Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Page 9
DV. FÖSTUDAGUR 29. JULI1983. 9 f slenskir litllegumenn tíl forna: „Óælir og ó^rjandr’ Samkvæmt lögum þjóðveldisins foma, sem skráö eru i Grágás, var skóggangur þyngsta refsing sem til .var. Menn sem fyrir slíku uröu voru kallaðir skógarmenn og var skógar- maður „óæll, óferjandi og óráðandi öll bjargráð”. Skóggangur var ævi- langur og hvergi er það nefnt í lögum að skógarmaður hafi fengiö aftur frelsi sitt eftir ákveðið árabil. Orðið skógarmaður bendir til þess að gert hafi verið ráð fyrir að sekir menn leituðu hælis í skógum. En sennilega er oröið að uppruna frá Noregi þar sem hægara var um vik en hér að fela sig í víðáttumiklum eyöiskógum. I Islendingasögum eru margar og miklar frásagnir um seka menneða skógarmenn sem leituðu ýmissa bragöa til að forða lífi sínu. Sumir leituðu athvarfs hjá einhverjum vin- veittum höfðingja sem hélt þá á laun. Aðrir komust af landi brott og enn aðrir leituðu til óbyggðra staða og lifðu á ránum. Það eru aðeins hinir siöastnefndu sem hér skipta máli. Orðið útilegumaður kemur fyrir á nokkrum stöðum í fomritum og er haft um ránsmenn og illvirkja sem rændu í byggðum. Virðast sumir þeirra hafa legiö á fjöllum uppi en aðrir verið óaldarmenn í byggöinni. Þegar hart var í ári gátu sh'kir ráns- menn orðiö landplága. Eftir að þjóðveldiö foma leið undir lok var hætt að dæma menn í skóg- gang því að ríkisvaldið tók þá sjálft að fullnægja sínum eigin dómum. En eigi að síöur reyndu margir saka- menn að foröast refsingu laganna. Það var eins og áður einkum með þrennum hætti. Sumir komust til út- landa. Aðrir leituðu á náðir vina sinna er héldu þá á laun og loks vora þeir sem héldu til óbyggðra staða og leyndust í hellum eða hreysum, er þeir byggðu, og hfðu flestir að ein- hverju leyti á þjófnaði. Aðsjálfsögðu studdust þeir einnig við þau gæði sem landið haföi upp á að bjóða, svo sem silungsveiðar og fuglatekju. I einstaka tilviki er jafnvel vitað til þess að þessir menn hafi rekiö litils háttar búskap við hreysi sín. Það eru þessir síðasttöldu menn sem orkuðu svo á ímyndunarafl þjóöarinnar aö hún skapaöi hina íburðarmiklu útilegumannatrú. Fólkið í sveitunum, sem bjó við þröngan kost, hugsaði sér að milh jökla og háfjalla væm gróðursæhr dahr þar sem útilegumenn byggju við allsnægtir og nytu þeirra gæða sem byggðafólkið sá aðeins í draumi. En ef athuguð em þau gögn sem til em um „raunverulega útilegu- menn” verður útkoman önnur því vægt mun vera til orða tekið þegar sagt er að skógarmenn hafi hfaö við eymd og volæði. Þykkur mosinn á hlöðnum kofaveggjunum seglr til um háan aldur rústanna. Það em ahs átta rústir steinkofa i sjálfri hraunkvosinni auk þeirra tveggja sem eru uppi á hraunbrúninni og áður er getið. Kofamir eru mjög misstórir. Ahar verða tóttirnar að telj- ast heldur litlar ef um mannabústaði er að ræða sem flest rök hníga aö. Stærsta tóttin er innst í kvosinni og hefur verið byggð í hraunviki og að norðanverðu hefur hraunbrúnin verið notuð fyrir vegg. Þessi tótt er lang- mest úr lagi gengin af öllum tóttunum svo að erfitt er að ákveða lögun hennar og stærð. Þó viröist hún hafa verið um fjórir metrar á lengd að innanmáh og hálfur annar metri á breidd þar sem hún er breiðust. I henni hefur verið milhgerði sem skipti henni í tvö her- bergi. Þykir þessi tótt líklegust til að hafa verið hinn eiginlegi mannabú- staðurbúðanna. Þrjár nokkuð jafnstórar tóttir mynda röð yfir þvera kvosina og horfa þær skáhallt hver við annarri. Em þær um þrír metrar aö lengd og rúmur metri að breidd að innanmáli. Á veggj- um og göflum þeirra em dáhtil vind- augu og hefur verið bent á að þessir kofar hefðu getað verið geymsluhjah- ar fyrir þurrkað kjöt af sauðfé sem sakamenn höföu smalað í áðumefnt aðhald sitt. Ein tóttanna er hringmynduö og hggur hún næst þeirri tótt sem greint var frá að ofan sem hklegum manna- bústaö. Veggir hennar em miklu lægri en hinna tóttanna. Þar hafa fundist aska og skömngur úr jámi og liggur þvi beinast við að halda aö hér hafi veriö um eldhús eða eldstæði búðar- mannaaðræða. Að lokum skal geta tóttanna sem em uppi á hraunbarminum. Þykir afar lik- legt að þær hafi verið notaðar til að skyggnast um annaðhvort eftir sauðfé eða ferðalöngum, nema hvort tveggja hafi verið. Sést þetta best á annarri tóttinni sem lfkist helst htlum tumi. Aö lokum skal aðeins minnst á aldur rústanna. Þær em alþaktar mosa og hljóta því að vera nokkurra alda gaml- ar. Til þess bendir það einnig að engin munnmæh era til um þær. En um ná- kvæman aldur er vafasamt að dæma og þeim mun vafasamara ef gengiö er út frá því aö staöurinn hafi verið byggður útilegumönnum því ómögu- legt er að segja um hver þeirra mörgu útlaga sem höfðust við í óbyggðum Reykjaness á fyrri öldum hefur fundið sér þama felustaö. Aldur rústanna er því mönnum jafn- mikil þraut og það er að leita þær uppi í grófu og seinfömuGrindavíkurhrauni. Séð ofan í hraunkvosina þar sem átta af tiu kofarústum búðanna er að finna. Hinar tvær eru uppi á hraunbrúninni og hafa líklega verið notaðar til að skyggnast um eftir sauðfé eða ferðalöngum, nema hvort tveggja hafi verið. Eins og myndin ber með sér falla tóttiraar mjög vel inn í eyðilegt en jafnframt hrikalegt landslag hraunsins og því vand- fundnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.