Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1983, Page 2
2
DV. FÖSTUDAGUR1. JOLI1963.
Albert Guðmundsson,
dagpabbi:
Mín fjölskylda vill ekki
annað en pítu. Og það er
allt 1 lagi, því hún er svo
ódýr, þ.e. pítan ekki fjöl-
skyldan, og svo saðsöm að
2—3 krakkaormar geta
rifið í sig einu og sömu
pítuna og orðið saddir af.
Guðrún Helgadóttir,
vörubflstjóri:
Píta er góð að bíta í. Þetta
rímar, er það ekki?
Kolfinnur Andrésson,
þingmannsefni:
Ég er ógurlega gráðugur í
allt austurlenskt. Sér-
staklega er ég gráðugur í
pítu! Ég gæti þess vegna
slafrað hana í mig með
bréfi og öllu saman.
Jóhanna Sigurðardóttir,
verkstjóri hjá
Bifreiðaverkstæðinu:
Þessa stundina borða ég
ekkert nema pítu. Auðvit-
að borða ég líka franskar
og svoleiðis. En ég næ því
ekki hvað pítan er góð hjá
strákunum í Pítunni á
Bergþórugötu.
íbúar við Kleppsveg hafa trúlega velt því
fyrir sér undanfama daga hvað nú standi til
að byggja á svæðinu við Holtaveg. Þar hefur
verið gert allmikið jarðrask síðustu daga og
greinilega framkvæmdir í gangi. En íbú-
amir geta enn horft yfir sundin blá, til Esj-
unnar og fleiri fagurra staða, því að þama á
aðeins að malbika bílastæði. Það er Sam-
band íslenskra samvinnufélaga sem fyrir
framkvæmdunum stendur. Er fyrirhugað að
bílastæðið verði td afnota fyrir þá sem eiga
erindi i Sambandshúsið í Holtagörðunum.
-JSS/-DV-mynd GVA.
Ragnhildur Helgadóttir,
sjómaður:
Ég get bara ekki, hvernig
sem ég reyni, gert upp á
milli pítu með fiski og
pítu með kjúklingi.
„Fyrsta guðlasts-
ákæra í sögu
lýðveldisins”
— segir Úlfar Þormóðsson um kæru
ríkissaksóknara á hendur Speglinum
„Ríkissaksóknari hefur ekki enn
■sýnt mér þó kurteisi að birta mér kær-
tuna.og því get ég næsta lítið um hana
sagt,”.sagði Clfar Þormóðsson, útgef-
andi Spegilsins í samtali við DV.
Ríkissaksóknari hefur sem kunnugt
er kært Spegilinn fyrir að draga dár að
þjóðkirkjunni, fyrir birtingu klám-
mynda og fleira. Ulfar sagöi: ,,Eg hélt
að það væri venja að birta mönnum
kæru áöur en hún er send til fjölmiöla,
en ef til vill er þetta bara húmor ríkis-
saksóknara. Samkvæmt þeim úrdrætti
sem fjöbniðlar hafa birt úr kærunni
ákærir ríkissaksóknari mig fyrir
guölast. Mun það vera í fyrsta skipti í
sögu lýðveldisins sem það er gert og
annað skipti í Islandssögunni.
Eg stóö einn að fjármögnun þess
tölublaðs Spegilsins sem hald var lagt
á og ber því allan f járhagslegan skaða.
Eg stefni ótrauður að því að koma út 3.
tölublaði í lok næstu viku og vona aö
þjóðin taki því vel og flýti sér að ná í
eintök á undan Þórði og hans mönnum.
Ef sala næsta tölublaös gengur ekki vel
verð ég að selja allt mitt, það er alveg
ljóst.” -ás.
Síðasta umferð skákmótsins í Bela
Crkva í Júgóslavíu var tefld í gær. Svo
óheppilega vildi til að þeir Jón L. Arna-
son og Margeir Pétursson drógust
saman og urðu þeir að tefla þrátt fyrir
að þeir mótmæltu við skákstjórann.
Jón sagöi í samtali að skákinni hefði
lyktað með „stórmeistarajafntefli”,
einsog viðværiaðbúast.
Hlutu þeir Margeir því 9 1/2 vinning
samtals og uröu í 3.-7. sæti á mótinu.
Sigurvegari varö Júgóslavinn Mart-
inovic með 101/2 vinning en hann vann
biðskák í gærmorgun og gerði síðan
jafntefli við Murshed frá Bangladesh í
siöustu umferðinni. Murshed þessi
varð annar með 10 vinninga.
Hinir Islendingarnir þeir Jóhann
Hjartarson, Elvar Guðmundsson og
Karl Þorsteins gerðu allir jafntefli í
sínum skákum í gær og hlaut því Karl 8
vinninga á mótinu og þeir Jóhann og
Elvar 7 vinninga hvor.
Jón L. Ámason heldur nú á mót í
Belgrad sem hefst á morgun og
stendur til 18. júlí. Mót þetta er ívið
sterkara en mótið í Bela Crkva. Þátt-
takendur eru 24 og tefla þeir í fyrstu í
þremur riðlum, átta í hverjum. Þannig
verða sjö umferðir tefldar en síðan sex
umferðir í opnum flokki, alls 13 um-
ferðir.
Vegfarendur á Breiðholtsbraut hafa undan-
farið veitt athygli þessum torfustöflum
vinstra megin brautarinnar. Þarna á að
planta í trjábeð og eru þau hugsuð bæði sem
fegurðarauki og snjóvöm. Skógræktarfélag
Reykjavíkur hefur umsjón með gróðursetn-
ingunni. pá/DV-mynd: EÖ.
Hver er þinn
uppáhalds-
matur?
Ólafur Jóhannesson skag-
fírskur sælkeri:
Píta með buffi og frönsk-
um. Láttu mig líka fá
kokkteilsósu með.
— ætlar að reisa lítið verslunarhús á Fjarðarsvæðinu ef leyfi fæst
Starfsmenn Kaupfélags Isfirðinga
hafa undanfarið unnið kappsamlega aö
því að flytja vörur og tæki úr vöru-
markaðinum á Fjarðarsvæðinu á Isa-
firði. Eins og kunnugt er gengu kaupin
á vörumarkaði Ljónsins frá i haust til
baka og var kaupfélaginu gert að yfir-
gefa húsið nú um mánaöamótin.
Sverrir Bergman kaupfélagsstjóri
sagði í samtali við DV í gær aö kaupfé-
lagið hefði sótt um til bæjaryfirvalda á
Isafirði að opna litla verslun á Fjarð-
arsvæðinu. Væri ætlunin að leysa
vandamál hverfisins þar meö þvi að fá
lóð og reisa á henni 100—120 m* hús úr
steyptum einingum. Þetta myndi
einnig létta mjög á búöunum inni i
bænum. Síðan væri stefnan að byrja á
byggingu 1000—1300 m2 vörumarkaðar
strax næsta vor á lóð sem kaupfélagið
á nærri miðbænum.
-JBH.
Saga Kaupfélags Isfirðinga i vöru-
markaðl Ljónsins varð ekki löng. Hús-
næðið var keypt i október 1982. 1 vetur
gengu þau kaup til baka og nú er öllu
lokið. Þegar þessi mynd var tekin i
fyrradag voru kaupfélagsmenn að
ljúka við flutning úr húsinu.
DV-mynd: Valur Jónatansson.
Skákmótið í Bela Crkva:
JónL ogMargeir
enduðu í3.-7. sæti
ísafjörður:
KAUPFELAGIÐ FLYTUR
UR VÖRUMA RKA ÐINUM