Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Page 28
28
DV.MÁNUDAGUR25. APRÍL1983.
BWBf BJÖRGVIN GISLASON — ÖRUGGLEGA:
f TAKT VIÐ TÍMANN
Björgin Gíslason gerir það ekki
endasleppt. Á dögunum gaf hann út
þriðju sólóplötu sína, rúmu ári eftir að
sú númer tvö kom. Hét sú Glettur.
Nýja platan heitir hins vegar Örugg-
lega.
Björgvin þarf vart að kynna enda
búinn aö standa í eldlínunni hátt á
annan áratug. Þegar Glettur komu út
haföi liðið nokkur tími síðan Björgvin
hafði látið verulega til sín taka. Biöu
því margir spenntir eftir því hvaö
Björgvin hefði verið að bjástra við.
Glettur ollu mér að minnsta kosti
nokkrum vonbrigðum. Ekki þar fyrir
aö hljóöfæraleikur væri ekki allur upp
á hið besta heldur var einhver gamall
og hálfúreltur svipur yfir plötunni
allri. Hún hefði falliö í kramið fyrst á 8.
áratugnum.
örugglega er aftur á móti miklu
betri plata í alla staði. Lögin eru að
vísu nokkuð misjöfn. Að mínu mati
skiptir þar nokkuð í tvö horn,
annaðhvort verulega athyglisverð og
góð lög eða lög sem virka eins og
uppfylling. Af þeim fyrrtöldu vil ég
sérstaklega nefna Afa, L.M. Ericson
og Xylophone. En í síöari hópinn vil ég
flokka 1 takt viö tímann, Alþýöu Jón og
Tjútt svo einhver séu nefnd. Instru-
mentallögin eru fjögur. Af þeim ber
Tunglskin í trjánum af. Hin eru þó
mjög frambærileg nema Tjúttið sem er
hluti af uppfyllingunni.
Því er ekki að neita aö enn er dálítið
gammeldags svipur yfir tónlistinni
þótt ekki sé í nærri sama mæli og var á
Glettum. Nú finnst mér þaö bara vera
til bóta. Björgvin hefur tekið hljóö-
gervla í notkun og beiting þeirra er oft
á tíðum mjög skemmtileg.
Eins og á Glettum eru þeir Pétur
Hjaltested og Ásgeir Oskarsson
Björgvin til aöstoðar og Gunnar Smári
Helgason við upptökutækin. Allir skila
þeir hlutverkum sínum með sóma. Og
án þess á neinn sé hallað kemst ég ekki
hjá því að minnast á hlut Ásgeirs viö
slagverkið. Hann er stórgóður. Ég
nefni til dæmis lokakaflann í Hetju-
draumar og millikaflann í Alþýðu Jón.
Og ekki má gleyma Björk Guð-
mundsdóttur sem syngur Afa eins og
engill. TextarBjartmarsGuðlaugsson-
ar eru smellnir og falla vel að lögum
Björgvins.
Þegar á heildina er litið er ég á því
aö þetta sé eitt það besta sem Björgvin
hefur gert. Aö vísu var ég ungur þegar
gömlu grúppumar hans vom upp á sitt
besta. Björgvin hefur tekist að laga sig
að nýjum tímum og stefnum án þess aö
missa tengslin við fortíðina. Það er
meira en margir aörir hafa gert.
Örugglega er ömgglega ömgg fjár-
festing.
Og að endingu vil ég minnast á
umslagið sem er mjög smekklega úr
garði gert. Mættu fleiri taka sér það til
fyrirmyndar. Heiðurinn af því á
Sveinbjöm Gunnarsson og Bjami
Jónsson ljósmyndari.
-TT.
ORCHESTRAL MANOEUVRESIN THE DARK - DAZZLE SHIPS
Snoturmyrkraverk
Hljómsveitin með langa nafnið hóf
opinbera spilamennsku sína árið 1978 á
slóöum Bítlanna í Liverpool, en þaðan
era aðalmennimir ættaöir, þeir
McCluskey og Humphreys. I byrjun
var því oft talað um nýja Bítla, mest
vegna þess hvaðan þeir komu, en líka
vegna þess hve melódísk og léttileg
tónlist þeirra oft var. Þó ber OMD
samt sterkari keim af öðrum postulum
poppsins t.d. Kraftwerkinu þýska og
þykir eins og þeim gaman að leika sér
að rafmögnuðum gervihljóðum.
Tónlist OMD er hins vegar ekki eins
kaldranaleg og oft vill verða hjá
þessum „tölvuköllum”, hún er oftast
blíö og hlýleg og á vel skilið vöm-
merkið: nýrómantík.
Dazzle Ships er hin f jórða stóra plata.
OMD, en næsta plata á undan,
Architecture and Morality, var sú
fyrsta sem náði umtalsverðum
vinsældum. Þessar tvær plötur eru
ekki ósvipaöar. Það er sama heildar-
myndin á þeim og ég get ekki gert upp
á milli þeirra, en báðar þykja mér
góðar.
Á Dazzle Ships em þó nokkur lög
sem gætu náö vinsældum því að þau
em grípandi og taktföst, en á milli eru
kaflar sem varla geta talist vinsælda-
listamatur, em hljóð án laglínu,
umhverfishljóö, útvarpsþuliraökynna
stöðvar sínar, símaklukkan og fleira,
allt uppdubbað og samsett.
Textar laganna em stundum
merkingarlitlir, en oft er í þeim fínleg
gagnrýni á vélmenningu og sálarleysi
nútímans. Þar eiga tónarnir einnig
sinn þátt. Þessi plata er með þeim
betri sem em á þessari „nýrómantísku
tölvupopp-línu” og ekki spillir að
umslag plötunnar gleöur mjög augað
fyrir frumlega og snyrtilega uppsetn-
ingu.
Ég tók plötuna með mér á manna-
mót um daginn og laumaði henni undir
nálina þegar lítiö bar á. Þá sögöu
félagarmínirm.a.
J: ErþettaOMD?
S: Þetta laghef égheyrt.
K: Mér líst stórvel á þessa plötu.
J: Svolítið líkt Prestley, en þeir fá
sumt frá Kraftwerk.
Á: Þettaerskemmtilegtalbúm.
S: Svolítið væmið lag.
TOMAS LEDIN — THE HUMAN TOUCH |
GÓÐ TILRAUN
Tomas Ledin heitir maður og er
kynjaður frá Svíþjóð. Hefur Tómas
fengist við rokktónlist um alllangt
árabil með misjöfnum árangri, en
helst hafa sænskir unglingar heillast af
verkum hans á tónlistarsviðinu. Vegur
Tómasar hefur þó fariö vaxandi hin
síöari ár enda hefur hann verið í nánu
samkrulli við ÖBBUrnar frægu. Meðal
annars hefur hann tvisvar sinnum
fetað í fótspor þeirra sem fulltrúi Svía í
slagarakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva en ekki haft erindi sem erfiöi.
En skömm þeim sem gefur sig, nú
ætlar Tómas að freista þess að komast
inn á alþjóða rokkmarkaðinn og hefur
því nýskeð komið út sólóplata þar sem
hann syngur ein tíu lög eftir sjálfan
sig.
Fyrirfram hélt ég að þama væri á
ferðinni sami gamli vælukjóinn og sá
Tomas Ledin sem ég mundi eftir frá
Svíþjóðarárum mínum. En batnandi
manni er best aö lifa og það má
sannarlega segja um Tómas, því að
hann sýnir á sér ýmsar nýjar og betri
hliðar á þessari plötu en við var að
búast. Vissulega er ekkert nýtt hér á
feröinni en allt er þetta mjög vel gert
og vinna lögin mjög á eftir því sem
oftar er hlustaö. Eitt lagið á plötunni,
lagið Never Again, syngur Tómas
ásamt ÖBBUnni Agnetu, og hafa
eflaust margir heyrt það og séð flutt í
Skonrokksþætti hér á dögunum. Þetta
lag stingur talsvert í stúf við önnur lög
plötunnar því að þama er á ferðinni
dæmigerður slagari í anda Evrópu-
keppninnar og ÖBBU. Hin lögin eru
frekar í ætt við bandarískt popp en
þarsem fleirihundruð og fiinmtíu
þúsund bandarískir popparar em að
gera það sama og Tómas á ég ekki von
á að honum takist að slá í gegn þar.
Góðtilraunenguaðsíður. -SþS.
R: Ég held það vinni of fljótt á og verði
leiöigjamt.
Á: Er plötuspilarinn bilaöur?
...nei, nei, það var allt í lagi með hann
og Dazzle Ships hljómaöi til enda
flestumtilánægju.
Járn.
STYX — KILROY WAS HERE:
TILBRIGÐIUM STEF
Á ferðalagi erlendis fyrir nokkrum
árum vakti það athygli mína að hvar-
vetna á almenningssalemum blasti við
tilkynningin „Kilroy was here”.
Onefndir höfðu párað þetta upp um
alla veggi og sérstaklega blasti það viö
þegar maður sat á klósettinu og staði á
útkrotaða hurðina. Ég hef aldrei
komist að því hver þessiKilroyer eða
var, ensíðarsannfrétti égaðviövistar-
tilkynning þessi er alþjóðleg.
Mér datt þetta í hug þegar ég leit
nýju plötu Kalíroníudrengjanna Styx
fyrst augum. Hún heitir nefnilega
Kilroy was here. Þeir eða öllu heldur
foringi þeirra, Dennis DeYoung, hafa
búið til sögu um rokkarann Kilroy sem
vondir menn hnepptu í fangelsi. Vondu
mennirnir voru í samtökum sem
nefndust The Majority For Musical
Morality (MMMJ. Fyrirmyndina er
ekki langt að sækja; Morai Majority,
fanatískt hreintrúarfólk sem vann það
sér meöal annars til ágætis að binda
endi á Löðurþættina endalausu. MMM
hneppa semsagt Kilroy í f jötra og gera
ýmsan annan óskunda. Hins vegar
bjargar neðanjaröarhreyfing undir
forystu Jonathans nokkurs Chance öllu
saman. Og rokkið hefur að lokum
yfirhöndina. Eitthvað á þessa leið er
Styx.
söguþráðurinn. Kilroy was here er
ekki bara hljómplata, heldur heil bíó-
mynd sem drengirnir leika í og spila
músík.
Frómt frá sagt efast ég um að
bíómyndin veki eftirtekt á borð við
marga rokksöngleiki aðra. Eg hef
auðvitað ekkert fyrir mér nema tón-
listina. Söguþráðurinn er samt smell-
inn og alls ekki ólíklegt að gera megi
stóra hluti meö myndefnið. Nema þá
myndin verði bönnuö!
Á KWH em aðeins níu lög sem kann
aö vekja nokkra furðu þar sem um
heila kvikmynd er að ræða. Mestum
vinsældum hefur fyrsta lagið, Mr.
Roboto náð enda líklegast til að öðlast
einhverja frægð. Mér hefur satt að
segja aldrei fallið tónlist Styx vel í geð.
Mér hefur þótt þeir fremur væmnir. Og
einhvern veginn ansi léttvægir. Hins
vegar get ég mun betur sætt mig viö þá
heldur en margar amerískar
graðhestahljómsveitir aðrar. Þeir eru
léttari, hressari og melódískari.
Einu er þó ekki hægt að neita að
fimmmenningarnir em allir frábærir
tónlistarmenn. Hljóðfærin leika i
höndum þeirra og útsetningar gera
lögin oft á tíöum lífleg og hress. En svo
detta þeir alveg niður á milli. Söngur-
inn er kannski það væmnasta. Dennis
DeYoung reynir alltof mikið að vera
„heartbreaker” sem ég efa ekki að
takist vestur í Kalífomíu. En ekki hér.
Þegar á heildina er litið er Kilroy
was here svona rétt tæplega miðlungs-
plata — nota bene skv. mínum skala.
Þeir sem á annað borð hafa áhuga á
Styx verða eflaust ekki sviknir. En
þessi sending er í engu frábrugðin
þeim sem Styx hafa sent hingaö frá þvi
ég heyrði fyrst í þeim.
-TT.