Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 29. JULI1983.
11
Brotíeg í opinberum hórdómi
I Setbergsannál segir meðal annars
um árið 1677: „Okyrrleiki af stuldi og
ráni var þá víða um landið. Urðu menn
þá varir og vísir, að þjófar lágu á fjöll-
um uppi og drápu naut og sauði til mat-
ar sér. Var og í byggðum víða stolið
sauöum úr f járhúsum. . .” Ekki er vit-
að hvaða útilegumenn þarna voru að
verki.
Eyvindur nokkur Jónsson úr ölfusi
og Margrét Símonardóttir, fylgikona
hans, lágu þó á þessum árum úti á
ýmsum stöðum á Reykjanesfjallgarði
og þar í grennd. En víst þykir að þau
hafi ekki getað valdið öllum þessum
stuldum, ef rétt er skýrt frá.
Annars er Eyvindur þessi og fýlgi-
kona hans Margrét eitthvert frægasta
útilegupar tslandssögunnar ef frá eru
talin Eyvindur og Halla. Hefur
Eyvindur Jónsson jafnan verið kallað-
ur Eyvindur eldri til aðgreiningar frá
Fjalla-Eyvindi. Hans er getið í alþing-
isbókinni 1678 og mörgum annálum.
Segir alþingisbókin að ,,þær stórbrota-
manneskjur Eyvindur Jónsson og
Margrét Símonardóttir hafi burthlaup-
ið úr heimasýslu sinni (Ámes-) fyrir
um tveimur árum og í opinberum hór-
dómi brotleg orðiö sín á millum meö
barneign, hann eigingiftur, en hún í
einföldum hórdómi áður fundin.” Síðar
segir alþingisbókin: „Höfðutéðarper-
sónur á þessum tveggja ára tíma sam-
an haldið sig fyrir ektahjón, sem hér-
aðsdómurinn á vísar, urðu svo höndl-
aðar í einum helli suður undir Erfis-
eyjarsandi í Kjalarnesþingi og teknar
þann 20. oktobris með fóla af nauta-
kjöti og öðrum hlutum.”
Eyvindur og Margrét tóku aðeins út
„líkamlega refsingu” eins og annálar
greina frá, en frá henni er ekki nánar
skýrt.
Hvað sem því leið tóku þessar
„vandræðapersónur” sig aftur til úti-
legusamvista og fundust báöar í einni
rekkju og einu hreysi undir bjargskúta
í ölfusi. Voru þær þá teknar og færðar
til öxarárþings í jámum með fimm
fiskum og tveimur mathnifum sem í
hreysi þeirra fundust. Síðan voru þau
bæði dæmd til dauöa, hálshöggvin.
Séraukmeð
eiginkonu og viðhaldi
Árið 1681 var Loftur Sigurösson tek-
inn með f járrekstur á f jöllum uppi og
líflátinn. Frá þessum atburði er sagt í
mörgum annálum. Er ítarlegasta frá-
sögnin í Grímsstaðaannál, en þar seg-
ir: „Loftur Sigurðsson var til dauöa
dæmdur á Berufjarðarþingi af
Magnúsi Jónssyni lögmanni þann
fjórtánda desember 1681. Hans sök var
sú aö hann strauk meö konu sinni og
annarri, sem hann hélt við, norður á
fjöll fram frá Hrútafiröi. Hann framdi
mikinn stórþjófnaö í sveitum, bæði á
dauðum hlutum og lifandi.” Áætlar
annállinn aö alls hafi Loftur stolið um
hundraö fjár á þeim tíma er hann
dvaldiíútlegðsinni.
Sem gefur að skilja líkaði bændum í
nágrenninu þetta athæfi hans miöur
vel. Fylktu þeir liði eitt sinn, eltu hann
austur um fjöll seint um haustið og
náðu honum um síðir því að sn jór hafði
falliö og spor sáust., Jfann var á fimm
eður sex hestum og rak fyrr áminnzt
frekt hundrað fjár, hvað allt var stolið,
bæði féð og hestarnir, svo og það sem á
þeim var borið.” Loftur var svo tekinn
fastur af bændunum og færður til
Reykhóla, Magnúsi lögmanni, og af
honum dæmdur til dauða sem fyrr seg-
ir „ogaftekinn snartþareftir.”
I öörum annálum en Grímsstaðaann-
ál er getið um fjögur eða fimm böm
Lofts sem hann átti með þessum
tveimur konum sem voru með honum í
útilegunni.
Hengdir, drekkt
eða háishöggnir
Allt fram undir miðja nítjándu öld,
geta íslenskir annálar útilegumanna
og þeirra skráveifa sem þeir ollu
bændum. Frá aldamótunum 1700 er
vitað um alls þrettán tilfelli þar sem
annaðhvort einn eða fleiri sakamenn
hafa lagst út í óbyggðir til að flýja refs-
ingar sínar eða siðferðileg afglöp.
Undantekningarlítið fór fyrir þeim öll-
um, eins og flestum þeim sem hér á
undan hefur verið sagt frá, að þeir náð-
ust og voru dæmdir til dauöa, ýmist til
hengingar eða hálshöggvunar eða
þeim var drekkt sem algengt var þeg-
ar um kvenfólk var að ræða. Aðrir
voru þeir sakamenn sem lagst höfðu út
sem fengu vægð hjá dómurum. Var
refsing þeirra þá yfirleitt á þá leið að
þeir voru strýktir eða markaðir eða
eins og segir um afdrif tveggja útlaga
sem fundust í Skagafirði laust fyrir
miðja átjándu öld, „þeir voru járnaðir
og settir i gapastokk og síöast markað-
ir og flengdir á þingi. ..” Loks voru
þeir örfáir útilegumenn sem sluppu
meö allar refsingar, komust úr landi
óséðir eða gátu leynst yfirvaldinu allt
fram í andlát sitt. Aðeins er vitað um
eitt tilfelli hvað því síöastnefnda við-
víkur.
Hversu margir voru
útíagar ísiandssögunnar?
Hér hefur ekki verið getið frægustu
útilegumanna Islandssögunnar, þeirra
Amesar Pálssonar og Fjalla-Eyvindar
svo og þeirra manna sem urðu efnivið-
ir í þrjár Islendingasögur; Grettissögu
Asmundarsonar, Gíslasögu Súrssonar
og Harðarsögu og Hólmverja. Þetta er
gert að yfirlögðu ráði. Fyrir það fyrsta
yrði allt of langt mál að rekja örlaga-
sögur þeirra svo vel væri. Hitt er líka,
að þessir goðumlíku útlagar eru þjóð-
inni kunnari en svo aö ástæða sé til að
auka þar nokkuð á. Þvi segjum við
skilið við þennan stuttaralega útilegu-
mannaannál.
Þó eitt i lokin: Hvað áætla annálar
að margir Islendingar hafi lagst út í
óbyggðir á því tímaskeiði sem útlegð
var gild refsivist í landinu?
Að því er best verður séð má áætla
að íslenskir útilegumenn í aldanna rás
hafi verið rúmlega hundrað. Af þeim
fjölda er aðeins vitað um fáa þeirra
með fullu nafni. Hinir eru mun fleiri
sem litlar sagnir fara af, aðrar en að
þeir hafi lagst út og dvalið i óbyggðum
um einhvern tíma. Af þessu hundraði
mun um helmingur hafa hlotið dauöa-
refsingu er til náðist, fyrir þær sakir að
hafa stolið búfé sér til matar og öðru
fémætu eða fyrir enn verri afglöp, eins
og manndráp. Sá helmingur sem eftir
er slapp hins vegar meö lítilsháttar
tyftanir enda var þá um aö ræöa menn
sem fóru heldur friösamlega um í út-
legð sinni og þáöu gjafir kunningja og
venslamanna til útsveita.
Útilega, opinn eldur og
'&hcVv
Enginn poki án pakka
frá '&htiVi
u
m
1
I
I
I
*
“7
ÁSBJÖRN ÓLAFSSON HF. HEILDVERSLUN BORGARTÚNI33 - 105 REYKJAVÍK SÍMI24440