Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 10
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd DV. MIÐVIKUDAGUR 1. JUNÍ 1983 menn féllu frá kröfu sinni meöal annars vegna þess stríðsótta sem hún hafði vakið í Svíþjóð. Hugtakið norrænt jafnvægi varð til á þessum fundi en í því felst að Norðurlöndin hafa valið ólíkar leiðir til að tryggja öryggi sitt en þær hjálpi um leiö til að viðhalda jafn- væginu í Norður-Evrópu. Fundurinn í Novosibrisk var um leið fyrirboði þess sem gerast mundi á Eystrasaltssvæðinu meira en ára- tug eftir fundinn. Otgönguleiöirnar úr Eystrasalti eru nú stórveldunum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Sovétmenn telja það eitt af skilyröunum fyrir hræðslujafnvæginu í heiminum að sovéski flotinn fái óhindrað að sigla út og inn um Eyrarsund og Beltin. Þar meö sé hægt að tengja saman herstöðvar Sovétmanna við strendur Eystrasalts og herstöðvarnar á Kolaskaga. Samtímis er það mikil kappsmál fyrir NATO með Vestur-Þjóðverja fremsta í flokki að reyna að loka sovéska f lotann inni í E ystrasalti. Útiloka NATO Að því er best verður séð líta Sovétmenn á Eystrasalt frá sögulegu sjónarmiöi. Það þýðir aö það er eign strandríkjanna og þau ein geti meö samningum sín á milli ákveðið hvernig það verði notað. I slíku samkomulagi er Sovét- mönnum afar mikilvægt aö tryggður sé réttur þeirra til að fá að flytja kjamorkuvopn sín óáreittir inn og út úr Eystrasalti. Annað áhugamál Sovétmanna er að sjálfsögöu aö reyna að útiloka herskip annarra þjóða, og þá sérstaklega NATO- þjóða, frá Eystrasalti. Þessi afstaða Sovétmanna stríðir gegn þeirri hugmynd Svía að Eystra- salt skuli vera opið öllum þjóðum. Samkvæmt alþjóölegum þjóðarrétti hafa herskip allra þjóða rétt til að fá að sigla óáreitt inn og út úr Eystra- salti. Sterkari varnir Svíar hafa nú í hyggju að styrkja varnir sínar gegn óboðnum kaf- bátum. Það mun þó ekki leið til að minnka spennu á Eystrasalts- svæðinu að sökkva sovéskum kaf- báti, heldur mun það þvert á móti auka spennuna. Þess vegna er það mikilvægt fyrir sænsku og finnsku ríkisstjórnirnar að Sovétmenn öðlist á nýjan leik trú á hlutleysisstefnu þeirra. Það kann að vera meira en tilviljun ein að í byrjun júní mun Olof Palme fara til Helsinki til að ræða um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum og nokkrum dögum síðar mun Mauno Koivisto Finnlandsforseti fara í opin- bera heimsókn til Sovétríkjanna. Aukin umsvif Frá öryggislegu sjónarmiöi er það mjög mikilvægt fyrir Svía að Eystra- salt verði kjamorkuvopnalaust svæði. Sú von virðist harla lítil eftir það sem á undan er gengið. Hemaöarundirbúningur Sovét- manna eru í fullum gangi á svæöinu. Þær auknu grunsemdir í garð Sovét- manna sem kafbátaleitimar hafa leitt af sér hafa undirstrikað nauð- synina á því að eftirlit sé haft með hernaðarumsvifum Sovétmanna á svæðinu, ekki síst er nauðsynlegt að fylgjast með skipasmíðastöðvum þeirra viö strendur Eystrasalts. Og þó að Svíar og Sovétmenn, sem eru stærstu eigendur strand- lengjunnar við Eystrasalt, kæmust að einhverju samkomulagi um að gera Eystrasalt aö kjarnorkuvopna- lausu svæði, væri eftir aö ná samskonar samkomulagi við NATO um að vir ða slikt samkomulag. Eins og ástandið er núna er mun ólíklegra að NATO fáist til að sam- þykkja þetta en að Sovétmenn fáist 1 að fleygja öllum kjarnorkuvopn- um sinum í Eystrasalti á haugana. Það er heldur ekki öruggt að kjam- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndunum heföi sjálfkrafa í för með sér minni stríðshættu. Það gæti ein- faldlega leitt til þess að Skandinavia yrði notuð sem uppbyggingarsvæði fyrir hefðbundinn hernað, vegna þess að þar væri honum óhætt fyrir k j arnork uárásum. 3 Sovéski kafbáturínn U-137 uppi i fjöru við Karlskrona haustið 1981. Óraek asta sönnunargagn Svia fyrir ólöglegum ferðum sovéskra kafbáta i sænskri landhelgi. Eru Sovétmenn að tapa trúnni á hlutleysi Svía? Allt tímabilið frá stríðslokum, frá Stalín til Andropov, hefur Eystra- saltið verið Sovétmönnum mjög mikilvægt í hemaðarlegu tilliti. Þegar árið 1961, er Sovétmenn kröfð- ust viðræðna um hemaðarsamvinnu við finnsku ríkisstjórnina, var sú stefna mörkuð sem hefur leitt af sér hinar umfangsmiklu kafbátaleitir við strendur Svíþjóöar að undan- förnu. Fyrr eða síðar verða Svíar að bregðast við af fullri hörku gegn þessum kafbátum, með þeirri áhættu að áhafnir kafbátanna gætu beðið lífshættulegt tjón af. Það verður óhjákvæmilega niöurstaðan ef Sovét- menn halda áfram með hina ágiskuöu fimm ára áætlun sína um rannsóknir á sænskum herstöðvum. Frá því í byrjun sjöunda áratugar- ins hefur atgangur Sovétmanna við strendur Svíþjóðar aukist stöðugt. 1980 var talið fullsannað að níu sinnum hefðu sovéskir kafbátar ver- ið á ferli í innri hluta sænska skerja- garösins. 1981 strandaði svo sovéskur kjarnorkukafbátur í ná- grenni bæjarins Karlskrona á EystrasaltsströndSvíþjóðar. Ifyrra- haust stóð umfangsmikil leit aö tveimur eöa fleirum sovéskum kaf- bátum yfir í Hársfirðinum í nágrenni Stokkhólms í rúmar tvær vikur, nú síðast fyrir nokkrum vikum var gerð mikil leit að sovéskum kafbátum í nágrenni Sundsvall. Þessar kafbátaleitir hafa minnt á leik kattarins að músinni. Til þess að verða ekki aö athlægi öllu lengur verður sænski herinn að fara að grípa til alvöruvopna gegn þessum á- troðningi. Ekki er ólíklegt að ein- hverjar breytingar verði á 1. júlí næstkomandi en þá fær sænski yfir- hershöföinginn völd til aö ákveöa einn hvaða vopnum skuli beitt gegn hugsanlegum innrásaraðilum. Þá mun sænski herinn einnig hafa til- búna nýja tegund af tundurskeytum. Áhyggjuefni Haldi Sovétmenn áfram kafbáta- ferðum sínum í sænskri landhelgi n t verður það til þess eins að sannfæra menn um aö þær séu liður í stríðs- undirbúningi þeirra. Þessi undir- búningur, sem er hluti af langtíma- áætlun, beinist ekki beinlínis gegn Svíþjóö heldur er þetta afleiðing auk- innar spennu milli stórveldanna. Engu að síður er þetta áhyggjuefni séðfrá sjónarhóliSvía. Hinn síendur- tekni yfirgangur verður að túlkast á þann veg aö Sovétmenn hafi ekki trú á að hlutleysisstefna Svía geti haldið þeim utan við hugsanlegt stórstríð í Evrópu. Skandinavíuskaginn hefur frá sjónarhóli Sovétmanna meira og meira orðið nokkurs konar æfinga- svæði fyrir NATO í baráttunni milli hernaöarbandalaganna. Ótti Sovétmanna Þegar litið er á málin frá þessu hernaðarsjónarmiðinu - verða Danmörk og Noregur, sem bæði stunda sameiginlegar heræfingar með NATO, hernaðarlega mikilvæg svæði. Samt sem áöur beinist hin aukna spenna fyrst og fremst aö Eystrasalti, og þá sérstaklega að út- gönguleiðunum gegnum Eyrarsund og Stóra- og Litla Belti, en einnig að svæðunum fyrir botni Eystrasalts og að herstöð Sovétmanna á Kolaskaga. Allt frá stríðslokum hefur Eystra- salt verið miðpunktur hemaðarlegs áhuga Sovétmanna. Þetta sést greinilega í finnsk-rússneska vináttu- og samstarfssamningnum frá því 1948. Sá samningur er ekkert annað en vísbending um þá ógn sem Sovétmönnum stóð af árás vestan fráyfirEystrasalt. Krustjev fannst meira en nóg um hið norræna samstarf Finna, og norrænir jafnaðarmenn þóttu mjög grunsamlegir í augurn Sovétmanna og þá sérstaklega þeir finnsku. Þessi hræðsía Sovétmanna kom hvað greinilegast í ljós árið 1961 er þeir kröfðust viðræðna við Finna um hernaðarsamvinnu til aö verjast árás vestan frá. Eystrasamu tn mj%jy i>nnnvcDtf ut^«/»^uio>v lyrir sovesKa flotann ti! vesturs. Jafnframt hafa vesturveldin og NA TO áhuga á að loka þessari útgönguieið fyrir Sovétmönnum. Frá sovéskum sjónarhóli var Vestur-Þýskaland að verða mið- punktur stríðshættunnar í Evrópu og þar meö var talið norðurhorn álfunnar. Norrænt jafnvægi Krafa Krustjevs varö til þess að Kekkonen Finnlandsforseti fór til fundar við hann í Novosibrisk. Niður- staða fundarins varð sú að Sovét- SOVJET

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.