Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÚLMIOLUN HF. Stjómarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: RÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—M. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogpkjtugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prenfun: ÁRVAKUR HF..SKEIFUNNI 19 Áskriftarverðá mánuði 210 kr.Verð í lausasolu 18 kr. Helgarblað 22 kr. Tilskipanir um vegamál Er farið að stjórna landinu meö tilskipunum? Ríkis- stjórnin hegðar sér þannig í afstöðu til fjáröflunar vega- gerðar, að slíkar spurningar vakna. Margt er skrýtið í landsstjórninni um þessar mundir, meðan starfsstjórn situr, sem ekki styðst við þingmeiri- hluta. Því nauðsynlegra er, að ráöherrar gæti hófs í meö- ferö þess valds, er þeir enn hafa. Á síöasta þingi voru uppi tillögur um nýjan „bifreiðaskatt”, sem lagður skyldi á eftir þyngd bifreiða. Málið dagaði uppi. Síöan hafa ráðherrar haldið einkennilega á spilum. Nýja bifreiöaskattinn dagaði meðal annars uppi vegna andstöðu sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu. Skattur- inn var illa undirbúinn. Eins og hann birtist var afkomu margra atvinnubílstjóra stefnt í hættu. Undir þinglok var reynt aö sníða agnúa af í því efni. Auknar framkvæmdir Vegagerðarinnar skyldu meðal annars fjármagnaðar með tekjum af þessum nýja skatti. Þegar málið var „jarðað” í þinginu, höfðu ráðherrar að orði, að þeir mundu bara koma skattinum á með bráöa- birgðalögum strax að loknu þinginu. Það gerðu þeir ekki. Líklega hefur ráðherrum þótt vænlegra að fresta bráöabirgðalögunum fram yfir kosningar til þess að styggja ekki kjósendur sína. Bifreiðaeigendum þykir nóg um þá háu skatta og gjöld, sem þeir greiða hinu opinbera. Þeir greiða miklu meira en þaö, sem til vegamála fer. Nær væri, að ríkið léti stærri hlut af þeim sköttum ganga til vegamála en að skattpína bifreiðaeigendur enn. Ráðherrar vissu, að nýi skatturinn yrði ekki vinsæll. Þótt ekki væri um stórupphæðir að ræða, ef dreift væri á heilt ár, yrði þaö bifreiðaeigendum þungt að greiða þessa þúsundkalla í einu lagi, til dæmis nú í maí, þegar að kreppir almennt, til viðbótar bifreiðatryggingum, svo aö dæmi sé tekið. Þingstyrkur ríkisstjórnarinnar minnkaði í kosningun- um. Miklar breytingar urðu í þinginu. Augljóst er, að ríkisstjórnin fékk í kosningunum ekkert umboð til að setja bráðabirgðalög um þetta eða önnur efni. Nú er stjórnin aðeins starfsstjórn. Starfsstjórn á ekki að setja bráðabirgðalög, nema neyðarástand ríki. Ráðherrar hikuðu enn eftir kosningarnar við að setja bráðabirgðalög um nýjan bifreiðaskatt. En þeir tóku þann kost, sem er enn vafasamari. Þeir sögðu Vegagerö- inni að miða framkvæmdir við, að þessar nýju tekjur skiluðu sér. Til þess hafði ríkisstjórnin ekkert umboö. s Það verður væntanlega eitt þeirra mála, sem upp koma í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar, hvernig fer um hinn nýja skatt. Þingmeirihluti fyrir skattinum er vafasamur, jafnvel þótt framsóknar- og alþýðubandalagsmenn telji sig hafa stuðning alþýðuflokksmanna til að leggja hann á. Útkoman fer auðvitaö eftir því, hvernig viðræður þróast um stjórnarmyndun, meðal annars því, hversu hart sjálfstæðismenn standa á andstöðu við skattinn. Ný öfl hafa komiö inn á þingið. Ekkert liggur fyrir um stuðning Bandalags jafnaðarmanna eða kvennalistanna við bílaskattinn. Þegar ráðherrar segja Vegagerðinni að miða fram- kvæmdir við tekjur, sem ekki eru til og ekki vitað, hvernig verða til, eru þeir farnir að stjórna með tilskipun- um. Haukur Helgason. DV. FÖSTUDAGUR6. MA! 1983. sér ekki saman um stefnuna. Átti staðreynd mála þá að verða sú að ef þjóð veldi sér eða lenti undir stjórn kommúnistaflokks mætti sú hin sama þjóð eiga von á rússnesku hemaöarof- beldi ef „félagarnir” yröu ósammála um stefnuna. Á það að blasa við heims- byggðinni að hið kommúnistíska flokkskerfi bjóöi ekki upp á aðra lausn ágreinings í stefnumálum en rúss- neska hernaöarofbeldisárás? Þannig standa mál svo sannarlega í dag eða hvað??? Það var svo sannarlega ekki um að ræða nein skipulögðstjómmála- öfl sem kommúnistunum stafaöi hætta af. Þetta hefur sannast svo áþreifan- lega í sundurlyndi og samkomulags- leysi þeirrar andkommúnistísku afla er nú berjast við rússneska herinn í Afganistanídag. Slíkt voðaverk sem innrás Rússa í Afganistan er og verður er ekki afráðið aö valdamönnunum í Kreml án undan- genginnar athugunar og átaka. Sbr. mynd af forystumönnunum í Kreml, sem tekin var nú 1. maí sl., kemur greinilega í ljós að þar er um tvo hópa Á jólum 1979, aö næturlagi, réðust Rússar inn í Afganistan með óvígum her og hugðust leggja undir sig landið og þá tæplega 20 milljóna manna þjóð er það byggði. Hér var um vopnað erlent herveldi að ræða er réðst með hernaðarofbeldi inn í hlutlaust sjálf- stætt land, nákvæmlega eins og Hitler réðst á Pólland í sept. 1939. Um það bil hálfu ööru ári á undan innrás Rússa í Afganistan höfðu kommúnistar tekið völdin meö bylt- ingu. Vitaö var fyrirfram að rússnesk hernaðarinnrás í Afganistan, sem var eitt af hinum „óháðu ríkjum” í heims- byggöinni, mundi verða Rússum hræðilega dýr í áróðurslegri stöðu þeirra í heiminum, kommúnistar í öll- um löndum neituðu aö sætta sig við rétt Rússa til þess að vaða með hem- aðarofbeldi inn í sjálfstætt ríki, heims- veldissinna eöli og áætlanir Kremlklík- unnar stæðu berskjaldaðar, hugsjón- inni um frelsi, jafnrétti og bræðralag væri ennþá einu sinni kastað fyrir borð, hópur hinna ennþá sanntrúuöu kommúnista á heimsbyggðinni minnk- Kjallarinn PéturGuðjónsson aði stórlega; ástæðan sem upp var gefin svo vesældarleg, tveir hópar „félaga” í kommúnistaflokknum komu Kjallarinn Arí T. Guðmundsson I kosningabaráttunni kom glöggt í ljós að heimska, misskilningur eða lágkúrulegar, meðvitaöar falsanir eru meginatriöin í umræöu um verðbætur á laun. Það er hreint ótrúlegt að fullorðiö og menntaö fólk skuli geta æst upp andúö launafólks og þorra kjósenda á veröbótakerfi okkar — einu vörn launamanns gegn verðbólgu, ef frá eru taldar efnahagsaðgerðir. Sjöfn Halldórs- dóttir af C-lista á Suðurlandi, ræddi í sjónvarpi um óréttlæti verðbóta- kerfisins: Einn launamaður fær hærri verðbætur en annar og allt það. Gamla tuggan skal jöpluð á- fram. Ekkert hef ég út á Sjöfn að setja, enda þekkjumst viö ekki. Samt ætla ég aö biðja hana um að svara mér á þessum vettvangi spurningum sem hér fara á eftir — svona, sem fulltrúa þeirrar röngu gagnrýni sem dengt er yfir veröbótakerfið. Ég ætla aö hvorki heimska né falsanir ráði Þvættingur um verðbætur málflutningi hennar í þessum efnum, heldur leiður misskilningur. Fyrstsmádæmi: Maður hefur 10.000 kr. laun, annar 20.000 kr. — hvort tveggja umsamin laun. Veröbætur eru 10% og greiddar ciua V UHU V I upjjnau I-, „ ... væntanlega aö geta það í lok þi Hinn gat þá keypt tvær vélar getur það líka ári síi fjórum sinnum á ári. Launaþróun sem sagt ekki, heldur var óbreyttur verður sem hér segir: enda á að breyta launahlutföllum Launamunur: M 10.000 20.000 10% 1.000 10.000 2.000 10% 11.000 11.000 22.000 1.100 2.200 10% 12.100 12.100 24.200 Öbreytturmunur 1.210 2.420 kaupmáttar 10% 13.310 1.331 13.310 26.620 2.662 14.641 14.641 29.282 ' ' I upphafi var launamunur 10.000 kr., eftir eitt ár er hann 14.641 kr. En samningum, en ekki meö veröbóta- kerfinu. ðvitað segir krónutalan ekki til í að launamunur hafi aukist vegna ss að kaupgeta 10 þús. krónanna er n kaupgetu rúml. 14.000 krónanna rslok — vegna veröbólgu (sem var tó 10% + 10% + 10% + 10% !!!). Og ég spyr þig, Sjöfn — eða aðra þá sem ruglaö hafa almenning í ríminu í þessu máli: Hvaö er órétt- látt viðhlutfallsveröbætur? Ari Trausti Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.