Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Side 40
40
DV. MÁNUDAGUR 25. APRlL 1983.
Andlát______I Ferðalög
Óskar Bergsson, áöur til heimilis aö
Bókhlöðustíg 6b, Reykjavík, andaöist
aö Hrafnistu 20. apríl.
Viöar Kristinsson, Greniteig 13
Keflavík, andaöist á barnaspítala
Hringsins aöfaranótt 20. apríl.
Anna Sigurlaug Einarsdóttir,
Langeyrarvegi 7 Hafnarfiröi, lést í
Vífilsstaöaspítala 19. þessa mánaöar.
Kristin Gísladóttir, Búöargeröi 5
Reykjavík, andaðist miðvikudaginn
20. apríl.
Elísabet Karlsdóttir (fædd Pasch) lést
í Borgarspítalanum þann 19. apríl sl.
Jaröarförin hefur verið ákveöin
miðvikudaginn 27. þ.m. kl. 14 frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju.
Olafur Árnason frá Gimli, Grindavík,
Skjólbraut 3 Kópavogi, veröur
jarösunginn frá Fossvogskapellu
mánudaginn 25. apríl kl. 16.30.
Guörún Ingibjörg Sigurjónsdóttir frá
Siglufiröi veröur jarösungin frá
Siglufjarðarkirkju þriöjudaginn 26.
aprílkl. 10.30.
María Símonardóttir, Sólvallagötu 7a,
verður jarösungin frá Fossvogskapellu
þriöjudaginn 26. aprílkl. 13.30.
Ólöf Jónsdóttir frá Katanesi, til
heimilis aö Vallholti 17, Akranesi, lést í
sjúkrahúsi Akraness 20. apríl 1983.
Hannes Óskar Sampsted, Vífilgötu 7,
lést aö morgni 21. apríl á Vífilsstaöa-
spítala.
Ingvar Magnússon lést á Landakots-
spítala aöfaranótt 21. apríl. Jaröaö
veröur frá Fossvogskirkju föstudaginn
29. aprílkl. 13.30.
Sigríður Magnúsdóttir, áður til
heimilis aö Frakkastíg 20, lést á
hjúkrunardeild Hrafnistu
fimmtudaginn 21. apríl.
Jónína Guöjónsdóttir, Njarðargötu 37,
lést á Landspítalanum föstudaginn 22.
apríl.
Páll Pálsson, Drápuhlíö 19, veröur
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 25. anríl kl. 13.30.
Ólöf Bjarnadóttir vcrður jarðsungin
frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 26.
apríl kl. 16.30.
Ingólfur Arnór Magnússon veröur
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriöjudaginn 26. apríl kl. 10.30 f.h.
Kveðjuathöfn um Þorkel Guömunds-
son kaupmann, Hringbraut 94 Kefla-
vík, fer fram frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 26. apríl kl. 18 síðdegis.
Jaröaö veröur að Fáskrúðarbakka-
kirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 14.
Bílferö verður frá Hringbraut 94,
Keflavík, kl. 8 árdegis og Umferðar-
miðstöðinni í Reykjavík kl. 9 sama
dag.
Einar Jóhannsson, Hrafnistu, sem
andaðist 15. þ.m., veröur jarðsunginn
frá Fossvogskirkju miövikudaginn 27.
aprílkl. 10.30. árdegis.
Jónas Björnsson skipstjóri frá Há-
mundarstööum, Vopnafiröi til heimilis
aö Hlíöarvegi 5, Kópavogi, andaöist í
Landspítalanum 22. apríl.
Benedikt Valdimarsson, fyrrv.
verslunarstjóri, Gautlandi 13 Reykja-
vík, andaöist föstudaginn 22. apríl.
TÖIF
12 gjafavöruverslanir
á höfuðborgarsvæðinu.
TIL DAGLEGRA NOTA
Frá Ferðafélagi
íslands
Miðvikudaginn 27. apríl kl. 20.30 verður kvöld-
vaka á vegum Ferðafélagsins á Hótel Heklu,
Rauðarárstíg 18.
Efni: Jón Jónsson jarðfræðingur: „Litast um
á svæði Skaftárelda”, i máli og myndum.
Þann 8. júní nk. eru tvö hundruð ár frá því
gosið hófst í Lakagígjum.
Myndagetraun og verðlaun veitt fyrir rctt-
arlausnir.
Nýjar bækur
Sjónhverfingabók
Medúsa hefur gefiö út Sjónhverf-
ingabók Daða Guöbjömssonar og
Sjóns. Þetta er sjötta ljóöabókin sem
kemur út eftir Sjón en áöur hafa komiö
út t.d. Hvernig elskarmaöur hendur og
Reiöhjól blinda mannsins. Daöi Guö-
björnsson hefur um árabil veriö einn af
snjallari myndlistarmönnum af yngri
kynslóöinni og tekiö þátt í fjölda sýn-
inga og bóka. 1 Sjónhverfingabókinni
eru ljóð og myndir sem fjalla um
erótískar sjónblekkingar og brellur í
anda „Kama Sutra” súrrealismans,
t.d. er „antílópustellingunni” lýst í
fyrsta sinn opinberlega síöan 1936.
Bókin er prentuð með rauðu á bleikan
pappír í 200 eintökum.
Tilkynningar
IMeðanjarðarlestin
og jass
Mánudaginn 25. apríl verður frumflutt á Hótel
Borg samtvinnuð leiksýning og jasstónleikar.
Þeir sem að sýningu þessari standa eru
Alþýðuleikhúsið og Tískuljónin — Quartetto
di jazz.
Leikritið, sem fiutt verður heitir Neðan-
jarðarlestin og er það eftir Imamu Amiri
Baraka. Þýðinguna geröi Þorgeir Þorgeirs-
son.
BELLA
Þetta er mjög fallegt en er svart
ekki svolítið áberandi?
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 34., 38. og 43. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteign-
inni Njarðvíkurbraut 15 Njarðvík, þingl. eign Kristmundar Árnasonar,
fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Hafsteins Sigurössonar hrl., inn-
heimtumanns ríkissjóös, Jóns Sveinssonar hdl. og Veðdeildar Lands-
banka íslands fimmtudaginn 28. apríl 1983 kl. 10.30.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Um helgina Um helgina
TÖLUR OG AFTUR TÖLUR
Það var mikiö um tölur í sjónvarp-
inu á laugardaginn. Bandarískur
körfuboltaleikur, þar sem stigaf jöld-
inn var slíkur aö maður hélt aö slíkt
væri ekki mögulegt. Evrópusöngva-
keppnin þar semgefin voru stig fyrir
hvert lag og svo langt og mikiö
kosningasjónvarp þar sem tölur
flæddu yfir landsmenn af
skerminum.
Kosningabaráttunni lauk á
föstudagskvöldið meö umræöuþætti
þar sem formenn flokka og samtaka
sem bjóöa fram í öllum kjördæmum
tóku þátt í. Ekki var nú spennan
mikil aö mínum dómi. Fjas og karp
eins og einkennt hefur kosningabar-
áttuna og fegnastur var ég þeirri
stund er þættinum lauk. Föstudags-
kvikmyndin Skákaö í skjóli nætur
var ágætis afþreying, spennandi og
ágætlega leikin og þrátt fyrir að
mörgu væri ósvaraö í lokin var
myndin vel þess viröi aö horft væri á
hana.
I íþróttaþættinum á laugardaginn
var boðið upp á körfuboltaleik sem
seint líður úr minni. Liðin voru
skipuð bestu kröfuboltamönnum
Bandaríkjanna og skiptust í austur
og vestur. Þaö var oft á tíðum
ótrúlegt aö fylgjast meö tækni þess-
ara manna og hittni, enda var stiga-
talan hin ótrúlegasta.
Söngvakeppni sjónvarpsstööva
var nú fyrst sýnd í beinni útsendingu
í íslenska sjónvarpinu og er þaö aö
sjálfsögöu mikil framför en gæði lag-
anna batna ekki viö þaö. Þaö voru
tuttugu lönd sem sendu lög ásamt
söngvurum til þessarar keppni og
voru lögin eins og venjulega hvert
ööru leiðinlegra. Sigurlagiö var frá
Luxemburg, sungið og samiö af
Frökkum og ekki skar þaö sig úr, og
búast má viö aö vinsældir láti bíöa
eftir sér. Þátturinn stóö í þrjá
klukkutíma og var ég löngu orðinn
dauðleiður á allri dýröinni. En þó
verö ég aö segja það aö það er alltaf
spennandi aö fylgjast meö keppni
þegar maður veit ekki úrslitin fyrir
og því var sjálf stigagjöfin ágætis
skemmtun.
Kosningasjónvarpinu seinkaði um
eina tvo klukkutíma vegna tauga-
veiklunar á föstudaginn út af veöri
og sýndi sjónvarpiö tvo dag-
skrárliði meðan þjóöin beið. Annar
var þáttur í þáttaröðinni Þriggja-
mannavist, en þaö er virkilega
skemmtilegur gamanmyndaflokkur
þar sem Lionel Jeffries fer á kostum.
Dönsk kvikmynd, Casablancasirkus-
inn, var síðan sýnd og var þar um
ágæta mynd að ræða, þótt flestir hafi
nú verið fegnir þegar hún endaöi og
kosningasjónvarpið byrjaöi.
Nú, þaö þarf ekki aö fara mörgum
orðum um kosningasjónvarpið, þaö
heppnaöist ágætlega, og eins og ég
bjóst viö var tölvan búin aö ráöa
úrslitin löngu áöur en talningu lauk
meö litlum frávikum. Inni á milli
sýndi sjónvarpiö aö venju skemmti-
atriöi. Nú var fariö á Broadway á
rokkhátíð og sýnd atriöi úr sýning-
unni og einnig voru fengin atriöi aö
láni úr kvikmyndinni Meö allt á
hreinu. Það er allt gott aö segja um
þessi tvö atriði en skemmtilegra
væri nú að sjónvarpið sýndi í næstu
kosningum eitthvað nýtt en ekki eins
og alltaf eitthvaö sem áður hefur
veriö gert. Ekki má gleyma eggja-
bröndurunum sem sýndir voru um
nóttina. Nú húmorinn í þeim var
nokkuö sérstakur, hefur sjálfsagt
fariö í taugarnar á sumum en
skemmt öörum. Eg sjálfur var
oröinn dauöleiöur á þeim klukkan
fimm um nóttina þegar ég slökkti á
mínu tæki.
Sunnudagssjónvarpiö var meö
venjulegu sniöi. Glugginn, sá ágæti
þáttur, kvaddi aö sinni og er vonandi
aö hann birtist okkur aftur næsta
vetur.
Ættaróöaliö hefur falliö fólki mis-
jafnlega vel. Allir bjuggust við miklu
og hafa sumir oröiö fyrir von-
brigðum, aöallega vegna þess
hversu rólega þátturinn gengur fyrir
sig, en aö mínum dómi er þaö
nauösynlegt í söguþræöinum.
Textinn er borinn þannig fram aö
áhorfandinn veröur aöeins að spá í
hann og geta í eyöumar. Frábær
framhaldsmyndaflokkur aö mínum
dómi þar sem leikaramir eru hver
öörum betri. Hilmar Karlsson.
Neöanjaröarlestin lýsir blíöum og stríðum
fundi svertingja og hvítrar konu í iörum New
York-borgar.
Höfundurinn Imamu Amiri Baraka er
svartur Bandaríkjamaður áður en hann tók
sér þetta nafn hét hann Le Roi Jones. Hann
fjallar um kynþáttavandamálið af mikilli
hörku, enda var hann meölimur Blaek
Panther samtakanna.
Leikendur í Neðanjarðarlestinni eru tveir,
þau Guðrún Gísladóttir og Sigurður Skúlason.
Leikmynd gerði Þór Elis Pálsson. Leikstjóri
er Lárus Ymir Öskarsson.
Jassflokkurinn Tískuljónin er sérstaklega
stofnaður fyrir þessa sýningu. Flokkinn skipa
Tómas R. Einarsson, Sveinbjörn Baldvins-
son, Þorleifur Gíslason og Steingrimur Oli
Sigurðsson.
Jassinn verður leikinn fyrir, eftir og í
sýningunni og geta sýningargestir fengið
framreiddar veitingar.
Kvenfélag
Kópavogs
verður með félagsvist þriðjudaginn 26. apríl
kl. 20.30 í félagsheimilinu. Allir velkomnir.
Nýlega héldu þessar tvær ungu
stúlkur, Soffía Lára Hafsteinsdóttir og
Elísabet Lára Tryggvadóttir, hluta-
veltu og létu ágóðann, kr. 355.- renna í
byggingarsjóð krabbameinsfélagsins.
Tónleikar kórs
tónlistardeildar
Oslóarháskóla
Kór tónlistardeildar Oslóarháskóla. Tónleika-
ferð til Islands í apríl 1983. Kórinn mun halda
tónleika á eftirtöldum stöðum:
Háteigskirkju í Rvík þriðjudaginn 26.4. kl.
20.30.
Skálholtskirkju fimmtud. 28.4. kl. 21.
Landakirkju laugard. 30.4. kl. 17.
Eldri Verslunarskólanemar
bregða á leik
Þaö er árviss viðburöur aö gamíir
Verslunarskólanemendur minnist
skóla síns 30. apríl, eða sem næst þeim
degi, en þann dag brautskráði skólinn
nemendursína um áratugi.
Sú venja hefur skapast að
árgangarnir komi saman á hóf
nemendasambandsins þá er þeir fagna
hálfs eöa heils tugar afmælis frá út-
skrift. Oft færa þessir afmælisár-
gangar gamla skólanum sínum gjafir
og í þessum hófum minnast snjöllustu
ræðumenn hvers afmælisárgangs
skólans afreksverka sinna árganga og
rifja upp gömul glappaskot.
Hápunktur hátíöarinnar er svo þegar
fulltrúum nemenda, sem eru aö út-
skrifastí ár, erfagnað.
Þessi nemendasambandshóf
Verslunarskóians eru ævinlega hinar
fjörugustu skemmtanir. Hófiö í ár
veröur í Súlnasal nk. föstudag 29. apríl.
Miöar veröa afhentir á skrifstofu VR
og er áríöandi að þátttakendur láti þar
skrá sig.
Stjórnandi kórsins er Knut Nystedt og
organisti er Vidar Fredheim. Kórinn hefur á
undanförnum árum farið í margar tónleika-
ferðir til annarra landa.
Afmæli
60 ára er í dag, mánudaginn 25. apríl,
Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri.
Verkamannasambands Islands. Hann
tekur á móti gestum milli kl. 17—19 í
dag í húsi rafiðnaðarsambandsins
Háaleitisbraut 68.
90 ára er í dag Guðgeir Jónsson,
fæddur 25. apríl 1893 aö Digranesi í
Seltjarnarneshreppi (nú Kópavogs-
kaupstað). Foreldrar hans voru Jón
Magnússon og Asbjörg Þorláksdóttir.
Guögeir lauk námi frá Félags-
bókbandinu í Rvík. 14. jan. 1913 og
starfaöi þar frá 1913—18. Hjá Ríkis-
prentsmiðjunni Gutenberg vann hann
frá 1932-79, þar af verkstjóri í 32 ár.
Guðgeir var í stjórn Sjúkrasamlags
Rvik., gjaldkeri Bókbindara-
félagsins, og starfaöi í Góðtemplara-
reglunni í marga áratugi. Guögeir
Jónsson tekur á móti gestum í Domus
Medica frá kl. 16—18.30 í dag.