Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Blaðsíða 4
4 Skipshöfnin á Gauki GK sem var afiahæsti báturinn á vertiðinni i Grindavík. Örn Traustason skipstjóri er lengst til hægri og heldur á 4 ára dóttur sinni. DV-myndir: ÓlafurRúnar, Grindavik. Vertíðin í vetur er ein sú lélegasta sem menn muna í Grindavík. Frá 1. janúar til 15. mai komu þar á land 22.423 lestir af fiski. Er það 33% Gaukur GK kemur til hafnar i Grindavik en hann kom með 742 tonn að landi á vertiðinni i vetur — lélegustu vertið sem Grindvíkingar muna. Hrafn GK með 593 lestir. Miðað við 30. apríl í ár vantaði 15 þúsund lestir upp á að sama afla-' magn væri komiö á land í Grindavík og á sama tíma í fyrra og segir það sína sögu um hve vertíðin var léleg. I Grindavík hefur aflinn oft farið yfir 40 þúsund lestir á vertíö og metið þar á einni vertíð er liölega 46 þúsund lestir. Vonast allir Grindvíkingar til að slík vertíð komi aftur en aldrei nein í líkingu við þá sem var í ár. -Klp/ÓR Grindavík. Sæmundur Jónsson frá Fosshóli i Skagafirð/. einn hinna fjöimörgu aðkomumanna sem unnið hafa á vertiðinni i Grindavik i vetur, gerir hér að aflanum. minni afli en barst þar á land á vertíðinni í fyrra. Hún stóð þá yfir frá 1. janúar til 30. apríl — eða 15 dögum skemur en í ár. Um 90 bátar voru gerðir út frá Grindavík í vetur. Meöalafli á bát í róðri var 4,8 lestir. Meðalaflinn á bát í fyrra var 9,4 lestir og árið þar áður 12,6 lestir. Aflahæsti báturinn á vertíðinni var Gaukur GK með 742 lestir. Skipstjóri á honum var örn Traustason. Annar var Hópsnes GK með 623 lestir, þá Hrungnir GK með 608 lestir og síðan VERTÍÐARLOK í GRINDAVÍK DV. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1983. Skipshöf nin á aflahæsta Ifnubát landsins: Hvflir sig frá sjónum í f jöll unum í Sviss Orri frá Isafirði var aflahæstur Vestfjarðabáta með 815 tonn, hann varálínuveiðum. Skipstjóri á Orra er ungur Is- firðingur, Skarphéðinn Gislason, og var þetta fyrsta vertíðin hans sem skipstjóri. Orri er 280 lestir að stærð og hefur nýlega verið byggt yf ir hann og er hann mjög vel útbúinn til línu- veiða. Skarphéðinn kvaö þetta skip alveg listagott sjóskip. Erfitt tíðar- far í janúar og febrúar gerði vertíð- ina svolítið erfiða og komu margir dagar sem ekki gaf á sjó en í mars og apríl hefur tíðin verið góö og gengið vel aö róa. Þeir leggja 48 bala í róðri sem tekur einn sólarhring. Aflinn hefur verið misjafn, frá 5—20 tonn. Uppistaðan í aflanum framan af var þorskur en steinbítur núna síðustu tvo mánuðina. I áhöfn eru sex menn og svo sex við beitingu í landi. Áhöfn- in er með því yngsta sem gerist, skipstjórinn er þeirra elstur, 25 ára, og sá yngsti 16 ára, meðalaldur skip- verjaer21ár. Ég spurði Skarphéðin hvort ekki hefði verið erfitt að taka við skipinu af Sigurði Bjarnasyni, frægri aflakló hérfyrirvestan. „Jú, vissulega er alltaf erfitt að taka við af góðum mönnum, en maður reynir bara sitt besta og að halda í horfinu. Eg hef nú líka góða áhöfn og það er ekki hvað síst þeim að þakka hve vel hefur gengið.” Hvað tekur svo við hjá ykkur? ,Jíúna erum við á förum til Sviss í skemmtiferð og verðum í hálfan mánuð. Höfum farið í tvo aukaróöra til að safna fyrir ferðinni. Fljótlega eftir að við komum heim förum við á útilegu og veiðum grálúðu,” sagði þessi geðugi, ungi skipstjóri. Ut- gerðarfélag skipsins er Norðurtang- inn á Isafirði. V. J. ísafirði. Fá stig fyrir kajakróður og hestamennsku — í norrænni trimmlandskeppni fatlaðra Nú fer að líöa að lokum norrænu trimmlandskeppninnar í íþróttum fyr- ir fatlaða, en eins og flestum er væntanlega kunnugt lýkur henni 1. júni. Eins og áður hefur komið fram hefur þátttaka í keppninni víðast hvar verið með miklum ágætum. Sem fyrr hafa ganga, sund og hjólastólaakstur verið vinsælustu greinamar. Þá er vitað að allmargir hafa hjólað og fengið þannig stig í keppninni. Greinar eins og kajakróður og hestamennska hafa aftur á móti litið verið stundaðar í keppninni. Iþróttasamband fatlaðra hvetur alla þá sem ekki hafa nú þegar hafið þátt- töku í trimmkeppninni að verða sér úti um þátttökukort og vera með síðustu dagana. Hvert stig skiptir miklu máli í keppni sem þessari. Fatlaðir hafa verið duglegir að hala inn stig fyrir Island í norrænu trimmlands- keppninni. Hér má sjá hóp vistmanna á Skálatúni þjóta af stað. Þar var mikil íþróttahátíð haldin um síðustu helgi og þar komu mörg stig í safnið. DV-mynd S Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Þriggja flokka stjórn í deiglunni Stjórnarmyndunarviðræður eru nú að komast á lokastað að sinni. Svavar Gestsson hefur umboðið sem stendur, en það breytir engu um við- ræður annarra flokka um annars- konar stjórn. Svavari hefur að auki verið þunglega tekið, enda byrjaði hann klaufalega með spurningalista, sem Geir Hallgrímsson sagði rétti- lega, að hann og Alþýðubandalagið skyldu svara áður en hann spyrði aðra. Efnahagstillögur komu engar fyrr en í gærmorgun, og lagði þá hinn bísperrti foringi launastreituaflanna í þjóðfélaginu þær fyrir Sigríði Dúnu. Hefur oft gengið erfiðlega að skilja efnahagsstefnu Alþýðubandalags- ins, jafnvel meðal „æfðra stjóm- málamanna”, og því kannski eins gott að óvaningur í pólitik fói að lesa þær fyrst. Forvitnilegastar um þessar mundir eru áframhaldandi viðræður Framsóknar og íhaldsins. Þær benda til þess, að báðir þessir flokkar ætli að vera í viðbragðsstöðu komi þar í þessum þreifingum að for- setinn sjái engan annan kost vænni en skipa utanþingsstjórn. Byggist sú skoðun á þeirri staðreynd, að fyrir l.júní verður að vera til lausn á þeim vanda, sem þá blasir við, tuttugu prósent hækkun á kaupgjaldi og verðlagi, ásamt gengisfellingu. Enginn vill verða til að hleypa þeirri skriðu af stað, og mun forsetanum vera ljóst, að þessa þróun verður að stöðva núna. Ekki ber mikið á milli hjá Framsókn og thaldi, og þess vegna er taliö nokkuð vist að þeir flokkar nái saman þrjóti önnur ráð. Óvænt hefur Alþýðuflokkurinn að nýju tekið upp alvörustefnu í við- ræðum um stjóraarmyndun. Mun það einkum vera að frumkvæði Eiðs Guðnasonar, sem lítur réttilega svo á, að nú krefjist þjóðaraauösyn þess að sú stjóra, sem mynduð verður, verði styrkt með öllu hugsanlegu móti til að taka á móti holskeflunum i efnahagslífinu. Framsókn og íhald hafa talið að þeirra samstaða væri ekki nóg til að fást við vaudann, einkum vegna áhættunnar, sem tekin er varðandi vinnumarkaðinn. Þeir vildu hafa Aiþýðuflokkinn með, og það virðist ætla að takast m.a. fyrir tUstilli Eiðs Guðnasonar. Fari þessir þrír fiokkar i stjóra er komiö upp gamla „þjóðstjóraar” mynstrið frá 1939 og frá 1947 (Stefania). En það sem einkum gerir þriggja flokka stjóra nú nauðsynlega er þörf- in fyrir jafnvægi og kyrrð á meðan þjóðin er að vinna sig út úr ógöng- unum, sem hún hefur verið að kom- ast i á liðnum stjóraartima Alþýðu- bandalagsins. Alveg er augljóst að þriggja flokka stjórain verður að gera með sér haldgóðan samning um efnahagsstefnu, sem þarf síðan að fylgja bókstaflega. Um önnur mól getur svona stjóra gert þá samninga, sem henni bentar. Það hefur nú verið venjan að gera stjóraarsáttmála sem áróöursplögg handa f jölmiðlum. Þriggja flokka stjóra hefur nokkurt svigrúm til þess, eins og aðrar sam- steypustjórnir. En hún hefur það ekki á sviði efnahagsmáia. Sérkennileg er hin knáa og hik- iausa sigling Geirs Hallgrímssonar inn á miðju stjóramálanna að nýju. Jafnvel andstæðingar hans í þing- flokknum hrökkva af honum og verða dálítið hlægilegir, þegar þeir eru að freista að sýna, að fleiri geti nú myndað ríkisstjórnir en Geir. Hann hefur komið fram af festu og greind í þessum viðræðum um stjórnarmyndun og hvergi fatast tökin. Enginn leiðir á þessari stundu getum að því hver verður forsætis- ráðherra, takist svo vel til að mynduð verði þriggja flokka endur- reisnarstjórn. En eitt er víst að Geir Hallgrimsson verður ráðherra í þeirri stjóra og yrði hann vel að því embætti kominn. Það er kominn nýr blær á viðræður um stjórnarmyndun. Borgara- flokkarnir þrír hafa loksins séð, að þeir verða enn einu sinni að axla byrðar endurreisnar og koma á ábyrgri efnahagsstefnu. Launþegar munu skilja nauðsyn aðgcrða til langframa, enda orðnir þreyttir á skammtíma lausnum og frestunum sem ckkcrt leysa. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.