Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Page 16
16
DV.MANUDAGUR25. APRIL1983.
Spurningin
Fyndist þér að íslendingar *
ættu að taka þátt í [
Eurovision-söngvakeppninni?
Slgurður Gunnarsson verslunarstjóri: j
Það væri svo sem allt í lagi, ég efast þó
um aö við réðum viö aö halda slíka j
keppni ef við ynnum. En við eigum
marga góða listamenn.
Snorri D. Halldórsson verslunarmað-
ur: Alveg hiklaust. Það er ekki nokkur 1
vafi að við gætum það.
Helgi Jóhannsson iðnrekandi: Ja, við
höfum ekki efni á að halda hana hér ef
við vinnum hana.
Margrét Hilmarsdóttir nemi: Já, mér
finnst það. Eg held að íslenskt lag gæti
unnið.
Ingibjörg Öladóttir húsmóðir: Já, já,
við þurfum þá líka að geta haldið hana. '
Það er alls ekki útilokaður möguleiki |
að við gætum unnið.
Þórhalla Arnardóttir nemi: Mér finnst
að við ættum hiklaust að taka þátt í
keppninni. Það eru margir góðir
söngvarar og tónlistarmenn sem við
eigum.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
RAFMAGNSVEITUR R(KISINS
Nafnnúmer 7126-4181
Raforkureikningur m 4548 1 e
MÆLISNÚMER FYRRI ÁLESTUR SEINNI Alestur NOTKUN
Mán./dag. MælisstaSa Mán./dag. Mælisstaða Dagafj. Fj. kwst.
38314370 04/27 86726 10/26 4208 182 17482
MARKAFLSMÆLIR MEÐ 8, 0 KW AFL
288 KWH I 3 DAGA A 24 »20 AUR/KWH
TAXTI
UPPHÆÐIR I KRÓNUM
Notkunarg|ald Fastagjald/Annað
69,70 0,00 51,18
2.633,43 0,00 1.930,74
2.167,83 0,00 1.574,63
749,40 0,00 671,15 1.796,77 -7.763,00
3 DAGAR A
8837 KWH
92 DAGAR A
5859 KWH
61 DAGAR A
2498 KWH
26 DAGaR A
VERÐJÖFNUNARGJ.
4.007,00 OG
I 92 DAGA
4.928,00 OG
I 61 DAGA
6.062,00 OG
1 26 DAGA
6.062,00 OG
803,26
555,00 KR/ARSKW
29,80 AUR/KWH
683,00 KR/ARSKW
37,00 AUR/KWH
840,00 KR/ARSKW
30,00 AUR/KWH
840,00 KR/ARSKW
SöLUSKATTUR 993,51
FRADREGNIR AÆTLAÐIR REIKNINGAR FRA FYRRI ALESTRI
_____ -—t
„Á minu heimili er rafmagn notað til upphitunar og bæði lagður söluskatt ur og verðjöfnunargjald á greiðslu fyrir það," segir bréfritari og sendir
okkur Ijósrit af rafmagnsreikningi þvi til sönnunar.
iHátt orkuverð á landsbyggðinni:
„£r pólitískur W//i
til að laga þetta?”
—spyr Þuríður Kristjánsdóttir, Búðardal
iÞuríður Kristjánsdóttir (9846-1213)
Búðardal skrifar:
„Eg las í dálkum Velvakanda hinn
27. febrúar sl. að Gísli Jónsson
[ prófessor fullyröir að hvorki sölu-
.skattur né veröjöfnunargjald komi á
' rafmagn til húshitunar. Þetta eru
alveg nýjar fréttir fyrir mig. Á mínu
heimili er rafmagn notað til upphit-
unar og bæði lagður söluskattur og
verðjöfnunargjald á greiðslu fyrir það.
Hér með fylgir ljósrit að einum reikn-
ingi máli mínu til sönnunar. Að vísu er
i ekki sérstakur mælir fyrir hita, en ljóst
má vera hverjum sem er að stærstur
hluti rafmagnskostnaðar er vegna
upphitunar.
Og fyrst ég er nú farin að skrifa
ykkur vil ég undirstrika þaö óréttlæti
sem kemur fram í þessum gjöldum, í
stað þess að bæta úr hækka þau kostn-
aðinn enn hjá þeim sem mest greiöa.
Þegar viö í dreifbýlinu kvörtum yfir
því ranglæti sem hiö háa orkuverð er,
rísa íbúar Stór-Reykjavíkursvæðis
gjarnan til andmæla og eru hræddir
við að lagfæring á því myndi bitna á
þeim. Því er til að svara aö þaö á ekki
að þurfa að bitna á einum frekar en
öðrum þó að þetta sé lagfært. Við
trúum því einfaldlega ekki að orku-
veröið þurfi að vera svona hátt. Við
vitum líka vel að verðjöfnunargjaldið
er ekki notað (nema brot af því) til að
jafna orkukostnað.
Gjarnan er sagt við okkur þegar
þessi mál ber á góma: „Af hverju
flytjið þið bara ekki í bæinn?” Jú, auð-
vitað geta bara allir flutt í bæinn, en
ætli færi þá ekki að hallast á ýmislegt í
þessu landi?
Ein ágæt frú hélt því fram að þaö
væri nú svo mikill munur hvað auðvelt
væri að komast yfir húsnæði úti á
landi, bara lúxus hjá unga fólkinu,
þetta kostaöi bara ekki neitt. Sem
dæmi tók hún ung hjón sem hún þekkti.
Þau hefðu selt litla, gamla kjallara-
íbúð sem þau áttu í Reykjavík og keypt
þetta líka glæsilega einbýlishús í þorpi
úti á landi, svo að þetta lá nú alveg
ljóst fyrir. Hún varð aftur á móti
svolítið klumsa þegar spurt var hvað
fólkiö, sem seldi einbýlishúsið, hefði
fengið fyrir andvirðið. Jú, litla
kjallaraíbúð í Reykjavík. Hver græddi
á þessum viðskiptum? Já, það er von
að maður spyrji.
Enn eitt. Furðulegt er að sjá tilsvör
eins og þessi tilsvör Steingríms Her-
mannssonar á beinni línu hjá DV. Hvar
hefur ráðherrann verið? Hann hefur
greinilega ekki búið í kjördæminu sínu.
Já, ég er svo sannarlega sammála
Steingrími, þetta er „svakalegt og ráð-
gáta hvernig á því stendur í raun og
veru!” Erí raun nokkur pólitískur vilji
til að lagfæra þetta? Væri þá ekki
löngu búiðaðþví?”
Meö bestu kveðjum.
Þuríöur Kristjánsdóttir
9846-1213.
„RINGULREIB í SKÓLA-
mAlum í KÓPAVOGI”
1—12 nemendur í Víghólaskóla skrifa
Kæru lesendur!
Við erum nemendur í Víghólaskóla í
Kópavogi en hann er skóli fyrir ungl-
inga á aldrinum 13—16 ára. Þessi skóli
hefur starfað í 20 ár og er orðinn rót-
gróinn í bænum. I honum eru um þaö
bil 350 nemendur. Nú í vetur hefur
ýmislegt verið gert sem ekki hefur
áður gerst í skólanum. Meðal annars
hefur verið komið á fót möt uneyti og í
fyrsta skipti í sögu skólans var haldinn
verkefnavika sem tókst geysivel og
unnu margir nemendur að því að gera
skólann vistlegri meö smíði og sauma-
skap. Einnig var loksins hægt að stytta
viöverutíma okkar í skólanum og gera
hann samfelldan því að þetta er fyrsti
veturinn sem skólinn er einsetinn.
Við viljum koma því á framfæri að
þessi vetur hefur verið mjög góður, t.d.
hefur skólinn sjaldan komið eins vel út
'í samræmdu prófunum og einnig
öðrum prófum. Nú virðist okkur sem
bæjaryfirvöldum finnist orðin
einsetinn skóli algjör bannorð, hvort
sem skólanum vegnar betur þegar
hann er einsetinn eður ei. Þau eru
komin meö það á heilann að einsetinn
skóli sé skóli sem er ekki fullnýttur og
nú ganga okkar háttsettu yfirmenn í
bæjarstjórn meö þá flugu í hausnum að
það sé góð úrlausn á húsnæöisvanda-
málum skólanna hér í Kópavogi (en
þau eru í hinum mesta ólestri hér í
bæ vegna þess aö Menntaskólinn í
.Kópavogi hefur einungis vesældarlegt
|þak yfir höfuðið) að leggja niður
Iskólann okkar og lofa MK að fá
ihúsnæði Víghólaskóla. Okkur,
■nemendum Víghólaskóla, yrði svo
dreift á barnaskólana hér í Kópavogi
sem yrðu þá aftur tví- og þrísetnir. Við
erum á þeirri skoðun að þetta sé engin
lausn. Hér er aðeins verið að auka á
vandamálið, ekki að leysa þaö.
Einnig viljum viö vekja athygli á því
að við teljum að bæjarstjórnin viðhafi
hér mjög ólýðræðisleg vinnubrögö því
að meinið er að hér í Kópavogi vita
mjög fáir um þessar fyrirhuguöu
framkvæmdir. Það er stutt síðan
okkur var sagt frá þessu og sagt að
þetta væri í þann veginn að verða
samþykkt. Þetta kom því sem
reiðarslag yfir okkur og foreldra okkar
sem vissu ekkert heldur um þetta mál.1
Við viljum eindregið hvetja alla,
hvort sem þeir búa í Kópavogi eða
ekki, að tjá sig um málið og veita
okkur lið. Þaö er á hreinu að viö
munum ekki yfirgefa skólann okkar
meö góðu og án þess að leyfa almenn-
ingi aö vita hvað er að gerast hér í
Kópavogi.
Hér eru ýmsir kennarar sem munu
jafnvel missa stöður sínar og einnig
fjölmargir krakkar sem munu missa
vináttusambönd vegna þess aö þeim
verður dreift á hina og þessa skóla.
Við biöjum þig, sem lest þetta nú, að
veita okkur lið í baráttunni gegn
myrkraverkum bæjarstjórnar
Kópavogs, í baráttunni um líf Víghóla-
skóla, með því að tjá þig um málið.
Við þökkum blaðinu kærlega fyrir
birtinguna.
Virðingarfyllst:
Magnús Árni Magnússon 8-F
Kristján Pétur Vilhelmsson 7-H
Gunnar Guömundsson 7-N
Flosi Þorgeirsson 8-C
Sváfnir Sigurösson 7-E
Halldór Gunnarsson 9-B
Hjörleifur Finnsson 7-G
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir 8-D
Jón Eyþórsson 9-D
örn Árnason 7-F
Þórhildur Þórhallsdóttir 8-E
Maria Kristín Björnsd. 8-C
„Það er á hreinu að við munum
ekki yfirgefa skólann okkar með
góðu ..." segir m.a. i bréfi 12
nemenda Vighólaskóla i Kópavogi.