Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Side 5
DV. LAUGARDAGUR 9. APRlL 1983. 5 Þeir sem leggja leiö sína um Reykja- víkurflugvöll hafa ugglaust oftar en ekki tekiö eftir að þar er oft saman- kominn talsvert fríöur floti lítilla flug- véla sem bera erlenda einkennisstafi. Vélar þessar eru hér auövitað í ýms- um erindagjörðum en stór hluti er þó einkavélar sem verið er aö ferja milli heimsálfa og færa nýjum eigendum. Slika flutninga annast svonefndir ferjuflugmenn en þaö eru flugkappar sem hafa atvinnu sína af því aö ferja loftför, stór og smá, lengri eöa skemmri vegalengdir. Þessi starfsstétt er ekki mjög fjöl- menn. Talið er aö milli 30 og 40 menn stundi slíka flutninga reglulega. Til þessa fámennis liggja ugglaust marg- ar ástæöur en kannski ekki síst sú að flutningar af þessu tagi eru mun áhættusamari en flug almennt. Þannig ferst aö meöaltali einn flugmaöur á ári hverju á leiðinni milli Bandaríkjanna og Evrópu. Af þessu leiöir einnig aö starfsaldur flugmanna í þessari grein er sjaldan langur. Fæstir endast leng- ur en tíu ár og margir mun skemur. „ Ævintýraþrá og löngun" DV rakst á.einn slíkan ferjuflug- mann af tilviljun fyrir nokkrum dögum og féllst hann fúslega á stutt spjall viö blaðið um starf sitt. Sá er Bandaríkja- maöur, LawrenceH. Lee aðnafni, oft- ast nefndur Larry Lee og öllu betur þekktur hér undir því nafni. Hann er tíöur gestur á Reykjavíkurflugvelli, hefur ferjað milli 40 og 50 vélar yfir Atlantshafið á síöustu árum. Margir þeirra sem þekkja til í flugbransanum telja hann einn hinn kaldasta á þessu sviöi, jafnvel einum of á stundum. Ekki ber hann þó neitt ofurhugrekki ut- an á sér, er ekki mikill aö vallarsýn og fremur hæglátur í f ramkomu. Larry Lee var fyrst spurður hvaö þaö væri helst sem f reistaöi flugmanna aö fara út í slíka f lutninga: „Líklega eru ástæðumar margar og afar mismunandi. Ég held þó aö ævin- týraþrá og löngun til aö sjá sem mest af veröldinni sé þar oftast þyngst á metunum. Og ekki spillir fyrir aö slíkir flutningar gefa vel af sér. Margir fara í þetta stuttan tíma til að ná sér í góöan pening og hætta svo.” — Hvers vegna valdir þú flugið aö ævistarfi? „Eg var mjög snemma ákveöinn í því aö veröa flugmaöur og byrjaöi að læra 16ára gamall. Draumurminnvar aö komast til vegs og virðingar innan hersins. Ég lauk því BA og MA prófi í sögu en háskólapróf er nauösynlegt til aö komast til metoröa í hemum. Ég prófaöi herflugiö, var í sjóhernum í tvö ár, en líkaði ekki nógu vel. Þó var ánægjulegt aö fá tækifæri til aö kynn- ast framandi löndum og menningu því viö vorum lengst af staösettir á Kyrra- hafinu og höföum bækistöövar í SA- Asíu. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á feröalögum og reynt aö komast eins víöa og möguleikar hafa veriö á.” .. ogégfraus íþess orðs fyllstu merkingu" „Eftir þetta fór ég í ferjuflugið í smátíma en síðan tók við farþegaflug hjá flugfélagi ó Florida. Ég hef réttindi á flestar geröir flugvéla og gæti því eins sest upp í þotu og flogið henni eins og þessum litlu vélum sem ég er oftast aö ferja núna. Það varö mikill sam- drátturhjá farþegaflugfélögunum um þetta leyti og ég lenti í fjöldauppsögn- um hjá þessu fyrirtæki. Þá sneri ég mér að ferjufluginu aftur og hef veriö í því síðan. Ferjuflugiö hentar mér mjög vel. Ég rek mitt eigið fyrirtæki utan um þetta og er því sjálfs mín herra á all- an hátt. Fyrirtækið hefur þó litla sem enga yfirbyggingu því ég tek allar fyr- irspurnir og pantanir niður í gegnum símsvara heima hjá mér þegar ég er aö fljúga og er stjómunarkostnaöur því lítill sem enginn. Þetta gerir mér aftur kleift aö bjóða betra verö en margir aðrir og því hef ég síður en svo þurft aö kvarta yfir verkefnaskorti.” — En áhættan sem þessu fylgir, veldur hún þér engu hugarangri? „Nei, ég hugsa aldrei um hana. Maður reynir auðvitaö að sýna varkámi og tefla ekki í tvísýnu en það þýöir ekkert í þessum bransa aö láta einhverja hræöslu ná tökum á sér.” — Ertu þá aldrei lífhræddur? „Nei, ég held ekki. Ef ég fer, þá fer ég. Þegar slysin verða er sáralítiö sem hægt er að gera.Iskaldur sjórinn sér fyrir þvíaöþetta tekurfljótt af.” — V eldur veðriö y kkur ekki of t erf iö- leikum á leiðinni yfir Atlantshafið? „Jú, óneitanlega. Oft situr maður fastur dögum saman og bíður þess aö veðri og vindum þóknist aö hleypa manni áfram. Þetta á ekki síst viö hér á þessu svæði yfir vetrarmánuðina. Stundum hef ég lent í óhöppum. Þurfti til dæmis að nauðlenda á Grænlandi í eitt skiptiö vegna bilunar í vélinni. Þá var loftkuldinn svo mikill aö ég fraus í bókstaflegri merkingu og þaö tók mig sex klukkustundir aö láta líkamann þiöna þegar niður á jöröina var komiö. En oftast hefur þetta gengiö áfallalít- iö.” „It'sarisky business" — Hvernig líkar ykkur þjónustan á íslandi? og fjarlægðir á annan hátt en fullorðnir. \ ||S8£EBPA" / „Mjög vel. Hér em allir boönir og búnir aö aðstoða ef á þarf að halda, jafnt um helgar sem virka daga. Og þaö er mjög hentugt aö hafa hótel meö alla þjónustu hér alveg viö flugvöllinn. Ekki spillir heldur fyrir aö flugvéla- bensín er hér ódýrara en annars staðar í Evrópu og munar þar oft mjög miklu.” — Séröu fram á langa starfsævi í ferjufluginu? „Eg veit þaö ekki. Sennilega eru þaö peningarnir sem halda manni í þessu nú oröið. Ferjuflug getur veriö mjög ábatasamt og eftir því sem vélamar em minni er þóknunin og jafnframt áhættan meiri. Draumurinn er aö geta sest í helgan stein eftir nokkur ár og lif- aö á eignunum. Ég hef búið mér heim- ili í Maine-fylki, sem er noröur undir landamæmm Kanada og Bandaríkj- anna. Þar er náttúran óspillt og lífiö fmmstætt á margan hótt. Kannski ég endi í einhverri greiöasölu þama norðurfrá, opna jafnvel krá fyrir veiöi- mennina. En þetta er allt óráöið. Á meðan held ég áfram aö ferja flugvél- ar þegar mér hentar, stunda sport og skemmti mér þess á milli. Mest um vert er aö láta hverjum degi nægja sínaþjáningu.” Til gamans má geta þess í lokin aö viödvöl Larry Lee varö öllu lengri hér í þetta sinn en áformaö var. Meiningin var að stoppa í tvo daga og fara frá landinu á föstudegi. En það hentaði veöurguöunum alls ekki. Þetta þýddi stopp fram yfir helgi því öll flugvalla- þjónusta liggur niöri á Grænlandi um helgar og án hennar komast menn ekki langt. En þar meö var ekki öll sagan sögö. Eldur kom upp í flugvélinni skömmu áöur en leggja átti í hann, svo enn varö aö fresta för. Dagarnir tveir uröu því aö tíu eða þar um bil. Það er því ekki að ástæðulausu sem flug- maöurinn Larry Lee yppir öxlum í lok- inogsegir: , ,It’s a risky business. ” PLÖSTUN PLÖSTUM VINNUTEIKNINGAR, ^ VERKLÝSINGAR, VOTTORÐ, MATSEÐLA, VERÐLISTA, KENNSLULEIÐBEININGAR, TILBOÐ, BLAÐAÚRKLIPPUR, VIÐURKENNINGARSKJÖL, UÖSRITUNAR- FRUMRIT OG MARGT FLEIRA. STÆRÐ: BREIDD ALLT AÐ 63 CM. LENGD ÖTAKMÖRKUÐ. OPIÐ KL. 9-12 OG 13-18. LÆKJARGÖTU 2, NÝJA-BlÖHÚSINU S 22680 „711 BENIDORM A SÍANl FJÖGURRA VIKNA HRD'Si&i ifi :nauei WIBmRWKHVl Vorferð eldri borgara Ferðamiðstöðin hefur undanfarin vor efnt til sérstakra ferða fyrir eldri- borgara. Að þessu sinni er þessi ferð 28 dagar/fjórar vikur á sama verði og þriggja vikna ferðirnar. Hjukrunarfræðingur verður með í ferðinni. Styttið veturinn og njótið vorsins á besta sumarleyfisstað Spánar — Beniaorm. Fjölskyldirferð Frítt fyrir bömin Auðvitað er fjölskyldufólki boðið að taka þátt í þessari vorferð og til þess að bæta þetta verðtilboð (fjögurra vikna ferð á þriggja viku verði) bjóðum við nú frítt far fyrir börnin.Góðar íbúðir eða hótel með fæði. FM-Feiðalán FERÐAMIÐSTÖÐIN býður upp á sérstök FM—ferðalán sem byggj- ast á innlángreiðslum mánaðarlega fram að brottför, og síðan jöfnum afborgunum í tiltekinn tíma eftir að heim er komið. Kynntu þér þessi hagkvæmu greiðslukjör og staðgreiðsluafsláttinn. 1FERÐAMIÐSTOÐIIM AÐALSTRÆTI9 SÍM128133 11255

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.