Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Side 10
10 DV. LAUGARDAGUR 9. APRlL 1983. „Uppi var hver íslenshur fáni, en niður dregin hver dansU dula99 saga íslensha þjóðfánans er litríh og stórbrotin. Hún var burðarásinn í frelsisbaráttu þjóðarinnar, aflgjafi hennar og aflvahi — Þjóöfáninn á sér jafnan merkilega sögu, sem hvert barn í landinu veit glögg deili á. Slikur fáni vekur œskunni heilbrigdan þjódarmetnad. Hún ann honum og kappkostar ad láta aldrei á hann falla neinn van- virdublett. — Þannig kemst Jón Emil Gudjónsson ad ordi um eðli og gildi þjóðfána hvers rikis í riti sínu „Hvítbláinn” er hann gaf út á öndverðri þessari öld. Víst er að hinir gmsu þjóðfánar eiga, hver um sig, sína sögu. Sagan er tengd baráttu einstaklinga, þjóða og þjóðabrota þar sem fólkið hefur fglkt sér undir ákveðið tákn: þjóðfrelsismerki sem skírskotar til menningar þess, arfleifðar og landshátta. Saga fánans er því skgr í hug- um þjóða, tengd pllum þeim mannlegu tilfinningum er við þekkjum.Saga íslenska þjóðfáfíans er ekki tengd blóðugum átökum eða stgrjöldum en hún er engu að síður tengd mikilli baráttu, frelsisbaráttunni, þar sem þjóðin barðist fgrir viðurkenningu eigin sjálfstæðis. 1 eftirfarandi grein verður gluggað í merkilega sögu þjóðfánans, allt frá því fgrsta afbrigði hans var dregið að húni tilþess er núverandi fáni okkar leit dagsins Ijós. Árið 1593 lét Danakonungur gera inn- sigli fyrir Island. Var þaö hausaður þorskur með kórónu yfir og ártalinu 1593 til hliðar en í boga umhverfis var letraö á latínu; innsigli eyjarinnar Is- lands. Þetta mun vera fyrsti vísir aö þjóö- fána Islendinga, sem vitað er um, en þess verður jafnframt að geta að margar ættir í landinu og voldugir einstaklingar höfðu áður komið sér upp eigin skjaldarmerki ellegar inn- sigli. Þorskurinn var allt til ársins 1903 merki landsins og virtist enginn hafa neitt við það að athuga. Þó mun Sig- urður málari Guðmundsson hafa fyrst- ur vakið máls á því — árið 1870 — að þjóðin ætti frekar að hafa íslenska fálkann í merki sínu en hinn krýnda þorsk. Er talið að Sigurði hafi þótt litilsviröing aö hausuöum þorski sem einkenni þjóöarinnar og viljað fremur að meiri reisn væri yfir merkinu svo sem meö fálkanum. Þessi hugmynd Sigurðar kom á réttum tíma þar sem þjóðemiskennd íslensku þjóðarinnar var að vakna af löngum svefni á þessum árum. Landsmenn tóku fálka- merkinu opnum örmum og til marks um það tóku íslenskir stúdentar fálk- ann upp í merki sitt aðeins þremur árum eftir að Sigurður kom fyrst fram meö þessa hugmynd. „Heimskur sem þorskur, illgjarn sem fálki" Á Þingvallafundi árið 1874 var um það rætt hvort innleiða bæri íslenska fálkann í þjóðfána landsins. Menn voru flestir á einu máli um að slíkt ætti að gera. Þó var því ekki að heilsa að eng- inn væri á móti þessari hugmynd. Nokkrir voru andsnúnir því að hafa „dýrapár” í fánanum, töldu að fáni þjóðar ætti fyrst og fremst að vera ein- faldur og stílhreinn: „Fánar eru því fallegri sem þeir eru einfaldari,” bentu þessir menn á. Einn þeirra skrif- aði harðorða grein í Fjallkonuna um þetta leyti og báru skrif hans undir- skriftina Þorsteinn þorskabítur. Hann lagði þar til að fáninn yrði hafður að mestu blár eða rauður (án alls dýra- párs, vel aö merkja) og mætti hafa í horni hans hina heiðnu fimmgeisla, stjömu eða hamar Þórs í hvítum lit ef þurfa þætti. I greininni segir þessi maður meðal annars: „Það er venja að á kyrkjum eru heil- ög tákn og krossar eða merki kristin- dóms og trúar. Á dómkyrkjunni í Reykjavík er ekkert slíkt merki að utan, en í staö krossa eða heilagra tákna er hengdr á hana flatti þorskinn. I seinni tíð hefir verið settr fálki á aðra hlið turnsins, og fara þessar myndir vel saman þar sem þorskrinn er talinn mjög heimsk skepna, og heimskir menn þess vegna kallaðir „allra mestu þorskar” enn fálkinn er einn grimm- asti ránfugl íslenskr, og „fálki” er sá maðr kallaör í daglegu tali er bæði þykir heimskr og illgjarn. Tákn þessi geta varla veriö kristileg eða jarðtegn » kristninnarhérálandi,efsvoværi,álít ég að hræðilegri niöstöng verði eigi reist kristnidóminum enn tuminn er á Reykjavíkurkyrkju.” Þessi háðslega ádeila á þorsktáknið og jafnframt fálkahugmyndina virðist eklri hafa haft víðtæk áhrif á lands- menn þótt næsta víst sé að einhverjum hafi þótt hún opna augu sín. Hitt er víst að grein þessi verðskuldar að eftir henni sé tekiö. Höfundur nefnir þama fyrstur manna að Islendingar ættu að hafa fána sinn sem einfaldastan og segir hann verða fallegri eftir því sem Kappróðrarbáturinn sem Einar verslunarmaður Pótursson reri út á Reykja- vikurhöfn með hvitbláin að húni i skut er nú korninn i vörslu Þjóðminja- safnsins eftir rétta sjötiu ára geymslu á öðrum stað. Á innfelldu myndinni sést Einar Pétursson á sama báti árið sem atburðirnir gerðust i höfninni, 1913, en þeir blésu nýju iifii fánabaréttu Íslendinga sem kunnugt er. hann sé stílhreinni og bendir jafnframt á þá þrjá einkennisliti íslensku þjóðar- innar, bláan, rauðan og hvítan, sem eins og alkunna er uröu aö endingu þeir litir sem notaðir voru í íslenska þjóöfánann. Eftir á að hyggja hljóta menn svo að vera samþykkir skoðun þessa manns að fánar séu því eftirtekt- arverðari sem þeir eru einfaldari, en þar hugsar hann sennilega til þess að á fána horfa menn jafnan úrfjarska það- an sem smærri drættir, svo sem útlín- urdýra.sjástekki. Þáttur þjóðskáldsins af fánamálinu Einar Benediktsson, skáld og stór- hugsjónamaöur, er líklega sá Islend- ingur sem mestan þátt átti í því að þjóðin knúði á um að fá sinn eigin fána. Hann var enda meöal þeirra manna sem stóðu fremstir í frelsisbaráttunni. Hann var virtur af landsmönnum og átti því auðveldara en margir aðrir meö að ná til fólks. Þrettánda mars árið 1897 birti skáldið í blaði sínu Dag- skrá grein sem hann hafði skrifað og ber hún yfirskriftina „Islenski Fán- inn”. Hann brýnir þar fyrir löndum sínum þá skoðun að fáni þjóðarinnar eigi að vera einfaldur aö gerð. Hann telur og fráleitt að fáni nokkurrar þjóðar eigi að bera „dýrsmynd” og segir um þaö: „Enginn siðuð þjóð hef- ur dýrsmynd í verslunarfána sínum”, og telur slíkt vera fyrir neðan virðingu hvers ríkis. Þá segir hann þjóðarliti Is- lendinga eiga að vera bláan og hvítan, hinn fyrmefndi tákni himininn og sá síðamefndi snjóinn. Loks nefnir hann að mörgum þyki danski fáninn með fegurstu fánum og segir í því sam- bandi: „Islendingar gætu einmitt tekið upp fána sem er jafn einfaldur, frum- legur og hentugur og sá danski. Það er hvítur kross á bláum feldi.” Þessi grein Einars er af mörgum talin marka upphaf fánamálsins, hinnar raunverulegu baráttu fyrir eigin þjóö- fána. Sú gerð fána, sem Einar bendir á í þessari grein sinni, öðlaðist síðar nafnið „hvítbláinn”, en það nafn er komið frá dr. Helga Pjeturs. Svo skýr og einföld hugmynd aö gerð þjóöfán- ans vakti strax sterka þjóöemiskennd meðal Islendinga. Þama var komið fram séríslenskt tákn fyrir frelsisbar- áttu þjóöarinnar, tákn sem allir gátu sætt sig við ef til vill af þeirri ástæðu að hvítbláinn var engu síðri að reisn, fág- un og fegurð en samsvarandi þjóðfán- ar annarra Evrópuríkja. Við vomm komin jafnfætis öðrum siðuðum þjóð- um, alténd að þessu leyti! „íslenski fáninn" gerður að þjóðsöng! Einar orti sem kunnugt er dýrt kveð- ið ljóð til hvítbláins síns, sennilega gagngert til að þessi fánahugmynd hans öölaðist sem fyrst vinsældir og virðingu; með ljóðinu (og ekki síöur laginu er hann lét semja við það) ynni fánageröin sig inn í hug og hjörtu sam- landa hans! Og það tókst honum svo sannarlega. Um þetta kvæði Einars segir Jón Emil Guðjónsson í áður- nefndri bóksinni, „hvítbláinn”: „Fánasöngur Einars er ljóðperla. Hátturinn er léttur og leikandi svo að kvæðið er prýöisvel sönghæft. Hugsun- in er djúpúðug en svo skýr og einföld. I kvæðinu felst eggjandi máttur”. Hrifn- ing Jóns á kvæðinu er reyndar það mikil aö hann telur það vel hæfa við þjóðsöng Islendinga enda „mætti það verða íslensku þjóðinni sígilt hvatningarljóð”. Sigfús Einarsson gerði lag við kvæö- ið og má meö sanni segja að hvítbláinn hafi með því verið endanlega sunginn inn í sál hvers Islendings. Fyrsta er- indi þessa merka kvæðis ervissulega máttugt og eggjandi, eins og Jón bend- irá: Rís þú, unga Islands merki, upp með þúsund radda brag. Tengdu í oss að einu verki anda kraft og hjartalag. Rís þú, Islands stóri sterki, stofn með nýjan f rægðardag. Þessi orð hafa án vafa verið lands- mönnum mikil hvatning og þétt hópinn að baki fánans og jafnframt frelsisbar- áttunnar. Hróðugir með frelsisglampa í augum Hvítbláinn kom fyrst fyrir al- menningssjónir á þjóðhátíö Reykvík- inga annan ágúst 1897, sama ár og um- rædd grein birtist í Dagskrá Einars og það eitt segir nokkuð um það snögga fylgi er hvítbláinn hlaut meðal lands- manna. Þaö var Þorbjörg Sveinsdótt- ir, föðursystir Einars, sem hafði látið útbúa fánann. Hann blakti við hún í miðbæ höfuðborgarinnar þennan dag. Og vegfarendur gengu hróðugir með frelsisglampa í augum meðfram þessu nýja og „eggjandi” tákni sínu. Þrátt fyrir að fánamálinu væri svo veglega fylgt úr hlaði sem ofangreind frásögn ber með sér og aDan þann stuðn- ing sem hvítbláinn hlaut strax í upp- hafi, þá gerðist lítið í málinu næstu misseri. Má segja aö þaö hafi legið í láginni allt fram til ársins 1904 enda féll þaö nokkuö í skuggann af sjálfri fullveldisbaráttunni sem æ meira lit- aði þjóðlíf Islendinga eftir að komið var fram á tuttugustu öldina. Sem kunnugt er fengu Islendingar heimastjórn árið 1904 og Norðmenn fengu fullt sjálfstæöi ári síðar. Þessir atburðir áttu mikinn þátt í að glæöa frelsisþrá Islendinga og auka trú þeirra á frelsi landsins. Eftir að heimastjómaráfanganum var náð kom fánamálið á ný upp á yf irborðið. Árið 1905 birtist í blaöinu Ingólfi skelegg grein um ágæti hvítbláins sem þjóöfána landsins. Þar var fólk hvatt til þess að draga þetta nýja tákn sitt að húni og sýna með því styrk þjóðarinn- ar og þor í frelsisbaráttunni. Sameina bæri þjóðina undir þessu flaggi í bar- áttunni fyrir fullveldi. Hvítbláinn — sameiningartákn Islendinga, var grunntónninn í greininni. Þessi skrif urðu meðal annars til þess að æ meira tók að bera á hvítbláni yfir húsum Islendinga. Það varð aö eins konar tísku meöal landsmanna að flagga þessu ögrandi tákni gegn Dön- um. Enginn þótti maöur með mönnum nema hann ætti bláa dulu með hvítum krossi að bregða aö húni við tækifæri. En þrátt fyrir að hvítbláinn hefði notið mjög mikillar, og næsta almennr- ar hylli á þessum frelsistímum, voru til menn sem töldu agnúa vera á fánan- um og vildu breyta honum. I því sam- bandi má geta fundar sem stúdentafé- lagiö efndi til árið 1906 þar sem skipuö var nefnd til að gera tillögur að fána. Nefndin var skipuð fimm mönnum og klofnaði hún í afstööu sinni. Fjórir nefndarmenn samþykktu að fylgja tillögu Einars Benediktssonar. Minni- hluti nefndarinnar, Matthías Þórðar- son, vildi hins vegar að fáninn yrði blár meö rauöum krossi og hvítum röndum umhverfis krossinn, það er að segja þá gerð fána sem lögum samkvæmt er þjóðfáni Islands í dag. Matthías lagði þann skilning í þetta litaval sitt aö þrílitur fáni táknaði allt í senn, fjalla- blámann, eldinn og isinn. Að mati Matthíasar var annaö óhugsandi en aö hafa eldinn sem eitt af einkennum fán- ans, sá skilningur rauöa litarins sem eldur væri, væri eitt helsta sérkenni landsins og einkenndi þaö ööru fremur frá öðrum þjóðum. Árið 1908 féll fánamáliö enn á ný í skuggann, í þetta sinn af kosningum um uppkastiö aö áliti nefndar um sam- band Dana og Islendinga en sem kunn- ugt er var þar á ferðinni mikiö hita- mál. Fánamálinu varlítiðhreyftnæstu árin, en hvítbláni var þó áfram flaggaö við viðeigandi tækifæri. Örlítil hreyf- ing komst þó á hvítbláin árið 1911 þeg- ar kvintettinn, Benedikt Sveinsson, Bjarni frá Vogi, Jón Þorkelsson, Skúli Thoroddsen og Jón Jónsson fluttu á þingi frumvarp til laga um íslenskan fána. Þar var lagt til aöhvítbláinnyrði löggiltur og afnema bæri í lögum heimild fyrir íslensk skip að nota annan. Þetta frumvarp var þó ekki samþykkt og bar síðan lítiö á fánamál- inu enn um sinn. Atvikið í Reykjavíkurhöfn Þá liður að atviki því sem einna mestan svip setti á baráttu Islendinga fyrir eigin þjóöfána. Þaö gerðist í Reykjavíkurhöfn að morgni tólfta júní 1913. Lítill kappróðrarbátur, með ein- um manni innanborðs, sigldi í logn- stillu út á sæinn. Það eftirtektarverða viö þetta litla fley var að það bar í stafni litla fánastöng með hvítbláni við hún. Danskt varðskip, Islands Falk, lá við akkeri í höfninni þennan dag og sá skipherra þess ástæðu til að gera fán- ann upptækan samkvæmt þeim lögum að íslensk „skip” mættu ekki sigla undir öðrum fána en danska þjóðfánanum. Þessi atburður dró dilk á eftir sér. Hann olli ekki hið einasta reiði meðal borgarbúa, heldur hristi duglega upp í hugum landsmanna um fánamáliö. Lítum nánar á þetta merki- lega atvik og lesum frásögnina frá fyrstu hendi; þess manns er reri kapp- róðrarbátnum um höfnina. Það var ungur verslunarmaður, Einar Péturs- son að nafni, og segist honum svo frá: „Kl. á tíunda tímanum í morgun var ég á skemmtiróðri á einmennings kappróðrarbát hér í höfninni, í aftur- stafni hafði ég lítinn fána, hvítan með kross í bláum feldi. Vissi ég eigi fyrr en kallað var til mín á dönsku skipun frá róörarbát sem kom á eftir og mér sagt að stanza. Gerði ég það. Var þetta bát- ur frá Islands Falk. Yfirmaöur sem á bátnum var, bað mig aö koma með sér að Islands Falk. Gerði ég þaö. Var mér þar boðið aö ganga upp á skipið. Var ég svo leiddur niður í káetu til skipstjóra. Segir hann mér þar, að hann skyldu sinnar vegna verði að skora á mig aö afhenda sér fánann á bátnum, sem svo muni afhendur bæjarfógeta. Var því næst dáta boðið að taka f ánann af bátn- um og gerði hann það. Reri ég síðan í land.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.