Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Qupperneq 11
DV. LAUGARDAGUR 27. AGOST1983. 11 Vigdis Finnbogadóttir og Ronald Reagan úti fyrir Hvíta húsinu i Washington. Þó að vel fari á með þeim á þessari mynd verður efast um hversu mikið þau eiga sameiginlegt í raun. æðstu valdastöður. Svo er ekki. Og ég held að kjör Vigdísar hafi takmörkuð áhrif á möguleika annarra kvenna til að ná jafnrétti á viö karla á vinnu- markaði eða til setu á Alþingi.” En hvernig kemur þá raunveruleik- inn þeim fyrir sjónir sem kemur meö þessa fegruðu mynd af jafnrétti kynj- anna á Islandi í farteskinu? Rebecca Shuster segir aö á sumum sviðum hafi hugmyndir hennar reynst réttar. „islenskar konur hafa mjög sterka sjálfsvitund og sjálfstraust, þannig að þær telja sig hafa hæfileika tilað gegna f lestum störfum á við karl- menn. Þetta á að minnsta kosti við þær konur á mínum aldri sem ég hef kynnst Þetta þótti mér sérstakt. En almennt eru íslenskar konur í svipaðri aðstöðu og konur í Bandaríkjunum, þær fá ekki sömu laun, þær hafa ekki sambærilega menntun, þær hafa ekki aðgang að sömu störfum og ná ekki sambærileg- um frama í starfi og karlar. Þær eru 'einnig í minnihluta í valdastofnunum þótt síðustu alþingiskosningar hafi fært þeim verulegan ávinning. Þá urðu konur 18% þingmanna, en fram að þeim tíma voru þær um 5% sem er sama hlutfall og í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Það er því engin ástæða til að hreykja sér af stöðu kvenna hér á landi á öllum sviðum.” Rebecca Shuster víkur síöan aö því að konur gegni stærra hlutverki í vit- und Islendinga en í vitund Bandarikja- manna. Það er meöal annars vegna kvenhetjanna í Islendingasögunum sem eiga sér enga hliðstæðu í banda- riskri sögu. Hún segir með hálfgerðum trega: ,,Eg get ekki sagt við dætur mínar síðar meir: Sjáið allar þessar konur sem markað hafa spor sín á spjöld sögunnar í aldanna rás. Auðvit- að voru þessar konur til en við þekkj- um þær einfaldlega ekki. Þessu er öðruvísi farið í íslenskri sögu.” En svo er eins og viðmælandi minn fái einhverja bakþanka eftir allar þessar fullyrðingar. Ef til vill eru gestsaugun glámskyggn. Að bera Is- land saman við Bandaríkin er auðvitað flókið. Mismunur á stærð ríkjanna og mannfjölda er þúsundfaldur. Menning- ararfurinn er ólíkur. En ýmislegt get- ur átt sér stað á Islandi sem óhugsandi væri í Bandaríkjunum, kosning konu í forsetaembætti, árangur Kvennafram- boðsins og Kvennalistans sem meöal annars á sér skýringu í smæð landsins og því að hér fara fram hlutfallskosn- ingar. „Auðvitað er ég alltaf að bera saman, en þaö er erfitt af þessum sök- um,” segir Rebecca Shuster. Meö þessa vitneskju sína hélt hún til Bandaríkjanna til aö skilgreina þessar tvær konur, Margréti Thatcher og Vig- dísi Finnbogadóttur, og meta þær á sinn bandaríska mælikvarða. -ÓEF. Súgaudaf jörð. Myndin var tekin í heimsókn forsetans til Vestf jarða í sumar. um hana, en þar hefur hvergi komið fram hvert sé hennar eiginlega vald- svið. Af lestri þessara blaðagreina hafði ég gert mér í hugarlund aö for- seti Islands hefði áhka pólitískt mikil- vægi og forsætisráöherra. En af því að vald hennar hefur veriö ýkt og látiö að því liggja að hún hafi afgerandi áhrif á stjórn landsins hefur kjör hennar í embætti forseta ef til vill orðið kvenna- hreyfingunum erlendis meiri hvatning en réttmætt er. Þessar hreyfingar telja að með for- setakosningunum árið 1980 hafi Island bæst í hóp þeirra ríkja þar sem kona hefur tekið að sér æðstu stjóm. En Vig- dis stjórnar ekki hér á landi. Eftir heimsókn Vigdísar til Banda- ríkjanna í tengslum við Scandinavia Today höfðu margir kunningjar mínir þar á orði viö mig hvílík fyrirmynd ís- lenski forsetinn væri fyrir konur. Vissulega er hún þaö, en það er jafn- framt nauðsynlegt að skilja þær tak- markanir sem felast í starfi hennar. Hún er ekki táknræn fyrir aukin stjóm- málaleg völd kvenna. Frekar er kjör hennar staðfesting á því að konur geti tekist á við hvaða starf sem er. Ég held að jafnvel Islendingar ofmeti mikilvægi þess fyrir jafnrétti kynj- anna að kona var kjörin í forsetaemb- ætti og álíti að þar með hafi opnast all- ar leiðir fyrir konur til að komast í HUSBYGGJENDUR Að halda að ykkur hita er sérgrein okkar: Afgreiðum, einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. I Aörar söluvörur: Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar- pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna- plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pjpueinangrun: frauð- plast/glerull. BORGARPLAST HF Borgamesi simi 93-737ÖHI Kyöjdsími og helgarslmi 9fc-7355.. UMFERÐARMENNING y Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. Timbur Bygginga- vörur Teppi Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar • FLÍSAR • HREINLÆTISTÆKI • BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI • BAÐTEPPI • BAÐIVIOTTUR • MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI • HARÐVIÐUR • SPÓNN • SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI • VIDARÞILJUR • PARKET • PANELL ■ EINANGRUN • ÞAKJÁRN • ÞAKRENNUR • SAUMUR • RÖR • FITTINGS • Og NÚ einnig steypustyrktarjárn og mótatimbur. OPIÐ: mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18. Föstudaga kl. 8—19. Lokað laugardaga. II BYGGlNGflVÖRURl I í HRINGBRAUT 120 I! Byqgirgavorm Goitteppadeiid Siniai Timburdedö 26 600 Malningarvorui og verklaen HRINGBRAUT 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.