Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Blaðsíða 6
6
DV. LAUGARDAGUR 9. APRlL 1983.
Rafmagnsorgelið:
Yj/jci
alþýðu-
hljóð-
færið!
Kennarar Orgelskóla Yamaha, eina
orgelskóla landsins sinnar tegund-
ar, sjást hér í húsakynnum skólans
að Vitastig tiu. Talið frá vinstri:
Guðrún Margrét Pálsdóttir,
Guðmundur Haukur Jónsson og
Sigurbergur Baldursson.
Kennslustund í Orgelskólanum.
Námskeiði i orgelleik er skipt niður
i fimm stig. Þeir sem kunna gjör-
samlega ekkert á hljóðfæri hefja
nám sitt á fyrsta stigi, þar sem und-
irstöðuatriði orgelleiks eru numin.
Kennt er á tveimur tólf vikna nám-
skeiðum á hverjum vetri. Nemend-
ur útskrifast svo úr skólanum að af-
loknu tveggja og hálfs árs námi.
ekki kenndur í skipulögðum köflum,
heldur er honum smeygt inn í orgel-
námið af og til þegar viðeigandi tæki-
færi gefst.
Sjálfbjarga í leik
dægurmúsíkur og
léttklassískra verka
Á lokastigi orgelkennslunnar, að af-
loknu fjögurra anna námi, á nemand-
inn (ef hann hefur fylgst vel með í tím-
um og gert heimaverkefni sín sam-
viskusamlega!) að vera oröinn sjálf-
bjarga í nótnalestri og geta spilað alla
léttklassíska músík svo og dægur-
músík og létta dinnermúsík, óað-
finnanlega. Þegar nemandinn útskrif-
ast svo frá orgelskólanum á hann
einnig að vera orðinn fær um að semja
sín eigin tónverk og geta útsett önnur
verk að sínum smekk, en á þetta
tvennt er lögð áhersla á síðustu
kennslustigum orgelnámsins.
Fyrirtækiö Yamaha stendur fyrir
slíkum námskeiðum í orgelleik — eins
og hér að framan hefur verið greint f rá
— í nær öllum þjóölöndum heims þar
sem rafmagn er á annað borð fyrir
hendi. Kennarar námskeiðanna öölast
réttindi sín í sérstökum skóla sem
fyrirtækið rekur gagngert til að starf-
rækja þessi námskeið. Nefnist hann
Yamaha Music Foundation.
Elsti neminn
sjötugur, sá
yngsti fjögurra
Aö sögn kennaranna þriggja sem
reka orgelskólann á Vitastíg eru orgel-
námskeiðin mjög vinsæl, og fara
vinsældir þeirra vaxandi. Til marks
um það berrtu þeir á að fyrstu árin, sem
þeir starfræktu skólann, — fyrir um
fimm árum — voru um þrjátíu
nemendur í kennslu hjá þeim, en nú er
skólinn orðinn fullsetinn og vel það;
rúmlega tvö hundruð einstaklingar
sækja skólann í ár.
— Hvers konar fólk?
„Alis konar fólk,” svara kennararn-
ir. „Þaö er engin stéttaskipting meðal
nemendanna okkar, og ekki verður
heldur vart við kynslóðabil. Elsti
nemandinn okkar er kominn yfir sjö-
tugt og sá yngsti er á fimmta ári.
Flestir eru þó á aldrinum milli tvítugs
og fertugs; einstaklingar sem alltaf
hefur langað til að læra á hljóðfæri en
ekki komið sér til þess fyrr en á full-
orðinsaldri.”
— Er orgelið kannski búið að taka
sess í þjóðfélaginu sem hið eina sanna
alþýðuhljóðfæri?
„Við teljum svo vera. Það er orðið
mjög algengt að fólk fjárfesti í raf-
— litid inn á námskeið í orgelleik
sem löngum hefur þött, í huga
menningarvita, annarsflokks
tönlistarnám
Orgelnám hefur margt lengi verid talid annars fíokks
tónlistarnám, og segja þeir sem því halda fram ad nú-
tímaorgel geti varla talist htjódfœri, þetta séu skemmtar-
ar, nokkurs konar spilabox sem takmarkadan lærdóm sé
hægt ad draga af. . .
,, Vid erum vissulega ekki ad ala upp nein tónlistarséní,
ekki neina klassíkera, ” segja aðstandendur Orgelskóla
Yamaha, sem er eini skóli sinnar tegundar á íslandi.
Þangad litum vid í heimsókn á dtígunum og rœddum við
kennarana Guðmund Hauk Jónsson, Gudrúnu Margréti
Pálsdóttur og Sigurberg Baldursson sem reka þennan
skóla. Hann er staðsettur í gtímlu tvílyftu steinhúsi í
brekkunni á Vitastíg tíu. . .
„Kennsla okkar miðast ekki vid að útskrifa
,,prófessjónal” einleikara, heldur er þetta fyrst og fremst
alþýðufrœðsla, í jákvœðum skilníngi þess orðs, ” halda
þau áfram, ,, fólkið leitar hingað til okkar til að lœra sér
og sínum til skemmtunar. Þetta er eins oy hvert annað
tómstundagaman í hugum þess. Það langar að læra und-
irstöðualriðin í orgelspili til að geta leikið sjálft sína tón-
list í nœðinu heima hjá sér. Og þá þjónustu erum við að
veita með þessum skóla okkar. ”
Tilefni heimsóknar okkar í Orgelskólann var að fá að
frœðast um slíka tónlistarkennslu sem orgelnám er. Eins
og kemur fram í orðum þremenninganna hér að framan er
hér um alþýðufræðslu að ræða sem hver meðaljón úti í bæ
getur gengið að án nokkurs tóneyra eða meðfœddra hœfi-
leika í hljóðfœraleik. Þetta er sem sagt nám (fyrir mig og
þig), veslingana sem alltaf hefur langað til að lœra á
hljóðfæri en ekki treyst sér tilþess af hræðslu við að gera
sig að fífíi frammi fyrir klárum tónlistarséníum.
Þannig fer
námið f ram
Nám í alþýðufræðum orgelleiks
spannar yfir fimm tólf vikna annir,
sem samsvarar tveimur og hálfu ári.
Þeir sem ekkert kunna fyrir sér í hljóö-
færaleik, hef ja nám á fyrsta stigi. Þar
eru kennd undirstöðuatriöi orgelleiks.
Lögö er áhersla á aö nemandinn, þótt
hann kunni ekkert fyrir, byrji að spila
á hljóðfærið strax í fyrstu kennslutím-
um sínum. Nemendur eru látnir
spreyta sig á einföldum laglínum á
þessu stigi, varla fleiri en fimm mis-
munandi tóntegundum. Mikilvægast er
í þessu sambandi að fólkið fái hreyf-
ingu í fingurna, tilfinningu fyrir nótna-
borðinu, hljómnum í hljóöfærinu og
möguleikum þess. Á næstu stigum
kennslunnar er sífellt bætt við þekk-
ingu og þjálfun í meðferð orelgsins.
Þar eru nemendur famir að leika létt-
klassísk verk undir leiðsögn kennara
og spreyta sig á erfiðum stefum og
stefjasamsetningum.
Þjálfun í hljóðfæra-
leiknum tekin fram
yfir f ræðif yrirlestra
Eins og sést á framangreindu er
aöaláherslan lögö á spilið sjálft og
þjálfun í því í kennslunni í stað þess að
lesa yfir nemendum langa fyrirlestra
og fræðirullur um tónlistina, svo sem
um tónlistarsögu, æviágrip þekktra
höfunda og tónfræði. Það er þó ekki
þar fyrir utan að á þessa þætti sé
minnst í kennslunni, þeir em hinsveg-
ar ekki teknir reglulega fyrir, heldur
em þessi efni látin koma nokkurn veg-
inn af sjálfu sér eftir því sem líður á
sjálft orgelnámið. Þannig er til dæmis
nótnalesturinn — sem áhersla er lögð á
að nemendur nái góðum tökum á —
Opið
ALLAN
UREVRLL
STÆRSTA BIFREKMSTÖÐ BORGÞ^
ce