Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Page 8
8
Útlönd
Útlönd
Útlönd
DV. MÁNUDAGUR 25. APRIL1983.
Utlönd
TEUA SIG HAFA FUNDIÐ
DA GBÆKUR HITLERS
— efasemdir um hvort þær séu ófalsaðar
Virtur breskur sagnfræðingur, Hugh
Trevor-Roper, mun á blaðamanna-
fundi í Hamborg í dag reyna að sýna
fram á áreiðanleika ritaðra heimiida
sem sagðar eru vera leynilegar dag-
bækur Adolfs Hitlers, en miklar efa-
semdir eru um hvort þær séu ófals-
aöar.
Utgáfufyrirtæki ,,Times”-blaðanna
bresku birti í gær í Lundúnablaðinu
Sunday Times fyrstu útdrættina úr
dagbókunum, en fyrirtækiö reiðir sig
mjög á dóm Trevor-Roper um áreiöan-
leika heimildanna.
Sagnfræðingurinn er höfundur
einnar mest metnu úttektarinnar á
síöustu dögum nasistaleiðtogans.
Hann segir fréttamönnum að það sé
hugsanlegur möguleiki að dagbæk-
umarséufalsaðar.
„En hefði samt verið feikilega
vandasamt verk að falsa þær. Eg hef
skoðað rithöndina og tel að hún sé
Hitlers sjálfs. Réttast er þó að láta sér-
,Hvenær átti Hitler að hafa stund
aflögu til þess að halda dagbók?” spyr
herbergisþjónn hans.
fræðingunum eftir aö dæma það,”
sagðihann.
Það var þýska blaðið Stem sem
skýrði frá dagbókunum á föstudag en
þær era sagöar handskrifaðar í 60
stílabækur. Síðan hafa sprottið upp
miklar deilur um það hvort dagbæk-
urnar séu ekta eða falsaðar. Fræði-
menn hafa skorað á þýsku stjórnina að
láta málið til sín taka og fá til banda-
ríska, þýska, franska, breska og
gyðingasérfræöinga til þess að rann-
saka gögnin.
Stern sagði aö dagbókunum hefði
verið komið fyrir í flugvél sem flogiö
hefði frá Berlín á síðustu dögum seinni
heimsstyrjaldarinnar. Hún hefði síðan
brotlent á svæði sem nú tilheyrir A-
Þýskalandi.
Tímaritið segist hafa haft upp á dag-
bókunum, sem síðast hafi veriö
geymdar í svissneskum banka eftir
flæking um A-Þýskaland og Suður-
Ameríku. — Stern mun birta sína
fyrstu útdrætti úr bókunum í dag.
Tveir af fyrri samstarfsmönnum
Adolfs Hitlers hafa efasemdir um að
bækurnar séu ekta. — „Þetta er aðeins
ein draugasagan enn, sem viö erum
orðin svo vön í gegnum tíðina,” sagði
Nikolaus von Below, sem var þjónn
Hitlers frá því 1933 til loka styrjaldar-
innar. Hann segir aö Hitler hafi
oftsinnis ekki gengið til náða fyrr en
um þrjú- eða fjögurleytið að nóttu og
aö útilokað sé aö hann hafi haft stund
aflögu til þess að halda dagbækur.
Þýska blaöið Bild Am Sonntag hafði
samband við Henry Picker, sem var
hraðritari Hitlers, og skrifaði niöur
nær allt sem Hitler sagði um tveggja
ára bil í stríðinu. Picker segir að ein-
hver minningarbrot og persónulegir
minnismiöar hafi verið til en hann
segist viss um að það hafi allt brunnið í
flaki JU352-flugvélarinnar.
Bandariskur rithandarsérfræðingur
sagði fréttamanni Reuters að hann
hefði fengið aö sjá eina síðuna úr dag-
bókunum hjá Stem í fyrra og borið
hana saman við þekkt sýnishom af
rithönd Hitlers. Segist hann viss um að
þetta sé skrifað af Hitler sjálfum.
Hitler og Eva Braun, en þessi mynd
■^“var tekin á síðustu dögum stríðsins.
Dagbækurnar eiga að ná til þess tíma.
Kanslarí Austumkis
sagði af sér eftir
ósigur sósíalista
Þrír helstu stjórnmálaflokkar
Austurríkis þykja eiga framundan
erfiðar og hugsanlega langdregnar
viðræöur til myndunar nýrrar ríkis-
stjórnar eftir ósigur sósíalista-
flokksins í þingkosningunum í gær.
Brano Kreisky kanslari (72 ára)
sagði af sér eftir aö hafa setið fjögur
kjörtímabil eða 13 ár á kanslarastóli.
— Kreisky er sá þjóöarleiötogi Evrópu
sem lengst hefur setið í forsæti. Undir
forystu hans hefur Austurríki einatt
gegnt mikilvægu hlutverki í alþjóða-
málum, þótt vinsamleg afstaða
Kreiskys til kröfu Palestínuaraba um
eigið heimaland hafi kallað yfir hann
gremjulsraels.
Sósíalistaflokkur Kreiskys fékk 90
þingmenn kjörna (af 183) og mun
Kreisky hafa forgöngu um fyrstu
viöræður flokkanna til stjómar-
myndunar.
Hinn íhaldssami „alþýðuflokkur”
þykir vera sigurvegari kosninganna en
hann bætti við sig fjórum þingsætum
(upp í 81). Miðflokkurinn fékk 12 þing-
sæti. Yfirlýsingar sósíalista þykja ekki
benda til þess að sósíalistar og alþýðu-
flokkurinn geti starfað saman í ríkis-
stjórn. Líklegra þykir að ofan á verði
aö sósíalistar og miðflokkurinn taki
höndum saman. Alois Mock, leiötogi
alþýðuflokksins, hefur þó lýst því yfir
að hann telji eölilegast að stærstu
flokkamir tveir myndi sam-
steypustjóm. — Þriggja flokka stjórn
þykir útilokuö.
Einn af hverjum
þrem er njósnarí
—segir forstöðumaður FBI um sovéska og austantjalds-
diplómata í Bandaríkjunum
Kreisky kanslari.
Enn þingkosn-
ingaríPortúgal
Almennt er því spáð um kosning-
amar í Portúgal í dag að þær muni
leiöa aftur til valda Mario Soares fyrr-
um forsætisráðherra og sósíalista hans
til þess að glíma við efnahagsvanda-
málin. Hægri flokkar hafa farið með
stjórnina síðustu þrjú árin.
Þetta eru tíundu kosningamar í
Portúgal á níu áram og alls bjóöa
fjórtán flokkar fram en venjulega hafa
stóra flokkarnir fjórir, sósíalistar,
sósíaldemókratar, kristilegir
demókratar og kommúnistar, fengið
99% atkvæða og obbann af þing-
sætunum 250.
Kosningarnar ber upp á afmæli
„blómabyltingarinnar” sem leysti
fyrir níu áram Portúgal undan hálfrar
aldar einræðisstjórn. Hátíðarhöldum
hersins í tilefni þess hefur þó verið af-
lýst vegna kosninganna.
William Webster, forstöðumaður
FBI, sagöi í gær aö einn af hverjum
þrem sovéskum og austantjalds-dipló-
mötum í Bandaríkjunum væri
njósnari.
I sjónvarpsviðtali í gær sagði
Webster að það væru í Bandaríkjunum
um 3000 diplómatar frá
Sovétríkjunum, austantjaldsríkjunum
og Sovétháðum löndum.
„Einn af hverjum þrem hefur
skyldum að gegna við leyniþjónustuna.
30-40% þeirra eiga hlut að njósnum,”
sagði hann. — Bar hann sig upp undan
því að alríkislögreglan ætti oröið æ
erfiðara með að fylgjast með erlendum
diplómötum vegna skorts á rekstrarfé
og starfsfólki.
Auk venjulegra njcsna um
hemaðarleyndarmál sagði Webster
Sovétmenn hafa lagt sig meir eftir
njósnum um æðri tækni, einkanlega á
sviði tölvu- og lasergeislatækni. Eins
væri mjög reynt aö komast yfir sýnis-
hom af tækjum.
„Sovétmenn hafa óskammfeilið
reynt með fjármagni að ná tökum á
ýmsum félagssamtökum innan kjarn-
orkuandstöðunnar i Bandaríkjunum,”
William Webster, forstöðumaður FBI.
sagði Webster. Hann sagði að engar
óyggjandi sannanir lægju fyrir því að
þeim heföi tekist það.