Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 5. AGUST1983. Spurningin' Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvaða þjónustu finnst þór helst vanta hórna? (Spurt A Húsavik.) Kriitb]örn Öskarssonsendfll: Strætis- vagna. Ingvar Sveinbjömsson afgreiðslu- maður: Meiri helgarþjónustu fyrir ferðamenn. Sigrún Þórhallsdóttir fóstra: Eg man ekki eftir neinu sem vantar, en það má að vísu bæta sumt sem fyrir er. IENGINN FITNARl AF NÁMSLÁNUM Baldur Ragnarsson, fulltrúi i Stúdentaráði Háskóla tslands skrifar: í DV hefur aö undanfömu farið fram umræða um námslán, í kjölfar sparnaðarhugmynda fjármálaráð- herra og erfiðleika Lánasjóös ís- lenskra námsmanna (LlN). Hefur þar sums staðar gætt misskilnings, svo ekki sé meira sagt, varöandi námslán og eðli þeirra. Er því ekki nema eðli- legt að lesendur DV kynnist nokkrum staöreyndum um þessi margumtöluðu lán. 1. Hlutverk námslána er aö veita tekjulágum einstaklingum mögu- leika á löngu og dýru námi sem þeir hefðu annars ekki átt kost á. M.ö.o. eiga námslán að stuðla að jafnrétti tilnáms. 2. Upphæð námslána ákvarðast af framfærslukostnaði námsmanns og fjölskyldu hans, tekjum hans og maka, beinum námskostnaöi o.þ.h. Þeim mun hærri sem tekjur náms- manns eða maka hans eru, þeim mun minni lán fær námsmaðurinn. Fjölskylduhættir skipta einnig nokkru máli. Einhleypur náms- maður i foreldrahúsum fær þannig aöeins 70% af fullu láni, og á þá eftir að draga tekjur hans frá. 3. Námslán eru verðtryggö og greiðast því aö fullu til baka. Áætlað er að árið 2016 verði LlN orðinn sjálfbjarga því þá verði endurgreiðslur orðnar jafnháar út- lánum. En þangað til er sjóðurinn „á spenanum” eins og Alþingi ákvað í fyrra þegar núgildandi lög um námslán voru sett. 4. Því er það að þótt LlN berjist í bökkum, einkum vegna verðbólg- unnar, þá skila námsmenn alltaf til baka því sem þeir fengu lánaö. Skiptir þá engu máli hvort menntun þeirra nýtist þeim að námi loknu eður ei, eða hvort námsmennimir vinna hérlendis eöa erlendis. Lánin borgast alltaf til baka. 5. Loks skal á þaö bent, aö fram- færslukostnaöur námsmanns telst nú vera um 10.700 kr. á mán eða heilum 200 kr. meiri en lágmarks- laun ræstingarkvenna, svo dæmi sé tekið. Er þá eftir að draga vinnutekjur námsmannsins frá þeirri upphæð. Af þessari upptalningu er þrennt ljóst. I fyrsta lagi; Enginn fitnar af námslánum. I öðru lagi; Námsmenn, sem taka námslán, teljast til hinna lægstlaunuðu í þessu þjóöfélagi. Og í þriöja lagi; Námsmenn mega því illa við hvers kyns skerðingum á námslán- um. Námslán eru hluti af þvi sem við nefnum velferðarþjóöfélag, á sama hátt og t.d. ellilífeyrir eða örorku- bætur. Þótt sú ríkisstjóm sem nú situr hafi e.t.v. fengið umboð kjósenda til aö spara var hún ekki kosin til að afnema velferöarþjóðfélagið. Það ættu- ráðherramir að haf a hugfast. „Ríkisstjómin var ekki kosin til að afnema velferðarþjóðf élagið” skrifar Baldnr Ragnarsson. Guðmundur G. Halldórsson forstjóri: Það vantar alvöruverslun og visa ég til þess að við höfum eitt besta úrvinnslu- hráefni hér til fjölbreyttrar matvæla- framleiðsu sem um getur, svo einhver dæmi séu nefnd, en vöruúrval þar að lútandi er í lágmarki. Stefán Stefénsson verkstjóri: Eg man ekki eftir neinu sem vantar, alla vegai ekkinúna. Baldur Ingvarsson brennslustjóri: Mér finnst vanta betri þjónustu á, • mörgum sviðum og betri umgengni. Gula reykinn á Þjóðminjasafnið Veradunarsinnl hringdi: Þær illu fréttir bárust mér á öldum ljósvakans á dögum að senn myndi leggjast af bæjarprýði okkar Reykvík- inga. Skammsýnir menn hafa tekið völdin í áburöarverksmiðjunni i Gufunesi og ætla nú að skrúfa fyrir fagurgulan reykinn sem hvert mannsbam í Reykjavík hefur lært að meta. Eg hef búið i útlöndum um langt skeið og oft leitaði hugurinn heim. Reykjavíkurborg birtist mér einatt i draumi: Dómkirkjan, Alþingishúsið, Stjórnarráðið, styttan af hrossinu i mýrinni, Hlemmur og guli reykurinn. Það hefur flogið fyrir að ungir hressir menn ætli að selja „gula reykinn” á flöskum og er það vel. En kæri þjóöminjavörður, væri ekki þjóðráð aö koma böndum á reykinn á meöan enn er tími til og setja hann i glerbúr mönnum til sýnis. Þá getum viö sýnt bömunum okkar „svona var borginmin”. Guli reykurinn sem er veradunarsinna svo k*r. Tómas leggur til að alþingl starfl hér eftir allt árið. ÞINGIÐ STARFI ALLT ÁRIÐ Tómas hringdi: Hvað eru blessaðir alþingismenn- irnir að gera i sumarfríinu datt mér í hug um daginn. Þessir ágætu menn hafa nú 7 mánaða sumarfri á fullum ef ekki margföldum launum. Eg skal fús- lega játa að ég gerði flest til þess að fá svona langt sumarfrí og ætti þvi ef til vill ekki að hneykslast. En grínlaust: Til hvers erum við að kjósa til Alþingis ef þaö kemur ekki saman nema brot úr ári? (e.t.v. 3-4 mánuði) og af hverju erum við að borga þeim full laun? Sjöttungur alþingismanna situr nú i ráðherrastólunum og þeir sem ekki eru i sumarfríum úti á landi, hafa verið mjög athafnasamir. Eg veit ekki hvort þeir telja sig ekki þurfa aðstoð hinna þingmannanna en eitt er víst að þetta er ekki raunverulegt lýðræði. Stjómarskráin ætlast ekki til að Islendingar kjósi „einræðisstjórnir” á 4ra ára fresti sem kveðji endrum og sinnum sér til ráðgjafar þingmenn. Stjómin sem nú situr stjómar nú með bráðabirgöalögum og tilskipunum og það hafa svo sem aðrar stjómir gert áöur. Það vita allir aö almennir þingmenn fara ekki aö fella lög sam- flokksmanna sinna á ráðherrastólum þegar þau hafa verið i gildi lengi. A.m.k. er réttur þeirra til hlutdeildar hvort sem um er að ræða stjóm eða stjómarandstööumenn stórlega skertur. Við skulum ekki kýta um hvaða stjóm hefur misbeitt mest bráða- birgðalögum heldur breyta þessu. Láta þingiö vera starfandi sem næst allt árið. Og einnig: þingmenn ættu að segja af sér þingmennsku er þeir verða ráðherrar. Ef þeir rækja starf sitt vel þá hafa þeir ekki tíma fyrir hvort tveggja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.