Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1983, Síða 1
Tollalækkun á ávöxtum og grænmeti er
BLEKKING
— segir
formaður
Neytenda-
félags
Reykjavíkur
„Ég fagna auövitað tollalækkun-
um og allri lækkun á vöruveröi, en
svo virðist sem þessar ráöstafanir
ríkisstjórnarinnar séu fjölmiöla-
leikur. Þaö er verið aö fella niður
tolla af vörum sem engu máli
skipta,” sagði Jóhannes Gunnars-
son, formaður Neytendafélags
Eeykjavíkur, um tollalækkanir ríkis-
stjómarinnar.
„I bráðabirgðalögunum um tolla-
lækkanirnar segir aö þau séu sett til
að vemda hag þeirra sem við lökust
kjör búa. En ég fæ ekki séð að þessar
lækkanír létti nokkuð undir með
fólki. Það er talað um lækkun á
tollum grænmetis og ávaxta en þetta
er blekking. Það er lækkaður tollur á
sykruðum, frystum ávöxtum. Hvað
er nú það? Það er lækkaður tollur á
spergli, en ekki því grænmeti sem
oftast er á borðum almennings. Hvít-
kál er enn með 70% tolli,” sagði
Jóhannes.
Samkvæmt heimildum DV vom
sykraðir frystir ávextir fluttir inn
fyrir 1200 krónur á síöasta ári. Hér er
því ekki um að ræða niðurfeilingu
tolla á ávöxtum almennt enda hafa
ferskir ávextir verið ótollaðir i nokk-
ur ár. Einnig má benda á að niður-
felling tolla á kaffi nær aðeins til svo-
nefnds skyndikaffls.
„Það er verið að slá ryki í augu
neytenda. Þetta kalla ég blekkingu,”
sagði JóhannesGunnarsson. ÓEF
wm
mm
Mjög harður árekstur varð á Hringbraut fyrir utan verslun Jóns Loftssonar
laust fyrir klukkan sjö i gaarkvöldi. Báðir ökumenn og farþegi I öðrum
bílnum voru fíuttir á slysadeild en DV er ekki kunnugt um meiðsli þeirra.
Þess má geta að alls urðu fímmtán árekstrar i umferðinni i Reykjavik igær
og urðu slys í þremur.
I -JGH/DV-mynd: S
SER- | Ul j „J 5 a , •>*** Jfm ! \
LsjÍ^- \
Kaupfélagísfirðingaflyturúr 1 vörumarkaðnum -sjábis.2 |
Sfldveiði EBE í Norðursjónum | stöðvuð vegna óánægju Dana I — sjá erl. fréttir bls. 6-7 [
JónLog
Margeir
enduðu
í3.-7.sæti
- sjá bls. 2
Óijóstástand
áítalfueftir
kosningar
— sjá erl. grein
bls. 10
Vasadiskó
getaskert
heyrnina
- sjá neytendur
bls.S
Hvaðsegja
stjörnumar
fyrir helgina?
— sjá bls. 35
Lið vikunnar
— sjá íþróttir
bls. 16 og 25
Hvaðer
áseyði
umhelgina
-sjábls. 17-24
Topp tíu
- sjá bls. 37
&
$
I
10