Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Blaðsíða 19
DV. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1983. >ttl'r______________íþróttir___________________íþróttir_________ íþróttir íþróttir 27 DV-mynd: Friðþjófur. )ust aiídi ngum akta sína og urðu 0 Marteinsson fékk þá knöttinn og brunaði upp að endamörkum. Þegar hann var kominn 5 m að marki Breiða- bliks skaut hann — knötturinn fór fram hjá Guðmundi Asgeirssyni, markverði og stefndi í netið. Ekki komst knöttur- inn alla leið, þvi að Olafi Bjömssyni tókst að bjarga á marklínu. Það var barátta sem einkenndi leik- inn og náðu leikmenn liðanna aldrei að sýna skemmtilegt samspil. Víkingar voru þó skemmtilegri og voru þeir Stefán Halldórsson og Andri Marteins- son frískastir þeirra. Það er ekki hægt að nefna neinn einstakan leikmann Breiðabliks — Þeir börðust allir grimmt og það á kostnað knattspym- unnar. Liðin, sem léku á Laugardaisveliin- um, voru þannig skipuö: VÍKINGUR: — ögmundur Kristinsson, Ragnar Gislason (ÞórAur Marelsson — 66 min.), Magnús Þorvaldsson, Ólafur Ólafsson, Stefán Halldórsson, Ómar Torfason, Júhann Þorvarðarson, Andri Marteinsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Gunnar Gunnarsson og Hcimir Karlsson (Sverrir Hcrbertsson — 72. min.). BREIÐABLIK: — Guðmundur Ásgeirsson, Ómar Rafnsson, Benedlkt Guðmundsson Óiafur Björnsson, Vignir Baldursson, Valdi mar Valdimarsson, Sigurjðn Kristjánsson Sævar Geir Gunnleifsson (Þorsteinn Hilmars son — 78 mín.)., Sigurður Grétarsson og Trausti Ómarsson (Jðhann Grétarsson — 72 mín.). MAÐUR LEIKSINS: Andri Marteins- son. -SOS Wí atnbon • Sigþór Ömarsson. Gaman að skora fyrsta markið „Ég er mjög ánægður með að hafa skor- að fyrsta mark ÍA-liðsins á íslandsmótinu. Þetta er allt að komast í gang hjá okkur og liðsandinn er eins góður og best getur gerst. Við ætluðum okkur bæði stigin hér á Akureyri og það tókst, þó svo að leikurinn væri ekki upp á það besta. Það er alltaf erfitt að leika á Akureyri. Nú stefnum við Skagamenn á sigur í mótinu. Ætlum að ná islandsbikarnum til Akraness,” sagði Sig- þór Ómarsson, sem skoraði sigurmark Akurnesinga á Akureyri í gærkvöld. GSv/hsím. Roberto Bettega. Akurnesingar sigruðu á Akureyri: Glæsileg mark- varsla Þorsteins var hápunkturinn Frá Guömundi Svanssyni, frétta- manni DV á Akureyri. Akurnesingar tryggðu sér bæði stig- in með marki Sigþórs Ómarssonar á 73. min. gegn nýliðum Þórs í 1. deild á Þórsvelli, malarvellinum, á Akureyri í gærkvöld. Baráttuleikur en talsverð taugaspenna eins og oftast gerist í fyrstu umferð fslandsmótsins. Skagamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en glæsileg markvarsla Þorsteins Olafssonar, fyrrum lands- liðsmarkvarðar frá Keflavík, kom í veg fyrir að þeir skoruðu nema eitt mark. Þórsarar fengu fyrsta færið eða á ní- undu mín. Bjarni Sigurösson greip vel inn i en siðan fóru Skagamenn aö ná yfirtökunum í leiknum. Á 20. mín. lék Guðbjörn Tryggvason upp og gaf á Sig- þór sem átti gott skot á mark Þórs. Þorsteinn varði glæsilega. Um miðjan hálfleikinn lék Halldór Áskelsson upp kantinn og gaf vel fyrir mark Skaga- manna á Bjarna Sveinbjömsson. Hann hitti knöttinn ekki vel og Bjami varði léttilega. Skömmu síðar barst knöttur- inn upp að marki Þórs og Sigþór skaut á markið. Þorsteinn Olafsson varði mjög vel. Knötturinn barst markanna á milli og þeir Helgi Bentsson og Halldór lentu í mikilli baráttu inn á markteig Skaga- manna, er lauk með því að Halldór skaut yfir. Skagamenn urðu aðgangs- harðari. Á 34. mín. átti Guðjón bak- vörður Þórðarson langt innkast á Áma Sveinsson sem skallaöi út til Guð- björns. Hann átti þrumufleyg á mark Þórs en Þorsteinn varði glæsilega. Skagamenn skora En mark hlaut að fara að koma og það skeði á 37. min. Hörður Jóhannes- son komst inn fyrir vamarmenn Þórs, sem sváfu illa á verðinum. Síðan gaf hann á Sigþór sem renndi knettinum fram hjá Þorsteini í mark Þórs, 0—1. Talsvert þóf það sem eftir var hálf- leiksins. Bjarni varði þó vel frá Nóa Bjömssyni. I síðari hálfleiknum voru Þórsarar miklu meira með knöttinn og sóttu mun meir en tókst illa að skapa sér færi. Lítið var um þau í hálfleiknum nema hvað Sigþór átti gott skot á mark Þórs á 55. mín. en meistaraleg mark- varsla Þorsteins kom í veg fyrir mark. Þrátt fyrir góðan vilja og góðan stuðn- ing áhorfenda tókst Þór ekki að jafna. Dómari Sævar Sigurðsson. Liðin vora þannig skipuð. Þðr: Þorstcinn Ólafsson, Árni Stefánsson, Þórarinn Jðhannesson, Einar Árason, Magn- ús Hclgason, Guðjón Guðmundsson, Óskar Gunnarsson (Jónas Róbertsson), Nói Björns- son, Bjarni Sveinbjömsson, Halldór Áskels- son og Helgi Bentsson. Akranes: Bjami Sigurðsson, Guðjón Þórð- Þorsteinn Ölafsson. arson, Ólafur Þórðarson, Sigurður Lámsson, Bjöm Bjömsson, Hörður Jóhannesson, Svein- bjöm Hákonarson, Sigurður Jónsson, Sigþór Ómarsson, Gnðbjöm Tryggvason og Arai Sveinsson. Júlíus Ingóifsson kom inn sem varamaður fyrir Hörð. Maður leiksins. Þorsteinn Ólafsson. GSv/hsim. MSárt að ná ekki stigi” — sagði fyrirliði Þórs, Nói Björnsson „Við erum sárir — það var sárt að hafa ekki hlotið annað stigið í leiknum því við áttum allan síðarí hálfleikinn. Við eram ekki hræddir við framhaldið þrátt fyrir þetta tap og ætlum okkur ekkert annað en sigur gegn KR í 2. umferðinni. Við eram ekki i mikilli leikæfingu enn. Þetta var aðeins annar leikur okk- ar í vor gegn sterku liði,” sagði Nói Björnsson, fyrirliði Þórs, eftir ieik- inn á Þórsvelli í gærkvöid. GSv Sigurður Lárasson, miðvörður Akraness, sést hér skalla knöttinn frá marki. Guðjón Guðmundsson hjá Þór er klemmdur á milli Sigurðar og Guðjóns Þórðarsonar. Bjarni Sigurðsson er við öllum búinn í markinu. DV-mynd: Guðmundur Svansson. Félög keppa um Csernai Félög keppast nú um að ná í Pal Csernai, þjálfarann sem Bayern Miinchen rak í vik- unni. Hertha Berlin, sem er í fallbarátt- unni í 1. deild, hafði samband við Csernai í gær þegar hann kom frá viðræðum viö for- mann FC Ziirich, Alread Zeidler. Svissneska félagið rak þjálfara sinn, Þjóð- verjann Max Merkel, fyrir tveimur vikum og hafði hann þá aðeins verið 31 dag hjá fé- laginu. -hsím. Fimm undir pari hjá Jacklin Breski golfkappinn Tony Jacklin, sem var fyrir stuttu útnefndur fyrirliði úrvals- liðs Evrópu í golfi, sem mætir Bandarikja- mönnum, hefur tekið forastuna í stóra gólfmóti sem stendur nú yfir í Leeds í Eng- landi. Eftir fyrsta hringinn er Jacklin í efsta sætinu ásamt Spánverjanum Juan Anglada og Bretanum Howard Clark. Þeir léku hringinn á 65 höggum, eða fimm höggum undir pari vallarins. Bretinn Nick Faldo, sem varð sigurveg- ari í opna franska meistaramótinu og Martini-keppninni á dögunum, lék fyrsta hringinn á 67 höggum og Spánverjinn Severiano Ballesteros lék á 70 höggum, eins og Skotinn Sandy Lyle. -SOS til Kanada ítalski landsliðsmaðurinn Roberto Bett- ega lék sinn siðasta heimaleik með Juvent- us í Torino á sunnudag. Eftir úrshtalcik Juventus og Hamborgar í Evrópubikarn- um næsta miðvikudag heldur Bettega til Kanada þar sem hann mun Ieika með Toronto Blizzards. Bettega hefur síðustu 13 árin veríð einn albesti leikmaður Juventus og ítaiska landsliðsins. Franski landsliðsmaðurinn Michel Plat- ini, sem leikur með Juventus, hefur hafnað tilboði frá Real Madrid. Verður hann áfram hjá Torino-liðinu. -hsím. Bettega fer

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.