Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR 20. MAI1983.
Frásagnir og myndir frá
1. deildarslagnum á fjórum
síðum í DV Fréttir frá Keflavík, Reykjavík,
Akureyri og það nýjasta frá útlandinu
Búið að benda
belgískum félög-
um á Aðalstein
— belgísk knattspyrnufélög fá aukinn áhuga
á íslenskum knattspymumönnum
Þær fréttir bafa borist frá Beigíu að
belgiskir umboðsmenn séu farnir að
hugsa sér til hreyfings til að leita að
knattspyrnumönnum fyrir belgísk
félög næsta keppnistímabil. íslending-
ar hafa verið mikið i sviðsljósinu i
Belgíu enda hafa margir snjallir leik-
menn leikið þar undanfarin ár við
mjög góðan orðstir, eins og Ásgeir
Sigurvinsson, Amór Guðjohnsen, Lár-
us Guðmundsson og Pétur Pétursson.
Belgískir umboðsmenn og forráða-
menn félaga í Belgiu hafa hug á að róa
á Islandsmið í sumar í leit að knatt-
spyrnumönnum en Island hefur oft
verið kallað „ódýri markaðurinn” í er-
lendum blöðum vegna þess hvað félög
hafa þurft að borga lítið verð fyrir
knattspyrnumenn héðan.
DV hefur frétt að nú þegar sé búið að
benda nokkrum félögum í Belgíu á
unglingalandsliðsmanninn Aðalstein
Aðalsteinsson úr Víkingi. Aöalsteinn er
einn af okkar efnilegustu knattspymu-
mönnum.
Þá hafa félög i Belgíu augastað á
Skagamanninum unga, Sigurði Jóns-
syni, og hafa menn velt því fyrir sér,
hvort hann verði arftaki Amórs
Guðjohnsenhjá Lokeren.
Það er ljóst að „njósnarar” frá
Belgíu verða hér á ferðinni í sumar og
DV hefur frétt að þeir fyrstu komi til
að sjá íslenska landsliðiö — skipað
leikmönnum undir 21 árs, leika gegn
Spánverjum í Kópavogi 28. maí og Is-
lendinga leika gegn Spánverjum í
Evrópukeppni landsliðs 29. maí á
Laugardalsvellinum. -SOS
Getraunaleikur DV og JAPIS:
Fer SONY-tækið
til Þorgríms?
— sem skoraði mark fyrir Valsmenn eftir aðeins 72 sek í Keflavík
Það bendir nú allt til að Valsmaður-
inn Þorgrfmur Þráinsson tryggi sér
• Þorgrimur Þráinsson.
hið glæsilega SONY útvarps- og
kassettutæki sem DV og JAPIS veita
þeim leikmanni sem verður fyrstur til
að skora mark í 1. deildarkeppninni í
knattspyrau. Þorgrímur skoraði mark
í Keflavík í gærkvöldi eftir aðeins eina
minútu, tólf sekúndur og 47/100 sam-
kvæmt SEDCO-skeiðklukku Magnúsar
Gislasonar, fréttamanns DV á Suður-
nesjum.
Þorgrímur stendur nú með pálmann
í höndunum þegar aöeins einn leikur er
eftir í fyrstu umferð 1. deildarkeppn-
innar. Það er leikur Vestmannaeyinga
og Isfirðinga sem fer fram í Eyjum í
kvöld.
Eins og hefur komið fram í DV þá
eru verðlaunin afar vegleg. Sony út-
varps- og kassettutæki sem Japis
gefur. Tækið er með tveimur mígra-
fónum, tveimur öflugum hátölurum og
það gengur fyrir rafmagni og rafhlöð-
um. Bylgjurnar eru þrjár — FM
stereo, L og M. Tækið er afar hentugt
feröatæki. Það verður ljóst í kvöld
Fylkismenn fá
Fram í heimsókn
2. og 3. deildarkeppnin hefst í kvöld
Þrír leikir verða leiknir i 2. deiidar-
keppninni i knattspymu í kvöld. Fylkir
mætir Fram á Árbæjarvellinum kl. 20
og á sama tíma leikur Völsungur gegn
Víði frá Garði á Húsavík og Siglf irðing-
ar fá FH-inga i heimsókn.
Á morgun verður einn leikur í 2.
deild í Njarðvík kl. 17. Njarðvíkingar
mæta þá Einherjum frá Vopnafirði.
Fimm leikir fara fram í 3. deildar-
keppninni í kvöld kl. 20 en þeir em:
Skallagrimur — Grindavík
VíkingurOl. —IK
Selfoss — HV
Snæfell — Armann
Magni —HSÞ-b
Leikjum Austra og Þróttar Nes-
kaupstað og Vals og Hugins hafa verið
frestað, þar sem knattspymuvellir á
Austfjörðum eru ekki tilbúnir.
hvort Þorgrímur fær tækið eða Eyja-
menn eða Isfirðingar verði fyrri til að
skora mark en hann. Þá mun það einn-
ig verða ljóst hvaða lesandi DV spáði
rétt um hver yrði fyrstur til að skora
mark.
Við munum segja frá því hér á síð-
unni í þriðjudagsblaðinu eftir hvíta-
sunnu.
-SOS
iistta
Aðalsteinn Aðalsteinsson — leikur með 21 árs landsliðinu.
DV-mynd: Friðþjófur.
Daglish kemur
ekki til íslands
Kenny Dalglish.
þar sem hann er í 18 manna
landsliðshópi Skota, sem
Jock Stein valdi í gær
Jock Stein, landsliðseinvaldur
Skotlands, valdi í gær 18 manna
landsliðshóp fyrir Kanadaferð
skoska landsliðsins í byrjun júní.
Steln hefur valið Kenny Dalglish,
hinn marksækna leikmann Liver-
pool, í landsliðshópinn og er því
ljóst að Dalglish getur ekki leikið
með stjörauliði Vikings gegn Stutt-
gart á Laugardalsvellinum 11. júni,
þar sem hann verður þá i Kanada.
Víkingar vom búnir að semja við
Dalglish, um að hann kæmi til
Reykjavikur 10. júní.
John Wark hjá Ipswich og Alan
Brazil hjá Tottenham geta ekki
farið til Kanada þar sem þeir verða
á keppnisferðalagi með félögum
sínum. Þá getur Neil Simpson,
sóknarleikmaður Aberdeen, ekki
farið til Kanada því að hann ætlar
aðgiftasigll.júní.
Jock Stein verður staddur á
Hampden Park í Glasgow á
morgun til að sjá Aberdeen og
Glasgow Rangers leika til úrslita
um skoska bikarinn. Sjö af leik-
mönnum Stein, sem eru í Kanada-
hópnum, leika með Aberdeen og
Rangers. -SOS