Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 34
34 DV. MIÐVIKUDAGUR1. JUNI1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Gáski og glaðværð einkenndi kvöldæfinguna og það var óþol og eftirvænting iloftinu. Sólarhríngur í lífi af reksmanna Stundin rennur upp Árla nœsta morguns rísa þeir úr rekkju eftir misgóðan svefn, hlusta á kanann og raka sig, snæða hollan árbít og fara svo á lokaæfinguna suður á aðalvellinum í Kópavogi. Það eru þarna þrír Spánverjar að vappa og gefa þeim auga svo að þeir láta leikað- ferðirnar sitja á hakanum þangað til sendimenn andstæðinganna eru farnir á braut. Nú er gásklnn gersamlega horfinn. Það styttist i bardagann og það má greina viss streitumerki öðru hvoru. Nú er alvara á ferðum. Eftir næringarríkan hádegisverð halda menn kyrru fyrir og öllum er nú bannað að tefla eða spila, því að það myndi veita útrás þeim baráttuanda sem þeir þarfnast svo mjög um kvöldið. Klukkan hálffimm er kaffi og þá halda þjálfararnlr sínar lokatölur, Jóhannes Atlason og Guðni Kjartans- son. Klukkan hálfsjö rölta menn niður í rútuna og aka saman suður á völl. Keppnin hefst, hin langþráða stund þegar reynir á hvert einasta þolrif hvers elnasta manns. Það er greint frá þeirri viðureign annars staðar og við skulum ekkl orðlengja það mál frekar. Strákamlr haida jöfnu gegn einu sterkasta unglingalandsliði heimsins og daginn eftir býður KSÍ þeim til hádegisverðar og síðan fer aliur hóp- urinn á Laugardalsvöil þar sem A- landsliðið á í höggi við A-lið Spánverja og lýtur í iægra haldi eftir vafasaman Sextán stæltir strákar hlaupa við fót út í kvöldsvalann og taka til vlð knatt- spyraulelk á æfingavellinum i Kópavogi. Það er kannski ofrausn að kalla þennan sinublelka túnskækil völl, en nú er ekki völ á öðru betra því að á sjálfum aðalvellinum eru fjendur þelrra Spánverjarair að athafna sig og búa sig til orrustu. Það er föstudagskvöld 27. maí. Sólin er hulin skýjum og blrtu fer að bregða, og það er kraftur í strákunum og mikil eftlrvænting því að nú er mikið í húfi. Þesslr sextán sveinar era fræknustu knattspyraukappar landslns af hinum yngri mönnum og daginn eftir eiga þelr að ganga til lelks við unglinga- landslið því að flestallir era á aldrinum 18—21 árs og tvelr þeirra mun eldri, samkvæmt alþjóðareglum varðandi slíka keppni. En nú kemur landsliðsþjálfarinn, Jóhannes Atlason, á vettvang og skipar þeim að setjast flötum belnum í svalt graslð. Sjálfur stendur hann eins og hershöfðlngi yfir hópnum og útlistar hina almennu heraaðaráætlun. Hann brýnir fyrlr þeim að taka á öllu sem þeir elga því ekki er við deigan að kljást og þeir sem standa sig mega vita að eftir þelm verður tekið á hlnum æðri stöðum. Hann skipar þelm á fætur og þelr taka til óspilltra málanna að þjálfa leikaðferðiraar og stilla saman lelklnn og ekkl veitir af því að þeir koma hver úr sinni áttlnni, einn úr Víklngi, annar ofan af Skaga og svo framvegls. Meiri upphefð Það ríklr óvenjulegur hugblær á þessari æfingu. Athugull áhorfandi skynjar i loftinu óþol og eftirvæntingu, gáska og glaðværð en jafnframt hinn dökka undirstraum alvörunnar þvi að landslelkur er ekkert gamanmál nema síður sé. Allir eru þeir afburðamenn í sínum félögum, þessir plltar, allir eru þeir gæddlr góðum hæf ileikum og allir hafa þelr aukið getu sina með þrotlausu erfiði og nú standa þeir hársbreidd frá einum æðsta sóma, sem nokkrum knattspyraumanni getur hlotnast. Leikurinn á morgun er auðvitað mikil- vægur í sjálfu sér, en ekkl nóg með það — sá sem spjarar sig hefur sýnt í verki að honum er treystandl til stórra hluta og hans biður ennþá melri upphefð í veröld knattspyrnunnar. Einstaklingur og flokkur Að æfingu lokinni fara þeir undir sturtuna og síðan vestur á Hótel Loftleiðir og þar skulu þeir saman dvelja um nóttina, einangraöir frá umheiminum og aðskildir frá ást- Sólarhring fyrir úrslitastundina. Jóhannes skipaði strákunum að setjast flötum beinum i svalt grasið og útlistar fyrir þeim hina almennu hernaðar- áætlun leiksins. Myndir BH. Það var spenna i lofti þegar sveinarnir fengu sér snarl síðdegis á laugardag- inn, þremur klukkustundum fyrir keppnina. „MÐ EIGIÐ AÐ BERJAST...” vlnum, rétt eins og harðsækinn flokkur sérþjálfaðra hermanna sem búa sig undir hetjulega heraaðaraðgerð. Þeir snæða saman kvöldverð, vallnn kost af kjötmeti og kolvetnisauðugu grænmeti. Kvöldinu verja þelr saman uppi á herbergjum sinum. Sumlr spila eða tefla, sumir fylgjast með sjón- varpfnu, sumir spjalla saman og tala um knattspvrau rifja upp skemmtileg atvik og segja sögur af velllnum. Nú rikir hið góða andrúm gleðinnar og vlnáttunnar. Allar gamlar væringar eru svæfðar og þessar indælu sam- verustundir valda mjög athygllsverðri eðlisbreytingu á leikmönnunum — þeir eru ekkl lengur sextán snjalilr einstaklingar, heldur liö, samæfður, samhentur og samstllltur flokkur manna sem þekkja hver annan, styðja hver annan og treysta hver öðrum. Ef tll vill er þetta eina kvöld lang- mikilvægasti kafli undlrbúningsins þótt ekkl vlrðist svo við fyrstu sýn og án þess væru sjálfar æfingaraar á vellinum ekki nægilegar til sigurs. Má og vera að dálitill hliðartllgang- ur sé með þessari einangrun llðsins í sérstökum herbúðum — þetta era hraustir strákar og kátir í sinnl, en nú er engin hætta á þvi að glaðværðin leiði þá í freistni. Skammt er til örlaga- stundarinnar og nú leyflst engum að sólunda hinni dýrmætu lífsorku í drykk eða sjafnaryndi; á morgun munu þeir berjast við grimman andstæðing sem kunnur er að öðru en þvi að kasta hendi tll hlutanna. Strákamir stóðu sig frábærlega vel í unglingalandsleiknum gegn Spánverj- unum, en á undan fóru þrotlausar æfingar og þjálfun. Fyrr um daginn hafði ég átt kost að fylgjast með því er Jóhannes Atlason og Guðni Kjartans- son lögðu síðustu hönd á einskonar herfræðilegan undirbúning keppn- innar. „Þetta er prófraun á ykkur,” sagöi Jóhannes. „Þeir sem komnir eru í þennan hóp eru þar með komnir á vissan stökkpall og vitanlega verður ekki framhjá því litið ef þiö standið ykkurvelíkvöld.” „Þið verðið að valda andstæöingana, strákar,” sagði Guðni Kjartansson með festu „þiö eigið að berjast og hugsa um ykkar menn en standa ekki þarna og horfa á leikinn — þá eruð þið bara vitlausum megin við línuna og eigið með réttu að standa uppi á áhorf- endapöllunum.” , ,Það er f engur aö góðri knatttækni, ” sagði Jóhannes „en mestu skiptir samt að vinna, leggja hart að sér, og sá sem ekki vinnur af ósérhlífni í landsleik er einfaldlega ekki landsliðsmaður.” „Þið megið ekki virða þessa menn um of,” sagði Guðni „þeir eiga við sömu vandamál að etja og þið þó að þeir fái borgað fyrir að keppa en við ekki. Þiö eigið að ber jast.” .......og þið eigið að nota ykkar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.