Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Page 4
4
DV. MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1983.
Kristin Halldórsdóttir.
Kristín Halldörsdóttir,
landskjörinn þingmaður
V-listans íReykjanes-
kjördæmi:
„Mikill sigur
fyrir íslenskar
konur”
„Ég er afskaplega þakklát og
ánægö meö þaö hvað okkar sjónarmið
hafa fengið góöan hljómgrunn,” segir
Kristín Halldórsdóttir, nýkjörinn þing-
maöur Samtaka um kvennalista í
Reykjaneskjördæmi, er hún er innt
eftir áliti á niðurstööum kosninganna á
laugardaginn. „Okkarútkoma ermjög
svipuö og ég átti von á, viö höföum
kannski vissar vonir um aö veröa f jór-
ar og þaö varö greinilega mjótt á mun-
unum meö þaö. Viö fundum þaö síöustu
dagana hvaö fólk haföi vaxandi áhuga
á okkar framboöi og ég er sannfærö
um þaö aö hefðum við haft svolítið
betri tíma hefðum viö fengið ennþá
betri útkomu,” segir Kristín.
Hvaö tekur við hjá ykkur eftir að
þessi úrslit liggja fyrir?
„Viö eigum aö sjálfsögðu eftir aö
átta okkur aöeins á hlutunum. Við eig-
um eftir aö bera saman bækur okkar
áöur en alvaran tekur viö,” svarar
Kristín.
Hvaö um heildarniöurstööur kosn-
inganna?
„Þetta var mjög svipað því sem var
búiö aö spá, þannig aö þetta kom mér
ekki mjög á óvart,” segir Kristín.
Hvernig leggst nýja starfið í þig?
„Eg hlakka til aö takast á viö þetta
starf, ég finn aö sjálfsögöu til mikillar
ábyrgöar og get engu lofað nema aö
gera mitt besta. Þessi úrslit eru mikill
sigur fyrir íslenskar konur og mér
finnst stórkostlegt aö við skulum verða
svona margar á þingi núna. Að mínu
mati eru þaö ánægjulegustu úrslitin í
þessum kosningum hvaö konum hefur
fjölgaö á þingi,” segir Kristín Hall-
dórsdóttir, nýkjörinn þingmaöur V-
lista í Reykjaneskjördæmi. -SÞS
Þorsteinn Pálsson, efsti
maðurálista
Sjálfstæðisflokksins
á Suðutiandi:
„Ósk um
breytingu”
„Þaö sem mér er efst í huga er
þakklæti til þess fjölda fólks er unnið
hefur aö kosningu Sjálfstæðisflokks-
ins,” sagöi Þorsteinn Pálsson, efsti
maður á lista Sjálfstæöisflokks á
Suöurlandi, um kosningaúrslitin. Og
hann bætti viö: „Þaö er ljóst aö þessi
úrslit eru ósk um breytingar. ”
Þorsteinn tekur nú í fyrsta sinni sæti
á Alþingi. Kemur þaö til meö aö breyta
einhverju um þína hagi?
„Já, óneitanlega veröur svo. Nú
veröa ný verkefni sem bíða. Og ég
hlakka til aö takast á viö þau,” sagöi
Þorsteinn Pálsson.
-KÞ
Þorsteinn Pálsson.
Valdimar Indriöason,
2. maðurá D-lista í
Vesturlandskjördæmi:
Óánægður
með heildar-
útkomuna
„Eg er ánægöur meö útkomu Sjálf-
stæöisflokksins á Vesturlandi,” sagöi
Valdimar Indriöason, nýkjörinn
alþingismaöur D-lista í Vesturlands-
kjördæmi.
„Hins vegar er ég ekki nógu
ánægöur með heildarútkomuna. Og ég
harma aö formaöur Sjálfstæöis-
flokksins, Geir Hallgrímsson, skyldi
ekki ná kosningu. En svo skammur
tími er liðinn f rá því aö úrslit lágu fyrir
aö ég tel of snemmt að tjá mig í smáat-
riðumumþau.”
Valdimar sagöi aö í ljós hefði komið
Valdimar Indriðason.
aö skoöanakannanir hefðu alls ekki
gefiö rétta mynd af fylgi Sjálfstæöis-
flokksins. Honum heföi veriö spáö
hærra hlutfalli í kosningunum en hann
síðan heföifengið.
„Hins vegar átti ég von á aö nýju
framboöin fengju þetta mikið fylgi,”
sagöi Valdimar, „því aö maöur fann á
sér, hvemig landiö lá nú fyrir kosning-
amar. Eg tel þetta í og meö stafa af
því aö fólkiö vilji breyta til frá gömlu
flokkunum. En hvort þarna er um
hreina áminningu til þeirra aö ræöa,
vil égekkisegja.”
Valdimar kvaöst engu vilja spá um
tilraunir til stjómarmyndunar, „en
þaö veröur töluverö vinna aö mynda
nýjastjóm,”sagöihann. -JSS.
Ragnhildur Helgadóttir,
5. maður D-listans
íReykjavík:
„Fagna fleiri
konum”
„Mér finnst úrslit kosninganna
ánægjuleg aö því leyti til aö Sjálf-
stæöisflokkurinn hefur bætt viö sig
kjördæmakjörnum mönnum,” sagöi
Ragnhildur Helgadóttir í gær, en hún
var í 5. sæti á lista flokksins í Reykja-
vík.
„Fylgi Sjálfstæöisflokksins hefur
vemlega aukist úti um landið og hér í
Reykjavík er það mjög svipað og þaö
Ragnhildur Helgadóttir.
var 1979 þrátt fyrir allerfitt tímabil hjá
flokknum undanfariö kjörtímabil, eins
og öllum er ljóst. Því er þó ekki að
neita aö viö hefðum vænst meira fylgis
hérí borginni.”
Ragnhildur kvaöst fagna mjög
auknum hlut kvenna í þessum kosning- (
um.
Aðspurð um hvaö tæki viö aö kosn-
ingum loknum, svaraði Ragnhildur:
„Nú hljóta aö taka viö viðræður
undir forystu formanns Sjálfstæðis-
flokksins um myndun næstu ríkis-
stjómar. En áður hlýtur núverandi
stjóm að biöjast lausnar þar sem hún
hefur misst meirihluta sinn. Þaö er og í
samræmi við yfirlýsingar ráöherra
fyrir kosningar.”
-PÁ
Ellert B. Schram,
4. maður D-listans
íReykjavík:
„Flokkurinn
stendur mjög
Ellert B. Schram.
„Þaö veldur mér vonbrigðum að
formaöur flokksins skuli ekki ná
kjöri,” sagöi Eliert B. Schram í sam-
tali við DV um úrslit kosninganna.
„Hins vegar verður þaö aö teljast
góö kosning hjá flokki sem vinnur sex
kjördæmakosin þingsæti, allt í kring-
um landiö. Þaö sýnir aö flokkurinn
stendur mjög sterkt aö vígi þrátt fyrir
alla þá erfiöleika sem hann hefur geng-
iðígegnum.
Eins og alþjóð veit er flokkurinn í
sókn, bætir viö sig mönnum í sex kjör-
dæmum. Þaö fer auðvitað ekkert á
milli máia aö Sjálfstæðisflokkurinn er
langstærsta stjórnmálaaflið á Islandi í
dag, með tæplega 40% fylgi þjóöarinn-
ar og hann verður aö hafa forystu um
aö taka á þeim vanda sem blasir við.”
Hvaö tekur viö næstu daga?
„Þaö taka viö viöræöur um stjórn-
armyndun og þaö er ómögulegt aö spá
um þær nú. Ég á von á því aö forsetinn
feli formanni flokksins aö reyna stjórn-
armyndun. Mér f innst aörar kosningar
ekkert á dagskrá einsoger,” sagði Ell-
ert. -PÁ
. Guðrún Agnarsdóttir,
2,maðurálista
kvennaframboðsins:
„Við erum
himinlifandi”
Guðrún Agnarsdóttir.
„Niöurstööur þessara kosninga eru
afar gleðilegar fyrir okkur. Við erum
himinlifandi,” sagöi Guörún Agnars-
dóttir, nýkjörinn þingmaöur V-lista
kvennaframboðs í Reykjavík.
„Eg skal ekki segja hvaöa vonir
stuöningsmenn V-listans geröu sér fyr-
ir kosningarnar því að slíkt er auðvitað
einstaklingsbundið. En skoðanakann-
anir höföu spáö okkur töluveröu fylgi.
Sjálf haföi ég ekki ímyndað mér aö þær
spár rættust, þegar í kjörklefann væri
komiö, en hafði gert ráð fyrir tveim
kjörnum. Niðurstöður fóru því fram úr
mínum björtustu vonum.”
Guörún sagöi ennfremur aö gleöi-
legust og verðmætust af öllu þætti sér
sú umræöa sem farið heföi fram í
kringum þetta framboö. Það væri
mjög ánægjulegt þegar lítill en ein-
beittur og samstilltur hópur kvenna
gæti áorkaö svo miklu á svo skömmum
tíma. Árangurinn væri sá að hlutur
kvenna á Alþingi heföi stóraukist og
væriþaðvel.
Spurningunni um hvaö nú tæki viö
kvaö Guörún erfitt aö svara á þessu
augnabliki. „Auðvitað liggur fyrir að'
reyna myndun nýrrar ríkisstjómar.
Eg geri ráð fyrir að f ram fari einhverj-
ar biðlanir eins og gengur. Víst væri
möguleiki á að við gengjum til stjórn-
arsamstarfs, viö tiltekin skilyröi, en
enn er of snemmt að tjá sig nokkuö
frekar um þaö. Sem stendur er mér
efst í huga hversu mikil gleöi og
ánægja það er aö fá aö berjast fyrir
þessummálstaö,” sagöiGuörún.
-JSS
Svo mælir Svarthöfði_________Svo mælir Svarthöfði ______ Svo mælir Svarthöfði
Kjósendur sköpuðu enn meira öngþveiti
Urslit kosninganna nú um helgina
fela ekki í sér neina lausn þeirra
vandamála, sem viö er að stríða í
þjóðfélaginu. Engar niöurstööur
fengust, og mál eru í sömu sjálfheldu
og áöur. Ástandið er því alvarlegra
nú en þaö var fyrir kosningarnar. At-
vinnuleysiö mun halda áfram aö
aukast hraðfari á næstu vikum og
mánuðum, og þótt tækist aö koma á
einhverri stjórnamefnu, myndi hún
veröa samsett af svo mörgum flokks-
brotum, að hún myndi ekki geta
ráðiö viö vandamálin, nema þá á
mjög löngum tíma. Popp-kynslóðir
landsins hafa nú kosið sína þing-
menn, og bætt við tveimur smá-
flokkum, sem ráða engum úrslitum
um framvindu mála, enda er annar
flokkurinn upptekinn við gælumál
um stjórnunarhætti, en hitt flokks-
brotið beinir huga sínum meira að
dagheimilunum en hundrað og tiu
prósent verðbólgu. Þannig hefur
tekist aö stefna okkur út í enn meira
öngþveiti en áöur rikti. Það liggur
jafnvel ekkert fyrir um það að nú-
verandi stjórn segi af sér í bráö.
Þá er komið í ljós að skoðana-
kannanir eru lítilsvirði, og varla
annað en skemmtiefni handa blað-
stjórum, sem vilja nokkrar vikur
fyrir kosningar vera viðræöuhæfir
um pólitík. Yfirleitt eru forustumenn
flokka, bæði nýrra og gamalla, sam-
mála um þetta. Þó bentu kannanir í
grófum dráttum tii þess, að smá-
flokkarnir myndu hljóta fylgi og
gekk það eftir. Sjálfstæðisflokknum
hafði verið spáð töluverðri aukningu,
en formaður flokksins telur nú, að
flokkurinn hafi fengið lélegri útkomu
en efni stóðu til. Þaö er ekki að
undra. Furöulegt má telja, að barátt-
an gegn ríkisstjórninni bitnaði fyrst
og fremst á Framsókn. Hún lagöi þó
til ráð sem dugðu nokkuð á árinu
1981. Þaö eru einu ráðin, sem ríkis-
stjórnin beitti á stjórnarferli sinum.
Aftur á móti hefur Alþýðubandalagið
brugðist kjósendum sinum illilega,
skert laun fjórtán sinnum á tima-
bilinu, og steypt okkur út í óhóflega
rikiseyðslu. Sá flokkur eykur jafnvel
við sig í sumum kjördæmum, en það
eru kannski siðbúin viðbrögð frá því
aö flokkurinn var að boða samning-
ana í gildi.
Fyrir kosningarnar boðaöi Svavar
Gestsson valdatöku afturhaldsafl-
anna. Orðiö valdataka hefur sér-
staka merkingu í lýðræðislöndum, og
má segja, aö að það sé tungunni
tamast sem hjartanu er kærast.
Þetta oröalag formanns bandalags-
ins ætti miklu betur við í löndum
Suður-Ameríku. Nú situr Sjálfstæðis-
flokkurinn uppi með formann sinn
utan þings, sem eitt og sér gerir
erfitt fyrir um forustu flokksins í
viðræðum um stjórnarmyndun. Hví-
lík valdataka. Eini maðurinn, sem
unir þessum kosningaúrslitum vel,
er dr. Gunnar Thoroddsen, sem nú er
farinn að hafa yfir í stjórninni. Hann
mun ekki sleppa taumunum strax.
Hvorki Framsókn né Alþýðubanda-
lag hafa viðburði uppi til að segja af
sér. Og tveir ráðherrar úr
Sjálfstæöisflokknum eru heldur ekki
á förum. Þeir halda hundavaktina
með dr. Gunnari meðan formaöur
flokksins liggur utan vegar.
Nýju flokksbrotin tvö eru alveg
óráðin gáta. Ekki er að búast við vit-
rænum tillögum frá þeim í bili um
lausn efnahagsvandans, enda er
forustuliö þeirra of upptekið af
gælumálum sínum í bili til að það
komi auga á aðrar úrlausnir.
Vilmundur kallar niðurstöður kosn-
inganna „undarleg úrslit”.
Árangurinn á eftir að verða enn
undarlegri, þegar líður á sumarið.
Hér stefnir til upplausnar og
kosningaúrslitin hafa enn aukið á
þann glundroöa, sem fyrir var. Við
þessar aðstæður hefur kenningin um
utanþingsstjórn öðlast alveg nýtt
gildi. Þess hafði verið getið til að dr.
Gunnar Thoroddsen myndi fresta
þess að mynda utanþingsstjórn að
kosningum loknum. Líkurnar á
þessu jukust að mun um helgina.
Flokkar eru nú sex á Alþingi, og ekki
ljóst aö þeir geti komið sér saman
um eitt eða annað. Við þær aðstæður
koma hollvinir til sögunnar og benda
á réttar leiðir í stjórnarmyndun.
Svarthöfði