Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Side 14
14 DV. MÁNUDAGU R 25. APRIL1983. RYÐVÖRN sf. SMIÐSHOfÐA 1. S 30945 BlLARYÐVÖRN UNDIRÞVOTTUR MÓTORÞVOTTUR stereotæki í bíla. §9 hljómtæki, Technico vasatölvur. Týsgötu 1, simi 10450 Reykjavik. n|«WÍ Slmi (96)23626 Glcrirgotu 32 Akureyri A fmælistilboð Frá kr. 37.200 Kimball verksmiðjurnar í Bandaríkjunum halda upp á 125 ára afmœli sitt um þessar mundir. Við bjóðum þessi fallegu og vönduðu píanó á sérlega hag- stœðu verði. 10 ára ábyrgð á p||l' hljómbotni og bekkur í stíl fylgir öllum þíanóum. Allar nánarí upplýstngar FRAKKASTÍG 16 - SÍM117692 — Ill.grein ^ RETTARRIKIÐ Höfundar þessa qreinaflokhs um stjórnskipun og stjórnarskrá eru Halldór Guðjóns- son, Jónas Gíslason, Páll Skúlason, Sigurður Líndal, Vilhjálmur Árnason og Þórð- ur Kristinsson. Þeir skrifa undir höfundarnafninu Lýdur. Ekki verdur frá því skýrt í hvert sinn hver er höfundur einstakra greina en við lok skrifanna verður það gert. ,,Meö þessu er hversdagsleg stjórnbarátta, sem á að túta stjórnarskránni, sett ofar henni. Grundvöllur þess aö menn telja vert að setja ríki stjómarskrá er sú hug- mynd að unnt sé og æskilegt að skipa málum ríkisins með lögum, þ.e. að setja megi og setja eigi fastar og opin- berar reglur sem gera annars vegar kleift að úrskurða hin erfiðustu deilu- mál manna og ráði hins vegar aögerð- um og umsvifum í þágu samfélags- heildarinnar. Þessi hugmynd um réttarríkið, ríki þar sem lög stjórna en ekki menn, er svo samgróin öllu sem vestrænir menn hugsa um stjóm- skipan að erfitt er að ímynda sér nokkra aðra skipan mála. Að vísu er ljóst aö andstæöan við réttarlega skip- an er bein beiting valds, stjóm tiltek- inna manna eftir geðþótta og án hömlu, en óhugsandi virðist að slík skipan geti staðið lengi eða náð til nema tiltölulega lítils hóps. Jafnvel • ríki sem reisa stjómun á beinu valdi verða að koma sér upp lögum, gera þau opinber og halda þeim nokkuð stöðugum. Þegar slíkt ríki hefur þrosk- ast með þessum hætti er ekkert sem formlega greinir það frá réttarríkinu. Af þessu má sjá að hugmyndin um hið formlega réttarríki felur ekki í sér neina vísbendingu um það hvemig hin föstu og opinbem lög eiga að vera. Lögin og stjórnarskráin Þótt hugmyndin um réttarriki bindi þannig ekki tiltekna efnislega skipan stjómar og samfélagslífs bendir hún þó til tveggja mikilvægra atríða sem huga veröur að við stjómarskrársmíð. 1 fyrsta lagi það að lögin eru fmm- atriði í allri skipan samfélagsins og stjóm þess. En í öðru lagi að lögin sjálf og þær hugmyndir sem í þeim verða skráð nægja ekki til að tryggja æski- lega og skynsamlega skipan; lögin verða að vera reist á og vísa til hug- mynda, mælikvarða, siða og afstöðu sem ekki verða bundin í lögunum sjálfum. lagasetning er þannig ekki þess eðlis að henni verði lokið í eitt skipti fyrir öll. Og ber tvennt til. Annars vegar það að mælikvaröarnir, sem standa ofar lögunum en verða til aö festa almennustu, víðfeðmustu, mikilvægustu og mikilsverðustu þætti löggjafarinnar þannig að innan ramma stjórnarskrárinnar megi með almennri lagasetningu bregðast við breytilegumáherslum og aðstæðum. Til þess að stjórnarskrá geti verið þannig fastur rammi um breytilega löggjöf, er ljóst að í henni megi ekki vera ákvæði um efni sem eru undirorp- in örum breytingum, hvort heldur það er vegna þess að afstaða manna til þeirra breytist eða vegna þess aö efnis- atriöi og aðstæður breytast. Eina vonin til þess aö stjómarskrá geti verið stööugur og fastur rammi um almenna og oft breytilega löggjöf er því sú að stjómarskráin sé eins knöpp og al- menn og kostur er, en taki þau fáu og „í þriðja lagi er hvatinn til þess að breyta stjórnarskránni nú einkum sá að koma fyrir innan hennar eða með henni nákvæmlega tilteknum og tímabundnum hagsmunum...” ekki til fullnustu bundnir í þeim, breyt- ast. Hins vegar að ævinlega koma upp ný efnisatriði og nýir samskiptahættir sem koma verður fastri og opinberri reglu á. Stjórnarskrárgerð er tilraun almennu atriði sem hún fjallar um föstum og ákveðnum tökum. Af þessu er meðal annars lj óst að óvænlegt er að miða gerð stjórnarskrár mjög ná- kvæmlega við aðstæður, viðhorf og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.