Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Qupperneq 18
18 DV. LAUGARDAGUR 29. JANUAR1983. „Þar var ályktaö aö Alþingi kysi sjö manna nefnd til að gera áætlun um efl- ingu Almannavama. Þessi nefnd er nú að störfum og hefur starfað geysilega vel. Á níu mánuðum hefur hún haldiö eina fjórtán fundi og var síðast hér á fundi fyrr í vikunni með Almanna- vamaráði. Hún hefur nú lokið sínu undirbúningsstarfi og er nú að byrja aö vinna að tillögum til þingsins um lagabreytingar, setningu reglugerða og framkvæmdaáætlunar um þróun og uppbyggingu almannavama, bæði tæknilega og skipulagslega. Það er orðið löngu ljóst hjá þing- mönnum að Almannavamir hafa ekki fengið þaö fjármagn sem þurft hefur til að byggja upp viðbúnaö í landinu og að þar þarf ýmsu að breyta.” — Hvaða breytingar era þar helst- ar? „Ef við lítum á framkvæmdaþætt- ina, þá er kannski dáiítið erfitt að segja fyrir hvemig lagabreytingar verða, en það skiptir í sjálfu sér ekki svo miklu máli, því Almannavamir munu verða mjög svipaðar eftir sem áður. Okkur vantar þjálfaðfólk Það sem okkur hefur fundist veik- leiki Almannavama er að okkur vant- ar þjálfaö fólk. Fræðslustarfsemin er í algeru lágmarki, bæði til þess liös sem þarf að takast á við vandann og al- mennings. Við þurfum að eiga vel þjálfaðan kjarna hjálparliða í hverju umdæmi, sem kann að starfa undir hinum ýmsu kringumstæðum. Svo er þaö líka almenningsfræðslan, sem okkur finnst standa veikt, útgáfa fræðslubæklinga, fræðsla í fjölmiðlum og aörar leiðbeiningar. Þessa tel ég meginveikleikana. Þar að auki er mjög lítið til af öllum al- mannavamabúnaði, sérstökum tækj- um og þess háttar. Það er rétt að taka fram að við eigum góðar björgunar- sveitir í landinu, sem áhugamenn skipa og eru okkur stoð og stytta. Það lið viljum við halda áfram að efla og á þaö að vera kjaminn í þessu þjálfaða liði sem ég minntist á áðan. Búnaður þeirra hefur fram að þessu miðast við mjög takmörkuð verkefni. Búnaður björgunarsveitanna er yfir- leitt miðaöur við leitar- og björgunar- störf, sem er ekki síður mikilvægt. En hann er ekki miðaður viö almanna- varnastarf sem fer fram þegar heil byggðarlög verða fyrir áföllum, eins og til dæmis björgun úr rústum, snjó- flóðum, mælingu á geislavirkni eitur- efna, varnir fólks gegn slíku og þar fram eftir götunum. Þeir hafa til dæm- is enga þekkingu á loftvömum. Ein- hverjir hafa að vísu þekkingu á snjó- flóöaleit en það vantar mikið á að þess- ir menn séu betur þjálfaöir. Það er til núna mjög vel hannaður búnaður til almannavama hjá Norður- landaþjóðum og við myndum vilja eiga á fimm til sex stöðum á landinu góða birgðastöö, meö besta fáanlega bún- aði, sem hægt er að koma inn á ná- grannasvæöin í skyndi ef á þarf að halda.” — Hvað eru margir í starfsliöi Al- mannavama nú? „Fastaliðiö hjá Almannavömum rík- isins er fjórir menn. Almannavama- Almannavarnir ríkisins eru stofnun sem sjónir manna beinast óneitan- lega að, þegar náttúruhamfarir og önnur stórslys dynja yfir. Snjóflóðin á Patreksfirði hafa vakið fólk ti/ umhugsunar um hvert sé i raun hlut- verk og verkefni Almannavarna í tilfellum sem því. Til að forvitnast um það mál og önnur, sem starfsemina varða, heimsótti b/aðamaður DV Guðjón Petersen, framkvæmdastjóra Al- mannavarna, íbækistöðvar þeirra íkjallara Lögreglustöðvarinnar. — Það hefur vakiö nokkurt umtal meðal manna varöandi náttúraham- farimar á Patreksfirði að fólki var beinlínis bannað að nota símann á laugardeginum, eftir að flóöið féll, einmitt þegar mest reið á aö fólk frétti af ættingjum sínum. Þyrfti ekki í slíkum tilfellum að vera ákveðinn upp- lýsingaaðili hér í Reykjavík, sem fólk gæti leitað til og veriö öraggt með? Er það ekki Almannavarna að sjá um það hlutverk? „Eins og menn vita, annar síma- kerfið ekki nema ákveðnum fjölda samtala á sama tíma. Ástæðan fyrir því að þessar auglýsingar eru sendar út eru þær, að þegar svona atburðir gerast þá þýtur álagið upp úr öllu valdi og sprengir getu eða möguleika kerfisins. Hvað varðar upplýsinga- þjónustu, miöstöð sem almenningur utan svæðisins gæti leitað til, þá gætu Almannavamir ríkisins aö sjálfsögöu annast þennan þátt að einhverju leyti, en ég held að það sé nauðsynlegt að hafa þann fyrirvara á að á fýrstu klukkutímunum eftir aö svona ham- farir gerast þá eru mörg atriði svo óljós, vegna þess að það tekur menn alltaf ákveöinn tima að átta sig á hvaö í rauninni hefur gerst. Menn era mjög varkárir í öllum upplýsingum, reyna aö skapa ekki sárindi eða gefa of bjart- sýnislegar yfirlýsingar. Þó þetta væri í höndum Almanna- varna ríkisins, og það er rétt að geta þess að Almannavarnir era alltaf meö í ráöum að veita upplýsingar í slíkum tilfellum, þá yrði gert allt sem hægt væri til að gefa þær ekki út fyrr en al- ger vissa væri fyrir hendi. En við megum ekki gleyma því, að ef við hugsum okkur upplýsingamiðstöð hér, þá verður hún fyrir því álagi sem ella lenti á Patreksfirði eða viðkom- andi stað svo að hætt er við því að sím- inn í þeirri upplýsingamiðstöð yrði ansi oft blokkeraður vegna álags. Tæknilega séð er mjög erfitt að komast hjá slíku.” Yfirums/ón með aðgerðum — Þegar jafnmargir aöiiar era á vettvangi, eins og á Patreksfirði, er það þá hlutverk Almannavarna aö hafa yfirumsjón með aögerðum? „Já, það er skipulagt um allt land hvernig slíkar aögerðir ganga fyrir sig. I öllum umdæmum landsins eru al- mannavarnanefndir, þar á meðal á Patreksfirði. Sýslumaður eða lög- reglustjóri er í öllum umdæmum landsins yfirmaður almannavama- nefnda, þannig að hann er það sem kallað er á ensku ,,disasterrr'lief coor- dinator” eða sá sem sér um samræm- ingu neyðarvarna. Þetta er m jög þekkt hugtak erlendis og er talið lykilhlut- verk þegar svona lagað gerist. Það er hans að hafa almannavamanefndina með sér, deila verkum, og það er í rauninni gert ráð fyrir því í skipulag- inu hvaða verk hver hefur með hönd- um. Síðan á hann aö sjá til þess að hver þáttur gangi eölilega fyrir sig og beita öllum þeim mannafla, tækjabúnaði og öðru sem til er í umdæminu til að ráða við þann vanda sem upp kemur. I áætl- un þessara umdæma er nákvæmur listi yfir hvað ber að gera til dæmis í snjó- flóðum. I skipulaginu er þó ekki sagt að framkvæma skuli hlutina á einn eða annan hátt, heldur frekar minnt á þau atriði sem þarf að athuga og meta, svo þau gleymist ekki í hita baráttunnar. Síðan veröur yfirmaðurinn að meta hvernig hann tekur á málum. Þessi stofnun er hins vegar hugsuö sem, .disaster relief coordinator’ ’ fyrir allt landið. Okkar hlutverk er því aö svara aðstoðarbeiðnum frá umdæmun- um, hjálpa þeim með það sem þar vantar og veita þeim ráð og leiðbein- ingar. Hér flæöa inn allar upplýsingar frá umdæmunum, um mannafla, bún- að og annað og okkar er að leysa úr því, koma því til þeirra sem beðið er um og styrkja stöðu þeirra eftir öllum hugsanlegum leiöum. Ef ákall kemur til dæmis frá tveimur eða þremur stöðum samtímis, þá er það þessarar stofnunar að meta og stýra hvert aöstoðinni er beint, hlut- fallslega, eftir þörfum og möguleikum. Þetta er því landssamræmingarmið- stöðin á neyðartíma. Nú vitum við að ef hér y rðu stórfelld- ar náttúruhamfarir eins og Suður- landsjarðskjálfti, sem næði yfir fleiri umdæmi, þá er heildarstýringin í okkar höndum en staðarstýringin hjá þeim. Við tökum ekki valdið úr höndum héraösmanna, þeir hafa sína staðbundnu þekkingu og reynslu til að ráöa við sín vandamál. I tilviki eins og á Patreksfiröi, þá fannst okkur brýnast að senda þeim sérstaklega þjálfaða menn. Því var það, að um leið og smuga opnaðist til að koma mönnum meö þyrlu vora valdir til þess f jórir úrvals menn, sem era sérþjálfaðir í snjóflóöavömum og björgunum, aö viðbættum einum manni með hund. Það er rétt að mað- urinn sem var í forystu þessa liðs var útnefndur af mér sem foringi alls hjálparliðs sem sent var úr Reykjavík, undir stjórn lögreglustjórans. Þessi maður er Magnús Haligrímsson, eins og menn kannast við. En hlutverk Almannavarna ríkisins er semsé þetta, að útvega umdæmun- um færustu sérfræðinga, veita þeim skipulagsleg ráö héöan og stýra og stjórna samræmingu á landsvísu.” Ástandið víða dapurlegt úti á landi — Hvemig era Almannavamir hinna ýmsu staða á landinu í stakk búnar til að taka á móti slikum áföll- um? „Það veröur að segjast eins og er að ástandiö er víða dapurlegt. Þar kom- um við að minu mati að einum mesta veikleika Almannavarna, sem er sú barátta sem viö höíum þurft að heyja til að fá menn í kaupstööunum til að skilja þýðingu þessa starfs. Við höfum reynt aö heimsækja þessar nefridir sem oftast og þá bent þeim á hætturnar sem víða era og það sem þarf að gera. Oft hringjum við í menn og ræðum við þá um ákveðin mál sem koma upp, eins og til dæmis snjóflóðahættu. Því miður verður það að segjast að það er oft skellt skolleyrum við orðum okk- ar, en svo þegar eitthvaö gerist á allt að ganga snurðulaust. Við erum í raun- inni mjög hissa á því hvað menn geta veriö sofandi, þar til eitthvað gerist. Eg vil þó segja þaö sýslumanninum á Patreksfirði til hróss að klukkan 10.45 á laugardagsmorguninn gáfum við honum aðvörun um snjóflóðahættu, sem byggð var á upplýsingum Veður- stofunnar. Mér er kunnugt um það að á grandvelli þeirrar aðvörunar fór hann út við annan mann að huga aö hætt- unni. Hann sinnti því skyldunni og kannaði sitt mál. Viðkvæðið er hins vegar oft það að allt sé í lagi og engar áhyggjur þurfi aö hafa en svo kemur neyðarkallið þegar eitthvað gerist. Við erum meira að segja gagnrýndir fyrir það að hræða fólk aö óþörfu, en sannleikurinn er sá að við sendum aldrei út viövaranir nema að vel ígrunduöu máli og aldrei án samráðs við vísindamenn á viðkom- andisvæði.” Áætlun um eflingu Almannavarna — Hvaö líður þingsályktunartillögu þeirri sem lögð var fram í fyrra um efl- ingu Almannavarna? TEXTI: PJÉTTJR ASTVALDSSOM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.