Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Page 12
12 DV. MÁNUDAGUR 25. APRIL1983. DAGBLADiD-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustióri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍM.I 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. . Flokkakerfið ríðlast Gamla flokkakerfið riðlaðist í kosningunum í fyrra- dag. Nýju framboðin fengu menn kjörna á þing og meira fylgi en framboð utan gömlu flokkanna hafa fengið frá því það flokkakerfi varð til, sem við höfum í aðalatriðum búið við. Ekki er víst, að nýju framboðin veröi aðeins til skamms tíma. Þau gætu mætavel festst í sessi. Þrír af gömlu flokkunum fjórum töpuðu. Alþýðuflokkurinn missti 5,8 prósentustig fylgis og fjóra þingmenn. Framsóknarflokkurinn missti álíka mikið og þrjá þingmenn. Alþýðubandalagið tapaði 2,4 prósentu- stigum fylgisins og einum þingmanni. I staðinn fékk Bandalag jafnaðarmanna fjóra þingmenn kjörna og kvennalistarnir þrjá. Sjálfstæðisflokknum tókst, einum af gömlu flokkunum, að auka fylgi sitt. Hann bætti við sig 3,3 prósentustigum og fékk 23 þingmenn en hafði 22, ef Eggert Haukdal er meötalinn, en hann gekk sem kunnugt er í þingflokk sjálf- stæðismanna eftir síðustu kosningar. Þó er rangt að tala um „hægri sveiflu” í þessu sambandi. Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði sem menn muna miklu í kosningunum 1978 og vann fremur lítiö á í kosningunum 1979. En fyrir Sjálfstæðisflokkinn skiptir hitt meiru, að hann gengur nú að nýju fram sameinaður eftir rúmlega þriggja ára sundrung. Annað er einnig mikilvægt. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki verið ónæmur fyrir tilkomu nýju framboðanna. Án þeirra hefði einnig hann fengið meira fylgi en nú varð raunin. Fleiri mikilvægar breytingar hafa orðið. Konum á Alþingi fjölgar úr þremur í níu. Sú breyting hlýtur að teljast til góðs í sjálfu sér. Foringjar féllu í þessum kosningum. Nú verða ekki á næsta þingi Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, Ölafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, Magnús H. Magnússon, varaformaður Alþýðuflokksins, og Sighvatur Björgvins- son, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, svo að nokkrir séu nefndir. Þrettán hinna nýkjörnu áttu ekki sæti á síðasta þingi. Á næsta þingi hefur, fyrir tilviljun, orðið meiri jöfnuður eftir búsetu en var á fyrra þingi. Það gæti skipt talsverðu. Þessar kosningar urðu því sögulegar. Öánægja al- mennings með ríkjandi flokkakerfi kemur glöggt í ljós. Eftir er að sjá hvort þeir, sem veðjuðu á ný framboð, telja sig fá fullnægjandi lausn. Lausafylgið hefur í vaxandi mæli sett svip á kosningar hér á landi. Mjög mikill hluti kjósenda hefur verið og er á „rás” milli flokka og framboða. Sú tíð virðist endanlega liðin, að flokkafylgið sé tiltölulega stöðugt. Skoðanakönnun DV hafði í stórum dráttum sýnt, við hvaða tilfærslum á fylgi mátti búast. Engin skoðana- könnun, gerð nokkru fyrir kosningar, getur auðvitað neglt niður nákvæmlega, hvernig úrslitin verða. En það er dæmt af samanburði milli niðurstaða kannana og úr- slita kosninga, hversu góðar skoöanakannanir eru. Rétt er að menn athugi, að í því efni kom skoðanakönnun DV miklu betur út en aðrar skoðanakannanir, sem gerðar voru fyrir þessar kosningar. Næstu daga verður þæft um stjórnarmyndun. Fjölgun fylkinga á Alþingi gerir hana örðugri. En mikið er í húfi, að vel takist til um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þjóðarbúið má ekki við langvinnum erfiðleikum á því sviði. Hver dagur, sem aðgerðir gegn vandanum dragast, getur orðið dýr. Haukur Helgason. Vegna fréttar Dagblaösins laugar- daginn 9/4 ’83 og leiðaraskrifa blaðsins miðvikudaginn 13/4 ’83 vill stjóm Félags ungra lækna taka f ram eftirfar- andi: Félag ungra lækna hefur ekki haft nein afskipti af máli pólska flótta- mannsins Stefan Salbert, hvorki fyrir komu hans hingaö til lands né eftir. Ekki hefur verið leitað eftir áliti Félags ungra lækna á hugsanlegri ráöningu hans í aðstoðarlæknisstööu á háls-, nef- og eyrnadeild Borgar- spítalans. Yfirlýsing yfirlæknis deild- arinnar í bréfi til ráöherra, sem vitnaö er til orörétt í bréfi DV þ. 9/4 og síðar leiðara blaðsins 13/4, er félaginu algjörlega óviökomandi. Félaginu var ekki kunnugt um bréfið, þar til í frétt DV sl. laugardag. Heilbrigðismála- ráðuneytið hefur heldur ekki á neinn hátt falast eftir upplýsingum frá félaginu eða óskað skýringa á sjónar- miðum þess, eins og þeim er lýst í bréfinu. Fækkun á kandidatsstöðum Þeirrar þróunar hefur gætt innan heilbrigðiskerfisins, aö þjálfunar- stöðum yngri lækna að loknu lækna- prófi, svonefndum kandidatsstööum, hefur fækkaö hlutfallslega miðað við stööur handa reyndari aöstoðar- læknum og sérfræðingum. Félag ungra lækna hefur reynt að spoma við þess- ari þróun, enda nauðsynlegt að á hverjum tíma séu til nægjanlega margar stöður handa yngri læknum, til Finnbogi Jakobsson að eðlileg endumýjun í læknaliði landsins geti átt sér stað. Að jafnaði hafa verið til 2 aöstoðar- læknisstöður á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans, hinar einu í greininni á landinu. Voru á sl. ári ráðnir kandidatar fyrir milligöngu Félags ungra lækna í þriðjung stöðugildanna, en læknar er stefndu í sémám í greininni eöa vom í sémámi sinntu þeim að tveimur þriðju. Lýsti ráðning- arstjóri félagsins yfir áhyggjumsínum við yfirlækni deildarinnar, að fækkun heföi orðiö á kandidatsstöðum á deild- inni. Var þetta í samræmi við stefnu félagsins, aö nægjanlegur fjöldi kandidatsstaða til þjálfunar nýút- skrifaðra lækna væri til staðar í hinum óhku greinum. I þessu sambandi var ekki fjallað sérstaklega um ráðningu pólska flótta- mannsins, né heldur var í þessu sambandi rætt um „hugsanlegar hefndaraðgerðir” Félags ungra lækna ímálinu. Kröfur erlendis I leiöara ritstjóra DV „Fantabrögö lækna”, er að finna alvarlegt þekking- arleysi á málefnum lækna, þannig að leiðréttingar er þörf. Fullyrðing ritstjórans, aö læknar fari fyrirhafnarlítiö milli landa er röng. Því fylgja alltaf miklar kröfur um sönnun á hæf ni og námi. Einungis á Norðurlöndunum hafa læknar greiðan aðgang að starfs- réttindum, hvað varðar almennt lækningaleyfi. Er þetta vegna gagn- kvæmrar viðurkenningar á námi og starfsréttindum. Sérfræðingsréttindi á Norðurlöndunum eru hins vegar, sem og annars staðar, háð reglum einstakra landa. Er krafist starfs- reynslu í sérgrein viðkomandi til nokkurra ára, auk ákveöinna hliðar- greina. I Finnlandi eru auk þess sér- stök sérfræðingspróf. I reglumNoröur- landanna er fýrirvari um nauðsyn- lega málakunnáttu, þó ekki hafi það hindraö íslenska lækna til þessa að stunda vinnu í þessum löndum. Það er ekki sjálfsagt fyrir íslenska lækna að fá störf í Bandaríkjunum, ef þeir telja það henta sér, eins og rit- stjórinn fuUyrðir. Áöur en sérnám getur hafist í ERU GEÐRÆN VANDAMÁL SJÚKDÓMUR? I febrúarmánuði sL voru sýndir tveir sjónvarpsþættir sem f jölluðu um geð- heilbrigðismál á Islandi. Þar var reynt að útskýra fyrir almenningi hvað geð- ræn vandamál eru og hvemig meðferð þau fá. Haft var viðtal við fólk á göt- unni, sérfræðinga, skjólstæðinga þessa kerfis og aðstandendur. Slík fræösla hefur miklu hlutverki að gegna og get- ur verið mikilvægt skref í þá átt að eyða fordómum sem oft ríkja gagnvart þeim sem eiga við geðræn vandamál aðstríða. Fordómar byggja á vanþekkingu og hræðslu. Til að minnka ' fordóma þarf fræðslu, en það er þó ekki sama á hverju fólk er frætt. Það hafa vafa- laust ýmsir orðið einhvers vísari eftir þessa þætti, einkum þó þeir sem eru lít- ið kunnugir þessum málum. Að mínu mati gáfu þessir þættir þó mjög tak- markaða mynd af þeim raunveruleika sem þeir áttu að endurspegla. I fyrsta lagi var því slegiö föstu, aö geðræn vandamál væru sjúkdómur og gengu læknarnir fremst í broddi fylkingar. Annað sem einkenndi þessa þætti var að sérfræðingarnir komust að þeirri niðurstöðu aö í flestum tilvikum væri hægt að lækna „sjúkdóminn”. Til væru virk lyf, samtalsmeðferð og endur- hæfing. Allt virtist hér slétt og fellt. Velferöarsamfélaginu Islandi haföi að mestu tekist að stemma stigu við þess- um „vágesti” með mikilli upp- byggingu geðheilbrigðisþjónustu síð- ustu áratugina. Hin hefðbundna geðlæknisfræði Engin gagnrýni kom fram á grund- völl eða uppbyggingu þessarar þjón- ustu. Skýringar læknanna á eðli geð- rænna vandamála byggöu aö lang- mestu leyti á svokölluðu læknisfræði- legu sjúkdómsmódeli. Þessi skilningur grundvallast á því að geðræn vanda- Fyrri grein Kjallarinn Jönas Gústafsson mál séu fyrst og fremst af erfðafræði- legum toga og séu sjúkdómur inni í einstaklingnum. Svipað og með líkam- lega sjúkdóma, þá miðast meðferðin við aö fjarlægja sjúkdómseinkennin og þá er viðkomandi orðinn „heil- brigður” aftur. Á miðöldum voru einstaklingar með geðræn vandamál álitnir haldnir illum öndum. Svipað og með holdsveika, þá var m.a. notuð einangrun til að fjar- lægja sjúkdóminn. Hópurinn með geðræn vandamál var lokaður inni með fleiri hópum sem voru fyrir í sam- félaginu eins og t.d. umrenningum, betlurum og elliærum. Á 18. og 19. öld yfirtók læknisfræðin þjónustuna viö þá „vitlausu” og sagði að þetta fólk væri sjúkt og þarfnaðist meðferðar og umönnunar. Á sínum tíma var þetta því mikið framfaraskref, en nú eru það æ fleiri sem setja spurningarmerki við hið læknisfræðilega sjúkdómsmódel. Menntun lækna miðar að því að finna sjúkdómsemkenni í líkama ein- staklinga, greina þau og fjarlægja þau með lyfjum eða skurðarhnífnum. Menntunin tekur mjög lítið mið af áhrifum félagslegra þátta í krank- leika, eins og t.d. einangrunar, vinnu- álags og vandamála í fjölskyldunni. Ennfremur miðast menntun lækna mjög lítið við að fyrirbyggja sjúk- dóma, heldur fyrst og fremst að því aö meðhöndla sjúkdómseinkenni. Eins og t.d. tannlæknar hér á landi eru ennþá að langmestu leyti uppteknir við tann- viðgerðir í staö þess aö fyrirbyggja tannskemmdir. Þennan sjúkdóms- skilning yfirfæra læknarnir svo meira og minna yfir á geðræn vandamál og takmarka of oft eöa útiloka í meöferð- inni áhrif félagslegra þátta á geðheilsu einstaklingsins. Tökum lítiö tilbúið dæmi. Þau eru miðaldra hjón og eru vel efnum búin. Jón er kaupsýslumaður á uppleið og langar til að verða þing- maöur. Lára er heimavinnandi og börnin flutt að heiman. Hann hefur svo mikið að gera, að hann hefur engan tíma til að sinna fjölskyldunni. Lára einangrast heima og getur ekki fyllt upp í tómarúmið. Hún verður þung- lynd og byrjar að drekka. Jón endar með því aö fá magasár af öllu stressinu og streöinu. Jón fer til heimilislæknisins, fær róandi pillur og lyf við magabólgunum. Það dugar þó ekki og endar með uppskuröi á opnu magasári. Lára fer til geðlæknisins og fær töflur við þunglyndinu. Það er búið að fjarlægja sjúkdóms- einkennin hjá Jóni og dempa þung- lyndiseinkennin hjá Láru, en líf þeirra heldur áfram á svipaðan hátt og áður. Þau komast ekki út úr vítahringnum án aöstoöar og hana fá þau ekki. Lára verður ennþá þunglyndari og Jón byrj-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.