Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1983, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1983, Side 4
4 DV. FÖSTUDAGUR1. JÚLÍ1983. VINNUEFTIRLITIÐ HEIMSÆKIR BÆNDUR Vlnnueftirlltið mun koma við á rúm- lega þrjú hundruð býium. Til að byrja með verður lögð áhersla á dráttarvél- ar og tæki en 20 dauðaslys urðu af völdum þeirra á árunum frá 1970 tll 1981.. EftirUtsmenn Vinnueftirlitsins munu í sumar heimsækja nokkurn f jölda býla i hverjum landshluta, rúm- lega þrjúhundruð býli alis. Þetta er í fyrsta skipti sem sh'kt eftirlit er fram- kvæmt á sveitabýlum en þaö var ekki fyrr en með lögunum um aöbúnaö, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sem gengu í gildi fyrir tveimur og hálfu árí, aö landbúnaöur féll undir slíka löggjöf. 1 framtiöinni er stefnt aö því aö taka upp reglubundið eftirlit með öllum bændabýlum landsins. -JGH. Hrafnhildur Schram (lengst t.v.), Björg Þorsteinsdóttir og Ann Sandelin áttu allar þátt i því að koma upp Ásgrims- sýningunni. DV-mynd Einar Ólason. Það var létt yfir þessum sóiarlandaförum sem fóru á vegum Útsýnar á miðvikudaginn til A1 Garve i Portúgal og Costa del Sol. Við Flugleiðaþotuna standa um 170 manns. Sólin var örlát þennan dag á Keflavikurflugveili og von- andi hefur ekkert lát verið á þegar út var komið. Flogið var beint til Portúgal og siðan yfir til Malaga á Spáni. DV-mynd Einar Ólason. Sumarsýning Norræna hússins 1983: Ásgrímur Jónsson og Húsafellsskógur Einn fyrsti landslagsmálari ís- lands, Asgrimur Jónsson, gerði sem barn mynd af Heklu með þvotta- bláma og krít þvi að enga átti hann litina. Hann var fæddur árið 1876 á bænum Rútsstaöahjáleigu í Flóa. Eins og alsiða var um fátæka ungl- inga á þeim dögum fór hann strax eftir f ermingu að heiman til aö vinna fyrir sér, fyrst á Eyrarbakka, síðar á BíldudaL Tuttugu og eins árs gamall tók hann sér far með póstskipinu Láru tíl Kaupmannahafnar með al- eiguna í lausafé, 200 krónur, upp á vasann. Þar hófst eiginlegt listnám hans og framhald sögunnar þekkja flestir. Næstu vikur, til 24. júlí, verða fjörutíu af myndum Ásgríms til sýnis í Norræna húsinu. Kjami sýningar- innar er ellefu olíumálverk úr Húsa- feilsskógi, nær öll gerð á árunum 1940—’50. Þá var listamaðurinn kominn um sjötugt en margir telja að þá hafi hann veríð á hátindi sköp- unarferils síns. Ennfremur eru á sýningunni rúmlega 20 vatnslita-. myndir, margar frá Þingvöllum. Loks hin kunna teikning af Gissurí á Botnum og nokkrar aðrar myndir úr þjóðsögum. Allar myndimar em í eigu As- grímssafns. Forstöðumaður sa&is- ins, Björg Þorsteinsdóttir, Guð- mundur Benediktsson myndhöggv- ari og Hrafnhiidur Schram list- fræðingur völdu myndirnar. Hrafn- hildur gerði einnig sýningarskrá. Hún er i þann veginn að fara aö skrifa bók um Asgrím ásamt Hjör- leifi Sigurðssyni listmálara. I tengslum við útgáfuna veröur reynt að skrásetja og ljósmynda öll verk Ásgríms. Þeir gestir sýningar- innar sem eru svo lánsamir að eiga Ásgrímsmynd era beðnir að gefa upplýsingar um það. Þetta er sjöunda sumarsýning Norræna hússins. Eins og hinar fyrri er hún miðuð við að erlendir ferða- menn fái tækifæri til að kynnast því besta í íslenskri list. Opið er frá 14— 19 daglega. -lhh. A f Veðurstofunni í prestskap í Svíþjóð Gísli Friðriksson, 45 ára gamall Reykvíkingur, vígðist á dögunum til prests i Svíþjóð og hefur nú hafið störf sem prestur í tveim söfnuðum, Gran- inge og Lángsele i Hárnosandstifti. Þaö er sérstætt við feril Gísla að hann hafði um árabil starfað sem loft- skeytamaður hjá Veðurstofu Islands er hann, árið 1977, tók sig upp með f jöl- skyldu sína og hélt til Svíþjóðar. Ari síðar hóf hann guðfraeðinám í Lundi, lauk því námi í fyrra og vígðist til prests 12. júni siðastliðinn. Hann var vígður af Bertil Werkström, biskupi í Hamosand, en hann tekur við embætti erkibiskups hér í Svíþjóð um mánaða- mótin. Gísli er kvæntur Sigríði Bemótus- dóttur og eiga þau 3 böm. GAJ-Lundi. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði --------— •_________________________________________________________________________ ALLTAF PUÐAR NJÖRÐUR Njörður Njarðvík og þelr kumpán- ar virðast telja, að yfirlýsing forseta tslands um að i ráði sé að mynda verðlaunasjóð tll rithöfunda til minn- ingar um Jón Sigurðsson, sé ein- hvers konar aukalöggilding á Rithöf- undasambandi tslands. Það er vitan- lega f jarri öilum sanni. Það er löngu ljóst, að þau samtök eru orðln einkasamtök nokkurra manna, sem telja slg eiga forgang að öllu fé, sem úthlutað er til rithöfunda úr almannasjóðum. A sínum tima gengu aðilar Félags islenskra rithöf- unda til samstarfs í Rithöfundasam- bandinu i von um, að hægt værí að vinna með sálufélögum Njarðar á heiðarlegum grundveill, og það tókst fyrstu árin. En svo virðist vera, sem hæfileiki Njarðar og samherja hans tll slíkra hluta sé bundlnn sömu tak- mörkunum og geta forfallins drykkjumanns að halda sér þurrum. Það er hægt nokkra mánuði, en loglnn innra brennur, og verður óðar en varir að báli á ný. Af þessum ástæðum ákváðu þeir, sem áður höfðu starfað í Félagi is- lenskra rithöfunda, að blása nýju lifl í sitt gamla félag. Þar era nú margir rithöfundar, og félaglð hefur tekið að sér að gæta hagsmuna þeirra. Að þvi er nú unnið, að félagið semji við opin- bera aðila um réttlndi félagsmanna sinna. Hvergi eru í lögum ákvæði, sem ségja, að rithöfundar skuli hafa með sér eitt félag, enda er það i andstöðu við mannréttlndi. Skiptir þar engu máli, þótt Njörður Njarðvík haldl öðru fram. Stjórn Rlthöfundasambandsins hefur hins vegar genglð berserks- gang tll þess að koma Félagi ís- lenskra rithöfunda fyrir kattarnef. Stjórnin hefur notað hvert tækifærl til þess að koma sér og sinum i áhrifastöður þar sem fjallað er um málefnl rlthöfunda, og gert samn- inga við ríkið í nafnl allra rithöfunda. En það puð kemur ekki mál við Fé- lag islenskra rithöfunda. Og er því hægt að taka undir orð i leiðara Morgunbiaðslns sl. flmmtudag; þegar blaðið fjallar um sjóðshug- mynd forseta tslands: „Hvað um Rithöfundasamband ís- lands? Hvað sem lögum þess liður er Ijóst, að það kemur ekki lengur fram fyrir hönd allra rithöfunda.” Þetta er kjarnl málsins. Það má segja, að rithöfundar á is- landi hafi tvlsvar slnnum klofnað í fylkingar. Astæðan i bæði skiptin var pólitiskur yfirgangur kommúnlsta sem gerðu borgaralegum rithöfund- um ókleift að vinna með þelm. Það hefði verið æskilegt að allir rithöf- undar gætu staðið saman að sam- tökum, en hins vegar er engin ástæða til þess að harma það, að borgara- leglr rithöfundar vilji frekar vera með eigin samtök ásamt með þelm öðrum rlthöfundum, sem vilja halda stjórnmálum utan við slik samtök. Þeir sem nú halda um stjómvölinu i Rithöfundasambandlnu hafa beitt sínum völdum ótæpilega, og vitað er, að mlkfll kurr er meðal félags- manna. Er skemmst að minnast siðasta aðalfundar félagsins, en þar mun stjómin hafa lagt tll að höfund- ar kennslubóka i algebru og bók- færslu gætu orðið aðflar að rithöf- undafélagl. Sú tillaga var felld, en sýnir hins vegar, að stjóra Rithöf- undasambandslns er að safna liðl út fyrir raðir rlthöfunda til þess að treysta völd sin. Tfllaga forseta lslands um stofnun rithöfundasjóðs i mlnningu Jóns Sig- urðssonar er mjög tll sóma. Þessi sjóðsstofnun má hlns vegar ekkl verða til þess að löggilda forréttindi stjóraar Rithöfundasambandsins tll þess að ráðskast með málefnl rithöf- unda á isiandi. Nóg era þau áhrif samt. Svarthöfðl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.