Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Síða 21
DV. MÁNUDAGUR25. APRlL 1983.
21
Vilmundur Gylfason, Bandalagi jafnaðarmanna:
„Mikil ánægja og
ogaðra.”
— Hvaöa flokkar standa ykkur
næst?
„Það er ekkert hægt að segja um
það núna. Forvígismenn annarra
framboða hafa ekki rætt um þaö sem
við köllum sérstök baráttumál kvenna,
ótilneyddir. Þannig að í raun er ekki
komin nein reynsla á afstöðu þeirra til
baráttumála okkar og því erfitt að
svara spumingunni. Skilyrði okkar
fyrir stjórnarþátttöku eru aö sérstök
baráttumál kvenna fái forgang, að
mannleg verðmæti verði tekin með í
reikninginn við alla ákvarðanatöku.
Viö munum ekki hvika frá stefnu
okkar í efnahagsmálum og sama gildir
umallaaðramálaflokka.” -ás.
Formennirnir samankomnir í útvarpinu i gær þar sem f jallað var um úrslit kosninganna.
DV-mynd Bjarnleifur.
„Urslit kosninganna eru stórsigur
fyrir íslenskar konur og kvennabar-
áttu,” sagði Sigríöur Dúna Krist-
mundsdóttir, efsti maöur Kvennalist-
ans í Reykjavík, er DV bað hana um aö
meta úrslit kosninganna. „Ég er geysi-
lega ánægð og ekki síst í ljósi þess að
við höfðum aðeins örfáar vikur til aö
koma sjónarmiðum og baráttumálum
okkar á framfæri. Jafnframt verður að
taka með í reikninginn að viö höfðum
ekkert fjármagn á bak við okkur, enga
kosningamaskínu, ekkert málgagn.
Viöhöfðum aðeins hugvit okkar og
dugnað.
— Eruð þið tilbúnar til að taka þátt í
ríkisstjóm?
„Viö stefnum ekki aö því að komast
í stjóm en við erum tilbúnar til að taka
þátt í stjórn með þeim sem vilja fallast
á okkar stefnumál og eru reiðubúnir til
að veita þeim forgang. Við munum
gera allt sem í okkar valdi stendur til
að leiðrétta það misrétti sem konur
búa við. Á Alþingi munum viö eiga
frumkvæði að og fylgja eftir laga-
setningu sem stuðlar að raunverulegu
jafnrétti og kvenfrelsi. Hagsmunir
kvenna snerta öll svið íslensks þjóðlífs
og við munum standa vörð um hags-
muni og réttindi kvenna á öllum
sviðum og hvar sem er.
Eg vil nota tækifærið og lýsa ánægju
minni meö að hlutur kvenna á Alþingi
hefuraukistum200%. Þetta ersannar-
lega stór stund í sögu íslenskra kvenna
og ég vænti góös samstarfs við konur á
Alþingi hvar í f lokki sem þær standa.”
— Vilmundur Gylfason sagði í út-
varpsumræðum í gær að nýju sam-
tökin á þingi ættu að ræða rækilega
saman. Eruð þið tilbúnar til aö taka
upp samstarf á þingi við Bandalag
jafnaðarmanna?
„Við munum ræða við Vilmund eins
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: „Við
höfðum aðeins hugvit okkar og
dugnað.”
óánægja
„Það er í bland mikil óánægja og
ánægja meö úrslit þessara kosninga,
ég hefði sjálfur óskað eftir stærri
sigri,” sagði Vilmundur Gylfason í
samtali viö DV í gær.
„Við erum í mjög undarlegri stööu,
samkvæmt öllum staðreyndum
íslenskrar sögu. Við erum að segja
nýja hluti, við viljum fara langleið með
umsköpun íslensks flokkakerfis og þar
er Kvennalistinn á sömu braut. Að
ööru leyti kann ég ekki að meta þá
stöðusemnúerkomin upp.”
Verða tvennar kosningar á þessu
ári?
„Nei, þær veröa ekki, ég hef enga trú
á því. Eg held hins vegar aö þegar
flokkarnir byrja aö ræða saman muni
áhugi og skilningur vakna á því sem
við erum að benda á í stjóm-
skipunarmálum. Eg hef áður gengið í
gegnum það að fá góðar undirtektir í
kosningum, árið 1978. I kjölfar þess
varð mér ljóst hve raunverulegar
breytingar em vonlausar í flokkunum.
Þetta varö til þess að ég, ásamt
nokkmm félögum mínum, fór að hugsa
mjög alvarlega um gallana í stjóm-
kerfinu, ekki hvað síst eftir að
Alþýðuflokkurinn var rekinn í ríkis-
stjórn þar sem stefna hans náöi ekki
fram aö ganga.
Á næstu vikum munu menn skoða og
pa er pao kovyiio
— sjónvarpið sem allir kaupendur ráða við!
Vegna margra ára góðrar reynslu, þá bjóðum við
3JA ÁRA ÁBYRGÐ A ÖLLU TÆKINU!!
íbland”
Vihnundur Gylfason: „Ég hefði sjálfur
óskað eftir stærri sigri.”
DV-mynd Bjarnleiiur.
skilja hvað það er sem Bandalag
jafnaðarmanna raunverulega leggur
til: að þjóðin fái að kjósa forsætís-
ráðherra beinni kosningu. Flokkarnir
hafa gífurlegra hagsmuna aö gæta í
ríkiskerfinu sem þeir verja meó oddi
og egg. Við erum aftur hagsmunalaus,
þessir sjö fulltrúar nýrra afla, og rek-
um okkur strax á þaö.”
Eigið þiö þá samleiö meö Kvenna-
listanum að einhverju leyti?
„Málefnalega er mikd samstaö með
okkur og Kvennalistanum. Ef frá er
skUinn stjómkerfisþátturinn, segjum
við mjög líka hluti og hann,” sagði Vil-
mundur. -pA.
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
Einkaumboð á íslandi:
SJONVARPSMIÐSTÓÐIN
SIÐUMULA 2 - SIMI39090
Utsolustaðir:
Akranes: Skagaradió — Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga
Egilsstaðir: Kaupfólag Hóraðsbúa ísafjörður: Póllinn
Hvammstangi: Kaupfólag Húnvetninga
Keflavik: Radíóvinnustofan — Selfoss: Radióver h/f
Vestmannaeyjar: Kjarni Akureyri: Radióvinnustofan
Borgarnes: Kaupfólag Borgfirðinga
Sauöárkrókur: Radió- og sjónvarpsþjónustan
Hella: Mosfell h/f
Höfn Hornafirði: a23£SB&&8$§
Railioþjcnustan V&&
Stykkishólmur:
Húsið
Opið
laugardaga
kl. 10-12.
20" KOLSTER (staðgreiðsluverð) kr. 18.480,-
22" KOLSTER (staðgreiðsluverð) kr. 19.920,-
22" KOLSTER m/fjarstýringu (staðgreiðsluverð) kr. 22.780,-
26" KOLSTER (staðgreiðsluverð) kr. 24.610,-
26" KOLSTER m/fjarstýringu (staðgreiðsluverð) kr. 26.580,-
ER KOSTURINN
Sigríður Diína Kristmundsdóttir, efsti maður á Kvennalista íReykjavík:
„STÓR STUND í SÖGU
ÍSLENSKRA KVENNA”