Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1983, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 6. MAl 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Þegar Rauðu khmerarnir náðu völdum í Kampútseu var höfuðborgin rústir einar og varð að yfirgefa hana. Nú hafa Rauðu khmerarnir tekið upp baráttu gegn lepp- stjórn Vietnama, sem ráku þá frá völdum, og enn á ný eru unnin hryðjuverk í Phnom Penh. Thatcher og íhaldiö njóta trausts fylgis Parísarlögreglan hefur beitt táragasi og kylfum gegn stúdentum í mótmælunum að undanförnu en mest gekk á í gær og í nótt. Óeiröir í öllum helstu borgum Frakklands eftir mótmælagöngu stúdenta Til átaka kom í gær þegar náms- menn og kaupsýslumenn efndu til mót- mæla víös vegar í Frakklandi, þar sem fram braust óánægja með stefnu sósíalistastjómarinnar í fræöslumál- um og efnahagsmálum. I uppþotunum í París meiddist fjöldi manna þegar „Mólotoff-kokkteilum”, flöskum og grjóti var varpað að lög- reglunni. Af og til blossuðu upp óeirðir í höfuöborginni í alla nótt og komst ekki fullur friður á fyrr en í morgun- sárið. Um 10 þúsund hægrisinna stúdentar Aðalsmaðurhand- tekinnfyrirklám Breskur jarl, sem nýlega gerðist umsvifamikill í breskum klámiðn- aði, var handtekinn af lögreglunni í London í gær. Talsmaöur lögregl- unnar sagði að lögreglan hefði lagt hald á klámbækur, tímarit og vídeóspólur að verðmæti um tvær milljónir króna. Fjórir vom hand- teknir, þeirra ámeöalGreylávarð- ur, en öllum var sleppt án ákæru. Fjórmenningunum ber að mæta aftur til yfirheyrslu í dag. Þegar Grey lávarður geröist framkvæmdastjón kl ámverslunar- innar fyrr á þessu ári sagöist hann gera það vegna þess að hann vildi hafa eftirlit með verslunarháttum í klámiönaöinum enda teldi hann sjálfan sig vera „mjög siðvandan”. efndu til fjöldagöngu í París í gær til þess að mótmæla nýju fræöslulaga- frumvarpi en nokkur hundruö tóku sig út úr göngunni, veltu viö kyrrstæðum bílum og báru eld að götutálmunum, sem lögreglan haföi sett upp. Lögregl- an mætti þeim meö kylfur á lofti og táragassprengjur. Vitað er um að minnsta kosti 50 lög- Kínverjarvilja Vfetnama burt Mesti valdamaöur Kinverja, Deng Xiaoping, lýsti því yfir í gær að ekki myndi komast friður á í Kampútseu fyrr en Víetnamar drægju hersveitir sínar til baka. Deng sagði þetta við fréttamenn þegar hann fundaði með Mitter- rand Frakklandsforseta, en hann var spurður hvernig hann teldi Frakka helst geta stuðlað að friði í Kampútseu. „Ég vona aö öll ríki heimsins, þar með tahn Kína og Frakkland, muni stuðla aö því aö Víetnamar dragi hersveitir sínar tU baka,” sagði Deng. „Þannig verður vandi Kampútseu leystur, fyrr eða síð- ar.” reglumenn og 33 stúdenta sem meidd- ust. 60 voru handteknir. Sömuleiðis beitti lögreglan táragasi gegn nokkur hundruö kaupsýslumönn- um, sem efnt höföu til mótmælaað- gerða annars staðar í París. Þeir höfðu einnig velt bifreiðum og grýtt lögregl- una og opinberar byggingar. Um 15 þúsund manns höfðu tekið þátt í mót- mælagöngu kaupsýslumanna. I öllum helstu borgum Frakklands var efnt tU mótmælaaðgeröa í gær í sama dúr og í París og víöast uröu ein- hver uppþot. Þetta voru fjórðu fjölmennustu mót- mælaaðgerðimar í París síðan óánægja stúdenta braust út fyrir tíu dögum. Ráöherrar Mitterrands halda því fram að hægri öflin í landinu reyni að æsa stúdenta til uppþota en fjöldi námsmanna, og þar á meðal lækna- stúdentar, eru hættir aö sækja kennslu í eins konar mótmælaverkfaUi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um háskólanám. Of mikil sókn þykir vera í læknadeUdimar og vilja yfirvöld beina stúdentum tU annarrar æðri menntun- ar sem hagnýtari þykir samfélaginu, þar sem offramboð sé á læknum. Kaupsýslumennirnir, aðallega smá- kaupmenn, mótmæla verðstöðvuninni. Kínverjarn- ir ætluðu að óhlýðn- ast f lug- ræningjum Suður-Kóreustjóm tUkynnti í morgun aö hún mundi fara með sex kínverska flugræningja, sem bar að garði hjá henni í gær, samkvæmt ákvæðum alþjóðalaga um f lugrán. Þetta er í fyrsta sinn sem kínverskri farþegaflugvél er rænt en hún var í innanlandsflugi á leið frá Mansjúríu með 105 farþega í gær. Neyddu ræningjarnir áhöfnina tU þess að fljúga vélinni til S-Kóreu þar sem hún lenti á bandarískum herflugvelli norðurafhöfuðborginni. Áhöfn vélarinnar hafði veitt mót- spymu og var hleypt af skotum svo að tveir áhafnarmeðlimir særðust. Ræningjarnir höfðu krafist þess að flogið yrði með þá til Taiwan (Formósu) en flugmennimir breyttu stefnunni tU N-Kóreu og ætluöu aö lenda í Pyongyang en létu sig loks og héldu til S-Kóreu í staðinn, eftir að vélin haföi sveimað nokkmm sinnum yfir Pyongyang. Við komuna til S-Kóreu gáfust ræningjarnir strax upp fyrir lögregl- unni. Kína hefur krafist þess að flugvél og farþegum verði skilaö tafarlaust og hefur óskað eftir samningum við stjóm S-Kóreu, en ekkert stjórnmálasam- band er mUli þessara ríkja, þótt nokkur verslun hafi verið þeirra í mUli og töluverð samskipti önnur. Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson HRYÐJUVERK í PHNOM PENH Fimmtán manns létust og meir en þrjátíu særðust þegar skæruliðar Rauðu khmeranna gerðu árás í út- hverfi Phnom Penh fyrr í vikunni. Þessi árás var gerð í Tagmao, úthverfi Phnom Penh, og hafa Rauðu khmer- amir ekki komist svo nærri höfuðborg- inni frá því stjórn Pol Pot var rekin frá völdum eftir innrás Víetnama í janúar 1979. Sjónarvottar, sem flestir vora læknar og hjúkrunarlið frá Austur- Evrópu, sögðu aö að minnsta kosti tveim handsprengjum hefði verið kastað á markaðstorgi Tagmao. Lepp- stjórn Víetnama í Phnom Penh hefur ekki látið hafa neitt eftir sér um árás- ina og aðeins var lítillega á hana minnst í útvarpssendingu leynilegrar útvarpsstöðvar andspyrnuhreyfingar- innar. Tahð er að tilgangurinn með árás- inni hafi fyrst og fremst veriö sá að sýna að Víetnamar og leppstjóm þeirra hafi ekki það vald yfir Kampút- seu sem þeir vilja vera láta. Einnig velta menn því fyrir sér hvort Rauðu khmeramir hyggist nú auka hryðju- verk til að koma Víetnömum úr jafn- vægi. Sveitar- og bæjarstjórnarkosning- amar í Bretlandi í gær staöfestu að íhaldsflokkurinn, undir forystu Margretar Thatcher forsætisráðherra, nýtur tryggs fylgis fram yfir stjórnar- andstööuna. Fátt þótti koma á óvart viö fyrstu tölur og sýnist mönnum ekkert þurfa að fæla Thatcher frá að boða til þing- kosninga hið fyrsta. Jafnvel strax í næsta mánuði. Mesta athyglin beindist að kosning- unum í næststærstu borg Englands, Birmingham, sem íhaldsflokkurinn vann naumlega af verkamannaflokkn- um síðast. Hélt hann velli. Talnaspekingar BBC-útvarpsins vilja lesa út úr tölunum að íhalds- flokkurinn hafi 6% fylgisforskot fram yfir verkamannaflokkinn á landsvísu en sá fylgismunur mundi duga til tryggs meirihluta á nýju þingi. Þar sem úrslit lágu fyrst fyrir hafði kosningabandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra hvergi unnið neitt á og þykir íhaldsmönnum það spá góðu fyrir þá ef til þingkosninga yrði efnt í næsta mánuði. Verkamannaflokkurinn vann sinn heista sigur í Liverpool, þar sem hann vann meirihluta í borgarráöi með því að vinna fulltrúasæti af frjálslyndum. Einnig sigraði verkamannaflokkurinn í Blackburn en tapaöi hinsvegar naum- um meirihluta sínum í Grimsby. Flokksbræður Thatcher leggja orðið mjög fast að henni að neyta meðan á nefinu stendur til þess að vinna nýtt umboð til annars 5 ára kjörtímabils. — Margir spá því að til þingkosninga veröi gengið 23. júní. Þó lýkur kjörtímabilinu ekki fyrr en í júní næsta ár. Kosið var í bæjarráð 36 borga í gær og 296 sveitarfélögum í Englandi og í Wales. Víöast var þó aöeins þriðjungur fulltrúa í endurkjöri. Ekki var kosið í London og ekki íSkotlandi. Mestan sigur hlutu íhaldsmenn í Cardiff í Wales en þar hafa orðið meiri- hlutaskipti í öllum kosningum síöustu þrjúskiptin. Ut frá fylgi frjálsiyndra og jafnaðar- manna reiknast talnaspekingum aö kosningabandalag þeirra mundi ekki fá nema 19% atkvæða og um 20 þing- sæti í þingkosningum. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.