Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Page 20
20
DV. LAUGARDAGUR 9. APRlL 1983.
Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál
Fullhomið morð?
Rebecca Heath var fórnarlambið. Morðið átti að iita út eins og um
umferðaróhapp hefði verið að ræða.
Jerry Heath langaði til að hjálpa litla bróður. Hann visaði honum á mann
sem gæti ráðið Rebeccu afdögum.
Charles Edward Owens, sá fremri, var illa leikinn afheróini. Hann var aðal-
framk væmandi.
Auðvitað eru framin fullkomin morð.
Það eru framin morð þar sem enginn
er grunaður og því er enginn dreginn
til ábyrgöar.
Þaö var hugmyndin aö málið um
særða augað yrði hinn fullkomni glæp-
ur. Oldsmobile bifreiö stóð við vegar-
brún í fylkingu Georgíu í Bandaríkjun-
um. 1 Suðurríkjum Bandaríkjanna eru
sumrin löng og heit og mánudags-
morguninn 31. ágúst var lof tið þungt og
mollulegt.
Maöurinn sem ók í norður til litla
bæjarins La Grange hemlaði. Fyrir
framan hann var kröpp beygja á
veginum. Hjólför í háu grasinu á hægri
vegarhelmingi sýndu að bíll hlaut að
hafa ekið út af í beygjunni.
Bólga í kringum
hægra auga
Maðurinn varð undrandi að sjá yfir-
gefinn bílinn á þessum eyðilega stað.
Kannski var einhver í nauðum
staddur. Maöurinn nálgaðist kyrr-
stæðan bílinn. Þaö var púst og terpen-
tinulykt í loftinu. Maðurinn uppgötv-
aði, þegar hann var kominn upp aö
bílnum, að hann var í gangi. Klukkan
var nokkrar mínútur yfir níu. Bíllinn
virtist mannlaus og maöurinn hvarf á
braut. Skömmu síðar drapst á bílnum.
Fleiri áttu leið hjá, en'sáu ekkert at-
hugavert. Það sá því enginn konuna
sem lá í hnipri í Oldsmobilebifreiðinni.
Klukkan var orðin 11.10 þegar
lögreglan átti leið um svæðið. Þeir
fundu hina látnu. Hún var ung og í öku-
skírteininu hennar stóð nafnið Rebecca
„Becky” Heath frá Phenix City sem
var í rúmlega 70 km f jarlægö. Phenix
City er ekki í Georgíu heldur í
nágrannafylkinu Alabama við Chatta-
hoochee-fljótiö.
Á þjóðvegum Bandaríkjanna láta
árlega tíu þúsund manns lifiö. Hin
tuttugu og eins árs gamla Rebecca
Heath var greinilega eitt fórnarlambiö
enn í langri röð. Svo leit út sem hún
hefði ekið of hratt inn í vinstri beygju
og misst stjórn á bílnum. Tjónið á bíln-
um var óverulegt en andlit frú Heath
var bólgið í kringum hægra auga. Hún
hafði greinilega rekið höfuðiö í mæla-
borðið og höggið drepið hana. Engum
datt morð í hug, ekki þá.
Lífsglöð stúlka
Þegar óhappið átti sér staö var f rú
Heath greinilega á leið til móður
sinnar. Foreldrar Rebeccu hétu
McGuire og voru í góðum álnum. Faðir
hennar átti íbúöir og fyrirtæki bæði í
La Grange og Columbus. Eiginmaður
Rebeccu, Larry Heath, vann viö eitt af
fyrirtækjum tengdaföður síns. Larry
haföi raunar hringt í móður Rebeccu
um hálfellefuleytið til að athuga hvort
Rebecca væri komin. Tengdamóðirin
vissi ekki til þess. Hún stakk upp á að
hún hefði ef til vill stoppað hjá foreldr-
um Larry. Þeir áttu heima rétt hjá
staðnum þar sem hún f annst.
Þegar farið var að athuga líkið, fóru
að renna tvær grímur á rannsóknar-
menn. I bólgunni umhverfis hægra
auga Rebeccu voru nokkrar svartar
agnir eins og húðin heföi sviðnað.
Þegar augnalokinu var lyft kom í ljós
að hún hafði verið skotin með byssu-
kúlu. Hún hafði verið skotin á stuttu
færi og augnalokinu hafði verið lokað
yfir skotsárið. Aö lokum haföi bifreið-
aróhappið verið sett á svið.
Hver hafði drepið Rebeccu Heath?
Þegar hún fannst hafði hún veriö dauð
í minnst tvo tíma. Hún ók mér í
vinnuna sagði Larry. Klukkan var
nokkrar mínútur yfir hálfníu þegar viö
kvöddumst. Hún sagðist ætla aö aka til
LaGrange.
Tíminn leið. Larry Heath var meö
fullkomna fjarvistarsönnun. Hann
hafði verið í vinnunni frá 8.35.
Þetta var allt saman mjög dular-
fuilt. Rebecca Heath átti enga óvini.
Hún hafði verið mjög ung þegar hún
giftist Larry, aðeins átján ára. Þau
áttu tveggja ára gamlan son. Það fór
mjög gott orð af henni og hún hafði
verið lífsglöö og hress stúlka.
Steinhella
og spólf ör
Þaö mátti kannski segja að herra og
frú McGuire hefðu getað kosið sér
annan tengdason en Larry Heath. Það
voru skuggahliðar í f ortíö hans en hann
hafði tekið sig á þannig aö herra
McGuire haföi ekkert út á hann að
setja. Þeim hjónum hafði þó þótt leitt
aö unga fólkið hafði orðað það að flytja
til Tenessee þar sem Larry vænti þess
aðfágottstarf.
Nú var það vandamál leyst á harm-
rænan hátt.
Lögreglustjórinn og þeir sem unnu
meö honum komust aö nokkrum
athyglisveröum staðreyndum.
Uppi við framsætiö í bil Rebeccu lá
steinhella af þeirri gerö sem notaðar
eru í garðstíga. Á staðnum þar sem
hún fannst fundust einnig för eftir
annan bíl sem hafði snúiö viö og spólað
á leiðinni í burtu.
„Þetta þarf ekki aö vera í neinum
tengslum viö morðiö,” sagði Jones
lögreglustjóri. „En þaö má líka
ímynda sér aö það hafi veriö tvær
manneskjur sem hafi staðiö aö morð-
inu. Önnur hafi ekiö bíl hinnar myrtu
og hin ekið á eftir í annarri bifreiö. Þær
hafi síöan sett atburöina á sviö þannig
að við héldum að um slys hefði verið að
ræða. Þær hafi ekið út af veginum og
þrýst bensíngjöfinni niður með stein-
hellunni. Hellan hafi síðan runnið af
þannig aö bíllinn hafi bara orðiö fyrir
minniháttar skemmdum. Morðingj-
arnir hafi síðan ekki þorað að endur-
taka tilraunina og stungiö af.”
Larry Heath var sýnd steinhellan.
Hann þekkti hana strax. Hún lá lengi
fyrir framan bílskúrinn okkar heima.
Viö lögðum hana í farangurs-
geymsluna hjá Rebeccu fyrir nokkrum
dögum. Við ætluðum að henda henni en
gleymdumþví.
Lögreglan
á blindgötu?
Kenning Jones lögreglustjóra var
athyglisverð. Hún fletti þó ekki ofan af
morðingjanum. Þegar blöðin skrifuðu
um málið var það undir fyrirsögnun-
um: Morðið á ungu konunni gáta.
Lögreglan á blindgötu. Tveim dögum
eftir andlát sitt var Rebecca jarðsett á
Phenix City.
Chatahoochee áin myndar rúman
helming af landamærum milli Georgíu
og Alabama. Frá Phenix City á vestur-
bakkanum liggur brú yfir til Columbus
í Georgíu. Phenix City og La Grange
eru smábæir þar sem enn má finna
dálítið af gamla Suðurríkjasjarman-
um. Lífið gengur hægar en í norðrinu
og fólk er yfirleitt vingjarnlegt og
ræðið. Columbus er öðruvísi. Hún er
stórborg með þau vandamál sem
fylgja stórborgum.
Sama dag og Rebecca var greftruð
gekk hvítklædd, fógur, dökkhærð stúlka
eftir götu í Columbus. Hún stansaði við
búðarglugga, leit flóttalega í kringum
sig og hélt áfram að næsta götuhorni.
I húsasundi stóð velklæddur hör-
undsdökkur maður og lét sem hann
væri að lesa dagblaö. Hann kinkaði
kolli svo að varla sást.
Það tók enginn eftir þeim þegar hún
rétti honum umslag sem innihélt hluta
af greiðslunni fyrir morðið á Rebeccu
Heath. Maöurinn talaði án þess að
bæra varirnar. — Ertu viss um að
löggan elti þig ekki? — Alveg viss,
svaraði stúlkan. — Skilaöu kveöju og
segðu að viö bíðum ekki lengi eftir af-
ganginum.
Á meðan stúlkan gekk áfram stikaði
maöurinn yfir götuna að kyrrstæðum
bíl. Augasteinarnir voru örsmáir eftir
síðustu heróínsprautuna.
Leigumorðingi
Denise Lambert vartuttugu ára og
frá Virginíu þar sem faðir hennar var
apótekari. 1980 tók hún þátt í sam-
keppni um titilinn ungfrú Virginía.
Denise varð númer tvö. Hún var raunar
mjög glæsileg stúlka. Hún hafði komið
til Columbus vorið 1981. Hún hitti
Larry Heath í lok júní. Nú hindraði
Larry Heath reyndi þegar í janúar
1981 að leigja menn til að drepa
eiginkonu sína. Það var fyrst um
sumarið sem honum heppnaðist
það.
Gregory Lumkin hleypti skotinu af.
Hann var ekki gripinn fyrr en
þremur mánuðum eftir morðið.