Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Side 4
4 DV. LAUGARDAGUR 27. AGUST1983. „Kolluriiar hafa ekki ennþá dnttið af!" — farið í heintsókn tíl Gudriinar Þorvar dardóttur hárgreidslumeistara sem séd hef ur um hárgreiðslu og smink í leikhúsi og kvikmy ndum, nú síðast Atómstöðinni „Eg er hárgreiöslumeistari og rak hárgreiöslustofu í tíu ár. I leikhúsinu sjálfu hef ég lært mest af leikurunum, fariö eina mánaöarreisu til Svíþjóðar til aö skoða gervadeildirnar í leikhús- unum þar. — Þess utan hef ég bara les- iömértil.” Þaö er Guörún Þorvarðardóttir sem talar. Hún vinnur viö hárgreiðslu og föröun hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Einnig hefur hún unniö viö þaö sama í kvikmyndunum „Punktur, punktur komma strik” og „Á hjara veraldar” og hún er aö vinna viö hárgreiðslu fyrir töku „Atómstöðvarinnar” sem veriö er aðljúka upptökum á þessa dagana. Þessa fyrstu athugasemd Guörúnar hér aö ofan um starf hennar heyrum viö ekki fyrr en hún er búin aö svara í símann svona fimm sinnum, leita um allt hús að sígarettunum sinum, skreppa út í næsta hús (fýluferð) til þess aö fá lánaöa vindlinga. Og hella uppákaffi. „Þaö er ekki til nein aögengileg menntun hér heima í þessu fagi sem ég starfa aö. Þaö eina sem hægt er aö gera er aö vinna, og þaöaf áhuga. Það er fyrir hendi þriggja ára skóli á Dramatiska institutet, en sá þykir ekki merkilegur á stóru leikhúsunum. Þetta er margra ára nám ef menn ætla aö kunna þetta almennilega. En ég er bara hárgreiðslukona, og reyni aö þreifa mig áfram eftir viöfangsefninu hverjusinni. Starfiö skiptist í þrjá hluta. Smink, hárkollugerð og hárgreiöslu. Mér finnst ég vera stödd ágætlega í miðj- unni á þessu. Mér fannst fyrst aö ég þyrfti að fara aö læra hárkollugerð en það er svo mikið fag og mikið mál að það þarf heila manneskju í það ef vel á að vera. 1 því sem ég er aö vinna núna, Atómstöðinni, er sérmanneskja í sminkinu og ég sé eingöngu um háriö. En við hjálpum náttúrlega hvor ann- arri.” Axlasrtt hár ogþykkur toppur Talið berst að starfinu í Iönó. Guörún segist vera ein þar en ráði stundum stúlku til aö sjá um gervin á sýningun- um, að aflokinni frumsýningu. I leikritum ákveður hún í samráði viö leikmyndateiknara og leikstjóra hvemig gervin eigi aö vera. Reynt er að nota hár leikarans því sjaldnast hafa þau yfir aö ráöa góöum hárkoll- um. Svo verður að láta háriö á leikar- anum ráöa feröinni. „Þaö eru hárkollumeistarar bæði hjá Þjóðleikhúsinu og sjónvarpinu, sem eru þeir einu faglærðu hérlendis, en þeir hafa nóg á sinni könnu á sínum vinnustööum. Guörún segir aö hárkollur séu ekki góðar í öllum tilfellum, „en í períódu- pælingum, eins og viö nefnum það, þá er aUtaf vandamál meö kUppinguna. I Atómstööinni erum viö til dæmis aö gera mynd sem gerist ’45 og þá var ekki nokkur kona meö nema axlasitt hár og þykkan topp. Þó svo núna séu ýmsar konur með axlasítt hár þá er þaö allt í styttum og stuttir toppar. Eg þarf þess vegna aö búa til einhverja ’45 greiðslu í samræmi við nútímaklipp- inguna. Fara eins nálægt stílnum og hægt er. Fólk talar öðruvísi í dag, hreyfir sig ööruvísi. Þaö eru aUt aörir taktar sem einkenna það en tíðkuðust fyrir fáeinum áratugum. Vandinn er aö ná fram blæbrigöaeinkennum hvers tíma. Og sá vandi er stór.” Talið berst í framhaldi af þessu, að gervi og hreyfingum. „Þaö sniðugasta sem ég hef séö í þeim efnum,” segir Guörún, „er í Of- vitanum. Þar hægöu þau bara aðeins á tempóinu tU þess aö fá gamaldags svip á aUt saman. Og aUir voru svona dáh't- iö lúöalegir.” Horfin fiétta Nú fer Guörún í símann og stefnir tU okkar leikkonunni Sigrúnu Eddu, „sem er meö alveg helUng af góöu hári tU þess aö sýna nokkra möguleika í hárgreiöslu,” segirGuörún. Sigrún lof- ar að koma — og aö kaupa sígarettu- pakka fyrir Guörúnu í leiöinni. Á meðan er Guörún spurö hvort hún muni eftir einhverju skemmtilegu at- viki eöa óhappi sem hafi hent hana i sambandi viö starfið í leikhúsi eöa viö kvikmyndatöku. Eftir nokkrar vangaveltur fæst Guðrún til aösegja frá einu. „Þaö var í leikritinu Guðrúnu. Eg var að reyna aö gera vUtingana eitt- hvaö víkingalegri meö því að hafa fléttur á höföi þeirra. Eg haföi einn víkinginn meö síöa fléttu að aftan og annan meö tvær að framan. Það voru æöislegar skiptmgar í þessu leikriti, hraðar og snöggar og leikaramir fóru hratt á mUli úr einu gervi í annað. Eg man að í skiptingu á einni sýningunni kom sá leikari hlaupandi tU mín bak- sviðs sem átti að bera fléttu að aftan. Eg festi hana á hann, og þaö þurfti vissulega aö gera í flýti, og svo hleypur hann da da da da da og ég heyri að hann er kominn á réttum tíma upp á sviö. Svo kemur hann niður þegar at- riðinu er lokiö en án nokkurrar fléttu. Þá haföi hún bara pompað eitthvaö, lá sennUega pen á sviðinu. en hann tók Gæti verið byrjun i greiðslu. Fjórar útgófur Guðrúnar af Hönnu Mariu Karisdóttur i opnu úr bókinni Nýi kvennafrmðarinn úr kaflanum Vel snyrt er konan ánmgð. Eitthvað finnst okkur kunnuglegt viðþetta. Þessi gmti verið fri miðri nttjándu öldinni. Raunar líka þeirri tuttug- ustumeð viðeigandi búningi. ekkert eftir þessu, sem betur fer kannski. Þetta var dálítið haUærislegt — fannst okkur. En þaö tók enginn eftir þessu úti í sal. Ohöppin okkar eru enda flest þannig aö þaö tekur enginn sýningargesta eftir þeim. Þau vaxa bara okkur í augum. Veröa, aö því er okkur viröist, hræöileg. En þaö er nú ekki neitt sém hefur gerst sem ég man sérstaklega eftir. Þaö er svo margt sem hefur reddast á síðustu stundu, oft meö látum aö vísu. Þaö er ekkert stórmál sem ég hef lent í, ennþá,” segir Guðrún og bankar í boröiö: „Kollumar hafa ekki dottið af eöa neitt slíkt.” Hárgreiðsia í bíó Pæhr þú í hári þegar þú ferö í bíó að sjá einhverja kvikmynd? „Stundum geri ég þaö. Eg sá alveg hræöilega lélega mynd um daginn. Bara frekar vonda mynd. Hún var gerö eftir frægri sögu og átti aö gerast áriö 1945 eöa ’46. Þá mændi ég einbeitt á hárgreiðsl- una og sá alveg undarlegustu hluti. Hárgreiöslu sem ég hefði ekki trúaö að væri gerö á þessum tíma. Það stakk migmikið.” Þaö ku vera þannig í kvikmynd, ekki satt, að engu veröur breytt eftir aö kvikmyndunin hefst? „Já, þaö er rétt. Þaö er allt fixeraö. Um leiö og það er komið á filmu verður aö halda því. Þá veröur ekki aftur snú- ið.” Nú eru atriðin ekki tekin upp í röö? „Þá er til eitthvað sem heitir „continuity.” Þá byrjum við kannski á endinum og tökum daginn eftir upp eitthvað sem viö höldum áfram meö eftir margar vikur. Þá eru teknar myndir og skrifuð niöur ýmis smáat- riöi til glöggvunar. Ég á það jafnvel til aö mæla tii dæmis í sentímetrum hár- síddina, því þegar manneskjan fer inn í næsta herbergi eftir margar vikur veröur hún að vera eins og þegar hún fór út úr því í atriðinu á undan sem löngu var búiö aö taka upp. Þá þarf kannski að klippa hana um sentímetra og gera hana á annan hátt alveg eins og hún var þó maöur vildi kannski gjaman hafa hana einhvern veginn allt öömvísi. En þá verður ekki aftur snúið. Þegar einu sinni er búiö aö festa hana á filmu, þá þýöir ekki að tala um breytingar.” Alveg brilliant í útiiti Geturðu sagt frá einhverju skemmti- legu sem gerst hefur við töku Atóm- stöðvarinnar? „Þaö gerðist um daginn aö okkur vantaði tvær konur í eina senuna í Teygt úr tagllnu. J > J „Maður myndialdreigera neitt efmaður væriaittafismáatriðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.