Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Qupperneq 10
10
DV. MÁNUDAGUR 25. APRIL1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
PLO GLUTRAÐINIÐUR
SKÁSTA TÆKIFÆRINU
Innan raða PLO hafa hófsamari öflin, sem stóðu að baki Arafat og viðræðum hans við Hussein lotið ilægra haldi.
Á milli línanna í viðbrögðum Isra-
els og Sýrlands við synjun Husseins
Jórdaníukonungs á beiðninni um að
ganga erinda PLO til friöarsamn-
inga viö Israel töldu margir sig geta
lesið að stjórnir beggja hefðu verið
fegnar þeim málalokum en af ólíkum
ástæðum.
I þeirri togstreitu sem nú á sér stað
milli hinna mörgu og margklofnu
aðila í deilu Austurlanda nær — eftir
að róttækari öflin innan PLO spilltu
viöræðum Arafats við Hussein —
virðast þó engar horfur á því að
komast megi framhjá PLO.
Þjóöfrelsishreyfingin nýtur áfram
þeirrar lykilaðstöðu aö vera viður-
kennd sem einu samtökin er komið
geti fram fyrir hönd palestínsku
þjóöarinnar, svo dreifð sem hún er á
milli hinna ýmsu arabaríkja.
Hussein Jórdaníukonungur tók
loks eftir langar viðræöur við Arafat,
leiðtoga PLO, af skarið og lýsti því
yfir að hann tæki ekki frumkvæði til
friðarsamninga við Israelsmenn,
hvorki á eigin vegum né annarra. —
Viðbrögðin voru á ýmsa lund.
Sammála aldrei
þessu vant
Sú nýlunda gerðist að Israel og
Sýrland voru sammála. Stjórnir
beggja litu svo á að yfirlýsing Huss-
eins táknaði endalok friðaráætlunar
Ronalds Reagans Bandaríkjafor-
seta. Sú áætlun byggöist á því að
Palestínuarabar fengju að stofna
sjálfstjómarríki á vesturbakka
Jórdanárinnar sem er hernuminn af
Israelsmönnum. Það ríki skyldi
standa í stjórnarsambandi við
Jórdaníu. — Forsenda þess var
auðvitað samningar milli Palestínu-
araba og Jórdaníustjómar og síöan
samningar þeirra viö Israela.
Reagan Bandarík jaforseti lýsti því
samt yfir að hann mundi halda
áfram viðleitni sinni til þess að koma
á friði í Austurlöndum nær sam-
kvæmt sömu hugmyndum og Yasser
Arafat lét hafa eftir sér, þegar hann
síöar var á ferð í Stokkhólmi, að
hann héldi áfram opnum möguleika
á nýjum viðræðum við Hussein
Jórdaníukonung.
Golanhæðir
ígleymsku
Þótt tsrael og Sýrland hafi þama
bæði verið fegin því að viðræður Ara-
fats og Husseins, sem hófust í fyrra-
haust, fóm út um þúfur voru
fagnaðarefni þeirra ólík. Sýrland og
fylgismenn þess innan PLO hafa
allan tímann gagnrýnt þessar
viðræður. I Damaskus kviðu menn
því aö öll athyglin mundi beinast að
hernámssvæðunum á vesturbakkan-
um og í Gaza en Golanhæðir, sem
Sýrlendingar misstu í hendur Isra-
elum í sex daga stríðinu, mundu
gleymast — eða einfaldlega verða
fómaö fyrir málamiðlunina.
Landnám gyðinga í Gaza og á
vesturbakkanum og deilur þar um
hafa haldið stöðugt vakandi umræð-
um um framtíð þessara landsvæða. I
friðarsamningum sínum við Israel
hélt Sadat Egyptalandsforseti uppi
vangaveltum um hugsanlega stofnun
ríkis Palestínuaraba á þessum
svæðum.
Á meðan hafa Golanhæðir verið
utan brennipunktsins og það var ekki
fyrr en fyrir hálfu öðru ári að þær
komust aftur á dagskrá. Þá sam-
þykkti Israelsþing, Knesset, að leiða
í gildi ísraelsk lög á Golanhæöum
sem jafngilti því aö þær yrðu
annexía í ísraelskri lögsögu.
Síðan hefur aftur orðið hljótt um
Golanhæðir og Sýrlendingar kvíða
því að þær lendi alveg út undan í
samningum við Israel. Ef samið
verður í áföngum, eins og milli
Egypta og Israela, þar sem Sinaí var
á endanum skilað Egyptum aftur,
sjá Sýrlendingar í anda svipaða
lausn á deilunni um vesturbakkann
og Gaza einhvem tímann í framtíð-
inni en þeir mundu lenda á hakanum
með Golanhæöir. Bæði kynnu
Sýrlendingar að standa eftir nær
einir á báti og eins vinnur tíminn
gegn þeim. Eftir því sem árin líða
svo aö ísraelsmenn hafi Golanhæðir
á sínu valdi skapast lengri hefð á
yfirráðum þeirra.
Halda áfram
landnámi
Israelsmenn hafa sömuleiðis gagn-
rýnt þessar tillögur Reagans allar
götur frá því að hann lagði þær fram
í haust. Voru þeir fljótir að lýsa því
yfir, eftir að tíöindin voru opinberuð í
Amman, að þar með væri sú
ráðagerðin komin í ruslakörfuna.
Shamir, utanríkisráðherra Israels,
áréttaði að Israelsmenn óskuðu
samninga á grundvelli Camp David-
samkomulagsins frá því 1978.
Samkvæmt því skyldi samið milli
Israels og Egyptalands, Jórdaníu og
Palestínuaraba um sjálfstjórnarríki
þeirra síðasttöldu á vesturbakkan-
um og í Gaza. Shamir áréttaði
atriðiö um, ,f ullkomna sjálfsstjóm”.
En jafnframt hefur Israel haldið
áfram landnámi gyöinga á hemáms-
svæðunum, sem þykir ekki beinlínis í
anda þeirrar framtíðarsýnar að
þessum landshlutum verði skilað.
Fremur þykir það í anda þeirrar
stefnu þegar gyðingar byggðu
aröbum út á fyrstu ámm eftir stríð í
Palestínu.
Israel hefur óskað samningavið-
ræðna án skilyröa en hefur gert það
alveg ljóst að PLO komi ekki til
greina sem viðræöuaðili. Israelar
líta enn á þjóðfrelsishreyfinguna
sem samtök hryðjuverkaafla, óal-
andi og óferjandi, og útilokar að líta
á hana semfulltrúa Palestínuaraba.
Leiðistekki
óeiningin
Nú þykir auðvitað fullkomlega
óraunhæft að ætla að Hussein kon-
ungur gangist inn á Camp David-
skilmálana eftir yfirlýsingu hans á
dögunum um að ógjörningur sé að ná
einingu um sameiginlegt framtak
Jórdaníu og Palestínuaraba til
friðarviðræðna. Og á meðan ekki
liggja fyrir aðrar leiðir til úrlausnar
en tillaga Reagans, sem komin er í
strand, verður ástand óbreytt.
Greinilega er það ísraelsku stjóm-
inni ekki ógeðfellt því að á meðan er
haldið áfram landnámi gyðinga á
vesturbakkanum.
Ef á hinn bóginn Hussein og PLO
gætu orðið ásátt um eitthvað sem
Bandaríkjastjóm litist vel á ykist
þrýstingurinn á Israela. Það vita
þeir auðvitað sjálfir og leiðist því
ekki þótt upp úr viðræðum hinna hafi
slitnað vegna óeiningar.
Áfall fyrir
hófsamari öflin
Yfirlýsingu Husseins bar upp í
sömu mund og Issam Sartawi, helsti
málsvari hófsamari aflanna innan
PLO, var myrtur á alþjóðaráðstefnu
jafnaðarmanna í Portúgal. Hvort
tveggja var mikiö áfall fyrir friö-
samari Palestínuaraba. Áhrifin af
niðurstöðu Husseins munu vara
lengur með alvarlegri afleiðingum.
Einhver öfgafyllstu samtök Pale-
stínuaraba, sem fyrir löngu hafa
sagt skilið við PLO, lýstu morði
Sartawis á hendur sér. Þeir róttækl-
ingar standa utan þjóðfrelsishreyf-
ingarinnar. En þeir sem spilltu
viðræðum Arafats og Husseins eru
hins vegar innan vébanda PLO. Þaö
eru róttæklingar að vísu líka sem
finna sér samfylgd með Sýrlandi. Að
þeim skyldi á elleftu stundu takast
að koma í veg fyrir samkomulag
sýnir svart á hvítu hversu miklu
róttækari öflin fá ráðiö þar innan-
borðs.
Hlutverk PLO
Þetta hefur aftur vakið upp
efasemdir um skynsemi þess að fela
öfgasamtökum umboð til þess aö
fjalla um og ákveða örlög heillar
þjóðar eöa standa í milliríkjasamn-
ingum. En tilraunir til þess aö fá
menn til að endurskoöa hlutverk
PLO í hugsanlegum friðarviðræðum
sýnast í dag ekki líklegar til að valda
stakkaskiptum. George Shultz, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti
því áliti sínu á dögunum aö araba-
veldin ættu að afturkalla samþykkt
sína frá 1974 um að PLO væri eini
réttmæti samningsfulltrúinn sem
fram gæti komið fyrir hönd Pale-
stínuaraba. Þaö framkallaði strax
mótmæli hjá sendiherrum aðildar-
ríkja Arababandalagsins hjá Sam-
einuðu þjóðunum og svo auðvitað
talsmaruii PLO.
Góð ráð
ófinnanleg
Til þessa hafa ekki verið margar
leiðir sýnilegar til þess aö koma
deiluaðilum að samningaborðinu og
eftir þessa þróun mála þykir útlitið
dökkna til mikilla muna. Menn
standa hreinlega uppi úrræðalausir
og fallast hendur í bili. Frómt frá
sagt var tillaga Reagans, þótt ekki
fengi hún miklar undirtektir Israela
og Sýrlendinga, eina brúarstæöið
sem hugsanlegt þótti að byggja á
samningabrú eftir hugmyndum sem
Hussein og Arafat höfðu í mótun. Þar
var tekið mið af hugmyndinni um
sjálfstjórnarríki Palestínuaraba í
bandalagi viö Jórdaníu og einnig
kröfu araba frá því í fyrra um sjálf-
stætt ríki Palestínuaraba með höfuð-
borg í Austur-Jerúsalem.
Það var auðvitað ekki fyrirsjáan-
legt að Israelsmenn mundu sam-
þykkja að sleppa hendi aftur af
austurhluta Jerúsalem en ef friðar-
samningar hefðu verið í boði annars
vegar og nógu fast að þeim lagt af
aöalbandamanni þeirra, Bandaríkj-
unum, jafnframt, þá verður ekki
annað séð en þeir væru neyddir til.
Þeir eiga sér ekki minnstu
viðreisnarvon í stríði við araba ef
Bandaríkjamenn eru ekki til þess að
ýtaúr vörmeð þeim.
Hussein Jórdaniukonungur og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, taka höndum saman, en aðeins fyrir Ijós-
myndarann. Minna varð úr samstarfinu þegar á reyndi.