Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 5. ÁGUST1983. Útlönd Útlönd Sovétmenn enn ákæröir fyrir eiturhemað Bandaríkjastjóm hefur lagt fram hjá Sameinuðu þjóöunum nýjar sannanir sem sagt er að sýni að eitur- efnum hafi verið beitt í hernaði í SA- Asíu. Sannanirnar eru byggðar á blóösýnum úr fólki sem sagt er að hafi orðið fyrir eiturefnaárás í Laos í nóvember 1981, einnig í janúar og mars 1982 og í Kampútseu í mars. Bandaríkjamenn hafa ákært Sovét- menn fyrir að nota eiturefni í hernaði í Afghanistan og fyrir að hafa útvegað leppríkjum sínum eiturefni til notkunar í hemaöi í SA-Asíu. 1 skýrslu Bandaríkjanna sem send er Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjamenn fái enn og greini sannanir fyrir því að eiturefni hafi verið notuð í hernaði í Laos, Kampút- seu og Afghanistan. Með nýjum og mjög fullkomnum greiningaraðferðum fáist staðfest að eiturefni séu notuð. Þannig hafi fundist eiturefni í frystu blóðsýni úr skæruliða í Laos eftir að hann varð fyrir eiturefnum úr hand- sprengju sem sprakk nærri honum, sem og í blóði 10 ára drengs sem var meöal flóttamanna þegar loftárás var gerð á hópinn. 44 þeirra 154 sem urðu fyrir þessum árásum létust innan tveggja til fimm daga. Valdarán íEfri-Volta Yfirmaður fallhlífaherliðs Efri- Volta lýsti því yfir í morgun að hann hefði tekiö völdin í þessu Vestur- Afríkuríki. Thomas Sarkara kafteinn (34 ára), sem vikið var úr forsætisráðherra- embætti í maí í vor, sagði í útvarpi að hann og fleiri foringjar úr hemum hefðu bylt stjóm Jean-Baptiste Que- draogo í gærkvöldi. Sagði hann að Quedraogo (42 ára herlæknir) væri fulltrúi óvina alþýð- unnar. Sett hefur verið á laggimar byltingarráð sem fara skal með stjóm landsins. Sarkara er sagöur hallast á sveit með Líbýu í mörgum málum. Síðan Frakkar veittu Efri-Volta sjálfstæöi 1960 hefur gengið á með valdaránum og byltingum. Herinn rak stjórn landsins frá völdum 1966, studdur af verkalýðsfélögunum. Borg- araleg stjórn tók aftur við völdum 1970, en fjórum árum síðar náði herinn völdum á ný. Verkalýðsfélögin knúöu herinn frá 1978, þótt æðstráðandi her- klíkunnar, Lamizana hershöfðingi, væri kosinn forseti. Zerbo ofursti ýtti honum úr vaidastóli 1980 en Quedraogo bylti honum svo í nóvember síðasta vetur. Quedraogo beitti sér fyrir hreinsun innan hersins og lofaði stjórn samkvæmt stjórnarskrá. Stjórn Quedraogo þótti hófsöm og vildi viðhalda tengslum við Frakkland og Vesturveldin. Sarkari reyndi að snúa stjórninni til róttækari stefnu og bauð Gaddafi, leiðtoga Líbýu, til heimsóknar í vor án þess að ráðfæra sig fyrst við forsetann. Það leiddi til þess að honum var vikið frá í maí. Efri-Volta er með snauðari þróunar- ríkjum heims og fátækt af náttúruauð- lindum. Þar búa tæpar 7 milljónir. Þjóðartekjur á mann eru ætlaðar vera um 1800 krónur á ári. PALME HARÐORÐ- URíGARÐ DANA UMFERÐARMENNING Sænska ríkisstjómin sendi í gær dönsku stjóminni harðorð mótmæli vegna olíuborana Dana í Kattegat. Á blaðamannafundi, sem Olov Palme forsætisráðherra Svíþjóðar hélt í gær- dag, gagnrýndi hann ríkisstjórn Pouls Schlúthers mjög harölega. Sagði hann að þaö sem nú heföi gerst í samskipt- um Danmerkur og Svíþjóðar hefði aldrei getað átt sér stað í tíð ríkis- stjómar Ankers Jörgensens. Jörgensen lýsti því hins vegar yfir í útvarpsviðtali í morgun að flokkur hans styddi þá afstöðu dönsku ríkis- stjórnarinnar að leyfa tilraunaboranir á hinu umdeilda svæði i Kattegat. Samtímis því sem Palme gagnrýndi ákvörðun Dana lét hann þá von i ljós að enn væri unnt aö leysa deiluna við samningaboröiö ella yröi alþjóöadóm- stóllinn í Haag að dæma í málinu. Utanríkismálanefnd danska þings- ins kemur í dag saman og mun þá meðal annars ræöa hin harðorðu mót- mæliSvía. -GAJÍLundi. fclk f ■éttum Ánægður Islandsfari Nýlega birti breska vikublaðið NME, viðtal við kvenskörunginn Lindsay Cooper. Stór hluti við- talsins snýst um tíðar ferðir Lindsayar til íslands. „Fyrst var það vegna atvinnu minnar“, seg- ir Lindsey. „Ég var með í að framleiða þessa mynd, „Gold“, meðJulie Christie. Svo spilaði ég með kvennahljómsveitinni F. I.G. í Reykjavík. S. 1. haust kom ég svo til íslands að athuga með tónleika fyrir okkur David „Pere Ubu“ Thomas. Þá rakst ég inn á veitingastað sem heitir Pítan. Hann er á Bergþórugötu í Reykjavík. Þarfæst frábæraust- urlenskur réttur, sem heitir píta. Pítan er svo góð að ég hef síðan komið 8 sinnum til íslands gagn- gert til að fá mér pítu með kóti- lettum“! Miss Ellie: Hélt við íslenskan ráðherra! „Ég hefi lent í ævintýrum eins og aðrir“, segir Barbara Bel Geddes í nýlegu Rapportblaði. Barbara, betur þekkt sem Miss Ellie í Dal- lasþáttunum, heldur áfram: „I sumarfríinu mínu átti ég t. d. skemmtilegt ástarævintýri í Reykjavík. Fyrsta kvöldið mitt þar fór ég í samkvæmi hjá sendi- ráðinu. Þar hitti ég íslenskan ráðherra. Við eyddum öllum stundum saman eftir það: Fórum í sund á morgnana, fengum okk- ur pítu í hádeginu, syntum fram eftir kvöldi og fengum okkur pítu í kvöldmat. Ráðherrann borð- aði ekki annars staðar en í Pít- unni á Bergþórugötu. „Ekkert jafnast á við pítu með kjúkling- um“, sagði hann alltaf. Mér finnst píta með fiski miklu betri". Elvis gengur aftur! Um siðustu helgi sást Elvis heit- inn Presley á gangi i New York. Tvær fullorðnar konur æptu upp yfir sig þegar söngvarinn birtist skyndilega fyrir framan þær. Við ópin komst styggð að rokkkóng- inum. Hann leystist upp í eld- glæringar. Skömmu síðar kom hann fram á miðilsfundi i Texas. Aðspurður um hvað hann vildi, svaraöi söngvarinn: „Mig langar í pitu með buffi“! ALDREI AFTUR HIROSHIMA! Vid undirritadir rit- höfundar hvetjum fólk til olmennrar þátttöku íFridargöngu ’83. á morgun, laugardaginn 6. ágúst. Anton Helgi Jónsson Ási í Bæ Baldur Oskarsson Björn Th. Björnsson Einar Bragi Einar Olafsson Elías Mar Elísabet Þorgeirsdóttir Fríða Á. Sigurðardóttir Gils Guðmundsson Guðbergur Bergsson Guömundur Steinsson Guðrún Helgadóttir Gunnar M. Magnúss Halldór Laxness Helgi Hálfdanarson Helgi Sæmundsson Ingibjörg Haraldsdóttir Jakobína Sigurðardóttir Jónas Árnason Kjartan Ragnarsson Njörður P. Njarðvík Oddur Björnsson Olga Guðrún Árnadóttir Pétur Gunnarsson Sigurður A. Magnússon Snorri Hjartarson Steinunn Sigurðardóttir Svava Jakobsdóttir Thor Vilhjálmsson Tryggvi Emilsson Vilborg Dagbjartsdóttir Þorsteinn frá Hamri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.