun til aö gerast listmálari. Þaðvaráriö 1880. Bróöir van Gogh var Theo, sem var happasæll kaupsýslumaður. Kom þaö sér vel fyrir van Gogh, því að Theo hélt bróöur sínum uppi fjárhagslega. Mjög kært var meö þeim bræörum. Fram til 1886 málaði van Gogh í Hol- landi og Belgíu og myndefni hans voru verkafólk og einstaklingar. Þá voru lit- irnir dökkir og brúnleitir. Sjálfur kallaöi hann þetta tímabil „svart”. Áriö 1886 kom van Gogh til Parísar og var hann þá 33ja ára. Þar vann hann á málarastofu Cormons og í París kynntist hann Gauguin sem hann dáöist aö. I París kynntist van Gogh einnig impressjónismanum og fyrir áhrif hans fór hann aö mála með sterkari og bjartari litum. Fyrirmyndirnar breytt- ust einnig. Þaö var síöan í febrúar 1888 aö van Gogh hélt til Arles í Suður-Frakklandi og samkvæmt ósk hans kom Gauguin þangaö nokkru seinna. Þarna varö enn ein gjörbreytingin á listsköpun van Gogh. Hann fór hamförum í blindandi sólarbirtunni, málaöi eitt málverk á dag — og eru engin dæmi um slík afköst. Hann vann áfram aö andlits- myndum, en myndirnar urðu nú enn persónulegri og ástríðufyllri. Hann sagði skiliö við impressjónismann og reyndi aö nálgast náttúruna með ákafri litbeitingu og nánari lýsingu smáatriða. Gauguin í heimsókn Gauguin kom til Arles í október 1888 til aö dveljast hjá van Gogh, en sá síðarnefndi átti draum um aö koma þar á fót vinnustofu myndlistarmanna. Samskipti þeirra félaga gengu illa þegar til kom. Þeir lentu í rökræðum og síðan logandi illindum. Van Gogh braut glas á höföi vinar síns og síðan hljóp hann á eftir honum um götur Arles meö rakhníf í hendi. Gauguin ofbauð og fór, en van Gogh var settur á sjúkrahús. Hann var lagöur inn á hælið í Saint-Rémy, þar sem hann skaut sig „Þaö verður enginn verri maður af að glima við túlkun siíkrar persónu/ segir Þráinn Karlsson um bréfberann íArles. til bana 27. júlí 1890. Afköst hans í málverkum og teikningum voru gífurleg síðustu mánuðina, sem hann lifði, og stíll hans var ennþá ofsafengn- ari; litirnir loguöu og drættirnir sterkir. Þennan barnslega, gæfusnauöa sósíalista dreymdi um aö mála myndir í káetur sjómanna og matsali verkamanna. Þess í staö eru þær nú orönar margviröi þyngdar sinnar í gulli á listmarkaði auökýfinga. Bréfberinn í Arles, hver var hann? Uppruni bréfberans í Arles hefur ekki tryggt honum boösmiöa beint inn í listasögu heimsins og enn síöur inn í leikbókmenntir nútímans. Joseph Raulin hét hann fullu nafni, þessi ölkæri bréfberi sem studdi van Gogh meö ráöum og dáö síðustu æviár lista- mannsins. Bréfberinn og Augustine kona hans gengu Gogh í foreldra staö. Þau áttu þrjú börn og fjölskyldan var mikilvægt myndefni hjá málaranum. Húsmóð- urina málaöi hann sem vinalega móöurímynd og málverk af bréfber- anum sýnir föðurlega veru, sem viröist halda hægri hendi um ósýnilegan stjórnvöl. Bréfberinn horfir beint framan í áhorfandann/listamanninn, öruggur í fasi. I ööru málverki af bréf- beranum, sem van Gogh málaði ári síöar, sýnir listamaöurinn aö hann litur á vin sinn, bréfberann, sem verndarengil. Þar birtist Raulin sem faðir. Blágræn augun horfa mild og skilningsrík og munnsvipurinn ákveðinn og alvarlegur bak viö stíl- færöa skegglokkana. Umhverfis hann svífa öll blómin af akrinum. Þaö var þessi Raulin, sem fékk Vincent van Gogh meö sér í gönguferöir þegar listamaðurinn dvaldi illa haldinn á hælinu í Saint Rémy. Hann hlýtur að hafa hjálpað Vincent í og úr hugarvíli hans meö öryggi sínu og sálaró, alveg eins og hann skildi hvernig Vincent fór hamförum í litum sínum og skynj- unum. Gæti gerst hvar sem er „Ætli við veröum ekki aö kalla þetta tragikomidíu þar sem höfundurinn fléttar saman alvarlegum og skemmtilegum atriöum í áhrifamikla heild,” sagöi Haukur Gunnarsson leik- stjóri í samtali viö DV. „Þetta verk var frumsýnt 1975 og hefur síðan verið leikiö mjög víöa, en þetta er fyrsta uppfærsla þess hér á landi. Verkiö fjallar um vináttu van Gogh og bréfberans Raulin og er byggt á sögulegum staðreyndum. Hins vegar þarf áhorfandinn ekki aö þekkja sögu listamannsins til aö átta sig á boöskap verksins. Höfundurinn notfærir sér örbirgö listamannsins í mannfélaginu og fordóma almennings gagnvart þeim sem falla ekki inn í mynstrið. Hann fjallar um hvernig fólk snýst í vanþekkingu gegn einstaklingseðlinu, hvernig múgæsingin grípur um sig í litlu samfélagi þar sem fólkiö lætur sterka leiðtoga reka sig eins og kýr. Þetta er saga sem gæti gerst hvar sem er og allt eins í dag eins og 1888. Ævi van Gogh fellur vel aö þessum hugmyndum. Verkiö er gætt mannlegri hlýju, kímni og sterkum broddi. Þaö segir sögu sem gæti allt eins gerst á meöal okkar í dag eins og árið 1888,” sagöi Haukur. OG SUMAR USTINN ER KOMINN Þú situr heima í rólegheitum og pantar, ekkert búð- arráp eða stress. Gerið raunhæfan verðsamanburð. Auðvelt og þægilegt. OTTO VERSAND umboðið simi 66375 alla daga. Pósthólf 4333, 124 Reykjavik. STÁL-ORKA SIIWIJ- 0<i VIIHÍIÍUMMONIJSTAN Trúlofunarhringar Flott úrval. munstraðir með hvítagulli. Sendum litmyndalista. Þeir eru vinsælir hring- arnir frá Jóni og Úskari. Pantið tímanlega. Póstsendum Jón og Óskar Laugavegi 70 — Sími 24910. Kennara vantar Iþróttakennara vantar strax að Grunnskóla Fá- skrúðsf jarðar. Gott húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 5224 í skólan- um og í heimasíma 5159.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.