Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 25. APRIL1983. 15 hagsmuni sem eru ríkjandi þegar stjórnarskráin er sett. Löggjafinn og stjórnarskráin Þetta felur þaö í sér aö þess er ekki aö vænta aö hinn almenni löggjafi setji vænlega (góða) stjómarskrá. Hann á meðal annars aö taka náiö tillit til samtímaaðstæöna og tímabundinna hagsmuna. Ef hinn almenni löggjafi er kosinn almennri lýðkosningu hlýtur athygli hans að mótast af þessum brýnu en hversdagslegu málefnum. Þaö eru þessi málefni sem líklegust em til að hafa áhrif á kjósendur. Til að tryggja sér fylgi hljóta þingmenn því aö helga sig þessum málum fyrst og fremst. Hversu mikilvæg og brýn sem þessi úrlausnarefni kunna að vera þá eiga þau ekki erindi í mótun stjórnar- skrárinnar, vegna þess aö þau eru samtímaleg og tímabundin. Hug- myndir og hugarfar sem einkum mót- ast af þessum viöfangsefnum eiga þá ekki heldur erindi í mótun stjómar- skrárinnar. Þaö er enn annað sem veldur því að hinn almenni löggjafi er ekki líklegur til aö setja góöa stjómarskrá og aö hver sú stjórnarskrá sem hann setur veröur tortryggileg. Löggjafinn á aö starfa undir ákvæöum stjórnarskrár- innar og leita samræmis við hana í öll- um geröum sínum. Af þessum sökum á hann sjálfur mestra hagsmuna aö gæta í mótun stjómarskrárinnar. Hann veröur því, ef hann setur Um stjórnskipun og stjórnarskrá stjómarskrána sjálfur, dómari í eigin sök. Því blasir viö honum sú freisting að haga stjómarskránni sjálfum sér í hag, og setja sig, meðlimi sína, hags- muni sína og hagsmuni þeirra ofar lög- um og hugmyndum og hugsjónum sem aö baki þeim búa. Sl£k aöstaða gengur greinilega gegn hugmyndum manna um réttarríki. Þessar almennu athugasemdir benda þegar á heildargalla á stjómar- skránni 1944, á breytingunum sem nú er í ráöi að gera á henni og á aðferðun- um sem notaðar hafa verið viö aö ná tillögunum um breytinguna fram. Um ýmsa þessara ágalla, verður fjaliað ítarlegar síöar í þessum greinum, en hér látiö nægja aö drepa aöeins á nokkur almenn atriöi, sem nánast tengjast því sem þegar hefur verið sagt í þessari grein. Núverandi staða I fyrsta lagi er stjórnarskráin 1944 ekki virkur heildarrammi um samfé- lagslíf okkar, bæði vegna þess að ákvæði hennar viröast ekki skipta máli og vegna þess að í hana virðist skorta ákvæði er gætu skipt máli. Mikilsverö- ustu ágreiningsmál og álitamál í stjómmálalífl okkar virðast þannig vera utan ramma stjórnarskrárinnar. Gleggsta dæmiö um þetta eru bráöa- birgöalög. I öðru lagi er stjórnarskráin ekki nógu föst og stööug eins og gleggst má sjá af því að í henni eru ákvæöi um bú- setuskiptingu á landinu. Það er ein- mitt þessi nákvæmni ákvæða stjórnar- skrárinnar sem nú er gerö að tilefni til aö breyta henni. I þriöja lagi er hvatinn til þess að breyta stjórnarskránni nú einkum sá að koma fyrir innan hennar eöa meö henni nákvæmlega tilteknum og tima- bundnum hagsmunum; þ.e. hagsmun- um landshluta og stjómmálaflokka. Hér eru hagsmunir iíðandi stundar látnir móta þaö hvernig taka megi hagsmuni saman í óvissri framtíð. I fjórða lagi hefur löggjafinn, mennirnir sem hann skipa og flokkam- ir sem aö honum standa í tillögum sín- um um breytingar fyrst og fremst hugsaö um eigin hag. Þaö sem greini- lega skiptir mestu máli í umræðum stjómmálamanna um kjördæmamáliö er aö þeir og flokkamir vilja tryggja núverandi aöstööu sína. Meö þessu er hversdagsleg stjórnbarátta, sem á aö lúta stjómarskránni, sett ofar henni. Lýður. STIGK) í VITK> I Nokía stígvélum er óhætt að bjóða bleytu og snjó byrgínn. Nokía stígvél eru þrælsterk og þolin, og þau endast von úr vítí. Það er því vít í að kaupa Nokía stígvél. Handunnin gæðavara frá Finnlandi IMOKIA HHHSK BŒ FlffNSK VIKA ItF VÓRUKYHHIHC Í STAÐ STREITUFERÐA: ÆVINTÝRI OG UNAÐUR SUÐURLANDA COSTA DEL SOL TORREMOLINOS/MARBELLA Verð frá kr. 12.320,- Miðjarðarhafsströnd Andalúsiu með besta loftslag álfunnar, náttúrufegurð sem óviða á sinn lika, bestu hótel Spánar, ódýrt og fjölbreytt skemmtanalif og verslanir og óteljandi ferðamöguleika fyrir þá sem vilja kynnast töfrum þessa sól- bjarta lands. Enginn staður i álfunni tryggir ferðamanninum betur hinn eftirsótta fagurbrúna hörundslit þvi hér skin sólin a.m.k. 320 daga ársins. Brottför: 5. maí — 3 vikur — sérstök greiðslukjör. 26. maí — uppselt. 16. júní — uppselt. 23., 30. júní — laus sæti. 7., 14., 21. júli — laus sæti. 28/7 og 4/8 — fá sæti laus i 3 vikur. 11., 18. ágúst — uppseltí 3 vikur. 25/8, 1/9, 8/9 — laus sæti. 15/9 — 2 vikur — fá sæti laus. 29/9 — 3 vikur — laus sæti. MALLORCA ‘ PALMA NOVA/MAGALUF Verðfrákr. 13.100,- Vinsælustu og bestu baðstrandabæirnir á Mallorca, um 15— 20 km frá höfuðborginni, Palma, á vesturströnd Palmaflóans. Hér rikir hinn rétti andi til hvildar og hressingar — frjálslegt andrúmsloft og besta aðstaða til sjó- og sólbaða, fjölbreytt skemmtanalif, fjöldi verslana og góðra matsölustaða. Brottför: 3. maí — 3 vikur — sérstök greiðslukjör. 25. mai — 3 vikur — fá sæti laus. 15. júní — 3 vikur — laus sæti. 6., 27. júli — 3 vikur — nokkur sæti laus. 17. ágúst — 3 vikur — örfá sæti laus. 7. sept. — 3 vikur — laus sæti. GULLNA STRÖNDIN LIGNANO SABBIADORO Verð frá kr. 13.330,- (2 vikur) Fjölskylduparadís í 10 ár Fjölskylduparadís í 10 ár Mjúkur sandur og aðgrunn ströndin i Lignano gera hana ákjósanlegan leikvöll fyrir unga sem aldna. Glæsilegir gisti- staðir, frábærir veitingastaðir, úrval verslana sem opnar eru frameftir öllu kvöldi alla daga vikunnar, framandi og forvitni- legt þjóðlíf, saga og listir, fjölbreytt úrval kynnisferða. Brottför: 31. mai. 21. júni. , 12. og 26. júlí. 2., 9., 16., 23 og 30. ágúst. Margar ferðir að seljast upp. PORTÚGAL ALGARVE Verð frá kr. 13.890,- Einn sólríkasti staður Evrópu, mjúkar, hvitar, hreinar strend- ur, góðir gististaðir i ibúðum eða hóteli, fjölbreytt úrval veitingahúsa, næturklúbba og diskóteka. Ótrúlega hagstætt verðlag. Hýr og glæsilegur áfangastaður Útsýnarfarþega. Brottför: 18. maí — fyrsta beina leiguflug frá íslandi til 1 Portúgals — örfá sæti laus 8. og 29. júní. 20. júlí. 10. ágúst — uppselt. 31. ágúst — örfá sæti laus. 21. september. Fleiri ferðir að seljast upp. A Þeir sem panta og staðfesta fyrir 15. maí geta greitt ferðina \ ák með 8 mánaðarlegum greiðslum. Útsýn tryggirþér toppferð með toppafslætti Austurstræti 17, sími20100, Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Hafnarstræti 98, Akureyri simi22911. SÓLARSJÓÐUR ÚTSYNAR GERIR ÞER FÆRT AD FERDAST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.