Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 29. JANUAR1983. 17 Hinn ólmi tónfugl hefur sig til flugs — táknmerki Islensku hljómsveitar- innar sem veitt hefur nýju og fersku lifi inn i menningu okkar. Efnisskrá fjórðu tónleika hennar ber þess merki að þar er á ferðinni áræðinn hópur ungs tónlistarfólks með hugsjónir: Framsögn Ijóða, látbragð leikbrúða, ballettdans og kvikmyndir er eitthvað sem varla hefur áður heyrst og ' sést á sinfóniutónleikum. Kvikmynd við undirleik sinfóníu Á síðari hluta tónleikanna verður sýnd gömul frönsk kvikmynd, Pacific 231, sem gerð var við sam- nefnda tónlist franska tónskáldsins Arthur Honegger. Þessi mynd — sem tekur örfáar mínútur í sýningu — er sérstæð að því leyti að hún lýsir því hvernig mekanismi járnbrautarlest- ar starfar eftir brautarteinunum og er tónlistin við myndina tilraun til að lýsa þeirri ferð og einkennum henn- ar. Þess má geta að Arthur Honneger er einhver ötulasti tón- smiður hvita tjaldsins. Islenska hljómsveitin stefndi að því að fá hingað til lands kvikmyndina Napóleon eftir Gance sem Honegger samdi tónlist við fyrir réttum fimm- tíu og fimm árum og sýna valda kafla úr henni við undirleik hljóm- sveitarinnar. Kvikmyndin Pacific kemur í hennar stað. Sieglinde Kahmann óperusöng- kona flytur ásamt hljómsveitinni tvær aríur úr óperu Giocomo Puccini sem að öðrum ólöstuðum hóf ítalska óperu til mestrar virðingar í lok nitjándu aldar. Fram hjá verkum Puccinis verður því vart gengið á tónleikum sem þessum. Þessum fjórðu tónleikum Islensku hljómsveitarinnar lýkur svo með þvi að hún frumflytur nýja ballettsvitu eftir Skúla Halldórsson tónskáld sem samin var á síðasta ári. Félagar úr Islanska dansflokknum hafa samið dans við þetta tónverk Skúla og koma þeir fram undir stjóm Nönnu Olafsdóttur. Stjómandi Islensku hljómsveitar- innar verður s:m fyrr Guðmundur Emilsson. Áræðni og nýjungagirni Islenska hljómsveitin hefur nú starfáð i rúmt hálft ár. Á þeim tima hefur greinilega komið fram að góð- ur grundvöllur er fyrir hana í tón- listarlífi okkar. Hún hefur veitt nýju _og fersku lífi inn í menningarlíf okk- ar. Félagar hennar eru áræðnir og nýjungagjarnir. Það sýna þessir ein- stæðu tónleikar sem þeir e&ia til um helgina. Þar er um fjölbreytta og hressilega dagskrá að ræða, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér áður fyrr settu útsölur bæinn á annan endann og sögur urðu til um út- söluæði, fólk tróðst undir og stundum leið yfir viðskiptavini í öllum hama- ganginum. Þetta er til allrar hamingju höin tíð og útsölur ekki lengur neinir óróastaðir þó að stemmningin geti oft orðiö góð. I því útsöluflóði sem nú stendur yfir er ein sem sker sig úr. Það er Partn- er-verksmiðjuútsalan, sem nú er hald- in í Blossa-húsinu í Armúla. Þetta er óvenjuleg útsala því þarna er ekki aðeins verið að selja restar eða gallað- ar vörur, heldur einnig nýjar góðar vörur sem manni finnst að eigi lítið er- indi á útsölu. Að sögn þeirra Partner-manna er þar um að ræða ýmsa verksmiðjuafganga víðs vegar að úr heiminum, sem þeim hefur boðist á stórlækkuðu verði. „Við höfum mikla ánægju af að geta boðið upp á slíka vöru jafnódýrt og raun ber vitni, enda er tilgangurinn með þessari verksmiðjuútsölu ekki aðeins að losna við gallaða og óútgengi- lega vöru. Þetta er ekki síður leið okkar til aukinna áhrifa á Reykja- víkurmarkaðnum. Þar höfum við haft of litla markaðs- hlutdeild miðað við landið í heild og það er skoðun okkar að kynnist fólk einu sinni Partner buxum, muni það taka þær fram yfir önnur merki næst þegar það kaupir sér buxur. ’ ’ En það er sennilega ekki aðeins vöru- úrvalið og lágu prísamir sem valda hinum miklu vinsældum Partner-verk- smiðjuútsölunnar, því þjónustan er frá- bær og andrúmsloftið einstaklega skemmtilegt. Afgreiðslumennimir em ungir og hressir strákar, sem ekki hafa áður verið við afgreiðslustörf, segjast reyndar allir vera af sjónum og aðeins tekið að sér útsöluna milli túra. Þeir hafa greinilega mjög gaman af þessari tilbreytingu og létt geð þeirra smitar alla sem koma inn. En það em ekki aðeins þeir fullorðnu sem skemmta sér vel, því bömin hafa nú fengið sitt leiksvæði með litabókum og Andrés-blöðum að ógleymdum leiktækjum sem njóta mikilla vin- sælda. Foreldramir eiga oft í erfiðleik- um með að fá bömin af staðnum og Stundum er sagt að tónlistin sé af tvennum toga. Annars vegar er sú tónlist, sem samin er sjálfrar sín vegna og lýtur þeim lögmál- um einum sem tónskáldið ákveð- ur. Þar má nefna margar sinfón- íur, strengjakvartetta og píanó- sónötur. Hins vegar er tónlist sem lýtur utanaðkomandi lög- málum og er þá til dæmis átt við leikhússtónlist, ljóðatónlist og kvikmyndatónlist. Hið síðar- nefnda er umf jöllunarefni fjórðu tónleika íslensku hljómsveitar- innar á þessu fyrsta starfsári hennar. Þeir bera yfirskriftina „Tónlistin — þjónn listanna.” Þetta þema veröur tekiö fyrir á tvennum hljómleikum. Annars vegar í kvöld og hins vegar á mánudagskvöld. Og að öllum líkind- um veröur þar um allsérstæða dag- skráaöræöa. Á tónleikum þessum veröur leitast viö aö sýna hvemig tónlistin getur þjónaö orðsins list, bæöi söng og framsögn, látbragðslist, listdansi og kvikmyndalist. Hefjast hverjir tónleikar á því aö flutt verða þrjú intermezzo úr óperunni Krýning Poppeu, eftir ítalska sautjándu aldar tónskáldiö Claudio Monteverdi. Þá mun Siguröur Skúlason leikari og Anna Málfríöur Sigurðardóttir píanóleikari flytja Melodrama ballööur eftir Schumann, Schubert og Liszt, þaö er framsögn ljóöa viö píanóundirleik. Þessi tónverk þóttu mergjuð listaverk á öldinni sem leið en heyrast varla nú orðiö. Aö þætti önnu og Sigurðar loknum mun Leikbrúöuland flytja Brúöulát- bragðsleik, sem Helga Steffensen hefur samið sérstaklega fyrir þessa tónleika við tónlist eftir sænska tón- skáldið Miklos Maros. Islenska hljómsveitin leikur undir látbragö brúöanna. FJórdu tónleikar íslensku hljómsveitarlnnar: Tónlistin — þjóiftift listanna — fersk og fjölbrey tt ef nisskró vid hæfi allra listunnenda Þegar er uppselt á tónleikana á laugardag, en sem fyrr segir veröa þeir endurteknir á mánudagskvöld. Miðar á þá tónleika veröa seldir í Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar í Austurstræti, versluninni Istóni Freyjugötu 1, á skrifstofu hljóm- sveitarinnar að Fríkirkjuvegi 11 og í miðasölu Gamla bíós, en í sal þess mun þemað „tónlistin — þjónn list- anna” opinberast. -SER. hrífur þá best loforð um að koma aftur seinna, en einnig hjálpa til limmerkin sem strákamir útdeila af mikilli rausn. Partner-verksmiðjuútsalan er opin í dag, laugardag, kl. 10—17 og því tílval- ið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að skreppa og kynnast þessu sérstæða fyrirbæri. Óvenjulegt fyrirbæri í útsöluflóðinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.