Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Blaðsíða 6
6
DV. MÁNUDAGUR 25. APRIL1983.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Hagræðing í sölu eggja
ÍlliSSff
segir Framleiðsluráðið
Hvers vegna ættu aö gilda aðrar
reglur um eggjasölusamlag eða
dreifingarstöð á eggjum? Hvers vegna
eiga framleiðendur að berjast þar hver
viö annan? Þannig er spurt í frétta-
bréfi frá Upplýsingaþjónustu land-
búnaðarins. Þarsegir ennfremur:
Undanfama daga hafa farið fram
undarlegar umræður um sölu á
eggjum. Neytendasamtökin hafa mót-
mælt og margar konur skrif aö lesenda-
bréf þar sem þær lýsa áhyggjum
sínum á „einokun meö egg”. Þessar
umræöur eru mjög svipaðar þeim
umræöum, sem áttu sér staö fyrir 25
árum þegar Osta- og smjörsalan var
stofnuð. Nú er það viðurkénnt af
neytendum og framleiðendum að það
fyrirtæki hafi stuðlaö að mjög
jákvæðri vöruþróun og frjálslegum
viðskiptaháttum þótt það hafi ekki
verið í samkeppni við aðra sem seldu
hliðstæða vöru.
í fréttabréfinu er haldiö áfram og
bent á það að þegar afurðasöiumál
bænda séu skoðuð meö nokkurri
sanngimi, ætti öllum að vera þaö ljóst
að landbúnaöurinn væri nær útilokaður
ef bændur ættu að vera allir i látlausu
stríði hver við annan um markaðinn.
Það má með sama rétti halda því
fram að launþegasamtök séu óþörf
með öllu, markaðurinn geti bara á-
kveöiðvinnulaunin.
Eftirfarandi tiilaga var samþykkt á
fundi Framleiðsluráðs landbúnaöarins
um miðjan mars síðastliöinn.
„Framleiðsluráð landbúnðarins
viðurkennir Samband eggja-
framleiðenda sem heUdsöluaöila fyrir
egg samkvæmt 36. gr. iaga nr. 95/1981
um Framleiðsluráð landbúnaöarins,
verðskráningu, verðmiðlun, sölu á
landbúnaðarvörum og fleiru.
Jafnframt samþykkir
Framleiösluráð lög Sambands eggja-
framleiðenda og treystir því aö félags-
menn sambandsins hlíti ákvæðum
þeirra. Framleiðsluráð leggur ríka
áherslu á aö eggjaframleiðendur
sameinist um uppbyggingu og rekstur
fulUcominnar pökkunar- og heildsölu-
dreifingarstöðvar, sem fái fjárhags-
legan stuðning til að fulinægja sann-
gjömum kröfum eggjamarkaðarins og
tekur leyfiö gildi þegar sUk stöð hefur
starfsemi sína.
SamhUða veröi komið á skipulegri
stjóm eggjaframleiðslunnar svo hún
fullnægi efth-spurn á eggjum, án þess
að undirboö í verði þurfi tU að fram-
leiðslan seljist.
Þá skorar Framleiðsluráð á land-
búnaðarráöherra að vinna að því að
slík stöð, ef reist verður, fái aöstöðu til
að selja egg á KeflavíkurflugvelU og
skipuleg vinna að f ramgangi þess máls
tengist uppbyggingu dreif ingarstöðvar
eggja.”
Yfirskrift fréttarinnar í frétta-
bréfinu er Hagræðing í sölu eggja.
-ÞG.
Rétt /erö
áréttuveröi ^
KYNNIST FEGURÐ ÞÝSKALANDS
2ja og 3ja vikna hópferðir til Þýskalands, sem hefjast um borð í
lúxusferjunni M/S Eddu. Stutt sigling til Bremerhaven og síðan verður
ekið á íslenskum /angferðabílum um fögur héruð og borgir Þýskalands.
Fjö/breytt og áhyggjulaus skemmtiferð fyrir fólk á öllum a/dri.
íslenskur bílstjóri og íslenskur fararstjóri eru með hópnum alla ferðina.
Brottfarardagar: 1., 8. og 15. júní. 13. júlí. 3., 24. og 31. ágúst. |
_______Bókanir eru hafnar - Hafðu samband við okkur sem fyrst.______ I
Helgarpakkarnir vinsælu á London: Verð frá kr. 9.346,- í 5 nætur. Brottför alla
fimmtudaga. Gildir til 15 maí n.k. Flug og bíll: í eina til fjórar vikur til
Glasgow, London, Kaupmannahafnar, Ósló, Stokkhólms, Frankfurt, ^
Parísar og Luxemborgar í sumar. JMAl
Öll almenn farseðlaþjónusta
innanlands og utan.
FERÐAmmwmVAL
Ferðaskrifstofa -
Kirkjustræti 8 - Símar: 19296 og 26660
Sælges ogsa:
1-6*1981
Síðastí söludagur á hnetusmjörinu
var1.júní1981. DV-myndS.
Hnetusmjörmeð
nærtveggjaára
dagstimpli
Kópavogsbúi einn, Þórhallur aö
nafni, keypti sér í aprílbyrjun
hnetusmjör í versluninni Vörðufelli í
Kópavogi. Þegar heim var komiö með
krukkunatók hann eftir þvíaðáhenni
stóð „Sælges ogsá 1-6-1981”. Þótti
manninum vera heldur rösklega komið
fram yfir þennan dagstimpil. Hann
færði okkur því krukkuna.
Haft var samband viö Rafn Sverris-
son, verslunarstjóra í Vörðufelli. Hann
sagðist hafa tekiö við versluninni fyrir
rúmlega ári og þyrði ekki að fullyrða
um hvort krúsin hefði þá leynst
einhvers staðar í hillu.
Innflytjandi þessa hnetusmjörs er
Faxafell hf. Þar fengust þær
upplýsingar að engin sending heföi
verið afgreidd í Vörðufell síðan um
áramótin 1981—1982. Omögulegt er að
segja til um það hvort þessi krús er úr
þeirri sendingu eða annarri eldri.
Rafni voru fluttar þessar fréttir og
hann jafnframt hvattur til að fylgjast
betur með því að dagstimplar á þeirri
vöru sem hann seldi væru ekki út-
runnir. Lofaði hann því. -DS.