Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Qupperneq 11
DV. FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST1983. 11 Við röbbum viðþá bjartsýnustu íiaxveiðinni...... „Stefnum að því að enginn fari héðan laxlaus” Rætt við þá Árna Baldursson og Gunnar Másson um Laxá og Bæjará í Reykhólasveit Allur matur og drykkur nema hákarl og brennivín — fæst í nýju kaupfé- lagsveitingasölunni á Selfossi, segir Regína Thorarensen Frá Reginu Thorarensen, fréttarlt- ara DV á Selfossl: Kaupfélag Arnesinga opnaði fyrir skömmu mjög glæsilega og fallega veitinga- og ferðamannaverslun í anddyri nýja kaupfélagshússins á Selfossi og hlaut hún nafnið Ársel. Sjötíu manns geta borðað þar í einu. Salurinn er allur blómum skreytt- ur. Borðin eru úr ljósum viði og er ekki annað að sjá en gestum líði þar alveg sérstaklega vel. Má ég til með að skjóta því hér inn í aö ég hef ekki orðið vör viö neinn framsóknarlit þama inni. Hresst ungt fólk vinnur við þjónustu og kann það vel til verka.^ Og ekki má gleyma henni Sigur- björgu Eyjólfsdóttur sem sér um allan grillmatinn með sínum lista- höndum. Ætti ég kannski frekar að segja „lystahöndum”? Aldursforseti á Selfossi, Jón Páls- son, fyrrverandi dýralæknir, 92 ára, bauð mér og Ástu Beck I kaffi í Arselið nýlega og voru veitingamar rausnarlegar og góðar. I smásal við hlið veitingasölunnar fást rammislenskir minjagripir sem gott er aö nota til að gleöja vini og frændur erlendis. Ekki vil ég gleyma íssölunni sem alltaf er örtröð í. Hún stendur fyrir sínu. Finnst mér rétt að segja svona í lokin að í þessari nýju veitingasölu fæst allur matur og drykkur nema hákarl og brennivín. -JGH Það telst víst til meiriháttar stór- tíðinda að taka heilar ár á leigu og setja í þær á hverju ári mikið af seiðum og það núna þegar verð- bólgan er að setja annan hvern mann á hausinn. En þetta hafa samt Arni Baldursson og Gunnar Másson gert, en þeir tóku Laxá og Bæjará á ieigu árið 1982. Stefna þeir að því að sleppa 50 þúsund sumaröldum seiðum ár- lega í vatnasvæðinu. Sleppingin hjá þeim frá í fyrra er farin að skila sér og var veiðin í júlí mjög góö. Við renndum fyrir fisk í ánni nýlegá og fengum fimm laxa og átta bleikjur. Bara haria gott og ekki nokkur vafi á því að þessar ár eiga eftir að veita mörgum ánægjustundir í framtið- inni. Góðir veiöistaðir eru á ánum báöum og vatnasvæðið í alla staði hið skemmtilegasta. Við greindum frá þessum ám fyrr í sumar hér í DV. En til að fá betri fréttir um þetta náðum við tali af þeim félögum og spurðum þáumfyrirtækið. Hvert var upphafið á þessu ævin- týri? „Þetta byrjaði allt þannig að við fréttum í gegnum vinnufélaga annars okkar aö árnar væru á lausu. Viö fórum að athuga þetta betur og skrifuöum mikið bréf til bænda fýrir vestan. 1 þessu bréfi sögðum við frá okkar hugmyndum um þetta mál og hvað við vildum gera. Undirtektir voru mjög góðar við þessu og skömmu seinna var sendur maöur suður til viöræðna og tókust þær við- ræður vel. Héldum við síðan fund með bændum fyrir vestan og var gert uppkast aö samningum. Hvað þýðir þessi samningur? „Þetta er ræktunarsamningur við bændur og okkar greiðsla upp í leigu eru seiðin og vinnan sem við leggjum fram. Við erum að stofna fiskeldis- stöð og taka fisk í klak. Alla laxa sem við veiðum og okkur lýst vel á setjum við í þró við ána og svo munum við kreistaíhaust.” Nú veiddist vel í ánum í júlí, gefur það ekki vonir um bjartsýni? „Jú, það gerir það, það er komið mikið af smálaxi í ámar núna, svo hún er strax farin að skila sér slepp- ingin í fyrra. En í fyrra slepptum við 5500 ársgömlum seiðum og 500 gönguseiðum, þau ættu að skila sér í formi laxa næsta sumar. Þetta var bara smátilraun meö þessi 500 gönguseiði, en hún virðist hafa gefið góða raun, áttum samt ekkert frekar vonáþví.” Nú hlýtur þetta aö vera gífurlega dýrt fyrirtæki? VEIÐIVON GunnarBender „Það hafa farið miklir peningar í þetta og enn þá meiri tími, núna í sumar slepptum við 6000 göngu- seiðum, en þetta hefði líklega ekki verö framkvæmanlegt nema með að- stoð góðra manna. Ölafur Skúlason á Laxalóni hefur verið okkur gífurlega hjálplegur, líka hafa vinir og kunn- ingjarhjálpað.” Hvað með veiði í ánum í sumar? „Það er erfitt að gera sér grein fyrir henni, en það eina sem við vitum með vissu er aö aðalveiði- tíminn er að byrja núna í ágúst. En núna eru komnir á land 25 laxar og um 30 bleikjur, en mest hefur veiöst i júli áður 3 laxar. Sá stærsti sem veiðst hefur í ánum núna er 17 pund og veiddist á Fransis rauöa. Samt höfum við veitt í fáa daga í júli því við ætlum að hvila ámar mikið í sumar.” Er ekki hægt að veiða mikið af bleikju í báðum ánum? „Jú, ef þetta verður líkt og í fyrra, þá var mokveiði. En núna er bleikjan svo til nýkomin upp í ámar, þær fyrstu komu um 25. júh'. Bleikjan er líka stærri nú en í fyrra, við höfum fengið nokkrar 2—3 punda bleikjur.” Með tíö og tíma, hvaö gætu veiðst margir laxar í ánum, Laxá og Bæjará, 200-300 laxar? „Minnsta kosti það og við stefnum aö meiri veiði. Þetta hefur gengið svo vel núna í júlí. Mest hefur veiðst af laxi í ánum 1975, þá veiddust 34 laxar. Við stefnum að því aö slá þetta met núna í sumar. Eftir svona fimm til sex ár ættu þetta að verða orðnar topp-veiðiár, en þetta tekur nú allt sinn tíma. Við stefnum að því, þegar allt verður komið á fullt, að enginn farihéðan laxlaus.” Nú veiðið þið lítið á þann slímuga hér á ánum? ,,Já, þessir laxar sem við höfum veitt og sett í þróna hafa allir veiöst á flugu. Við vorum meira að segja á undan þeim í Grímsá, allt flugu- veiddur klaklax. Laxáin býður upp á flugu og í henni er fullt af góðum fluguveiðistöðum en f bili verður veitt á þann slímuga í Bæjará. Nema við seinna meir lögum Bæjará og þá væri hægt að veiða þar á flugu líka. Sjáum bara til með það, en Laxáin verður „hrein fluguveiði,” sögðu fé- lagamir að lokum. Við skulum láta framtíðina skera úr um árangurinn ogsjáhvaðsetur. G. Bender. Það er viða fallegt vlð Bcjará. Þröstur Eniðason rennir fyrir lax, nestur honum stendur Arai Baldursson og svo Gunnar Máson. ISLENSK ALÞÝÐA ER ANDVÍG HERNAÐARBRÖLTI íslensk alþýöa er andvíg hvers konar hernaðarbrölti og krefst þess aö kjarnorkuvopn veröi aldrei leyfö á íslandi, aö íslensk efnahagslögsaga verði friðuð fyrir kjarnorku- vopnum, umferð kjarnorkubúinna skipa og losun kjarn- orkuúrgangs. Þar eru lífshagsmunir þjóðarinnar í veði. Við lýsum yfir samstöðu með þeim öflum sem berjast fyrir friði og afvopnun, alþjóðlegri viðurkenningu á kjarnorku- vopnalausum Norðurlöndum, fyrir herstöðvalausu landi utan hernaðarbandalaga. (Úr 1. maí ávarpi fulltrúaráðs verkalýösfélaganna í Reykjavík, BSRB og Iðnnema- sambands Islands) VIÐ HVETJUM FÖLK TIL AÐ TAKA UNDIR ÞESSAR KRÖFUR 1 FRIÐARGÖNGUNNI 6. ÁGÚST NÆSTKOMANDI. Ásmundur Stefánsson Ásmundur Hilmarsson Benedikt Davíðsson Bjargey Elíasdóttir Bjarnfríður Leósdóttir Björn Arnórsson Bolli Thoroddsen Grétar Þorsteinsson Guðjón Jónsson Guðmundur J. Guðmundsson Guðmundur Omar Guðmundsson Guðmundur Þ. Jónsson Guðrún Þorbergsdóttir Gunnar Gunnarsson Hallgrímur Pétursson Haraldur Steinþórsson Hjálmfríður Þórðardóttir Jens Ásmundsson Jóhann Geirharðsson Jóhanna Friðriksdóttir Jón Kjartansson Kolbeinn Friðbjarnarson Lea Þórarinsdóttir Magnús H. Stephensen Margrét Eiríksdóttir Olafur Jóhannesson Oskar Garibaldason Pétur Eggertsson Ragna Olafsdóttir Sigríður Kristinsdóttir Sigrún D. Elíasdóttir Sigurbjörg Sveinsdóttir Skúli Thoroddsen Snorri Konráðsson Tryggvi Þór Aðalsteinsson Tryggvi Emilsson Þóra Hjaltadóttir Þórir Daníelsson Þorbjörn Guðmundsson Þorsteinn óskarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.