Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1983. 13 „Útkoman er því sú að 300 finnsk mörk fást fyrir hvern lítra af vodka þegar hann er seldur erlendum ferðamönnum, á móti 6 mörkum til útflutnings! ” Frá Búnaðarþingi því, sem sat í vor á rökstólum, bárust meðal annars þær fréttir að útflutnings- verðið á lambakjöti síðastliðið ár hafi í mörgum tilfellum aðeins lið- lega nægt fyrir pökkunar- og flutningskostnaði. Við lestur þéssara dapurlegu frétta rifjaðist upp fyrir mér athug- un, sem Ferðamálaráö Finnlands gerði á árinu 1982 á sölu finnskrar framleiðslu, annars vegartil útflutn- ings en hins vegar til neyslu fyrir erienda ferðamenn í Finnlandi. Tvö dæmi voru tekin og skulu þau nú skoöuðnánar. Vodka Finnar selja mikið magn af þess- um áfenga drykk til annarra landa. Hann þykir góður og standast fylli- lega samanburð við framleiðslu ann- arra landa á þessu sviði. Um það geta margir tslendingar einnig borið vitni. Fyrir hvern lítra af vodka til útflutnings fengu þeir 6.00 finnsk mörk sl. haust. Sé sami drykkur seldur erlendum feröamönnum á veitingahúsi í Helsinki, kostar skammturinn, sem er 4 cL, 12.00 mörk. I einum lítra eru 25 slíkir skammtar og útkoman úr þessu dæmi er því sú að 300.00 finnsk mörk fást fyrir hvern lítra þegar hann er seldur erlendum ferðamönnum í skömmtum, á móti 6.00 mörkum til útflutnings! Flestir kjósa að blanda þennan áfenga drykk með gosdrykk og hækkar þá upphæðin í 500,00 finnsk mörk. Til viðbótar má svo nefna þau vinnulaun, sem greidd eru innlendu fólki, fyrir að bera drykk- inn fyrir útlendinga, auk annarrar neyslu er fylgja kann í kjölfar drykkjarins. Nautakjöt Hitt dæmið sem finnskir tóku var einmitt á sviði kjötframleiöslu. Þeir athuguðu reyndar sölu á nautakjöti í stað lambakjöts enda eru þeir frem- ur slakir við framleiðslu lambakjöts en þykja framleiða frábært nauta- kjöt. Fyrir hvert kíló af nautakjöti, sem selt var úr landi, fengu þeir tæp- lega 10,00 finnsk mörk. Verð á nauta- kjötsmáltíð á þokkalegu veitingahúsi í Helsingfors reyndist vera 50,00 finnsk mörk fyrir venjulegan skammt, sem vegur 125 grömm. Þannig fengust 400,00 mörk fyrir hvert kíló af nautakjöti, ásamt til- heyrandi grænmeti, sem selt var í munna erlendra ferðamanna í Finn- landi en aðeins 10,00 mörk ef sömu aðilar neyttu kjötsins heima í eigin landi. I þessu dæmi má vitaskuld einnig bæta við vinnulaunum til inn- lendra við að matbúa og bera fram kjötmáltíðina, auk sölu annarra veitinga í sambandi viö kvöldmáltíö úr þessu f rábæra hráefni. Fjölda mörg dæmi mætti reikna út hér heima með sömu aöferöum, hvað snertir sölu íslenskrar framleiðslu til eriendra ferðamanna sem hingað koma og bera saman við útflutnings- verömæti sömu vörutegunda. Ég er sannfærður um að niðurstöður slíkra útreikninga yröu svipaðar og hjá vin- Kjallarinn Birgir Þorgilsson um okkar Finnum hvað snertir vodka og nautakjöt. Niöurstaða þessara hugleiöinga er einfaldlega sú að hagnaður okkar af að fá hingað erlenda ferðamenn, sem neyta hér íslenskra matvæla, er margfaldur miöað við útflutnings- verð margra vörutegunda. Nákvæm athugun á þessu máli gæti verið verðugt verkefni fyrir samtök fram- leiðenda og viðskiptaráðuneytið. Niðurstöðumar gætu orðiö til þess að opna lokuð augu landsfeðranna fyrir nauðsyn þess að efla og styrkja íslenska ferðaútgerð. Birgir Þorgilsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs. „Var hann talinn eitraður?” „Rússneskur floti, um 45 skip, er annað árið i röð á karfaveiðum (svokallaður úthafskarfi) rétt fyrir utan 200 miina mörkin á sirka 62 14 2927." DV-mynd: Guðmundur Valdimarsson. Rússneskur floti, um 45 skip, er annað árið í röð á karfaveiðum (svo kallaöur úthafskarfi) rétt fyrir utan 200 mílna mörkin á sirka 6214 29 27. Ef til þess kæmi á næstu árum að skipta þyrfti upp þessum stofni á milli þjóða, þar sem talið er aö hann sé ekki nýttur sem skyldi, ættum við Islendingar lítinn rétt til að veiða úr stofninum þar sem við höfum ekki haft skilning á aö senda eitthvað af skipum á þessar veiöar. R/s Hafþór landaði afla í fyrra úr þessum stofni og hef ég heyrt að frystihúsamönnum hafi þótt lítið til hans koma þar sem þeir segja að mikið gangi úr honum í vinnslu. Ekki er langt síðan enginn karfa- veiði var stunduð af okkur og öllum karfa var kastað út sem inn á dekk kom. Sumir töldu hann jafnvel eitraðan, hefur það komið af því að ef menn stungu sig á honum bólgnuðu menn upp þar sem stungan kom og fengu eitrun. Nú eru aðrir tímar og veitir ekki af að nýta allar þær tegundir sem hægt eraðnáí. Hluti af þessum stofni er fyrir inn- an 200 mílumar og gæti farið svo að Rússar og aðrar þjóðir kæmu með beiðni um að fá að fara inn fyrir 200 mílumar á þeim forsendum að þessi stofn sé ekki f ullnýttur. Ekki getum við neitað því, ekki veiðum við hann. Þar sem það hefur verið regla frekar en undantekning að svo til ekkert fiskiskip hefur borið sig þar sem ekki hefur verið greitt Kjallarinn RagnarG. D. Hermannsson nóg verð fyrir fiskinn og hafa verið millifærslur fram og til baka með það fé sem í sjávarútvegi er. Er nokkuð víst að veiðar á þeim karfa, sem áður er getið, borgi sig ekki? sem og aðrar veiðar hér við land? Því ættu stjómvöld, sem með þessi mál fara, að vera leiöandi í þessu og styrkja nokkur skip til þess að fara á þessar veiöar. Þó að það borgi sig ekki nú, getur þaö borgað sig síðar, þegar við þurf- um á aö halda aö veiða úr þessum stofni. Það er afar mikilvægt aö hefja veiðar á úthafskarfa áður en stofninum verður skipt upp á milli þjóða hér í kring. I samtali við starfsmann úr flota Rússa, sem skipverjar á r/s Hafþór áttu við hann, upplýsti hann að þeir væm að fá 10 tonn eftir 12 tíma tog. Þessi skip eru frá 2000 til 4000 tonn og eru meö flotvörpur, en dýpi er þama um 2000 metrar. Ef þessar tölur frá Rússanum em sannar er dæmið þannig: 40 skip, 20 tonn á sólarhring á skip, 800 tonn samtals á sólarhring. Rússar eru með nokkur skip vítt og breitt frá aöalsvæðinu í því að leita að lóðningum. Urðu skipverjar á r/s Hafþóri varir við þessi skip um 90 mílum vestar og 70 mílum sunnar. Þar sem Rússar veiða þennan fisk, má ætla að hægt væri að selja þeim þann fisk sem við kæmum tilmeðaðveiða. Það hlýtur að vera réttlætanlegt að ráðuneytið skoði þessi mál, áður en það verður of seint, og hugsi lengra fram í tímann en gert hefur verið. Islenski flotinn er of stór, og enn bætast skip við, þannig að við verð- um að nýta þann fisk sem við vitum um og láta engan stofn vera ónýttan hér við land. Til er samningur við Rússa um að hann kaupi heilfrystan fisk af okkur og er leitt að vita það að íslensk skip hafi fengið 25 tonna hol af langhala og öllu hafi verið kastað í hafið aftur. Langhalinn er til í fiskverðskrá og hef ég heyrt að reynt hafi verið að breyta karfavélum til að hægt hefði verið að flaka langhalann en ekki tekist og þar með ekki meira athug- að og gefist upp. Þetta kallast óstjórn. Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna mælti með að hvalveiðibanni yrði ekki mótmælt á þeim forsendum að matvæli vantaði í þennan heim. Hvað skyldu þeir heiðursmenn segja þegar þeir frétta að við nýtum ekki þá fiskistofna sem hér eru og í þokkabót köstum afla sem hægt væri aðnýta. Formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins öldunnar, Ragnar G. D. Hermannssou. „Hvað skyldu þeir heiðursmenn segja ^ þegar þeir frétta að við nýtum ekki þá fiskistofna sem hér eru og í þokkabót köstum afla sem hægt væri að nýta?”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.