Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR1. JUNI1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Enginn er verri þótt hann vökni. Það vissu þessir hressu bunumenn ogvatnsveitustjórar" þegar þeir áttust við i slönguslag ekki alls fyrir löngu. DV-mynd. Loftur. Bunumannaslagur „Vinsamlegast lokið fyrir vatnið og hengið slönguna á snagann,” las snaggaralegur pjakkur á þvottastöð einnar bensínstöðvar borgarinnar nýlega. Og hann tók þetta bókstaflega. Ætlaði að skrúfa fyrir, en það gekk ekki án gusugangs. Þegar hann kom nefnilega að kran- anum var vinur hans ekki lengi að gef a honum bunu. Uðaði svona yfir hann eins og garðyrkjumenn gera við trjá- gróðurinn. Sá snaggaralegi var þó ekki á því að gefa sig og skrúfaöi að lokum fyrir vininn, enda ku hann ekki hafa greitt vatnsveitunni í háa herrans tíð. Ekki fylgdi það sögunni hvort hann hafi sett slönguna á snagann eða ekki. Skiptir það annars nokkru máli, þegar tveir skemmtilegir bunumenn eiga í hlut? -JGH. Það var lóðið þetta. Gullhnappakvartettinn hefur tekið höndum saman og sýnirá sér lærin og bringuhárin. r_ r LOÐARIIÐ, ÞAÐ UFI Ekki voru allir jafnánægðir og við með „fúavamarstúlkuna” okkar hana Janine James. ,jVf hverju birtið þiö aldrei myndir af karl- mönnum hálfnöktum? ” sögöu sumir. Við bætum úr því og birtum hér mynd af f jórum „knipplingum”. Þeir kalla sig The Chippendales og þykja sérfræöingar í „diskóleikfim- inni” semþær JaneFonda og sænska söngkonan Lill-Babs hafa staöið fyrir. Ekki er annað að sjá en þessir f jórir gullhnappar taki sig vel út á sviðinu og leikfiminni. Það er lika ljóst að þeir hafa lent í hinu mesta lóðaríi I einhverri æfingastöðinni. Og takið eftir hve lærin eru skæsleg, svo ekki sé nú minnst á brtngumar. Er von nema að maður rauli með sér: „Herrarra-rrrarra- Reykjavík”? Svona í lokin finnst okkur tilheyra að segja frá því aö dagatölmeðfjór- menningunum seljast nú eins og heit „sílikon”. Bíddu aðeins hægur, hvaða dagur eridag? Diana gefur ekkert eftir Diana Ross hefur enn á ný slegið í gegn með sinni ljúfu rödd. I fimmtán ár hefur henni tekist að koma LP- plötum sínum i efstu sæti bandaríska vinsældalistans. Nýjasta lag hennar ku heita Why do fools fall in love, eða Hvers vegna veröa kjánar ástfangnir? Og það er nú þegar komið í efstu sæti bandaríska vinsældalistans. Diana hefur ætíð þótt feiknafögur og með óhemju fagra rödd. Hvort tveggja hefur gefið henni gull í mund. Diana Ross: „Hvers vegna verða kjánar ástfangnir?" v Bowie kominn í hringdans Bowie hefur lagt land undir fót og er kominn i heimsreisu. Bowie Bowieanna, David, hélt fyrir stuttu í eina ailsherjar rokkheims- reisu. Ferðin hófst í Frankfurt í Þýska- landi með þramutónleikum sem vel vartekið. Þau lönd sem Bowie mun heilsa upp á í reisunni eru Frakkland, Bretland, Ástralia, Japan, Bandaríkin, Kanada, Skandinavía, Belgía og Holland. Let’s Dance, plata Bowies sem kom út í apríl, hefur verið ljómandi vel tekið og þykir flestum sem Bowieinn sýni á sér nýjarhliðar. Þess má geta að Nile Rogers, gítar- leikarinn úr discohljómsveitinni Chic, sá um hljóöupptökur á plötunni. Og á næsta ári getur Bowie fagnað 20 ára afmæli sínu sem hljómlistar- maður. Sonur Elizabetar Taylor, Michael Wilding, giftist í fyrra glansdömunni Brooke Palance, dóttur Jack nokkurs Palance. Þau era sögð elskast svo heitt að fólk fer eiginlega hjá sér með þeim. Og sjálfa giftinguna bar að meö skömmum fyrirvara, svo skömmum að mamma Liz hafði ekki tíma til að mæta í brúökaupið Bæði hafa þau fengist lítils háttar við leik, en ekki gengið sem skyldi að fá hlutverk, mest leikið smáhlutverk í leikhúsum. Sjálf era þau óánægð með að hafa ekki fengið tilboð frá sjónvarpsstöövum eða kvikmynda- fyrirtækjum. En nú eru þau flutt til New York í þeirri von að fá meira aö gera. Tíminn verður að leiða í ljós hvort svo verði, en eitt er víst að ekki er ótrúlegt aö þau eigi eftir að verða i sviðsljósinu þegar fram líða stundir. Og auövitað elskast þau enn heitt í „IloveNewYork”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.