Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 20. MAI1983. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bob Hope lengi í nefnd! Formenn þingflokka öldunga- deildar Bandaríkjaþings heiðruðu í gær gamanleikarann Bob Hope í tilefni af því að hann verður átt- ræður síðar í mánuðinum (29. maí). Afhentu þeir honum þingsálykt- un áletraða á skjal þar sem sagt var að „Hope væri hetja með köll- un”. Viðurkenningin var veitt fyrir hans þrotlausa starf og stórvirki við fjársafnanir til góöverka og fyrir að hafa haft ofan af fyrir bandarískum hermönnum erlend- is. Hope hafði orð á því, að fulltrúa- deildin hefði gert svipað fyrir fimm árum og fannst málið hafa „verið lengi í nef nd á milli deilda”. Jarl í kókaín- smygli Enskur jarl er í hópi 18 manna sem ákærðir hafa verið í New York fyrir aöild aö herórn- og kókaín- smyglhring. Jermyn jarl (28 ára erfingi markgreifaynjunnar af Bristol, sem býr í Manhattan) var handtek- inn ásamt Ben Brierley, fyrrum eiginmanni söngkonunnar Mari- anne Faithful, og Nik Cohn, breska blaðamanninum sem skrifaöi greinina sem varð uppistaðan í kvikmyndinni „Saturday Night Fever”. Þessi átján voru öll ákærð fyrir samsæri um innflutning og dreif- ingu á heróíni og kókaíni fyrir meira en 4 millj ónir dollara. Gætur höfðu verið hafðar á þeim, í laumi, í fjóra mánuði áður en þau voru handtekin. Útlagar snúa til Chile Herforingjastjómin í Chile hefur ieyft 76 útlögum að snúa aftur til heimalandsins en enginn í hópn- um getur þó talist forystumaður meöal stjómarandstæðinga. Frá því um áramót hefur 446 út- lögum verið leyft að snúa heim en Chilestjóm ætlar að alls dveljist í útlegð um 10 þúsund Chilebúar. Mannréttindasamtök ætla þá miklu fleiri. Margir þessara útlaga voru stuðnings- og fylgismenn Salvador Allende forseta sem bylt var frá völdum í valdaiáni hersins 1973 og féll í þeim átökum. Aður en menn fá að snúa heim verða þeir að viðurkenna löggildi stjómar Pino- chets forseta og heita því að taka ekki þátt í stjómarandófi. Neitar að borða með Elfsabetu drottnin&u Elísabet Englandsdrottning kemur í opinbera heimsókn til Sví- þjóöar í næstu viku og verður aö sjálfsögöu gífurlegur viðbúnaður í Svíþjóð. Ekki eru þó allir yfir sig hrifnir af tilstandinu og í hópi þeirra er Berit Johannesson, borgarfulltrúi Vinstri f lokksins — kommúnistanna í Gautaborg. Hefur hún neitað að snæða með drottningunni í boði sem borgarstjóri Gautaborgar mun halda drottningunni. Flokkur Beritar er á móti konung- dæminu í Svíþjóð og því segir hún að það væri óeðlilegt ef hún tæki þátt í slíku tilstandi sem nú er gert vegna heimsóknar Englandsdrottningar. Dagblaðið Expressen spurði Berit hvort afstaða hennar yrði sú sama ef Margaret Thatcher kæmi til Gauto borgar. ,,Að sjálfsögðu myndi ég ekki borða með henni,” svaraöi borgarfulltrúinn, „hins vegar mynéí ég mjög gjaman hitta Fidel Castró. Við heföum heilmikið að ræða um — eða þá íslenska kvenforsetann sem er valinn af þjóðinni og nýtur stuðn- ingshennar.” GAJ-Lundi/JBH. Forseti tslands betur séður gestur en hennar hátign. SUMRl OG SOL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.