Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Page 28
DV. FÖSTUDAGUR 5. AGUST1983. KENNARA- NÁMSKEIÐ Rauði kross Islands heldur kennaranámskeið í almennri og aukinni skyndihjálp dagana 20,—31. ágúst. Kennt verður í kennslustöð RKI, Nóatúni 21,2. hæð. Kennslan fer fram frá kl. 09—17 alla daga nema sunnudaga. Námskeiðsgjald er kr. 2.800. Þátttaka tilkynnist í síma 26722. RAUÐIKROSSISLANDS. ATVINIMA Óskum að ráða starfsmenn til eftirtalinna starfa: 1) Starfsmenn til afgreiðslustarfa í byggingavöruverslun, helst vana. 2) Verslunarskólagenginn starfs- kraft til að annast tollskýrslur, bókhald og tölvuvinnslu. Allar upplýsingar veittar á staðnum milli kl. 2 og 5 dag- lega. SÍÐUMÚLA 37 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur. Með vísun til 17. og 18. greinar laga nr. 19/1964 er hér með aug- lýst tillaga að breytingu á staðfestu Aðalskipulagi Reykja- víkur dags. 3. júlí 1967. Breytingin er í því fólgin, að tiltekið svæöi. sem afmarkast af Sundlaugavegi, Laugalæk,',.Leirulæk og lóð Laugalækjar- skóla verði nýtt fyrir miðbæjarstarfsemi í stað hverfisstofn- ana. Ennfremur verði svæði, sem afmarkast af Dalbraut, Sund- laugavegi og lóð Laugalækjarskóla nýtt sem stofnanasvæði í stað þess útivistarsvæðis, sem aðalskipulagiö gerir ráð fyrir. Nánari afmörkun er sýnd á uppdrætti dags. 26.7. sl., sem liggur fyrir ásamt frekari gögnum almenningi til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Þverholti 15, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist Borgar- skipulagi innan 8 vikna frá birtingu auglýsingar þessarar, eða fyrir kl. 16.15 þann 30. september 1983. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunni. Reykjavík 5. ágúst 1983 BORGARSKIPULAG REYKJAVlKUR Þverholti 15 105 Reykjavík. FULLT HÚS MATAR 1/2 nautaskrokkar, tilbúnir í frystinn, kr. 129 kg, flokkur U.N.I., nýslátrað. 1/2 svínaskrokkar, tilbúnir í frystinn, kr. 140 kg, flokkur S.V.I.A., nýslátrað. 1/1 lambaskrokkar, sagaðir, I. flokkur, kr. 101,20 kg, slátrað í okt. '82. 1/1 lambaskrokkar, sagaðir, II. verðflokkur, kr. 94,10 kg. 1/2 folaldaskrokkar, tilbúnir í frystinn, kr. 73 kg, flokkur FO.I.A., slátrað í okt. '82. 1/2 nautaskrokkar, tilbúnir i frystinn, kr. 117 kg, flokkur U.N. II og A.K.I., nýslátrað. Nautaframpartar, flokkur U.N.I, skorið eftir óskum, kr. 102 kg. Nautalæri, flokkur U.N.I, skorið eftir óskum, kr. 167 kg. Nautaframpartur, flokkur U.N.II, skorið eftir óskum, kr. 92 kg. Nautalæri, flokkur U.N.II, skorið eftir óskum, kr. 153 kg. Menning Menning Menning NÁTTBORÐS- LESNING Louis Fischer. „THE LIFE OF MAHATMA GANDHI." C,Ævi meistara Gandhi.") I. útg. 1951. Granada 1982.671 bls. Söiustaður: B. Sigfúsar Eymundssonar. Bókin er í senn kölluð sagnfræði og ævisaga á kápu sem er mála sann- ast. Leiki einhverjum forvitni á að kynnast uppruna hinnar illræmdu indversku stéttaskiptingar — á rætur að rekja til arískrar herraþjóð- ar sem lagði undir sig Indland i fymdinni — þá getur sá lesið þá sögu i bók þessari. Saga frelsisbaráttu indverska minnihlutans í Suður- Afríku er rakin ítarlega. Einkum þó þjóðfrelsisbarátta Indverja í heima- landi sinu. öllu skemmtOegri lesn- ing, en mun fyrirferðarminni, er ágrip af menningarsögu hindúa- siðar. Þörf þeim sem tekið hafa upp aðgerðir Ananda Marga, Proudista og ýmissa fleiri hugleiðsluhópa við að ráða framvindu sögu Vestur- landa. Málsmeðferð þeirra er hæpin í ljósi greinargóðra lýsinga höfundar- ins, Louis Fischer, á indverskri menningu og sögu til fo,ma. Efiiinu hefði mátt skipta niður með öðrum hætti til að hver gæti sótt sitt í þessa geysilega efnismiklu bók og þurfi ekki að lesa allt til að hafa það gagn af henni sem hann væntir. En kannski er engin önnur leið til að aðalviðfangsefnið, sem sé Gandhi sjálfur, komist til skila, maður sem sneið sér persónuleika sem varö að þjóðfélagi. Það liggur ekki í augum uppi, en Indland nútímans — undan- skilin frumstæð ættbálkasamfélög, sinnulaus grúi fátæklinga sem enga þjóðfélagsvitund hefur — er persónu- leiki þessa hreinlynda manns. Án gagnrýni staðnar vitsmunalrf þjóðar Og það er vel þess virði að láta bókina liggja á náttborðinu i ár eöa tvö til að öðlast náin kynni af manni, sem tvímælalaust á erindi við alla. Þeir eru víst ekki svo margir úr síð- arí tima sögu. „Gullgild hagfræöi byggist á félagslegu réttlæti” og sið- semd ... „það sæmir ekki mann- Iegri reisn,” sagði Gandhi, „að glata einstaklingseðli sínu og verða að tannhjóli í vél.” ,,Ég vil að sérhver einstaklingur verði fullefldur, fullþroska þjóðfélagsmeölimur.” Ritari þessarar bókar telur, ,að þjóö- félag sem byggt yrði á hugmyndum Gandhis um samfélagsmál, yrði þegar fram í sækir byggt á bæjum sem nytu efnahagslegs sjálfstæðis og nægrar atvinnu, væru sjálfum sér nægir í þeim mæli sem slíkt er mögulegt og vélrænir samskipta- hættir í lágmarki; í borgum deildu kaupsýslumenn og stjómendur borg- armála, sveitarstjómir og ríkis- stjómir, ráöum í iðnaði og við- skiptum; viðskipta- og samvinnu- félög væm sterk; og arður kaup- mangarans gengi ekki í erfðir heldur rynni til samfélagsins. ” „An stjómmálalegrar gagnrýni og andstöðu,” segir Gandhi, „staðnar vitsmunalif þjóöar, menning og sið- ferði almennings; hinum meiri hátt- ar er ýtt til hliðar og iítilmenni verða sett við stjórnvölinn; forystumenn skipa umhverfis sig hugleysingjum, hræsnurum og höfðingjasleikjum og ógagnrýnið samþykki þeirra er rangtúlkað, álitið hylling mikilfeng- leika.” ERLENDAR BÆKUR Þorsteinn Antonsson Um mannkynið: „Mannkynið er haf. Ef fáeinir dropar af hafinu em óhreinir þá óhreinkast hafið þó ekki.” Þagði alla mánudaga í eitt ár Bjartsýnismaður, bamalega opin- skár sem óf fábreyttar flíkur sínar sjálfur, gerði ekki mein hinni frægu flugu, var öllum ljúfur nema konu sinni, henni var hann harðstjóri, þagði alla mánudaga í heilt ár sér til hugarhægðar og neitaði að borða þegar honum ofbauð ranglætið í heiminum. Eyddi með þeim hætti styrjaldarástandi milli múhameðs- trúarmanna og hindúa eftir að ríki hinna fyrrnefndu, Pakistan, hafði verið búið til með reglustiku. Og er víst einsdæmi um einn mann að hann hafi fengið þvílíku áorkað þótt hann hafi borið við önnur úrræði. Bauð gestum sínum áfengi og var þó mál- svari algers bindindis. Smávaxinn, horaður, heldur ófríður, hvikur á fæti og mikill göngugarpur allt framundir áttrætt. Fyndinn. Hann byggði á kristinni siðspeki jafiit og þeim sið sem hann var upp- runninn við. En einkum á trúar- ljóöinu Bahagvad Gida þaðan sem hann háði sér lexiu um jóga athafn- anna (Karma jóga) og hann lagði í ljóðið persónulegan skilning, sinn eiginn. Ljóð þetta er hið aögengileg- asta, bardagalýsing en jafnframt fróðleikslind um lífsins gátur. En Gandhi taldi það vera lýsingu á þvi stríði sem háð væri milli hugar og hjarta hvers manns oftast nær. Af órofinni fylgispekt við þetta höfuð- ljóð hindúasiðar mótaði hann sér jafnlyndi og fórnlyndi og hæfileika til að halda við sérstæðrí tegunda fjar- lægðar milli sín og alls annars — sem ljóðið boðar. Lífsaðferð sem stundum hefur veriö kölluð , Jiiö striða hlutleysi” Gandhi en átti ekkert skylt við hlutleysi fremur en annað í fari Gandhi, að því er haft er eftir honum. „Satyagraha,” sem þýðir trúarstyrkur, var baráttuað- ferð hans: sigrið hið illa með hinu góöa; dæmið verkið, aldrei manninn. „Einnig Englendingar eru bræður okkar.” Trú Gandhis færði honum baréttuaðferðir hans (en ekki Leo Tolstoy eins og haldið hefur verið fram). Bókin vekur ást tl Gandhi Réttlætis- og sannleiksást, óbilandi kjarkur og lifskraftur sem viröist á faverri stundu munu ganga úr bönd- unum en maöurinn var þó aldrei haldinn af, vissa hverja stund um tilvistarlegt gildi hverrar sinna eigin geröa, slikt var hans far. Og kurt- eisin hámenningarbretans en að viöbættri einlægni og einurð sem jafnan setti nýlendudrottnarana út af laginu. Lögfræðingur, hégómlegur og feiminn á námsárum sínum í Eng- landi, sem gat ekki unað við mis- munun sem hann og samlandar hans voru beittir í Suður-Afríku er hann tók til starfa þar. Hvikaði ekki frá þeirri vissu að bresk menning væri hin besta fyrirmynd þrátt fyrir við- urstyggilega nýlendustefnu þeirrar þjóðar. Gerðist sjálfboðaliði í breska hernum í Búastríðinu og síðar í heimsstyrjöldinni fyrri (sjúkraliði). Louis Fischer hefur lagt sig fram um að endurskapa persónuleika mikilhæfs manns á síöum bókar sinnar, m.a. með því að tilfæra beint viðtöl sem hann átti við Gandhi. Því fer þó f jarri að hægt sé að skilja hann af hinni yfirgripsmiklu ævisögu hans, til þess þarf hugarfar sem Vesturlandabúa er varla auöið. En hitt er ljóst aö hans eigið fólk skildi hann svo vel að undravert er og hann það. Hverjir geta öðlast samkennd með hungruðum manni fremur en Indverjar? Beinskeittur, einfaldur, óbókmenntalegur stíll bókarinnar kemur þeim sannindum vel til skila. T.d. er stórskemmtileg lýsingin á því þegar Gandhi fór í hungurverkfall i borginni Delhi þar sem óöld ríkti og ribbaldar og ræningjaforingjar báðu hann tárfellandi að hætta þessum f jára; þeir skyldu vera góðir. Minna hefði mátt vera í bókinni um þjóðfrelsisbaráttu Indverja frá einum mánuöi til annars, meira af beinu tali þessa heillandi persónu- leika sem vakti þjóð sina til vitundar um áþján sína og til sjálfsvirðingar. Meira af einkahögum, smáatvikum sem vörpuðu ljósi á manninn sjálfan. Meira af ofboð hversdagslegu tali þessa manns sem heimtaöi að fá aö vera sjálfum sér ósamkvæmur í nafni sannleikans. En það sem mest er um vert, bókin vekur ást til manns sem á hana skiliö framar flestum. Hann lifi! Mahatma Gandhi: Fullgild hagfræði byggist á félagslegu réttlæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.