Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1983.. Útlönd Útlönd \ JARUAKI í:ÍHIIIIÉUII1UÉM*éÉtMHa*l>ia ETHIOPIa lCENTRALIMÍÍ AFRICAN RF.PUBUCJ DROUQHT BS AREAS MAURITANIA/MALI/SENEGAL/ UPPER VOLTA/IVORY COAST/ GHANA/TOGO/BENIN DROUGHT DROUGHT AREAS SOUTHERN TANZANIA/ SOUTHERN ZAMBIA/ ZIMBABWE/SOUTHERN MOZAMBIQUE/ SOUTHERN NAMIBIA/BOTSWANA/ EAST & WESTERN SOUTH AFRICA Á þessu korti sjást merkt þurrkasvæðin i Afriku, með hvitu, og merkt er með stjörnu þar sem skógareidar geisa. Válegir fyrir- boðar i Afríku Á fjórum stórum svæðum í Afríku hefur úrkoma brugðist aftur og aftur og á flestum stöðum annaö árið í röð. Á sumum stöðum hefur þó úrkoma brugðist síðustu sjö ár. I síðustu viku sendiFAO (Matvæla-oglandbúnað- arstofnun Sameinuöu þjóðanna) 27 þjóðum tilmæli um að þau sendu 19 afrískum þjóðum neyðarhjálp. Allar þessar 19 þjóðir eru á sérstökum hættulista stofnunarinnar. Ekki að- eins vegna þurrka heldur einnig vegna skorts á útsæði og vegna þess að nautgripasýki her jar nú víða illa á þessumsvæðum. I Vestur-Afríku hefur hinn heiti Harmattan-vindur, sem blæs yfir Sahara,blásiö mörgum vikum lengur en venjulega og rigningarnar sem ættu að koma norðan frá Gíneuflóa koma mörgum vikum of seint. Skógareldar hafa geisað á Fílabeins- ströndinni, í Ghana, Benin, Togo og í Mið-afríska lýðveldinu. Ríkin sunnan Sahara eiga einnig yfir höfði sér hroðalegan harmleik. Urkoma síðustu fimm ár hefur ekki gert betur en að ná meðalúrkomu á fimm ára þurrkatímabilinu sem leiddi til hörmunga 1973. I ár er það aöeins Níger sem hefur notiö við- unandi úrkomu. Aö öðru leyti eru rík- in frá Grænhöfða til Chad skrælþurr. I austurhluta Afríku hafa stuttar skúrir í Eþíópíu ekki nægt til annars en að koma af stað skyndiflóðum. Bændur eiga ekki útsæði til að nýta sér þá úrkomu sem fellur og í tveim þriðju hlutum landsins ríkir þurrkur og hefur á sumum svæðum staðið í fimm ár. Þetta hefur áhrif á líf þriggjamilljóna manna. Enn einu sinni vofir mikil hungursneyð yfir stórum hiuta meginlands A friku. Á mörgum svæðum Suður-Afríku féllu síðast viðunandi rigningar 1976. 1 Leshoto, Swasilandi, Botswana, Suður-Zambíu, Zimbabwe og hluta Mozambique hefur fallið ónóg úr- koma nú annað árið í röö og FAO segir að ekki sé minnsta von til þess að uppskeru á þessum svæðum verði bjargað. Limpopo-áin, sem markar landa- mæri Zimbabwe og Suður-Afríku, er svo vatnslítil að salt sjávarvatn finnst langt upp eftir farveginum. I Suður-Afríku er ástandið svo slæmt að þar verður að flytja inn 1,5 millj ón tonna af kom mat til að fæða íbúana. Venjulega flytur Suöur- Afríka út margfalt meira magn af maís. Ekki er búist við rigningum fyrr en í september ef þá verða rign- ingar. En þau ríki þar sem hættan er mest, þau ríki sem síst geta hjálpað sér sjálf em noröar. I Ghana þurfa stjómvöld nú að taka á sig auka- byrðar þar sem em flóttamennimir sem reknir voru frá Nígeríu fyrr á árinu. Þar blasir harmleikur við. Á sumum svæöum þar tala fulltrúar FAO um „almennt hungur” og venjulega taka fulltrúar Sameinuðu þjóðanna ekki svo sterkt til orða. Ef nokkur maður er svo heppinn að geta fest kaup á einum sekk af maís í höfuðborginni Accra, mun það kosta hann fjórföld mánaöarlaun. I mörgum tilfellum uröu hungraðir þorpsbúar valdir að skógareldum sem hafa eyöilagt akurlendi og gróöur, vegna þess að þeir vom að reyna að svæla út rottur úr hreiðmm sínum til þess aö borða þær. Regntíminn heföi átt að hefjast í mars. En úrkoma hefur verið lítil síðustu tvö ár og yfirborð Volta vatns, sem sér landinu öllu fyrir raf- magni og höfuðborginni fyrir neyslu- vatni, er svo lágt að hugsanlega verður aö loka vatnsaflsstöðvunum innan tíðar. Ef það gerist mun ál- bræðsla og gullnám leggjast niöur og Ghana þannig missa helstu upp- sprettuerlends gjaldeyris. ÁFílabeinsströndinni hafa skógar- eldar eyöilagt 1,5 milljón ekra af skógi og ræktarlandi og 65% allrar uppskeru er töpuö. I Máritaníu, sem nú á við annaö þurrkaárið að stríða, á regnið að koma í júlí. En jafnvel þó þaðkomi á tilsettum tíma, mun helmingur alls bústofns hafa þurrkast út fyrir þann tíma. Ibúar landsins eru 1,6 milljónir og talið er að þeir þurfi 130 þúsund tonn af kommat til að lifa af. Til þessa nemur uppskera ársins 20 þús- und tonnum og hefur ekki verið minniítiu ár. Meira aö segja í Suður-Afríku, sem þó er allra ríkja best í stakk búið til að takast á viö slíkan vanda, fjölgar dauðsföllum i dreifbýli. Á Onverwacht „vemdarsvæðinu” sem sett var á laggirnar fyrir svarta verkamenn, sem reknir höfðu verið frá borgum hvítra, segja þeir sem vinna að hjálparstörfum að 4000 manns hafi látist úr vannæringu og að eitt barn deyi af þessum sökum á hverjum degi. Um 70% alls landsins hafa orðið fyrir þurrkunum. Hveitiakrar em of þurrir til þess að hægt sé að sá fyrir nýrri uppskeru. Nautgripir deyja á sléttunum. Og bændur verða gjald- þrota. Margir bændur hafa stofnað til skulda til að geta borgað vinnu- mönnum sínum þó að ekkert sé fyrir þá að gera. Annars yrðu vinnumenn- imir, svartir auðvitað, að halda til „heimalandanna”, samkvæmt lög- um, en þar er ástandið miklu verra. En Desmond Tutu biskup, ritari Suður-afríska kirkjuráðsins, hefur varað við því aö ástandið gæti oröiö stórhættulegt. Hann gagnrýnir stjómvöld ekki en segir: „Menn og konur munu ekki sitja hjá og horfa upp á böm sín svelta. Eg óttast að fólk muni drepa til að komast yfir mat.” ARFLQFD SADATS Eintök af breska stórblaðinu The Sunday Times ganga nú kaupum og sölum fyrir uppsprengt verð á svörtum markaði í Kaíró. Þetta em gömul eintök og mönnum hollast að láta lögreglumenn ekki grípa sig með þau því að þau innihalda útdrátt úr bók Mohammed Heikal um Anwar heitinn Sadat forseta Egyptalands. Bókin sú hefur verið bönnuð í Egyptalandi og öll þau blöð sem birt hafa kafla eöa útdrætti úrhenni. Bókin, sem heitir Haust reiði, fjailar um eigingimi Sadats og hversu innilokaður hann var og upp- tekinn af sjálfum sér. I mjög óvenju- legri opinberri ræðu á fyrsta mai réðst Mubarak forseti Egyptalands á Heikal, höfund bókarinnar, og bað önnur arabaríki einnig að banna bók- ina. Til þessa hafa aöeins tvö þeirra oröið viö þeirri bón. Það eru Saudi- Arabía og Dubai. Heikal var sjálfur um tíma einn á- hrifamesti maður í Egyptalandi, rit- stjóri A1 Ahram, persónulegur vinur Nassers og talinn túlka skoðanir hans í skrifum sínum. En þegar leið á valdatíö Sadats sinnaðist þeim og Heikal var í fangelsi þegar Sadat var myrtur. Honum var síðan sleppt en er nú áhrifalaus maöur meöal nýju valdastéttarinnar í Egyptalandi. Mubarak réttlætti bann sitt með því að segja að það væri stór munur á því að benda á mistök sem gerð hefðu veríð og að ráðast á einstakl- ing og ráöast gegn verðmætamati þjóðarinnar. En það er ekki nema á yfirborðinu sem deilan snýst um smekkleysi þaö að skrifa illa um hina dauðu og fjölskyldu þeirra. Einn vestrænn sendiherra sagði að hér væri baráttan um sál Mubaraks forseta. Umsjón: Ólaf ur B. Guðnason Málgögn stjómvalda hafa ráðist gegn Heikal og bók hans. I einni teiknimynd er hann sýndur reykja vindil eins og Churchill og hella úr blekbyttu yfir styttu sem merkt er „sögulegur sannleikur”. önnur teiknimynd sýnir þjón svara í síma í íbúð Heikals. „Því miður, hann er inni að skrifa,” segir þjónninn og bendir á dyrmerktar „klósett”. Heikal er hins vegar hvergi smeykur. Hann segir að hér sé að- eins um að ræða hræðsluóp hræddra valdsmanna. Hann segir að allt það sem upplýst var í réttarhöldum yfir Esmet Sadat, bróður forsetans heitins, sé miklu verri fordæming á fjölskyldu forsetans en nokkuð þaö sem hann hafi skrifaö. Og lokaorð dómarans voru hörð. „Esmet og fjöl- Mubarak: Ver hann minningu Sadats nauðugur? skylda hans voru eins og refir í leit að bráð,” sagöi hann. „Þau rændu launum fólks og létu eftir sér rán, svik og mútuþægni.” Þó að stíll Mubaraks i forsetaemb- ætti sé allt öðruvísi en Sadats (hann hefur lagst gegn spillingu, breytt stefnunni gagnvart Israel og reynt að fá Egyptaland tekið að nýju inn í bandalag arabískra þjóða) er það enn sama stéttin sem er við völd í Egyptalandi. Mubarak var sjálfur varaforseti undir Sadat. Flestir ráð- herra hans, m.a. forsætisráð- herrann, em menn Sadats. Rit- stjórar hinna þriggja dagblaða í eigu ríkisins vom skipaöir af Sadat. Þó Mubarak vilji komast burt frá Sadat tímabilinu með sem minnstum átökum og óróa, hafa árásir Heikals og sú umfjöllun sem þær hafa fengið í fjölmiðlum neytt hann til aö verja Sadat þó að sumir segi aö það geri hann nauðugur. Heikal segir: ,díann vill breyta en í hvað og hvernig? Arfleifð Sadat gerir það mjög erfitt, spillingin, fé- lagsleg og efnahagsleg vandamál, staða okkar innan arabíska heims- ins. Vegna einangrunar Egyptalands getum viö ekki tekið þátt í friðarvið- ræðunum í Mið-Austurlöndum. Við gáfum frá okkur pólitískt og siðferði- legt hlutverk okkar þá. Hvemig getum við þrýst á aðilana nú? ” Heikai: Við höfum gefið frá okkur hiutverk okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.