Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR 5. ÁGUST1983. 13 Afvopnun er eina leiðin Eg á við ykkur lesendur stutt og laggott þetta erindi: Viljið þið ekki vera með í friðargöngunni laugar- daginn 6. ágúst næstkomandi. Milljónir um víða veröld hafa staöiö upp og krafist friðar, raunverulegra aðgerða í staö endalausra viðræðna, sem tefja tímann meöan stöðugt er borið á bálköstinn. Oft var þörf, en núernauösyn aðviðgöngumlíka. Slekkur otían eldinn? Þaö eru sálfræðilegar ekki síður en hemaðarlegar og pólitískar ástæður fyrir því að vopn eru fram- leidd og notuð. Þúsund ára saga svo- kallaðrar siðmenningar er saga vopnaburðar og stríða öðm fremur. Sú fullyrðing, að vopn tryggi friðinn, er þvættingur og að bera slikt á borö fyrir hugsandi fólk er svipaö og að segja aö olian slökkvi eldinn, frostið bræði snjóinn eða stormurinn lægi ölduraar. Þeir menn, sem trúa á blessun vopnanna, hafa allt of lengi fengið að ráða ferðinni hér í heimi og þannig er komið að við svo búið má ekki standa stundinnilengur. Milljarðar foreldra um allan heim vita hvað á að gera ef bömin þeirra, ennþá óvitar að meira eða minna leyti, komast yfir eggvopn, þ.e. taka það frá þeim svo þau fari sér ekki að Kjallarinn SteingrímurJ. Sigfússon voða. En þjóðir heimsins bera ekki gæfu til aö gera hliðstæðar ráöstaf- anir til að tryggja eigið öryggi. Og það sem verst er af öllu, svo við höldum nú líkingunni áfram, er að óvitamir em vaxnir upp og orðnir að risaveldum og eggvopnin hafa breyzt í helsprengjur, sem geta gert alla jörðina að rjúkandi ruslahaug á svipstundu. Sá möguleiki aö bilun í þeim flókna tæknibúnaði, sem fylgir kjarnorkuvopnum geti komiö af staö kjamorkustyrjöld, er kannski hvað ömurlegastur af öllu. Sú grátbros- lega saga gengur fjöllum hærra, að vestanhafs hafi fluga skriöið inn í tölvu og truflað hana, svo að hún gaf út falska aðvörun, sem aftur leiddi til þess að tekið var til við að undirbúa gereyðingarstrið af f ullum krafti. Bjó/kihn í eigin auga Já, til hvers er allt okkar streð í þúsund ár, ef bandarísk fluga eða rússneskur maur gera það allt að engu á fáeinum mínútum. Þeir, sem ekki sætta sig við slík örlög mann- kyni til handa, ættu að hugleiða þátt- töku í áðumefndri friðargöngu á laugardaginn kemur. Nú veit ég, að margir sem í einlægni vilja frið, telja sér pólitískt ekki fært að slást í sh'kan hóp. Ahrifamiklir aðilar hér í landi hafa árum saman úthrópað slíkt sem tilræði við frið og frelsi, Rússaþjónk- un og þvíumlíkt. En það má spyrja á móti, er ekki raunverulegur friður góður, hvaöan og hvemig sem hann kemur. Þá munu einhverjir segja, af hverju er verið að mótmæla Bandaríkjunum og veru Bandaríkjahers hér, af hverju ekki Rússum. Og þá má spyrja á móti, fyndist mönnum eðlilegt að Pólverjar stæöu í því að mótmæla herlögum og kúgun í Tyrklandi eins og ástandið er heimafy rir. Nei, herstööin á Miðnesheiði og út- þensluáform Bandaríkjamanna hér á landi í samvinnu við lúsþæga ríkis- stjórn er sú nærtæka ógnun, sem friöarganga 1983 á aö vek ja athygli á um leið og tekið er undir kröfur um frið hvaðanæva að og hvernig sem þærbirtast. Þursinn heimskur þegja hlýtur Staðreynd er þaö, að einhvers staðar, einhvern tíma verður að stíga fyrstu skrefin til afvopnunar, eigi á annað borð að snúa frá núver- andi óheillaástandi sem aðeins getur endaö á einn veg. Við skulum því hvorki láta pólitík né fordóma hindra okkur í þvi að fara út á götu og krefjast þess, sem viö innst inni hljótum öll að vilja. Og ef við verðum aðeins nógu mörg, hlýtur jafnvel þursinn heimskur að þagna um síðir. Þvi friðurinn mun koma öllum til góða, einnig þeim sem setið hafa góðra vina fundi og gist flugmóðurskip. Einnig þeir em velkomnir í hóp göngumanna, sem sameinast í voninni — kröfunni um frið. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. „Staðreynd er það að einhvers staðar, * einhvern tíma verður að stíga fyrstu skrefin til afvopnunar, eigi á annað borð að snúa frá núverandi óheillaástandi sem aðeins getur endað á einn veg.” Að lifa við kjamorkuógnun Þann 6. ágúst næstkomandi eru 38 ár síðan kjarnorkusprengju var fyrst beitt gegn fólki. Þann dag árið 1945 var kjarnorkusprengju, sem á nútímamælikvarða telst örsmá, varpað á Híroshíma og verður áhrifum hennar sennilega best lýst með orðum unglings sem lifði af: „Það er sagt að fólk fari annaðhvort til himnarikis eða helvitis eftir dauða sinn. Því trúi ég ekki. Þessi dagur varhelvíti.” Það var ljóst að eyðingarmáttur þessarar tiltölulega litlu sprengju markaði þáttaskil í vopnabúnaði og gjörði hefðbundin herfræðileg hug- tök úrelt, en samt er þeim beitt enn þann dag í dag. Menn tala um öryggi og varnir eins og ekkert hafi skeð og staðfesta þar með gömul ummæli Al- berts Einstein: „Þegar atóminu var sundrað breyttist allt nema mannleg hugsun. Þess vegna ber okkur til skelfingar sem ekki á sér nokkra hliðstæðu.” Ábyrgð lækna Á undanfömum árum hafa læknar bæði austantjalds og vestan bundist samtökum í heimalöndum sínum og tengst í alþjóöasambandi sem hefur það á stefnuskrá sinni að berjast gegn kjamorkuvopnum. Gagnrýnis- raddir heyrast: „Skósmiður, haltu þig við leistann þinn.” Þvi er til að svara aö þetta er „leisti” lækna. Því til staðfestingar má nefna aö þaö em ekki einungis frjáls samtök lækna, sem hafa fjallaö um kjarnorku- ógnunina, heldur var hún til umræöu á síöasta fundi Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar. Hlutverk lækna er ekki einungis að bæta mein heldur einnig aö koma í veg fyrir þau. Yfir mannkyni vofir slik ógnun að sú ill- ræmda plága Svartidauði, sem víða lagði að velli helming þjóða, er smámunir í því sambandi. Það er því engin furða þótt fjölmargir læknar um allan heim telji fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kjamorkustriði veiga- mesta viöfangsefni í heilbrigðis- málum samtímans. Allt fullveðja fólk ber ábyrgð, en ábyrgð lækna og raunar heilbrigðis- stétta er meiri, m.a. af þeirri ástæðu að allar ráðstafanir svonefndra al- mannavama, hvar í landi sem þær eru, byggja á áætlunum um heilbrigðisþjónustu, sem þessum stéttum er ætlað að sinna. Sam- kvæmt fjölmörgum athugunum sér- fróðra lækna byggjast slíkar áætlanir á alröngum hugmyndum um möguleika að halda uppi heil- brigöisþjónustu i kjarnorkustriöi. I öllum álitsgerðum, sem ég hef séð, em almannavarnir í kjarnorkustyrj- öld taldar einskisnýtar og raunar telja margir þær hættulega blekk- ingu þar eö þær ali á þeim hugmynd- um að unnt sé að heyja „árangurs- ríkt” kjamorkustríð. Ymsir spá því að allt mannlíf muni þurrkast út og við taki ríki skordýra (sbr. bók Jonathan Schell: The fate of the earth) og má þá minna á aö fyrstu íbúar Híróshima eftir sprenginguna vom skordýr og rottur. Fleiri telja þó að eitthvað mannlíf kunni að þrífast, en sið- menntuð þjóðfélög muni líða undir lok og skapast þá að vissu leyti það ástand sem kristallast í orðum eins fómarlambs sprengingarinnar i Hiróshima að í kjamorkustyrjöld „munu þeir deyja semlifa.” Sálræn éhrif kjarnorkuógnunar Mikið hefur verið rætt og ritað um áhrif kjamorkustyrjaldar á lif og limu og mætti ætla að almenningur væri sæmilega fróður um það (sjá þó síðar). Hins vegar hefur fariö lítiO fyrir umræðu um hver áhrif þaö hefur á fólk að lifa við það öryggis- leysi sem skefjalaus kjarnorku- vígbúnaður hefur leitt yfir heiminn. Læknar, einkum geðlæknar og sálfræðingar, hafa þó gert umtals- verðar athuganir á því og nýlega barst mér í hendur bók frá sænsku læknasamtökunum gegn kjamorku- vopnum, þar sem fjallað er um kjamorkuvopn frá sálfræðilegu sjónarmiði (Kárnvapen í psykolog- isktperspektiv). 1 þessari bók er meðal annars f jallað um áhrif þess að lifa við ógn- un yfirvofandi kjamorkustríös. Rannsóknir á viðhorfum unglinga í og umhverfis Boston undanfarin þrjú ár hafa leitt í ljós vaxandi ugg vegna þeirrar ógnunar við líf sem vígbúnaðarkapphlaupið felur í sér. 1 Vestur-Þýskalandi býst helmingur þeirra, sem er á aldrinum 18—24 ára, við því að heiminum verði eytt í kjamorkustriöi. Það getur í sjálfu sér enginn skilið fyllilega hver áhrif það hefur á liðan og lif ungs fólks að vænta sér engrar framtíðar. Enn Kjallarinn Guðmundur Georgsson síður er unnt að ætla hvaða þjóðfélagslegar afieiðingar þaö hefur ef verulegur hluti uppvaxandi kynslóðar er haldinn þessum ótta. Eitt er víst að slíkt verður ekki mælt á kvaröa peninga. Það virðist því æði kaldranaleg afstaöa núverandi utanrikisráðherra aö telja það ógnarjafnvægi í skjóli kjarnorku- vopna til gildis að það sé ódýrara aö framleiða kjarnorkuvopn en- hefðbundin. Þessi afstaða hlýtur að byggjast á því að ráðherrann hafi ekki hugleitt sálfræðileg áhrif kjarnorkuógnunar. Þó að ekki væri öðru til að dreifa væri sú vitneskja, sem aflað hefur verið um sálræn áhrif þess að lifa við kjarnorkuógn- un, næg röksemd til að hafna kjamorkuvopnum alfarið. Það hefur vakið nokkra furðu geð- lækna og sálfræðinga að þótt þorri fólks telji líkur á því aö kjamorku- styrjöld geti brotist út þá virðast flestir a.m.k. á ytra borði taka því með jafnaðargeði. A því eru marg- ar sálfræðilegar skýringar sem of langt yrði að rekja hér. Eitt atriði mætti þó nefna sem skýringu á sinnuleysi, og snýr sér- staklega að hlutverki lækna. Rannsóknir hafa sýnt að fólk hefur mjög óljósar hugmyndir um þá eyð- ingu sem kjamorkustríð hefði í för meö sér. Til þess að rjúfa vítahring sinnuleysis hljóta læknar að verða aö fræða almenning um heilsufarsleg áhrif kjamorkustríðs. Þaö er að visu erfitt viðfangsefni, því get ég borið vitni af eigin raun, því að ég hef um nokkurra ára skeiö reynt að fylgjast með upplýsingum um heilsufarsleg áhrif kjamorkusprenginga og miðla þvi í greinum eða erindum (og raunar hlotið ákúrur, bæði hjá samherjum og andstæöingum fyrir aö draga upp hrollvekjur). Þetta er U1 nauösyn. Fólk bregst ekki við hcttu sem það ekki þekkir. Jafn- framt er nauðsynlegt að ýta undir já- kvæð viöhorf hjá fólki, sér í lagi að örva þann jákvæða hugsunarhátt að það geti með virkri baráttu gegn k jamorkuvopnum haft áhrif. Jákvæð þróun Það er ekki nokkur vafi á því að í heiminum hefur orðið jákvæð þróun í þá veru að æ fleiri taka virkan þátt í baráttunni gegn kjamorkuvígbúnaði og áhrifa er þegar farið að gæta. Þessara áhrifa hef ur einnig gætt hér- lendis, umræöan aukist og ýmsir friðarhópar verið stofnaðir. Eldri samtök eins og Samtök herstöðva- andstæðinga, þar sem margir friðar- sinnar hafa fundiö sér starfsvett- vang, hafa breytt áherslum sínum eins og glöggt kemur fram í því að velja Hiróshimadaginn fyrir Friðar- göngu og í vali þeirra kjörorða sem gengið er undir en þau beinast einkum gegn kjarnorkuvígbúnaði. Samtökin hafa ekki látið af megin- baráttumarkmiöum sínum fyrir her- lausu og hlutlausu tslandi, en þaö er vafalaust rétt mat að brýnasta og bráöasta hættan, sem ber að afstýra, er kjarnorkuógnunin, svo að dagur helvítis í Híróshíma verði aldrei dagur helvítis á öllum lmettinum. Við berum öll ábyrgð. Guðmundur Georgsson læknir. „Á undanfömum árum hafa læknar bæöi " austantjalds og vestan bundist samtökum í heimalöndum sínum og tengst í alþjóðasam- bandi sem hefur það á stefnuskrá sinni að berjast gegn kjamorkuvopnum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.