Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR1. JUNI1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur SKYNDIHJALP STILUKGU - HAFIO SÍMASAMSANB VK> UEKNI - GEFIIO EKKI ILÍ.T VSRRA HALDID ÖNDUNARVEGl OPNUM BLÆÐING i«i x> >K) hev.i>n |tfxbti Vkotr-AfAXi. irJnakti r.ennQ í.r/r.vrf t. &YA& w.&iiff: ítMatO': ftifw : WífiA t»: Wdftð fnnaii txnr «.■(■, sí spyás! í.-) Siopf^J ek!(! f>rt pn MMbðQgK EITRANIR ss'/dX'sseítoMwh) ÍKÍ )l«kn tSKUlw::i. 0*KS»S& <í\H BEINBROT HINDRIÐ LOST X<wxí: -æJ>xs íVy'C^kíj:*' VIÐ ÖLL MEIRI HÁTTAR SLYS: VARNIR GEGN SÝKINGU fírirfara:* : >**» LEITIO LÆKNIS I ÖLLUM SLYSATILFELLUM SÍMANÚMER HJÁLPARLIDS, SJÁ BLS. 2 OG 3 SÆKIÐ NÁMSKEIÐ f SKYNDIHJÁLP! í mest lesnu bók landsins: MIKILSVERÐAR UPPLÝSINGAR Símaskráin er mest lesna bókin á landinu, auglýsa þeir hjá Pósti og síma þegar þeir eru aö hvetja menn til að auglýsa í því ágæta riti. En samt er það ugglaust svo að fáir, ef nokkrir, byrja á blaðsíðu eitt í símaskránni og lesa aftur úr, eins og venjulega er gert með bækur. Reyndar hef ég heyrt aö einhverjir geri það til þess að geta sofnað á nóttunni. En f ram h já flestum fer ýmislegt það sem stendur í síma- skránni. Til að fyrirbyggja að svo verði um mikilvægan kafla skal hér í þetta sinn fjallað um öftustu blaðsíður símaskrárinnar 1983. A þessum blaðsíðum er að finna upplýsingar um það hvað á að gera, beri vá að dyrum. Kennd er skyndi- hjálp í myndum og máli, vamir gegn sýkingu og veittar upplýsingar um það hvað beri að gera í jarðskjálftum, eld- gosum og kjarnorkuárás. Einnig eru veittar upplýsingar um Almannavam- ir ríkisins og viðvömnarmerki þau sem send eru út 4 sinnum á ári. Við gripum hérna niður í þessar upplýsing- ar. „Varúöarráðstafanir í jarðskjálft- um: Unnt er að draga úr líkum á tjóni í jarðskjálftum með fyrirbyggjandi ráð- stöfunum. 1. Festa vel kynditæki og aðra hita- gjafa. 2. Hafa eldsneytisleiðslur sem liggja í gegn um útveggi úr sterku, teygjan- leguefni. 3. Geyma eldfim efni í traustum og lokuðum ílátum sem leka ekki ef þauvelta. 4. Festa stór og þung húsgögn við burðarveggi. 5. Festa vel stórar ljósakrónur t.d. í lokaðri lykkju. 6. Hafa þyngstu hluti í neðstu hillum í geymslum. 7. Sofa ekki undir hlöðnum milliveggj- umhúsa. Fólk sem er innandyra þegar jarðskjálftar verða á að: 1. Fara í opnar dyr eða út í horn burðarveggja og standa þar. 2. Gæta þess vel að verða ekki fyrir þungum húsgögnum ef þau falla og athuga sérstaklega að litlir hlutir geti ekki skaðað böm. 3. Hlaupaekkiútíóðagoti. 4. Hafa róandi áhrif á þá sem eru nærri og segja þeim að fylgja for- dæmi ykkar í jarðskjálftanum. Þeir sem eru utandyra eiga hins vegarað: 1. Forðast háar byggingar og fara á opiö svæði. Undir fjöllum er rétt að fylgjast með grjóthruni og skriðum og reyna að forðast þær. Eftir j arðskj álf ta er rétt a ð: 1. Athuga hvort nokkur hafi meiðst og sé svo er rétt aö fylgja leiöbeining- um um skyndih jálp í símaskránni. 2. Vera í skóm innandyra vegna hættu á glerbrotum. 3. Auðkenna slysstað með áberandi veifu utandyra til leiðbeininga fyrir hjálparlið ef ekki er unnt að ná í síma. 4. Athuga hvort eldur sé laus og nota ekki opið ljós ef eldfimt efni hefur hellstniður. 5. Yfirgefa húsið ef það er illa skemmt og klæðast þá eins vel og hægt er. Bifreiö er oft fyrsta skjólið sem má hita upp. 6. Skrúfa fyrir inntak vatns og hita ef leki er óviðráðanlegur og slökkva á höfuðrofa rafmagns ef húsið er skemmt. Á síðunni má sjá fieiri ráðleggingar sem að gagni geta komið þegar slys beraðhöndum. DS ÍUpplýsingaseðiIl ! til samanburóar á heimiliskostnaði! | Hvað kostar heimilishaldið? | Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | andi í upplýsingamjðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | I fjolskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- 'I tæki. 1 Nafn áskrifanda ! '! -------------------------------—1 Heimili i ii ii Sími l Kokkar og f ramreiðsluf ólk: HYUID HÁRIÐ „Starfsfólk sem fæst við viðkvæman mat og drykkjarvörur skal íklætt hreinum og heilum vinnufötum og hafa höfuðfat (hettu, skýluklút eða hámet, húfu),” segir í reglugerð númer 250 frá 1976. Þannig er hér í Síðumúlanum rekin verslun meö heitan mat meðal annars. Þótt Hollustuvemd rikisins sé hér í sömu götu sést starfsfólk verslunar- innar aldrei setja upp höfuðföt við af- greiðslu á matnum. Sama gildir um tvo veitingastaði hér í næstu götu. Neytendur ættu að taka þetta eftirlit að sér og finna að því sé starfsfólk viö sölu matvæla og tilbúning ekki nægi- lega snyrtilega búiö. DS n----------------------- J i Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í maímánuði 1983 Mátur og hreinlætisvörur kr. Annaö ' kr. Alls kr. 'Jí Þetta ákvæði er brotið ansi víða. Á veitingahúsum, í verslunum, sem selja heitan mat, og jafnvel í vinnslusölum matvæla er fólk með hárið óvarið og stundum jafnvel í óhreinum fötum. Nokkuð sem ekki ætti að sjást. Staðir sem búa til eða selja mat verða að fá til þess leyfi frá lögreglu- stjóra viðkomandi staðar. Til þess að slíkt leyfi fáist verður að leggja fram vottorð frá héraðsdýralækni og við- komandi heilbrigðisnefnd eða frá Hollustuvemd ríkisins að staðurinn sé fullnægjandi hvað hollustu varðar. Hvort síðan er fýlgst með staönum virðist vera undir hælinn lagt. Svona á það að vera. . . ekki svona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.