Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Side 8
8
DV. FÖSTUDAGUR 29. JÚLl 1983.
Svo sem alkunna er var refsing sakamanna til
forna sú aö þeim var gert aö leggjast út í óbyggðum.
Þessi tyftunaraöferð, ef svo má segja, var viö lýöi á
íslandi allt frá fyrstu öldum íslandsbyggðar og leið
ekki undir lok fyrr en komiö var fram á miöja
nítjándu öld er farið var að koma upp sérstökum
hegningarhúsum í landinu.
Ekki er vitað meö vissu hversu mörgum forfeörum
okkar var gert að sæta þessari hegningu en víst
þykir að þeir hafi skipt allnokkrum tugum. I því sam-
bandi er skírskotað til margra sagna og munnmæla
sem varðveist hafa um hætti útilegumanna og ýmsar
þær skráveifur sem þeir áttu að hafa gert saklausum
bændalýð, svo sem með stuldi búfjár.
En sannleiksgildi margra útilegumannasagna
hefur verið dregið í efa, enda var það svo á fyrri
öldum að menn óttuðust mjög návist þessara saka-
manna og eins og gengur leiddi sá ótti oftar en ekki af
sér ýmsar ýkjur á framferði þeirra og háttalagi. Er
ekki óraunsætt að segja að útilegumenn hafi verið
grýlur sínstíma.
Hér á eftir fer nokkur samantekt um íslenska úti-
legumenn og er henni skipt í þrjá hluta. Fyrst liggur
leiðin að afar merkilegum húsarústum sem fundist
hafa í Grindavíkurhrauni á sunnanverðum Reykja-
nesskaga þar sem menn ætla að útilegumenn, eða -
maöur, hafi búiö einhvern tíma í fyrndinni. Á öðrum
stað er að finna einskonar útilegumannaannál og má
þar lesa umsögn um nokkra þá skógarmenn sem
vitað er um með vissu að hafi átt sér bústað í óbyggð-
um íslands. Þriðja hluta umfjöllunarinnar er svo
varið í svolitla hugleiðingu um fyrirbærið „útilegu-
maöur”.
-SER.
i'. .. sSéPS
Hlutl rústanna í Grindavíkurhraunl. Þ*r ern margra alda gamlar en eru svo vel faldar í hrauninu að þsr fundust
ekki fyrr en seint á síðustu öld. Mjög erfitt er að lelta tóttirnar uppi frá byggð og hafa því aðeins fáir komist til að
skoða þær. DV-myndir Gunnar V. Andrésson.
Merhar en fáþehhtar útlaga-
búöir inni í Grindavíhurhrauni
Hinar merkilegu húsarústir, sem
nefndar eru í formála og menn ætla að
útilegumenn hafi gist einhvemtíma í
fymdinni, er að finna inni í miðju
Grindavíkurhrauni, um það bil sjö
kílómetra vestur af kaupstaðnum.
Hraunið á þessum slóðum er mjög
gróft og afar seinlegt yfirferðar, og er
það sennilega meginástæðan fyrir því
hversu örfáir núlifandi menn vita hvar
tóttannaeraðleita.
Rústirnar eru líka með ólíkindum vel
faldar í hrauninu og þar átti og á að
jafnaði enginn leið um. Þær vom
mönnum ókunnar um aldir þar til þær
fundust af tilviljun seint á síöustu öld.
Tóttimar eru niðri í og við litla
hraunkvos sem er opin móti vestri.
Hefur apalhraunið þar fyrir austan
kvíslast í tvennt og þannig myndað
kvosina. I kvosarbotninum er slétt
helluhraun, alþakið aldagömlum
mosa en litlum sem engum öðrum
gróöri. Þama eru leifar af mörgum
smáum kofum, hlöðnum úr grjóti og
hraunhellum, og tvær rústir em uppi á
brún apalhraunsins fyrir sunnan kvos-
ina.
Sá kunni náttúmfræðingur, Þorvald-
ur Thoroddsen, skoöaöi rústirnar sum-
ariö 1883. Ekki er honum fullljóst í
hvaöa tilgangi kofarnir hafi verið
byggðir en segir þó: „Þar hefur lik-
lega einhvern tíma í fymdinni verið at-
hvarf manns, sem einhverra orsaka
vegna hefur orðið að flýja úr byggð-
inni.” Þorvaldur þorir eðlilega ekki aö
fullyrða að rústimar hafi veriö
byggðar af útilegumanni en bendir
samt á sagnir um stigamenn og úti-
legumenn á Baðvöllum nálægt Grinda-
vík og ýjar þannig lauslega að því hver
uppruni kofanna hafi veriö.
Margir hafa reyndar látiö í ljós hug-
myndir sínar um ástæöu þess aö stein-
kofar þessir hafi verið byggðir og eru
margar skýringar gefnar. Flestir telja
þó líklegast að tóttimar séu leifar vist-
arvera einhverra sakamanna. Er aðal-
röksemdafærslan, fyrir þvi að svo sé,
sú að skammt fyrir norðan kvosina,
sem rústimar em í, er annaö hraunvik
sem gengur inn af sömu hraunslétt-
unni. Innst í því hefur verið hlaðiö upp í
öll skörð svo að þar hefur myndast
aðhald sem varla hefur verið gert til
aimars en að handsama í fé. Hraunvik
þetta er opið að framan svo að ekki
hefur verið um eiginlega fjárrétt að
ræða. Þegar haft er í huga á hver ju úti-
legumenn lifðu fjor á öldum verður
ekki horft framhjá því að þessi rök fyr-
ir því að umræddar tóttir séu fyrrum
útilegumannabúðir eru mjög sterk.
Alls ern kofarústiraar tiu talsim og sést hér eln peirra sem aö lfklndum hefur veriö notuð sem geymsluhjallur undir
þorrkaö kjöt.