Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Síða 3
DV. FÖSTUDAGUR 29. JtJLl 1983. 3 Fram aö þessu haföi hversdagsleik- inn verið athafnasvið persóna, al- gengt var að sagan f æri f ram á heim- ilinu, á götunni eða í versluninni, kringumstæðum sem lesendur þekktu. Hetjurnar hræröust hins vegar í framandi heimi. Yfirleitt reyndist tilurð þeirra lesendum erfiðasti kyngibitinn og því fer sköpunarsaga þeirra einatt fram við aðstæður sem eru lesandanum meö öllu ókunnar. „Superman” (ofurmennið í ísl. þýð.) er kominn frá annarri plánetu, Tarzan apabróðir hlýtur uppeldi í frumskóginum. Þannig er reynt að mynda sköpunarsögu sem skýrir hina ofurmannlegu þætti hetjunnar og gerir þá trúverðugri í augum les- enda. Atburðarásin einkenndist af hraða, spennu og dramatískum at- vikum, sem oft varða afdrif alls mannkyns, í það minnsta vestrænn- ar menningar. Það voru hetjurnar sem tryggðu að jafirivægi héldist í hinum óstöðuga heimi. Einkenni hetjunnar voru óhaggan- leg réttlætiskennd, áræöi og þor. Þá mættu þær öllum hættum með bein- um líkamlegum átökum og jafnan plánetunni Krypton sem er flestum illmennum afar óaðgengileg. Félagsfræðingar telja að Super- man hafi verið persónugerður óska- draumur Ameríkana á þeim miklu ólgutímum þegar Hitler reis upp sem illskan s jálf meö ótakmörkuð völd. Þrátt fyrir miklar vinsældir er ekki svo aö skilja að ævintýrasögum- ar hafi y firtekið markaðinn með öllu. Teiknaðar kvikmyndir Walt Disney slógu rækilega í gegn um 1930 og því eðlilegt að móttökunum væri fylgt eftir með teiknimyndaseríum. Mickey Mouse hlaut eigin seríu og naut mikilla vinsælda á þriðja ára- tugnum. I þessari seríu birtist eitt sinn skapstirð og uppstökk önd, sem átti eftir að vinna hug og hjörtu bama og unglinga um viða veröld. Þetta var „Donald Duck” eða Andrés önd eins og hann er nefndur á íslensku. Þegar þessar línur eru ritaöar er byr jað að gefa út vikurit á Islandi með þessari makalausu önd. Svipuðum dýraseríum fjölgaöi mikið, en þrátt fyrir að um dýr sé að ræða, þá er jafnan höföað til sér- kenna mannsins, innst inni eru þau mannlegar verur. Bringing Up Father aftk Q. McManua. Qiaaur Guiiraaa ar dmmi um teiknim yndaseríu sam hafur haldið vinamldum ainum fram á þennan dag. einar. Þær þurfa enga aöstoð hins op- inbera. „Auðvitað eru ævintýrin afar ein- föld og yfirborðskennd, líkt og les- endumir sem höfðað er til,” segir JomSteranko, frægur teiknari, „þau hafa engu að síður sterkan siðferðis- legan boðskap.” Ævintýrin endursegja aðeins það sem hefur verið meginviðfangsefni skálda, allt frá kviðum Hómers og fram til okkar tima. Hið góða sigrar þaðillaaölokum. Þáttaskilin má rekja til ársins 1929 með útgáfu teiknimyndaflokkanna „Tarzan” og „Buck Rogers”, en þess háttar seriur voru áður óþekkt- ar. Flestum ætti að vera kunnur teiknimyndaflokkurinn um „Tarzan”. En hin er vísinda-skáld- saga (science-fiction) um geimhetju sem sífellt á í erjum við Ula innrætta menn, og beitir tækninni óspart í bar- áttunniviðþá. I kjölfar þessara fylgdi mikUl fjöldi annarra af ýmsum gerðum. Þar má m.a. nefna, leynUögreglu-, galdra-,flugmanna-, boxara- og ridd- arasögur. Nokkrar þessara eru vin- sælar enn þann dag í dag þó flestar hafi horfið í hringiðu nýrra viðhorfa. Hámark ævintýranna verður að teljast, er myndaflokkurinn um „Superman” kom fram fyrir augu almennings árið 1938. Þar er komin hin endanlega hetju-imynd. „Super- man” er nær almáttugur í eiginlegri merkingu þess orðs. Eini veikleikinn er að hann missir mátt sinn í návist steintegundarinnar kryptonite. Bót í máU er þó, að sú steintegund fyrir- finnst aðeins á fæðingarstað hans, Samtökin (The Syndicates) Um 1913 verður breyting á fram- leiösluháttum blaðanna í kjölfar stöðugrar fjármagnsþjöppunar og miðstýringar hennar. Fram að þess- um tima höfðu blöðin ráðiö til sín teiknara, en vegna aukinnar eftir- spumar vom stofnuö fyrirtæki sem sáu um dreifingu teiknimyndaseria. Þau keyptu efni frá teiknurum og seldu tU blaða, þar sem einstök blöð gátu ekki fullnægt eigin þörf. Enginn vafi er á að efnahagslega var teikn- urunum akkur í samtökunum, en hms vegar þóttu þau standa í vegi fyrir möguleikum teiknara til að út- færa eigin stU. Þegar á heildina er litið er óhætt aö telja samtökin hafa verið iðnaðinum til framdráttar með dreifikerfi sínu og útbreiöslumögu- leikurn, þó einstaka höfundar hafi lent í skæmm ritskoðunar. I Bandaríkjunum eingöngu em nú starfandi um 280 slík samtök og áætl- uð ársvelta var 1973 um 100.000.000$. Geti tölur gefið einhverja hug- mynd um umfang þeirra þá má geta þess að ein stærstu samtökin ,JCing Feature Syndicate” selja mynda- flokkinn „Blondie” (Stina og Stjáni, Ljóska). Myndaflokkur þessi er les- inn í 53 löndum og kemur út í 148 blöðum, upplagið er ca. 55.870.000. Ef reiknað er með að 3 lesendur lesi hvert eihtak, þá má segja að ca. 167 mfiljónir lesi myndasögu þessa dag- lega. Þetta gæti gefiö nokkra innsýn i umfang þessa iðnaöar. Hasarblöðin (The Comic Book) I rúmlega þrjátiu ár haföi teikni- AUEWJNN VESITIRSKI hefði öruggiega ekki farið að arka suður til Rómar ef Flugleiðir hefðu verið byrjaðir með bílaleigupakkana til Evrópu! Þegar Auðunn vestfirski hafði fært Danakonungi bjarndýrið eins og frægt varð um árið, lagði hann upp í labbið mikla suðurtil Rómar til þess að fá aflausn synda sinna hjá páfanum. Páfinn situr að vísu enn I Róm en nú er orðið minniháttar mál að komast þangað. Flug og bílferðir Flugleiða til borga Evrópu eru sennilega ódýrasti ferðamátinn í dag. Afsl. f. börn Borg Verð kr. 2-11 ára Brottfarard. París 12.312,- 4.900.- Laugardagur Kaupmannahöfn 12.958,- 5.100,- Þriðjudagur Stokkhólmur 14.088,- 5.800,- Miðvikudagur Gautaborg 13.170,- 5.100,- Fimmtudagur Osló 13.996,- 4.700,- Miðvikudagur Glasgow 10.297.- 3.900.- Föstudagur London 11.551,- 4.500.- Föstudagur Frankfúrt 12.328,- 5.000,- Fim/Sun Luxemborg 12.296,- 5.100,- Föstudagur Verðið hér að ofan miðast við að fjórir séu saman um góðan 5 manna bíl í tvær vikur. Auðvitað er líka hægt að vera 1, 3 eða fleiri vikur og fá bæði minni og stærri bíla. Innifalið er flugfar og bílaleigubíll með ótakmörkuðum akstri. Ekki er innifalið bensín, flugvallarskattur, kaskótrygging og söluskattur af bílaleigubíl. Við minnum einnig á ódýra hótelgistingu, svo og sumarhúsin í Þýskalandi og Skotlandi, sem dæmi má nefna að gisting á góðum hótelum í Bretlandi, svokallað „Drive away UK", kostar frá kr. 712,- pr. manná nótteða frá kr. 9.968 - í tværvikur. Miðað er við gengi 1/7 1983 Allar nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðs- menn og ferðaskrifstofur. Skyldi Auðunn hafa verið með bílpróf? FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.