Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Síða 17
DV. FÖSTUDAGUR 29. JULl 1983.
17
Bflar
Bflar
Bflar
Bflar
Bflar
NýrMG-
sportbfll
á
leiðlnm?
Gamli góöi sportbíllinn frá Morris
Garages á enn mikilli hylli aö fagna.
Nú er talað um aö ný kynslóð sportbíla
sé á leiöinni frá MG. Talað er um að
British Leyland sé að hugsa um aö
setja á markað nýjan sportbíl byggðan
á Austin Metro. Þessi tveggja sæta bíll
kæmi þá á markað innan þriggja til
f jögurra ára.
Ný tegnnd
gírskipt-
ingar á
leiðinni
Porsche
Porsche er að gera tilraunir með
nýja tegund sjálfskiptingar. Þetta er
fimm gíra skipting sem er í raun byggð
upp á venjulegum fimm gíra kassa en
með tveimur kúplingum, en skipting-
unni er stýrt með örtölvu. 1 reynd þá
útilokar þessi skipting þá sóun sem á
sér staö í venjulegri vökvastýröri s jálf-
skiptingu. örtölvan sér um að velja
rétt augnablik fyrir skiptingu og bygg-
ist valið á því sem hægri fóturinn er aö
gera. Tvöfalda kúplingin léyfir að
skiptingin geti sleppt einum gír en sé
þá jafnframt að tengja næsta með
hinni kúplingunni. Utkoman verður
líkt og í sjálfskiptingu í dag. Kostirnir
eru helstir þeir að hagkvæmnin í akstri
er sú sama og hjá stiglausu sjálfskipt-
ingunum sem nú eru í þróun en fram-
leiðslukostnaðurinn er áætlaður langt-
um lægri.
Blladur
Citroén
íFrakklandf
— ekkert mál,
bara hrlng ja
Gott fyrir Citroéneigendur á ferð í
Frakklandi að vita: Ef bíllinn bilar
einhvers staðar á ferð innan Frakk-
lands þá er bara að hringja í eitt síma-
númer 16 05 05 24 24 og þá fær maður
upplýsingar um næsta verkstæöi og
bíllinn er sóttur. Jafnframt fær maður
uppgefið um verð og ýmsar aðrar upp-
lýsingar. Svarað er í símann allan
sólarhringinn allt árið.
MtR OG BETRIGOLF
ÁNÆSTAÁRI
Hér er verið að prófa nýja gerð af
Volkswagen sem á næsta ári mun
koma á markaö i staö Golfsins. Þetta
er að mestu ný hönnun. Bíllinn lengdur
til að auka innanrými en er í útliti svip-
aöur þeim sem velgengni hefur átt að
fagna fram aö þessu. Að sögn bíla-
blaða eiga aksturseiginleikar þessa
nýja VW að vera enn betri en fyrir-
rennaranna.
Tryggingafélög hafa komið til móts
við þá sem nota öryggisbelti á þann
hátt að greiöa hærri tjónabætur til
þeirra sem nota öryggisbelti í óhöpp-
um. Þessu hefur verið komið á í mörg-
um ríkjum Bandaríkjanna.
Speiuild beltin:
Bandarísk trygginga'
bætnr notl tjónþolar
öryggisbeltin
Bandariskar rannsóknir sýna að
hver Bandaríkjamaður muni koma til
með að lenda að minnsta kosti einu
sinni á ævinni í umferðaróhappi. I
slíku óhappi eru h'kumar á varanleg-
um skaða um 50% og hlutfallið er einn
á móti 50 að viðkomandi deyi. Rann-
sóknimar sýna ennfremur að ef örygg-
isbelti eru notuð þá minnka þessar hk-
urum50%.
staðinn ný rúllubelti sem örugglega
stuöla aðaukinninotkun.
Sovét:
Löng biö
eftir L ADA
leyst með
happdrætti
Sovéska banka vantar peninga
og Sovétborgara langar i bíl —
sameiginlega hefur fundist lausn
á hluta vandans. I Tadzhikistan
hefur verið prófað að leggi menn
inn 180 þúsund krónur á ríkis-
reikning (vaxtalausan) þá ger-
astmenn þátttakendur í happ-
drætti. Vinningshlutfallið er
1:200 en vonin um Lada í vinning
í stað margra ára biðar hefur
hleypt miklu lifi i happdrættið.
Tveir nýir „smásendlar"
Tryggingadeild General Motors
kynnti þennan hátt í október 1982. Þá
gátu starfsmenn GM tryggt sig fyrir
tvo dollara aukalega en trygginga-
félagið greiðir þeim sem bætur eiga að
renna til tíu þúsund dollara ef trygg-
ingartakinn, eða einhver úr f jölskyld-
unni, deyr í umferðarslysi en hefur
samt notað öryggisbelti.
„Smásendlar” eða litlir sendibilar
hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu
ár. Hér á landi má nefna slíka bila frá
Subaru, Suzuki og Honda sem dæmi.
Hér á myndunum eru tveir slíkir
„smásendlar”. A efri myndinni er nýr
framhjóladrifinn frá Ford sem kemur
á markað á næsta ári. Á neðri mynd-
inni er annar shkur, einnig framhjóla-
drifinn frá Mitsubishi Chariot, sem
koma mun á markaö i haust.
Það er vissulega umhugsunaratriði
hvort tryggingafélög hér á landi gætu
gert eitthvað svipað til að auka notkun
öryggisbelta á meðan notkun þeirra er
ekki aukin með öörum ráðum.
Eins ættu tryggingafélögin að ganga
á undan með góðu fordæmi og veita af-
slátt eða á annan hátt að koma til móts
við bíleigendur sem skipta vilja á
gömlum, óhentugum beltum og setja í
1984árgerðirnar frá Citroén:
Nest áhersla lögö á að bæta CX-bflinn
Nú nýverið kynntu Citroénverk-
smiðjumar þær endurbætur og nýj-
ungar sem væntanlegar eru á 1984
árgerðunum.
I viðbót við þær breytingar sem
gerðar verða á einstökum gerðum er
aðaláherslan lögð á aö endurbæta
CX bílinn, en þessar endurbætur
hafa nú þegar að nokkru komið fram
með CX dísil og nú er turbo í sjón-
máli.
CX bílamir með beinni innspýt-
ingu fá nú sterkari vélar, 138 hestöfl
á móti 128 áður, og eru nú búnir nýrri
elektróniskri kveikju. Sérstaklega
verður CX 25 GTI sprækur (frá 0 til
100 km á 9,2 sekúndum og hámarks-
hraðinn 201 km). Bensíneyðslan
verður hins vegar í lægri kantinum,
7,4 lítrar miöað við 90 km stöðugan
hraða.
Toppbílhnn í CX linunni, CX
stationbfllinn, fær nú tvær geröir
véla, 95 hestafla dtsil turbo og 138
hestafla bensínvél með beinni inn-
spýtingu. CX fólksbfllinn fær 2,5 litra
dísil turbovél.
Endurbætur á 1860 cc vélinni i BX
16 lækka eyðsluna nokkuð og endur-
bætur verða gerðar á gírskiptingunni
í BX16 sem leiða til léttari og örugg-
ari skiptingar.
Boðiö verður upp á rafdrifna sól-
lúgu með lituðu gleri í BX 14RE, BX
16RS og BX 16TRS frá og með sept-
ember.
GSA bflhnn hefur verið búinn einni
1300 cc vél með vah á fjögurra eða
fimmgírakassa.
Nú fá allir Citroenbilar framrúðu
úr samlímdu öryggisgleri, en þetta
var áður standard í BX og CX bílun-
um.
CX-bfllinn verður enn bættur frá því
semnúer.
Gott
er
heilum
vagni
heim
aö
aka
— ítilefni
nmferðar um
verslunar-
mannahelgi
Ein mesta umferöarhelgi árs-
ins gengur nú í garö. Nú ríður á
aö allir taki höndum saman um
að hún gangi sem best og að eng-
inn eða sem f æstir eigi um sárt aö
binda vegna afleiðinga umferð-
arslysa.
Helstu orsakir óhappa í umferö
eru aðgæsluleysi eða þá hreinn
fíflaskapur í akstri.
Aðgæsluleysið lýsir sér helst í
of hrööum akstri, miðað við að-
stæður. Ohöppin sem þá fylgja í
kjölfarið eru slys vegna útafakst-
urs eða tjón hjá náunganum í
formi brotinnar framrúðu og þar
með eyðilagt frí hjá viökomandi.
öriitil aögæsla við mætingar gæti
bjargað margri framrúðunni.
Þetta á við um báða ökumenn
þegar um mætingu er að ræða.
Fíflaskapur í akstri hefur und-
anfarin ár orðið til þess að slys
hafa orðiö og bæði ökumenn og
farþegar hafa týnt lífi við þannig
aðstæður að aldrei hefði orðið
slys ef full aðgæsla hefði verið
sýnd. Sérstaklega á þetta viö um
akstur yfir viðsjárverð vatnsföll
þar sem margar hættur geta
leynst.
Fjölmargir aðilar leggja sam-
an krafta sína til þess að umferð
um verslunarmannahelgina geti
gengið sem best. Lögregla og
Umferðarráð hafa upplýsinga-
miðstöð sem kemur á framfæri
upplýsingum til ökumanna.
Vegaþjónusta FlB starfar af full-
um krafti og Félag farstöðvaeig-
enda veitir ökumönnum einnig
hð. Sá mikli fjöldi farstöðva sem
nú er kominn í bíla auðveldar
mjög að ná í hjálp ef hennar er
þörf og er yfirleitt nóg að stöðva
næsta bíl sem er með talstöð og
þá er hægt að koma boðum bæði
til vegaþjónustu FlB eða nálgast
aðra þá h jálp sem þörf er á.
ökumenn sjálfir geta lagt sitt
af mörkum til að tryggja örugg-
an akstur um þessa miklu um-
ferðarhelgi og örugga heimkomu
með því að ganga dyggilega úr
skugga um að bflhnn sé vel búinn
til langferða, hjólbaröar séu í
lagi og með rétta loftþyngd og
einnig aö varadekkið sé örugg-
lega í lagi. Einnig að hafa meö
sér varaviftureim auk smáhluta í
kveikjukerfi. Þótt ökumenn
treysti sér ekki til að framkvæma
viðgerð á shku s jálfir þá er ýmist
hægt að leita til hjálpsamra öku-
manna annarra eða biða eftir
vegaþjónustubíl sem getur kippt
viðkomandi bilun í liðinn.
Spennum beltin, sýnum að-
gæslu, spörum ekki ljósanotkun
og verum minnug þess að gott er
heilum vagni heim að aka.
-JR.