Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Síða 25
DV. MÁNUDAGUR 25. APRlL 1983. 25 (þróttir (þróttir (þróttir íþróttir „Óvanir að drekka eins mikið og við gerðum í hlaupinu” — sagði Sigurður P. Sigmundsson úr FH, sem haf naði í 45. sæti í miklu maraþonhlaupi í Seoul í S-Kóreu ighlauparinn kunni úr FH. »raði Ítalíu eildarkeppninni Trevor Francis. Við vorum óheppnir með það að eftir miklar rigningar að undanförnu kom mjög heitur dagur hér í Seoul — og það einmitt þegar maraþonhlaupið fór fram. Það var 15 stiga hiti þegar hlaupið hófst og hitinn var orðinn 25 stig í seinni hluta hlaupsins. Þar sem við erum mjög óvanir að svo miklum hita, þurftum við að drekka mikið og því erum við einnig óvanir. Við þurft- um að vera að drekka með þetta 3—5 km millibili, sagði Sigurður P. Sig- mundsson, langhlaupari úr FH í stuttu spjalii við DV í gærkvöldi en hann og Sigfús Jónsson, sem varð að hætta keppni vegna hlaupastings, tóku þátt í miklu maraþonhlaupi í Seoul í S-Kóreu ígær. 7.118 hlauparar frá 42 löndum tóku þátt í hlaupinu, og hafnaöi Siguröur P. í 45. sæti. Fékk tímann 2:33.24 klst. — Ég var rúmum sex mín. frá mínu besta í þessu hlaupi, sem voru 25 km, sagöi Sigurður. — Ég var á tímanum 2:08.00 eftir 23 km hlaup og Sigfús var þá búinn aö hlaupa 23 km á 2:09.23, en hann hætti stuttu seinna keppni vegna hlaupastings sagöi Siguröur. Sigurður sagöi að það heföi ekki náöst neinn sérstakur tími í þessu mikla maraþonhlaupi og vildi hann kenna þar hitanum um, sem var óþol- andi. — Það voru aöeins sex hlauparar sem hlupu á betri tíma en 2:20.00 en fyrir hlaupiö voru sextán hlauparar búnir að hlaupa maraþonhlaup á betri tíma en 2:15,00, sagöi Sigurður. Svíi sigurvegari Þaö var sænski hlauparinn Tommy Persson sem varö sigurvegari í hlaup- inu — hann hljóp 25 km á 2:16.01 og í öðru sæti kom Mexíkaninn Carlos Victorio á 2:16.42. Megerse Tulu frá Ethiopíuvarðþrii'ji á 2:17.19 og í fjóröa sæti kom Ný-Sjálendingurinn Paul Ballinger á 2:17.52. S-Kóreumaðurinn Kim Yang-Kon fékk tímann 2:18,20 og Brasilíumaöurinn Antonio Silveira fékk tímann 2:19.39. Tveggja barna móöir frá Belgíu Magda Hands varö sigurvegari í kvennahlaupinuá 2:40.55. Ævintýraferð — Þetta er búin aö vera mikil ævin- týraferð sem er búin að standa yfir í átta daga.Móttökur hafa veriö hér hreint frábærar og höfum við Sigfús notið mikillar gestrisni S-Kóreu- manna, sem borga allan feröakostnað og uppihald fyrir okkur. — Viö vinnum báöir við sjávarútveg og höfum við náö aö kynna okkur ýmislegt í sambandi viö sjávarútveg og þá heimsótt sjávar- útvegsráöuneytiö hér í S-Kóreu, sagöi Siguröur sem kemur heim á föstudaginn. -SOS Sigfús Jónsson. Keflvíkingar lögðu Skagamenn Óli Þdr Magnússon rekinn af leikvelli Keflvíkingar hafa tekið stefnuna á sigur í Litlu-bikarkcppninni í knatt- spyrnu, eftir að þeir unnu sigur, 2:1, á Skagamönnum í Keflavík á laugardag- inn. Þá unnu FH-ingar sigur, 3:2, yfir Breiðabliksmönnum í Hafnarfirði. Oli Þór Magnússon og Björgvin Björgvinsson skoruöu mörk Keflvíkinga en mark Skagamanna var sjálfsmark Rúnars Georgssonar rétt fyrir leikslok. Keflvíkingar léku 10 síðustu 15 mín. leiksins þar sem Ola Þór var vísaö af leikvelli fyrir mótmæli. Staðan er nú þessi í Litlu-bikar- keppninni: Keflavík Akranes FH Breiöablik Haukar 3 3 0 0 10-1 6 3 2 0 1 6-2 4 2 10 1 3-5 2 2 0 0 2 2—4 0 2 0 0 2 0-8 0 EMM/-SOS Martin sigur- vegari íOsló Bretinn Eamonn Martin varð sigur- vegari í 10 km hlaupi í Osló í gær. Hann hljóp vegalengdina á 28.36,2 mín. Steve Ovett frá Bretlandi varð annar á 28.54,7 og Daninn Niels Kim Hiorth varð þriðji á 28.54,8 mín. ð sig vel ;ex sinnum i keppninni og vann imm viðureignir. Þær vann hann illar á „Ippon” sem er fullnaðar- igur. Þær íslensku hefðu átt að vinna banda- rísku blakstúlkumar Líklega áttu flestir þeir sem lögðu leið sína í Hagaskólann í gærkvöldi von á aö sjá bandarísku blak- stúlkumar afgreiða íslenska kvenna- landsliðiö á fljótan og öruggan hátt. En þar höfðu menn ofmetið þetta úr- valslið 16—19 ára stúlkna frá Massachusetts, og kannski vanmetið þaö íslenska, því þær bandarísku máttu þakka fyrir aö þaö kom í þeirra hlut aö ganga af leikveUi sem sigurvegarar. Ekki síst þar sem blakíþróttin á rætur aö rekja til Massachusetts- fylkis — var þar tU ársins 1895 —, gerðu menn ráö fyrir aö geysiöflugt lið væri komið í heimsókn sem léki blak eitthvað í líkingu viö það sem kvennaUð á ólympíuleikum gera. En raunin varö önnur. Bandaríska úrvalsliöiö reyndist vera af svipuöum styrkleika og meðal íslenskt 1. deiidarUð. Því verð- ur aö teljast slakt af íslenska lands- liöinu aö leggja þaö ekki aö velU í gærkvöldi. Islensku stúlkurnar unnu fyrstu hrinu 16—14. Þær bandarísku tóku næstu 15—9 en urðu svo að þola 6—15 tap í þriðju, sem var eina hrinan sem íslenska liöiö lék skikkanlega. Amerísku skólastelpumar áttu loka- orðið. Fjórðu hrinu unnu þær 15—11 og þá fimmtu 15—10. Leikinn höföu þær þar meö unnið 3—2. Skortur á samæfingu virtist há íslensku stúlkunum í jöfnum leik en ekki beint fjömgum. Auöur Aöal- steinsdóttir hélt íslenska liðinu lengst á floti. Þá sýndi Hulda Laxdal Hauksdóttir nokkur glæsismöss sem aörir léku ekki eftir. Dómarinn, Samúel örn Erlingsson, var full eftirlátur gestunum. Bandarísku stúlkumar leika annan leik hér á landi í kvöld. Þær fá að kljást viö Islands- og bikarmeist- ara Þróttar í Hagaskóla klukkan 20. -KMU. Sigurlás Þorleifsson. Sigurlás á skotskónum Sigurlás Þoricifsson, markaskorarinn mikli frá Vestmannaeyjum, hefur tekið skotskóna með sér til Selfoss. Sigurlás skoraði tvö mörk fyrir Selfyssinga þegar þeir lögöu Víöi úr Garöi aö velli, 3—2, í Stóru-bikarkeppninni í Garöi um helgina. Heimir Bergsson skoraöi þriðja mark Selfoss. Þeir Guðmundur Jens Knútsson og Daníel Einarsson skoruðu fyrir Víöi, en þess má geta aö Guðmundur Guö- mundsson náði ekki að nýta vítaspymu sem Víðir fékk í leiknum. -emm/-SOS. Einartryggði Fram sigur Einar Björnsson, hinn efniiegi sóknar- leikmaður Fram, skoraði tvö mörk fyrir Framara þegar þeir lögöu Fylki aö velli, 3—1, í Reykjavíkurmótinu í knattspymu í gær og þar með tryggðu Framarar sér þrjú stig þar sem aukastig er gefið fyrir aö skora þrjú mörk í leik. Guðmundur Torfa- son opnaði leikinn fyrir Fram en Örn Valdimarsson jafnaöi, 1—1, fyrir Fylki með skoti úr aukaspyrnu. Einar tryggði Fram síöan sigurinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum. -SOS. Þorsteinn með þrennu Þorsteinn Sigurðsson, leikmaöurinn marksækni hjá Vai, dustaöi rykiö af skot- skónum sínum þegar Valsmenn unnu stór- sigur, 5:0, yfir Armanni í Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu. Þorsteinn skoraði þrjú mörk fyrir Valsmenn og er hann nú orðinn markhæstur í Reykjavíkurmótinu. Hin mörk Valsmanna skoruðu þeir Samúel Grytvik og nýliöinn Jón Grétar Jónsson. Valsmenn tryggöu sér aukastig meö þessum fyrsta sigri sínum í mótinu. "SOS Þorsteinn S. Sigurðsson. Rix og Withe íenska lands- liðshópinn Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands, hefur valið tvo nýja leikmenn í landsliðshóp sinn fyrir landsleik Englendinga gegn Ungverjum á Wembley á miövikudaginn í Evrópukeppninni. Það eru þeir Grahain Rix hjá Arsenal og gamla kempan Peter Withe hjá Aston Villa. -SOS. róttir íþróttir íþrótt íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.