Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 29. JUU1983.
fyrir kaffi, ræktaö á einum hektara
lands, fái hann fimm hundruð doll-
ara á ári en ef hann seldi óaldar-
flokkum laufin af einum kókahekt-
ara sinum ólöglega fengi hann aö lík-
indum fimm þúsund dollara fyrir
vikið.
Hvort hann hugsi um gróðavon-
ina? Hann dregur enga dul á það. En
hann segist fremur vilja starfa
óáreittur með löglegum hætti en eiga
sífellt yfir höfði sér að stjómin
hneppi hann í varðhald fyrir refsi-
verð afglöp. Oskir Ventura eru aörar
en að hagnast á ólöglegri kókaín-
ræktun. Þær eru að koma skólamál-
mn héraðsins á réttan kjöl. „Fræðsla
er forsenda framfara,” bendir bónd-
inn á. „Með árunum gæti ef til vill
skapast grundvöllur fyrir iðnað hér í
grenndinni,” segir Ventura og bætir
við: „En áður en til þess kæmi, yrði
raforka að vera fyrir hendi. Og það
kann að taka sinn tíma. Hvað sem
þessu líður verður maður að horfa
björtum augum fram á við. Ef bjart-
sýnin er ekki ráðandi þá er lífið lítils
virði,” segir Testino Ventura að
síöustu.
Á einum stað í íbúð bóndans, sem
áður var rætt við, hangir uppi mynd
af spánskættaða jesúítaprestinum
Luis EspinaL Hann var mikilhæfur
rithöfundur jafnframt því að sinna
köllun sinni. En honum var rænt í
marsmánuði 1980 þegar hann var á
leið heim til sin úr kvikmyndahúsi í
höfuðborginni La Paz. Lík hans, sem
var illa útleikið — eins og raunar
altítt er við morð í allri Suöur-
Ameriku — fannst daginn eftir. Nöfn
þeirra grunuöu birtust i blöðunum.
En ekkert var aöhafst enda var þá
bráöabirgðaforseti í Bólivíu. Stjóm-
in var máttvana. Voldugastur var
yfirmaður hersins, hershöföinginn
Luis Garcia Mesa. Hann stóð fyrir
stjómarrofinu í júlí á þessu sama ári
og varð ríkisstjóri fyrir vikið. Gueil-
er, fyrrverandi forseti, leitaði í út-
legð — það gera þeir venjulega —
eftir að hafa veriö í felum i fjóra
mánuði i sendiráði Vatikansins i La
Paz. Þessar staöreyndir eru dæmi-
gerðar fyrir ástand þjóðmálanna í
Bólivíu.
Fjallið setn ól
af sór þjóðina
Námavinnsla er gömul starfsgrein
í Bólivíu, ef ekki sú elsta þar í landi. I
fjallinu Potosi sem liggur utan í And-
esfjöllum er að finna námur sem
sagt er aö hafi aliö af sér bólivisku
þjóðina.
Ekið er upp krókóttan fjallveg,
hærra og hærra, þar til komið er í um
þrjú þúsund og fimm hundrað kíló-
metra hæö frá sjó. Hið keilumyndaða
reglulega lagaða námufjall sést
löngu áður en komið er að sjálfri
námuborginnL
Hún var eitt sinn stærsta borg
Ameriku og reyndar ein af þeim
stærstu í heimi. Þaö var á sautjándu
öld. Þetta er borg sem f jallið fæddi af
sér og að sumu leyti einnig ásælni
manna eftir auðæfum því að fjallið
varúrsilfrL
E1 Cerro de Potosi. Það varð helgi-
sögn, hugtak. Sendimenn Spánar-
konunga fóra að vinna þar strax eftir
silfurfundinn árið 1545. Lukkuriddar-
ar streymdu að til þessa fráhrind-
andi, kalda staðar i berum Andes-
f jöllunum, á svæði sem fyrst um sinn
var kallaö „Háa-Perú”. Síðan reis
upp á þessum slóðum stór bær þar
sem bjuggu innan fárra áratuga eitt
hundrað og fimmtíu þúsund manns.
Þaö var æriö blandaður lýður. Bær
þessi gekk undir nafninu JfBabýlon
Ameriku”.
Eitt er vist að auðugur var hann á
sínum tíma. Og auk silfuræðanna
fundust þar líka skáldlegar æðar
sem komu að góðu gagni þegar Pot-
osi-bær var lofaður á skjaldarmerk-
inu:
,,Égerríka Potosi.
Fjársjóður heimsins.
Eg er konungur f jallanna.
Og öf und konunganna. ’ ’
Hnignunarskeið
Nú á dögum eru íbúar bæjarins
hálfu færri en fyrir röskum þremur
öldum. Spor ríkidæmisins eru orðin
harla gömul og máö og allar bygg-
ingar era úr sér gengnar.
Hnignunarskeið þessarar sögu-
frægu borgar hófst þegar silfumám-
Námamenn við Potosl eru fátækir og
illa varðir gegn vtnnuslysum: Linan,
með rafstrauml á, liggur alveg við
höfuð þeirra.
urnar voru að mestu nýttar undir lok
sautjándu aldar. Auöæfin vora flutt
til Spánar og leiddu næsta litla ham-
ingjuyfir Potosi.
Báðir málmamir og mikið af hagn-
aðinum sem þeir gáfu af sér var
fluttur úr landi og kom öðrum að
gagni. Minnst af honum kom í hlut
námaverkamannanna og annarra
íbúa Bólivíu. Þannig gefa ömurlegu
fátækrahverfin í Potosi glögga mynd
af efnahagsástandinu í Bólivíu.
Við námumar í Potosi búa nú um
það bil fimmtíu þúsund manns.
Gömlu námumar era að mestu lífs-
viðurværi þeirra ennþá þó svo þær
séu orönar svo fátækar af nýtan-
legum málmi að gömlu gjallhaug-
amir fyrir utan eru gjöfulli. Hallinn
á þessum hnignandi námarekstri í
Potosi er nú um tvær milljónir doll-
ara mánaöarlega. Hnignunin blasir
við hvar sem er; í byggingum, i út-
búnaöi öllum, í margs konar óreglu
og ekki síst í aðvörunum af ýmsu
tagi: Á vögnunum í námagöngunum
sitja námamennirnir og höfuð þeirra
eru ekki nema liölega tuttugu sentí-
metra frá rafstraumnum. Vinnuslys
eru því tíð og bætast ofan á allt annað
sem miður fer á þessum slóðum.
Einn af starfsmönnum námanna í
Potosi segir:
, JHalli? Já. En það er ekki það sem
mestu máli skiptir. Nauðsynlegt er
aö halda rekstrinum áfram. Hér
verður ekki lifað án námaiðnaðar-
ins.”
Engin fyrirmyndar-
tilvera
Lífsskilyrðin i Potosi. eru harla
bágborin eins og sést á því sem áöur
hefur verið drepið á. I borginni hefst
dagurinn meö hvellu sírenuhljóöi
klukkan tæplega fimm að morgni.
Verkamennirnir skreiöast út úr
kofum sínum. Félagið sem rekur
námumar á þá í orðsins fyllstu
merkingu. Þröngt er hjá verka-
mannsfjölskyldunni þar sem algengt
er að bömin séu allt frá átta til tólf aö
tölu.
„Þetta er engin fyrirmyndar-til-
vera,” segir Nicolas Martinez, ungur
maöur, sá sjötti i röðinni af tólf
verkamannsbömum. Hann er ekki á
leið niöur í námuna eins og svo marg-
ir jafnaldrar hans í Potosi, þó langar
hann þangað. En það er nefnilega
líka atvinnuleysi í Potosi.
.Jfaðir minn er fimmtíu og fjög-
urra ára gamall,” segir Martinez.
„Hann hefur unnið í þrjátíu og þrjú
ár niðri í námunni. Nú er hann bil-
aður á heilsu.
Vinnuskilyrðin era vægast sagt
ömurleg rtiöri í námunum. Verka-
mennimir gera sér alveg grein fyrir
þvi og jafnframt því að aöbúnaöur-
inn er heilsuspillandi og gerir þá að
aumingjum með tímanum. En þeir
þora ekki aðkvarta vegna hættu á að
missa vinnuna.
Það er engin framtið héma,” held-
ur Martinez áfram.
,ÍIn þaðer erfitt aö hverfa frá staö
sem er manni nákominn og hefja
nýtt líf einhvers staðar annars
staðar í landinu sem gæti þegar aUt
kemur til alis reynst verri kostur en
lífið héma í Potosi. Það er hnignun
alls staðar i Bólivíu. Hnignun, glæpa-
starfsemi og svínarí. Það er grátlegt
aö það skuli ekki vera hægt að lifa
mannsæmandi lifi í þessu landi nema
með því að stunda ólöglega starf-
semi, svo sem með kókainsmygli.
Helst vildi ég að ég gæti lært eitt-
hvaö hagnýtt, til dæmis komist til
Bandaríkjanna í nám,” segir
Martinez. „En til þess skortir mig
peninga. Og ég sé ekki aö ég eignist
þá í náinni framtíð,” segir þessi ungi
Bólivíubúi — og viö iátum orð hans
vera þau síðustu í þessari grein um
föðui-land hans.
A
\V TÆ