Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1983, Síða 12
12
DV. FÖSTUDAGUR1. JUU1983.
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
AOstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: Síöumúla 12—14. Sími 86611. Auglýsingar: Síöumúla 33. Sími 27022.
Afgrciösla, áskriftir, smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19.
Áskriftarverö á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr.
Helgarblaö 22 kr.
Skammhlaup
ríkissaksóknara
Þjóðkirkjan hefur formlega neitað allri aðild og ábyrgð
á skammhlaupi því, sem varð í embætti ríkissaksóknara,
er hann höfðaði opinbert mál á hendur gamanblaðinu
Speglinum fyrir meint guðlast, klám og ýmislegt fleira.
Þjóðkirkjunni er vel kunnugt um, að veraldleg vanda-
mál fylgja fermingum. Frammámenn hennar hafa sjálfir
kvartað um, að fermingar séu gerðar að féþúfu unglinga.
Þeim kemur því ekki á óvart, að grín sé gert að
fermingum.
Þjóðkirkjan er auðvitað betur fær en ríkissaksóknari
um að meta, hvort dregið hafi verið dár að trúarkenn-
ingum hennar og guðsdýrkun. Og hún hefur réttilega
komizt að þeirri niðurstöðu, að svo hafi ekki verið.
Enginn stjómmálamanna landsins hefur tjáð sig á
þann veg, að hann telji sér hafa verið minnkun gerð með
klámi eða á annan hátt í því tölublaði Spegilsins, sem olli
hinu furðulega skammhlaupi í embætti ríkissaksóknara.
1 áratuga langri sögu Spegilsins hafa stjórnmálamenn
ekki frekar en aðrir vanið sig á að gera veður út af inni-
haldi tímaritsins. Þeir hafa talið gamanmál þess vera
eðlilegan eða að minnsta kosti þolanlegan þátt þjóð-
lífsins.
Hlægilegastur hefur ríkissaksóknari orðið af þeim þætti
málshöfðunarinnar, sem snýr að meintu klámi. Samtök
kvenna hafa nefnilega tekið saman stóran bunka inn-
lendra og erlendra tímarita með mun hrikalegra klámi.
Af þeim bunka má sjá, að ríkissaksóknari heldur
verndarhendi yfir sölu á hinu ógeðslegasta klámi í
annarri hverri sjoppu landsins. Hans er ábyrgðin á því
klámi, af því að hann hirðir ekki um að hafa hemilinn,
sem honum ber.
Aðgerðaleysi ríkissaksóknara gegn klámritum hefur
verið skýrt með því, að almenningsálitið telji ástæðulaust
að elta sérstaklega ólar við klám í þjóðfélagi, þar sem
kynferðismál eru að hætta að vera feimnismál.
Árum saman hafa ráðamenn og almenningur látiö
klámritin í friði. Kvartanir hafa verið fáséðar og vægar.
Ríkissaksóknari hefur með aðgerðaleysinu verið talinn
taka tillit til almenningsálitsins fram yfir bókstafinn.
Svo verður skyndilega það skammhlaup, að ríkissak-
sóknari fer að fetta fingur út í meinleysislegt klám í
gamanstíl, sem stingur í stúf við ógeðslegt og alvörugefið
klám, er þessi embættismaður hefur hingað til vemdað.
öll meðferð ríkissaksóknara á Spegilsmálinu er hreint
og tært rugl. Hún hlýtur að vekja umhugsun um, að nauð-
synlegt kunni að verða að búa svo um hnútana, að ekki sé
frekari hætta á skammhlaupi í hinu valdamikla embætti.
Ef dómstólar vísa ruglinu út í yztu myrkur, svo sem
réttmætt er, má telja líklegt, að ríkissaksóknari hafi
bakað ríkissjóði og skattgreiðendum fjárhagstjón með
afbrigðilegum skoðunum á trúmálum, klámi og ýmsu
fleiru.
Ríkissaksóknari tók sér heilan mánuð til að grafa upp
kæruatriði út af því tölublaði Spegilsins, sem hann lét
gera upptækt í maílok. Hann hefur haft nógan tíma til að
láta þjóðkirkjumenn, stjómmálamenn og siðferðismenn
hafa vit fyrir sér.
Af ákærunni er ljóst, að þetta hefur ríkissaksóknara
ekki tekizt. Hann situr því uppi sem dæmigert Spegils-
efni, aðhlátursefni almennings. En í alvörunni eiga ekki
að geta gerzt skammhlaup af þessu tagi.
Jónas Kristjánsson
Eru ekki til úrvals-
rít fyrír böm?
I þinglok vorið 1981 samþykkti
Alþingi að stofna skyldi sjóð til þýð-
inga á eriendum bókmenntum. Sam-
kvæmt lögunum á sjóðurinn að n jóta
tekna úr ríkissjóði samkvæmt fjár-
lögum ár hvert og framlag má ekki
vera lægra en kr. 500.000 miðað við
verðlag ársins 1981. Þessi sjóður er
mjög athyglisvert framlag og ætti að
geta tryggt útgáfu erlendra bóka á
íslensku sem annars yrðu ekki gefn-
ar út. Það er skilyrði af hálfu lögg jaf-
ans, að um sé aö ræða vandaðar er-
lendarbókmenntir.
Það má segja, að töluverð eftir-
vænting hafi ríkt er upplýst var
hvaða rit myndu njóta slíks styrks er
úthlutun fór fram í vor í fyrsta sinn.
Þá var úthlutað rúmlega 1,1 milljón
króna. Þar kenndi ýmissa grasa
og þau verk sem styrks njóta eru öil
góðra gjalda verð. En okkur sem
höfum látiö okkur útgáfu barnabók-
mennta nokkru skipta var þessi út-
hlutun mikill vonbrigðavaldur.
Nefiidin sem að úthlutun stóð veitti
aðeins einnl barna- og unglingabók
styrk. Þykir mér þar svo sannarlega
skjóta skökku við. Það hyggst ég
rökstyðja nánar.
Islenskir bókaútgefendur hafa á
siðustu árum kvartað mikið undan
því að lágt verð á bama- og unglinga-
bókum, en hlutfallslega hár útgáfu-
kostnaður standi í vegi fyrir því að
margar vandaðar erlendar bama- og
unglingabækur séu þýddar á is-
lensku og gefnar út. Framboðiö á
góðum bókum erlendis er mikið og
því um margt að velja, sem gæti
aukið gæði útgáfunnar hér á landi.
Þeim mun frekar er ástæða til að
styðja við bakið á útgáfu barna- og
unglingabóka aö skipulega er unniö
að því að reyna að telja íslenskum
unglingum trú um að bókin sé á und-
anhaldi og í hennar staö komi
„video”, tölvuspil og svokallaöir
spilakassar. Ég er ekki tilbúinn til að
fordæma þau fyrirbæri alfarið. Þeir
em áreiðanlega margir sem geta
haft ánægju og jafnvel lifsfyllingu af
slíkum tólum. En þeir em fleiri, sem
Kjallarinn
SigurðurHelgason
Og þá er ekki úr vegi aö gera sér
aðeins grein fyrir því hvaöa aðiiar í
íslensku þjóðfélagi leggja eitthvað af
mörkum i þágu bamabókaútgáfu.
Það er fljótupptalið. Fræðsluráð
Reykjavíkur hefur um árabil veitt
bestu frumsömdu og bestu þýddu
barnabókinni á íslensku verðlaun ár
hvert. Það er eina hvatningin sem
þeir aðilar er við þessa iðju fást
njóta. Og hún er svo sannarlega
þakkarverð. En væri úr vegi að gera
eitthvert átak í þessum efnum?
Spumingin er sú, hvort þeir aðilar
sem gefa út bækur á Islandi stefni
skipulega að því að gera útaf við
bókaútgáfu í landinu. Hvort þeir telji
markaðinn fyrir barnabækur ekki
þess verðan að sinna honum og
reyna að bæta hann frekar en hitt?
áBfc „Framboðið á góðum bókum erlendis er
^ mikið og því um margt að velja, sem gæti
aukið gæði útgáfunnar hér á landi.”
myndu ef kostur væri frekar lesa
góðar bækur heldur en horfa á video.
Dapurlega lítill hlutur
Það er menntamálaráðuneytið
sem stýrir þýðingarsjóði þeim sem
fyrr er um getiö. Það er umhugsun-
arvert hversu „glæsilegur” hlutur
þeirra stofnunar er varöandi upp-
byggingu bamabókaútgáfu á
Islandi. Hlutur þeirrar stofnunar
sem ber ábyrgð á menntun þjóðar-
innar og ætti að ganga fram fyrir
skjöldu er svo dapurlega lítill, ef
hann er þá einhver, að við liggur aö
tárum taki. Og þá er þáttur þeirrar
stofnunar í uppbyggingu bókasafna
á Islandi ekki ýkja stór og langt frá
því að vera samboðinn „bókaþjóð-
inni”. En þaö heiti nota ráðherrar og
ráðamenn viö hátiöleg tækifæri, en
raunveruleikinn er með öömm og
óglæstari hætti. Hann er til skamm-
ar.
Það liggur alveg í augum uppi aö til
þess að fólk lesi bækur um alla fram-
tíð þá þarf að gera ráð fyrir að böm
og unglingar haldi áfram þeirri iðju.
Annars líður að því að „neytendum-
ir” verði ekki lengur fyrir hendi. Og
hvað erþá til ráða?
Atján þúsundirnar sem mennta-
málaráðuneytið sá ástæðu til að
veita bömum og unglingum þessa
lands til að tryggja þeim erlendar úr-
valsbókmenntir eru í rauninni hrein
móðgun við þann stóra hóp þeirra er
lesa bækur reglulega. Þær era um
1 1/2% þeirrar fjárhæðar sem veitt
var úr þýðingarsjóðnum og það sjó
allir þeir sem þetta lesa, að hlutfallið
milli fjölda lesenda í yngstu aldurs-
fiokkunum og fjárhæðarinnar sem
bækur við þeirra hæfi fá er algjör-
lega fóránlegt. Og svo sannarlega
vona ég að þetta gerist ekki aftur.
Sigurður Helgason
bókavörður.